Mörkin
0-1 Danny Ings 4.mín
0-2 Mohamed Salah 72.mín
1-2 Jake Livermore 79.mín
2-2 Salomón Rondón 88.mín
Leikurinn
Okkar menn hefðu varla geta pantað betri byrjun því á fjórðu mínútu leiksins tók Liverpool stutta hornspyrnu og Mané sýndi snilldartakta með því að komast framhjá Rodriguez og leggja boltann út í teiginn. Þar stoppaði Wijnaldum boltann og stillti honum upp fyrir Danny Ings til að skora með lágu vinstrifótarskoti í markið.
Glæsileg byrjun og eftir þetta mark réðu rauðliðar gangi leiksins, héldu boltanum vel og sóttu þegar þeir nenntu því. Á 11.mínútu komst Salah inn í teiginn hægra megin og var við það að smyrja boltann í fjærskeytin en stóra táin á WBA-varnarmanni kom í veg fyrir glæsimark. WBA fór að komast meira inn í leikinn eftir því sem á hann leið og voru vel studdir af sínum áhangendum sem langaði ekki til að falla úr úrvalsdeildinni alveg strax. Liverpool voru þó áfram með tögl og haldir í leiknum og ógnuðu með fyrirgjöf Milner á kollinn á Ings og einnig fór ágæt aukaspyrna Salah rétt framhjá.
En það átti eftir að breytast og WBA náðu góðum tíu mínútna kafla þar sem þeir fengu margar hornspyrnu og voru ítrekað að komast framhjá bakvörðunum okkar en það var algengt þema í leiknum. Hættulegasta færi þeirra kom á 38.mínútu þegar hinn mjög svo líflegi Phillips átti fyrirgjöf á fjærstöng á McClean sem sendi fyrir markið og það munaði bara skónúmerinu að Rodriguez skoraði. Þessi spræki kafli WBA fjaraði þó út og á 42.mínútu fékk Danny Ings dauðafæri en Ben Foster varði frábærlega í markinu.
0-1 í hálfleik
Seinni hálfleikur var rétt nokkurra mínútna gamall þegar að Danny Ings var augljóslega felldur við það að pressa markvörð WBA í þeirra vítateig en vel staðsettur dómari leiksins dæmdi ekki greinilegt víti. Leikurinn hélt áfram sem ekta breskur barningur þar sem WBA fengu blessun títtnefnds dómara til að spila fastar er reglubókin leyfir og m.a. þótti í fínu lagi að leyfa Hegazi að kýla liggjandi Danny Ings með krepptum hnefa í magann. Hegazi slapp á undraverðan hátt allan leikinn við að fá réttláta refsingu en hann komst upp með að teika Salah í fyrri hálfleik og að lemja samlanda sinn svo viljandi í andlitið í þeim síðari.
Um miðjan síðari hálfleik gerði Klopp tvöfalda skiptingu og inná komu Firmino og Oxlade-Chamberlain fyrir Ings og Mané. Skiptingin lífgaði sóknarleik Liverpool við og fimm mínútum síðar sendi Ox-Cham boltann á Salah sem slúttaði með snyrtilegu chippi yfir Ben Foster. Í flestum tilvikum væri þetta leik lokið en gamlir ósiðir í varnarleik Liverpool fóru að gera vart við sig og WBA gáfust ekki upp. Stuttu síðar sóttu heimamenn grimmt og boltinn féll fyrir Dawson í teignum en skot hans var glæsilega varið af Karius. Því miður féll boltinn fyrir fætur Livermore sem náði að skófla honum í netið.
