Liðið gegn Brighton á Anfield

Þá er komið að lokaleik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017/2018 og enn er mikið til að spila fyrir hjá Rauða hernum. Meistaradeildarsæti er í húfi en til þess að komast yfir marklínuna þá þurfa okkar menn eingöngu eitt stig á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Í morgun var tilkynnt að Mohamed Salah hefði bætt við sig enn einum verðlaununum þetta tímabilið með því að hljóta nafnbótina leikmaður ársins hjá úrvalsdeildinni sjálfri en fyrir hafði hann hlotið sama titil hjá PFA, FWA og Liverpool FC.

Salah er margfaldur meistari í verðlaunum þetta tímabilið

Liverpool munu leika í sínu nýjasta og fínasta pússi en þeir prufukeyra liðsbúninga næsta tímabils í dag. Byrjunarliðin hafa verið kunngerð og eru eftirfarandi:

Bekkurinn: Woodburn, Lallana, Clyne, Mignolet, Ings, Moreno, Klavan.

Herr Klopp hefur gert eina óvænta breytingu í dag en Dominic Solanke kemur inn í framlínuna og það er fyrir miðjumann en Milner er ekki á bekknum í dag eftir að hafa haltrað lengi vel gegn Chelsea í síðasta leik. Hvort að Firmino verði við hlið Solanke í fremstu röð eða detti niður í holuna mun koma í ljós en þetta er klárlega sókndjörf breyting.

Lið Brighton er eftirfarandi en þar kemur á óvart að hvorki Murray né Ulloa séu í framlínunni og þeirra mest skapandi leikmaður, Pascal Groß, er einnig á bekknum. Ef að gestirnir ætla að spila upp varnarleik og jafntefli þá væri það alveg nægilega gott fyrir okkur:

Nú styttist í leikinn, grasið er snyrtilega slegið og sólin skín á iðagrænan Anfield í dag. Við Rauðliðar þurfum að fara að finna okkar samastað, byrja að fikta í stressböndunum og ná í eðaldrykk við hæfi. Blásum til sóknar og gulltryggjum okkur sæti meðal þeirra bestu í Evrópu á næsta vetri!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


72 Comments

  1. Þetta hlítur að vera 4-4-2- eða 4-5-1 með Solanke frammi og Firmino sem tíju og Mane og Salah á köntunum.

    Ekki alveg óskastaðan að vera með MIlner meiddan.

  2. Jæja er þetta hanbolti sem maður er að horfa á? Kevin vinur heldur það

  3. Er þessi dómari að misskilja eitthvað hann er að dæma fótbolta leik ekki handbolta

  4. Augljóst víti sem við attum að fá þarna….við erum tilbunir i þennan leik skorum 2-3 i fyrrihálfleik

  5. Hvenær fær Liverpool víti næst? Hvað er í gangi með dómara í Englandi?

  6. hvad gerist ef ad liverpool labbar bara af velli og neitar ad spila med nedrideildar domurum ?

  7. 2 augljós viti tekinn af okkur….þulirnir a sky er undrandi yfir domaranum

  8. Ég held í fúlustu alvöru að það seu einhver brún umslög að fljúga til dómara þessi árin í Englandi. Hversu oft hafa dómarar verið með einhver agenda í þessum leikjum okkara leiktíðinni? Grunsamlegt.

  9. Hvað er í gangi með þessa dómgæslu þetta er bara svo löngu hætt að vera fyndið.

  10. Við munum öll eftir kevin friend. Liverpool hefur oft áður lent í honum. SKELFILEGUR dómari, og hefur ekkert breyst, verður bara verri með hverjum leiknum.

  11. Ef þetta var ekki víti hvað í ósköpunum var þetta þá, dýfa… og hvað á að dæma ef dýfa… steiktur dómari

  12. Alveg án gríns, þá er það hafið yfir allan vafa að Liverpool ætti að kæra óréttlæti dómarastéttar enska sambandsins.
    Fari dómararnir norður og niður helvískir.
    Verðum að taka þetta!

  13. Einn af þessum dómurum sem kemur meðvitað á Anfield með hugarfarið að nú skuli Kop stúkan ekki hafa áhrif á hann í staðinn fyrir að dæma það sem fyrir augu ber.

  14. Hahah, þessi sending hjá Mané! Allt, allt of laus. Þá hefði nú verið betra að skjóta sjálfur 🙂

  15. Settu hann bara sjálfur Mane. Þurfum alveg sigur þar sem Spurs eru að tapa!

  16. er hægt að unFrienda í svona leikjum?

    … að öðru:

    Lovreeeeeen!!!

  17. Heh, vá hvað það átti enginn séns í þetta hjá Lovren.

    En varðandi punktinn hjá #35 má benda á að fjórða sætið í deildinni fer beint í riðlakeppni meistaradeildarinnar, ekkert í umspil eins og undanfarin ár.

