Byrjunarliðið gegn Roma

Þá er búið að tilkynna liðið, en það hefði nú nánast hver sem er getað giskað á uppstillinguna. Einna helst var spennandi hverjir myndu byrja á bekknum, og það er nú bara þannig að eini maðurinn sem gæti mögulega talist miðjumaður á bekknum er Woodburn.

Liðið er annars svona:

Karius

Alexander-Arnold – Lovren – Van Dijk – Robertson

Henderson – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Mane

Á bekknum: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Solanke, Woodburn, Ings.

Þá er bara að gera sig klára með sprengitöflurnar og hjartastuðtækin.

KOMA SVO!!!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


41 Comments

  1. Woodburn er næsti miðjumaður inn ef við missum miðjumann. Það eina sem ég er stressaður yfir

  2. Litli Arnold getur kannski reddað einhverju ef illa fer. En 2-3 er væri gaman

  3. hvar fær maður miða á urslitaleikinni?
    er eitthvað miða happdrætti hja ufea?

  4. Við erum svo góðir að við gáfum þeim eitt mark til að hafa þetta spennandi 😀

  5. Hvernig er það með bönn fyrir gul spjöld, er einhver í hættu með slíkt?

  6. Búið að vera fínn hálfleikur. Liverpool hefur legið aftarlega og treyst á skyndisóknir. Róma hefur fengið sín færi en hættulegustu færin hafa komið frá okkar mönnum.

    Þetta mark sem við fengum á okkur var hreinræktaður Sjapplín brandari. Lovren þrusar boltanum í milner sem skallar óviljandi í netið. Svekkjandi en þó með þeim hætti að það er ekkert við þessu að gera og erfitt að kenna Lovren um því þetta var hreinræktuð óheppni og getur komið fyrir hvern sem er.

    Það má búast við stormsókn frá Roma á næstu 15-20 minútum og ef Liverpool stenst það próf án þess að fá mark á sig ætti björninn að vera unninn.

    Annars er vörnin búinn að vera góð og Liðsheildin góð. Mörkin hafa komið út af sóknarmistökum Roma og það segir mér að leikjaplanið er að ganga upp.

  7. Þetta Liverpool-lið er ótrúlegt, að við skulum vera yfir 2-1 hahahahaha. Áfram Liverpool.

  8. Er Lovren ekki í banni í úrslitaleiknum ? ef við förum þangað fékk gult í fyrri leiknum líka

  9. Það er ekki gul spjalda regla í þessum leikjum bara ef þeir fá beint rautt

  10. Ef ég fengi dollara fyrir hvert skiptið sem Liverpool fær ekki dæmt víti fyrir hendi væri ég milli

  11. Er TAA að reyna að gera þetta spennandi myndi gjarna fá Clyne inn núna og fá orrugari bakvörd

  12. Því miður held ég að við þurfum betri markmann fyrir næsta tímabil ef við ætlum að taka næsta skref.

  13. Æji, eruð þið ekki til í að hætta tala einstaka menn okkar niður. Er að njóta mín í botn að fylgjast með þessu LIÐI

  14. Er ekkert að rakka niður neinn heldur að biðja um skiptingu og fá reynslu inn því hann er shaky

  15. Trent er efnilegur markmaður vel varið hjá stráksa með hendinni.

  16. Þar sem sumir herna eru mjög uppteknir af þvi hvað dómarastettin er vond við okkur Liverpoolmenn langar mig að vita hvað þeir hinir sömu hafa að segja um þessa hendi a TAA?

  17. Þetta leggst alltaf illa í mig þegar á að fara að verjast, Mané út Klavan inn, við erum bara ekkert sérstakir að verjast en góðir að sækja afhverju ekki að halda því áfram sem vel hefur gengið ?

  18. Þegar Klopp byrjar á þessi fokki sínu skipta inn varnarmönnu þá fáum við á okkur mörk í kippum. Pliiiiiis Klop hættu þessu andskotans rugli. Þetta virkar ekki.

  19. Þetta var nú frekar soft víti á Klavan. Hann er ekki með hendina í óeðlilegri stellingu

  20. maður veit varla hvað maður á að segja um svona leik. glaður með að vera komin áfram,en full mikið kæruleysi 🙂

  21. Soft víti má vel vera en hvernig stendur á því að þegar ferskar fætur koma inná ss Solanke og Klavan þá er eins og við verðum 2 mönnum færri í lokin ?

  22. Hættum öllu væli LFC er komið í úrslita leikinn !, en samt er það ekki nóg!, Úrslitaleikur sem eiginn af okkur stuðningsmönnum hafði nokkra trú á fyrir þetta tímabil. Úrslit þessa leiks verða grafinn og gleymd þegar flautað verður til leiks á móti Real.
    Til hamingju elsku vinir NJÓTUM.

Upphitun: Liverpool í Rómaveldi

Roma 4 – Liverpool 2