Vonarneistinn var kveiktur hjá WBA og þeir héldu áfram að sækja. Karius bjargaði vel þegar að hik kom á Klavan og varði vel frá Rondon. Klopp nýtti síðustu skiptingu sína til að hvíla Salah og styrkja vörnina með hafsentinum Lovren. En stuttu fyrir leikslok fengu heimamenn aukaspyrnu á vallarhelming Liverpool og góð fyrirgjöf Brunt var stönguð í netið af Rondon. Lovren á mikla sök á markinu en hann hélt ekki varnarlínu og lék framherja WBA réttstæða með því að spila ekki yfirvegaðan varnarleik. Vonbrigði fyrir Liverpool að missa niður svo vænlega leikstöðu en það þarf að gefa WBA hrós fyrir að gefast aldrei upp.
Bestu menn Liverpool
Á miðjunni var Milner sprækur fram á við og duglegur í vinnslunni að vanda og með honum á miðjunni voru Wijnaldum og Henderson líka þokkalegir. Oxlade-Chamberlain átti einnig líflega innkomu og lagði upp mark. Danny Ings fær plús í kladdann fyrir sitt mark og dugnað en hefði mátt skora úr sínu dauðafæri til að verða aðalhetjan í dag. Minn maður leiksins er Mohamed Salah sem var líflegur og skapandi og skoraði metamark sem hefði átt að duga til sigurs.
Vondur dagur
Báðir bakverðir okkar, Gomez og Moreno, áttu afar slakan dag á varnarvaktinni. Gomez missti boltann ítrekað á hættulegum stöðum og var illa staðsettur varnarlega á meðan Moreno var eins og snúningshurð fyrir Phillips sem lék hann grátt allan leikinn. Innkoman hjá Lovren var heldur ekkert til að hrópa húrra yfir þar sem að markið kemur eftir hans agaleysi í að halda agaða varnarlínu.
En versta daginn átti samt Stuart Attwell dómari sem ítrekað ákvað að líta framhjá reglubókinni varðandi gul spjöld og missti af risastórum atriðum í leiknum með vítaspyrnu og rautt spjald. Þarna hefði VAR-dómgæsla veitt slökum dómara aðhald og gildir þá einu hvort að það taki nokkrar aukamínútur til að réttlætið nái fram að ganga. Skýrsluhöfundur sér í það minnsta ekkert sjarmerandi við skelfilega dómgæslu í hvora áttina sem hún fellur.
Tölfræðin
Mo Salah skoraði sitt 31 deildarmark og jafnar þar með met Luis Suarez, Cristiano Ronaldo og Alan Shearer í 38 leikja úrvalsdeildarkeppni, en Alan Shearer og Andy Cole skoruðu 34 mörk í 42 leikja deild. Einnig er Salah kominn með 41 mark í öllum keppnum og er enn að eltast við 47 marka met Ian Rush á einu LFC-tímabili.
Annar tölfræðimoli er að eingöngu eitt gult spjald var gefið í öllum leiknum í dag og það var á Liverpool. Fáránleikhús undir leikstjórn herra Attwell.
Umræðan
Þetta var ekki besti undirbúningurinn fyrir Roma-leikinn en á endanum færir þetta eina stig okkur nær okkar markmiði að vera í topp 4 og fara að nýju í CL. Nú vantar eingöngu 4 stig í 3 leikjum sökum yfirburðar markahlutfalls okkar í samanburði við Chelsea sem verða að vinna alla sína leiki. Auðvitað veldur það óþægilegu tvisti á plottinu að einn þessara þriggja leikja verði á Stamford Bridge en lykilatriðið er að klára heimaleikina gegn Stoke og Brighton og þá er björninn unninn. Svekkelsi að missa þetta niður í dag en verður vonandi á endanum léttvægt feilskref sem engu máli skiptir.