  18. Solanke er að gleðja okkur aldeilis, gæti verið með tvær stoðsendingar ef félaga hans hefðu ekki staðið sig vel í að klúðra fínu fær. Salah með mark og bætir öruuglega í og hver þarf óvini þegar við eigum Friend að!!!!!.

  19. Bara að þakka hversu ógeðslega góðir þeir voru í fyrri sem núllar út þennan dómara með skandalana sína ættum samt að vera 10-0 yfir Mané þarf að fara í naflaskoðun og koma betri út í seinni 🙂 annars er ekki yfir neinu að kvarta.

  20. Okkar menn vel gíraðir í þennan leik og eru verðskuldað 2-0 yfir og hafa meiri segja brennt af dauðafærum og ömurlegur dómari leiksins dæmdi ekki eitt augljósasta víti á leiktíðinni, oki maður fannst hann hefði geta dæmt hendi þarna á undan og það jafnvel tvisvar en þetta víti var svo augljós að stjórnmálamaður hefði getað séð þetta og ekki getað afsaka sig(ekki einu sinni kaka eða gulltár hefði bjargað þessu).

    Það er pínu svekjandi að vera ekki meira yfir miða við yfirburðina en staðan á liverpool í dag er sú að liðið er 2-0 yfir og maður er pínu pirraður = Liverpool eru orðnir rosalega góðir = Takk Klopp

    Nú þurfum við að spila þetta eins og lið sem getur stjórnað leikjum í síðari hálfleik, haldið áfram pressa á gestunum án þess að gefa færi á okkur varnarlega.

    P.s Firminho er frábær í þessu nýja hlutverki þar sem hann dettur oft vel inn á miðsvæðið og er eins og hann sé í algjörlega frjálsu hlutverki með Solanke á toppnum(sem hefur líka staðið sig mjög vel)

  21. TIL HAMINGJU SALAH MED MARKAMETID !!

    nuna er bara helst ad sja Salah skora meira, draumur ef hann nædi þrennu i dag tvi ta myndi hann jafna markametid sem er yfir 42 leikja deild eda bara henda i fernu og sla tad..

    Annars rannsoknarefni ad vid seum ekki bunir ad skora ja ein 6 mork allaveganna, Mane kallinn i ruglinu i dag en tetta lytir vel ut og nuna er bara ad enda tetta season i 3 sætinu tvi Tottenham ad tapa fyrir Leicester i halfleik

  22. Frábært, en dómarann vantar gleraugu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  23. Vítaspyrna nr.18 í röð ekki gefin and counting. Verður gaman að sja hvað þessi tala kemst upp í.
    Eigum inni svona 10-12 stig ut af dómarmistökum. Merkilegt hvað við erum alltaf 11 a móti 12 leikmönnum flest alla leiki

  24. Frábær leikur hjá okkar mönnum en oMane, Mane, þú verður að nýta færin þín betur elsku kallinn minn! Hann bætir upp fyrir þetta í seinni hálfleik! Gaman að sjá að menn eru vel einbeittir og grimmir. Algerlega geggjað!

    Þessi ensku dómarar eru hins vergar alveg skelfilegir. Ég hef sjaldan eða aldrei upplifað aðra eins vitleysu. This one is NOT Friend of mine!!

    VAR á diskinn minn, takk!

  25. Hvað ER þetta eiginlega með Liverpool og vítaspyrnur sem ekki eru dæmdar?

  26. Bobby Firmino er einn besti leikmaður Evrópu. Mjög áhugavert að sjá hann í þessu hlutverki.

  27. Frábært að sjá Solanke skora. Gefur honum búst inn í næsta síson. Gleði.

  28. Er Solanke að stimpla sig inn í byrjunarlið Liverpool í meistaradeildarleiknum ?

  29. Rafa söngvar á Anfield eftir að fréttist af öðru marki Newcastle (og þau eru nú orðin þrjú btw) 🙂

  30. Meistaradeildarsætið svo gott sem tryggt, nú vil ég sjá Woodburn fá mínútur

  31. Joi Berg á leið i evrópukepni eins og staðan er í dag :). Og totenham komnir með 5…. Kane með 2

  32. Wilnajdum búinn að vera frábær í þessum leik eins og oftast. Róar niður mannskapinn þegar á þarf að halda og er mjög stöðugur á miðjunni.

  33. First úrslitaleikur af tveimur unnin 🙂 Til hamingju með meistaradeildarsæti næsta tímabil 🙂

    Til hamingju með SALAH !

  34. Af hverju er mynd af Ballotelli þar sem Mané á að vera í liðsuppstillingunni? Eða eru þeir bara svona líkir á þessari mynd? 🙂

Upphitun: Lokaleikur gegn Brighton & Hove Albion á Anfield

Liverpool 4 – Brighton 0