King Klavan-vaktin
Allt stefndi í enn eitt hreina lakið hjá King Clean Sheet Klavan þegar að örlögin gripu inní og björguðu jafntefli úr klóm glæsilegs sigurs. Meistari Ragnar átti að mörgu leyti ágætan leik með nokkrum mikilvægum stoppum og var djarfur í að spila boltanum fram á við en Eistinn átti einnig nokkur slæm mistök. Eista-Einkunn: 7,0
Alberto moreno er mesta rusl sem ef hef séð. Joe gomez er drasl. Guð sé lof ap þetta ógeðslega westbrom er að fara niður
#1 ahh langt síðan ég hef séð svona comment, var farinn að sakna þess að sjá svona mikla bölsýni 🙂
2 stig töpuð útaf bakvörðum (báðum)….
Svekkjandi jafntefli en verðskuldað hjá WBA. Vörnin hjá Liverpool var rosalega ótraust og batnaði ekkert við komu lovren á bekknum. Klavan og Moreno voru út á þekju og eina afsökunin sem þeir hafa fyrir lélegri framstöðu er slæmt leikform. Margt spilinu var ekkert spes og oft gengu einföldustu sendingar ekki á milli manna.
Sem betur fer má Liverpool við því að gera jafntefli því það er núna aðeins fjórum stigum frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni
Þetta “context refereeing” hjá Bretunum er orðið svo þreytt. Dæmið bara atvik fyrir atvik, alltaf verið að hjálpa liðunum sem eru að tapa og með crowdið á bakvið sig.
Við áttu þetta einfaldlega skilið fyrir að vera á hálfum hraða meirihlutan af leiknum.
Jájá við áttum að fá víti og sumir dómar voru mjög skrítnir t.d áttu þeir að vera manni færri.
EN
Þetta einfaldlega var ekki nógu gott. Við komust yfir 0-2 og þá hélt maður að okkar menn munu klára þetta auðveldlega en værukærð varð okkur að falla.
Það var nokkuð ljóst að við vorum með annað augað á Roma leiknum en það bitnaði á leiknum í dag.
Tveir LANGT lélegustu leikmenn liðsins í dag voru Moreno og Gomez, gátu lítið varnarlega og komu með ekkert sóknarlega.
Við opnuðu aðeins meistaradeildarbaráttu Chelsea í dag. Okkur vantar enþá 4 stig úr síðustu 3.leikjunum Stoke heima, Chelsea úti og Brighton heima. Það er nefnilega ekkert gefið í þessu og munu Stoke selja sig dýrt og ef við töpum þeim leik þá er Chelsea komið með þetta í sínar hendur.
Þetta þýðir líka að við megum ekki hvíla of marga í Stoke leiknum fyrir Roma leikinn.
Moreno fór illa með sitt tækifæri til að halda sæti sínu á bekknum, nú er vonandi umbinn hans byrjaður að leita að nýju félagi fyrir hann.
Gomez var líka slappur og maður hálfvorkenndi Dijk að vera þarna að gera þriggja manna vinnu. Annað sætið er alveg úr sögunni.
Ég nenni ekki að vera að svekkja mig mikið á þessum leik, Ings skoraði og Salah skoraði. CL sæti er nánast tryggt (7, 9, 13) og við erum í undanúrslitum meistaradeildarinnar í hörkuséns. Þessi úrslit eiga vonandi ekki eftir að telja mikið þegar uppi er staðið.
Get ekki beðið efir þriðjudeginum.
Í hvaða skipti á tímabilinu var þetta lið að glutra niður 2-0 eða 3-0 forystu?
Já og enginn meiddist, guði sé lof.
Ætla að horfa á björtu hliðarnar eftir þessar skelfilegu loka 15 mín.
Lykilmenn ómeiddir, Ings kominn á blað loksins og Salah heldur áfram að brillera.
Ekkert katastrof við þessi úrslit þó leiðinleg séu, eftir að hafa verið komnir í þægilega stöðu.
Næst Roma.
Y.N.W.A!
Búnir að tapa stigum í báðum leikjunum sem Klopp hefur róterað. Gegn Everton og nú gegn falliði WBA. Breiddin er einfaldlega ekki nægilega mikil og það verður að laga í sumar.
Þurfum núna 4 stig úr síðustu þremur leikjunum til að tryggja þetta blessaða sæti.
Við hverju var hægt að búast, Þó að Van Dijk sé frábær varnamaður þá vegur hann ekki upp á móti Moreno , Gomez og Klavan,
Mestu máli skiptir að við töpuðum ekki og engin fór meiddur af velli.
Nú er bara að drífa sig að pakka og koma mér til Liverpool á Roma leikinn…..
Það sem er jákvætt er það að Gomez og Moreno sýndu enn og aftur afhverju þeir eru á bekknum !!!
#2 hahahahah ég var búinn að biða eftir því að hleypa þessu út. Of mikil jakvæðni undarfarið
0W 2D 1L á móti W.B.A þetta tímabil. Uss, ekki er það gott. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðumst við alltaf gefa botnliðunum stig. Moreno þarf að vera seldur í sumar, mikið hrikalega getur maðurinn átt lélega leiki, Gomez þarf líka að halda einbeitingunni annars hefur hann ekkert tilkall til þess að verða fastamaður. Langt síðan maður hefur upplifað svona leik, sem betur fer. En við þurfum ekki að bíða lengi eftir því að þetta verði réttlætt, hlakka til þriðjudagsins!
Enginn heimsendir en ekki góð úrslit. Pressan eykst, eigum bara 3 leiki eftir og þurfum 4 stig. Eigum Stoke næst á heimavelli , þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og leikurinn kemur á skelfilegum tíma, þ.e. stuttu fyrir seinni leikinn á móti Roma. Fjórða sætið er langt frá því öruggt, því miður.
Moreno og Gomez áttu mjög vondan leik í dag, því miður. Klavan var ágætur í fyrri hálfleik en lélegur í þeim seinni. Mjög ergilegt í dag og dómarinn var alveg skelfilegur.
Leikir okkar sem eftir eru: Stoke (h), Chelsea (ú) og Brighton (h).
Chelsea leikirnir: Swansea (ú), Liverpool (h), Huddersfield (h) og Newcastle (ú)
Bring on Roma!
Þarna sannaðist í eitt skipti fyrir öll hversu lélegir vara-varnarmenn okkar eru, bara ekki boðlegir
Alveg orðið smá þreytt að heyra ykkur drulla endalaust yfir Moreno. Grey kallinn var einn af bestu bakvörðum deildarinnar áður en hann meiddist og Robertson fór að brillera og tók sætið hans. Kemur það ykkur virkilega á óvart að hann hafi spilað ekki spilað mjög vel eftir 6 mánuði af bekkjarsetu fyrir utan eitthverja 2 leiki fyrir utan þennan (sem btw hann spilaði helvíti vel í)
Klopp elilega ekki sáttur:
Klopp is asked by Sky reporter why the pitch being dry mattered: ‘Have you never played football?’
#19.
Sá viðtalið við Klopp og hann var verulega pirraður og kom að mínu mati asnalega fram í þessu viðtali. Lætur fréttamanninn heyra það þegar þetta er fullkomlega eðlileg spurning fyrir alla þá áhorfendur sem skilja ekki muninn á því hvernig það er að spila á þurrum eða nývökvuðum velli.
Og fyrst Liverpool komst í 0-2 á “of þurrum velli” hver er þá raunverulega vandinn?
Jú vandinn er sá sami og við höfum sé allt of oft í vetur, einbeitingarskortur hjá einstaka leikmönnum í vörn, er og hefur verið stóri vandi Liverpool í vetur, og það er meistara Klopps að vinna úr því.
Næstu deildarleikir eru allir gegn liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Næsti leikur gegn Stoke sem eru í bullandi fallbaráttu, leikurinn þar á eftir gegn Chelsea sem reyna allt til að ná okkur og síðasti leikurinn gegn Brighton. Þeir verða líklega búnir að tapa gegn Burnley, City og Utd þegar þeir mæta okkur og komnir ennþá neðar.
Það er allavega ljóst að Klopp má ekkert vera að hvíla mikið meira í deildinni. Gæðamunurinn er rosalegur þegar einhver úr XI dettur út og næsti maður kemur inn.
#18 það er mikill munur á að spila ekki vel og spila eins og Moreno gerði í dag. Hann var étinn af Philipps í dag og ég man ekki eftir því að hafa séð hann unnið tæklingu. Svo er ekki eins og við vorum að spila við einhverja sóknar meistara, eru held ég með minna en 30 mörk allt tímabilið. Það er allveg skiljanlegt ef menn eru smá ryðgaðir eftir meiðsli, en Moreno var mun verri en það.
Mjög svekkjandi en þið neikvæðu og bölsýnu strákar ekki þessa neikvæðni. Ég sagði fyrr leikinn að þetta væri stórhættulegur leikur og hvað kom á daginn. Neðstu liðin berjast alltaf upp á líf og dauða í síðustu umferðunum og því er það aldrei neitt happadrætti að lenda gegn þeim svona rétt fyrir lokin. Jákætt í leiknum að Ings skoraði og verður hann óstöðvandi til sumars og setur pottþétt annað mark. Ég á eftir að sakna WBA úr deild þeirra bestu. Þetta lið heldur Liverpool á jörðinni og það er gott enda kemur liðið okkar yfirleitt sterkt til leiks eftir að þessar innbyrðis viðureignir.
WBA eru með færri mörk skoruð en M.Salah í deildini og þegar tímabilið er að verða búið þetta er bara magnað og stórkostlegt.
Sammála maður datt soldið í neikvæðisgryfjuna áðan skiljanlega en er jákvæður á framhaldið
og Salah lætur mann brosa allan daginn hvort eð er jafnteflið á móti WBA er ekkert að fara breyta því neitt.
Ings skoraði mark í dag sem var frábært vonandi sjáum við fleiri frá kappanum Salah er ekki bara besti leikmaður þessarar deildar hann er einfaldlega LANG besti !
Dómarinn var þeirra 12 maður. Svekkjandi, 2var voru menn kýldir (Ings og Sala) af WB manni, þeim sama og svo tekið af okkur víti. Vonandi verður þetta tekið fyrir.
Leikskýrslan er kominn inn félagar.
YNWA
Peter Beardsley
Halló, gerið smá teyjuæfingar og dragið djúft andann. Það breytir engu hvort við endum í 2,3 eða fjórða sætinu, úr því sem komið er. Strákarnir voru eðlilega komnir með hugann við þriðjudaginn. Ekkert óeðlilegt við það. Gleðjumst því við töpuðum ekki og Salah skoraði. Báðir bakverðirnir í þessum leik að stiga upp úr meiðslum og ekki í leikæfingu. ManU. tapaði fyrir WBA á heimavelli og við gerðum jafntefli á útivelli, í reynd ekki svo slæmt. Þetta WBA lið er með mjög góða leikmenn en hefur haft ömurlegan stjóra, fyrr en nú.
Gleðilega helgi, kæru landar. Skál.
Ömurlegur leikur og enn ömurlegri úrslit. Það er engin afsökun að menn séu að stíga upp úr meiðslum, þjálfarinn á að hafa vit á því að nota ekki slappa menn. Að hada því fram að það skipti ekki máli hvort við lendum í 1.,2., eða 3. sæti er vitleysa og það var einmitt þannig hugarfar sem varð Liverpoolað falli í dag; kæruleysi.
Sælir félagar
Eftir þennan leik skilur maður enn betur af hverju enskir dómarar eru ekki að dæma í heimsmeistarakeppninni. Þvílíkur aumingi og auli sem þessi dómari er og verður.
Það er nú þannig
Ynwa
Ég tek heilshugar undir með þér SigKarl, þvílík verndarhendi þessi svokallaði “dómari” hélt yfir þessu W.B.A liði.
Að minnsta kosti 2rauð, og 2 vítaspyrnur. Allt of margir 3ðju deildar “dómara” í efstu deild.
Aðalatriðið er að komast óslasaðir frá þessari vitleysu, sem á auðvita ekki að líðast.
já, bæðevei, er orðinn stuðningsmaður VAR
Eins og í öðrum vinnum þá snýst framistaða lika um gáfnafar, ekki bara vinnusemi. Moreno er þvi miðir ekki nógu gáfaður fótboltamaður. Rosalega duglegur jú en tekur fáránlega oft rangar ákvarðanir. Það bara skiptir öllu máli að vera clever.
Enginn heimsendir að gera jafntefli á þarna,en Gomez var slakasti leikmaðurinn okkar í dag og hvað er hann að gera í aðdragandanum á brotinu?. Salah skilaði sínu og bara lúxus leikmaður í fremstu röð þar á ferð,en allt of margir í meðallagi í dag.
Svo var dómarinn hörmulegur í dag og sorglegt hvað dómararnir eru lélegir í þessari skemmtilegustu deild í heimi.
Vonandi er betra Liverpool-lið sem mætir til leiks á þriðjudagskvöld.
mikið rosalega hefði ég nú þegið 3 stig í dag bara til að vera lengra frá chelsea verð að viðurkenna að ég er nú alveg stressaður yfir þessu 4 sæti :/
Hvenær fékk andstæðingur LFC síðast rautt? Dómarinn hafði 2-3 sénsa til að reka Hergazi útaf
Þetta var klaufalegt hjá Klopp. Hann hélt að við værum komin með þetta og tók út sóknar mennina. En við töpuðum ekki. Áfram Liverpool. Stórleikur á þriðjudaginn!!!!!!!!!!!!!!
Vel gert Liverpool . Við treystum Klopp er það ekki ? Efasemdamennirnir gátu ekki setið á sér í kvöld og ljótar athugasemdir birtust á okkar góðu síðu. Margir eiga að skammast sín. Spyrjum að leikslokum þe 26 maí kl 23.45 !
Af hverju var Clyne ekki inná ? Í staðin fyrir Gomez , má vantar báða leikþjálfun og að komast í betra leikform. Ég vill frekar tapa stigum þarna en á móti Roma. Okkur vantar bara nokkra mjög góða leikmenn í viðbót til að styrkja 20 manna hópinn. Næst er það Roma , vill frammistöðu uppá 10 þar. Get bara ekki talað um þennan dómara, mér verður óglatt !
Mér fannst þetta vera nánast fullkominn leikur þessar ca fyrstu 80 mín. Ings skoraði. Salah skoraði og jafnaði þetta met, það var ekki farinn það mikill orka í leikinn. En svo eins og gerist stundum (sem þarf að laga) kom smá einbeitingarleysi þessar síðustu 10 mín.
En samt sem áður þá tel ég okkur ennþá vera í góðri stöðu í þessari baráttu um 4.sæti. Tottenham er nú í þessari miklu baráttu líka þannig þeir geta alveg eins misst þetta 4.sæti til Chelsea eins og við.
Þeir koma væntalega dýrvitlaustir í Roma leikinn á þriðjudaginn og standa fyrir sínu, hef enga trú á öðru 🙂
Ég skil ekki afhverju menn eru svona fljótir að drulla yfir allt og alla ( alltaf sömu leikmenn) þegar menn eiga off leik , gomes nýkominn úr meiðslum, moreno stressaður upp fyrir haus við að gera mistök enda lítið sem ekkert búin að spila síðan hann meiddist, mér persónulega fannst hann vera nýr leikmaður þegar þetta season byrjaði miðað við árin á undan og orðin mikið betri player shitt happens áfram gakk next up Roma YNWA
Það hlýtur að mega gagnrýna okkar menn hérna án þess að það séu taldir bölsýnismenn.
Og Alberto Moreno á fullan rétt á gagnrýni, enda hefur hann ekkert sýnt til að verðskulda að vera í okkar liði. Ég vona að ég sjái hann ALDREI aftur í treyju Liverpool. Aldrei. Aldrei aftur. Ég meina það.
Þetta er það eina sem ég get sett út á Meistara Klopp – að gefa þessum glataða gaur sjéns…. Annars elska ég hann, sko Klopp.
Ég fyrirgef Gómez, sem var ryðgaður efir langa fjarveru. En það var sárt að hann skyldi koma WBA inn í leikinn, með lélegum varnareik, sem Hendó þurfti að hreinsa upp með (soft) aukaspyrnu.
Dómarinn var jú lélegur, en í gvöðanna bænum, við skulum ekki taka við af Wnger og kenna þeim svarta um öll töpuð stig.
#35
Einmitt, hvenær fékk einhver rautt síðast á móti okkur? Það hefur ekki vantað tilfellin í ár þar sem andstæðingur hefði átt að fá rautt. Svo eru augljós víti ekki dæmd leik eftir leik núna. Þetta er orðinn algjör farsi.
Í stöðunni 2-0 hugsaði ég hversu solid varnarlega lfc eru orðnir í föstum leikatriðum síðan VVD kom en…nei, nei það var greinilega heimskuleg hugsun. Hef sagt það áður og segi enn og aftur; Lovren getur átt þrusuleiki inná milli og platað mann til að halda að hann sé orðinn the shit en óstöðugari varnarmann finnur þú ekki. LFC hefði klárlega átt að taka double deal hjá Hull síðasta sumar og taka Harry Maguire með Robertson.
Sæl og blessuð.
Moreó féll því miður á prófinu. Gamli gegnumtrekkurinn endurtók sig. Hvað sáum við þetta oft í leikjum hér í denn þegar við töpuðum ítrekað niður forystu. Svo virka augljóslega ekki hafsentarnir þegar fúlbbakkið er ekki í lagi. Lovren fær hland fyrir hjartað og VvD er ekki þriggja manna maki.
Ferlega slappt að mínu mati að fá á sig tvö mörk gegn þessu liði. Hefði einmitt verið málið að sigla inn í CL törnina með traust land undir fótum.
Sammála skýrsluhöfundi með VAR. Það er nákvæmlega ekkert rómantískt við arfaslaka enska dómara. Mínúta til eða frá til að komast að réttri niðurstöðu er gjöf en eeki gjald.
Dómarar á Englandi eru hreint og klárt vandamál. Vitanlega græðum við líklega jafn oft og við töpum þ.e. það sem í tölfræðinni er kallað “regression to the mean” lögmálið gildir um Liverpool eins og annað til lengri tíma. T.d. fengum við klárlega hjálp frá þessu lögmáli í CL viðureignunum við ManCity þó að þeir dómarar hafi ekki verið enskir.
Dómari í PL fær greiddar 165.000 ISK per leik. Þess utan tæpar 6 milljónir í fasta þóknun árlega. Vissulega smáaurar borið saman við laun leikmanna en for crying out loud! Það líður ekki sá leikur í deildinni að dómari geri ekki aulamistök sem hafa áhrif á leikinn og jafnvel úrslit hans. Venjulegur dómari fær fast að 14 milljónir á ári fyrir að dæma leiki í PL en standardinn er fáránlega slakur.
VAR er því framtíðin því rugl eins og sást í gær er með öllu óásættanlegt.
Er bara glaður sem betur fer gerist svona rugl æ sjaldnar hjá Liverpool og því ber að fagna og svo bara áfram gegn Roma! ?
41#.
# 32
Hvaða tilgangi þjóna svona skrif þó menn séu ekki sáttir við frammistöðu einstakra leikmanna Liverpool?