Salah skrifar undir nýjan samning!

Frábærar fréttir bárust stuðningsmönnum Liverpool í morgunsárið þegar félagið greindi frá því að Mo Salah hafi skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið. Samningurinn er til næstu fimm ára, það er engin klásúla með ákveðið söluverð og hann er að fá í kringum 190-200 þúsund pund á viku í laun. Þetta er því stór samningur og stór tíðindi fyrir Liverpool.

Salah fór hamförum á síðustu leiktíð og skoraði 44 mörk og lagði upp 16 í 52 leikjum á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool. Hann sló markametið sem Cristiano Ronaldo, Luis Suarez og Alan Shearer áttu í Úrvalsdeild og skoraði tíu í Meistaradeild þar sem hann spilaði stórt hlutverk í að koma Liverpool í úrslitin.

Hann átti einnig stórt ár með egypska landsliðinu en hann skaut þeim í gegnum undankeppni HM og skoraði tvö mörk í tveimur leikjum á mótinu en vill eflaust gleyma ansi mörgu frá því móti.

Roberto Firmino skrifaði einnig undir nýjan langtíma samning rétt fyrir lok liðinar leiktíðar og það verður að teljast ansi líklegt að Sadio Mane muni einnig skrifa undir nýjan samning í sumar. Það yrði rosalega öflugt fyrir klúbbinn að tryggja sér þjónustu þessara leikmanna næstu árin og halda þessum leikmönnum saman.

Klopp er skiljanlega í skýjunum með þessar fréttir og telur það að Salah hafi skrifað undir nýjan samning séu sterk skilaboð um að liðið sé á réttri leið og hér vilji menn vera. Þetta hafði hann að segja við heimasíðu félagsins:

“I think this news can be seen for what it is; rewarding a person who performed and contributed greatly for the team and the club last season.

“It demonstrates two things very clearly also – his belief in Liverpool and our belief in him.

“We want world-class talent to see they have a home at Anfield where they can fulfil all their professional dreams and ambitions – we are working hard together to achieve this.

“When someone like Mo Salah commits and says this place is my home now, it speaks very loudly I think.

“Equally, our commitment to him says we see his value and want him to grow even more and get even better within our environment.

“The key thing to remember is the best thing about Mo is that he never sees himself as being more important than the team or anyone else within it. He recognises his teammates and this club helped him achieve individual success last season. He sees the individual awards come because he is part of something bigger that is special.

“Mo reflects where we are as a team, I think. Last season was special with many special moments – but we want more.

“We want to be more successful and achieve more together – as the supporters sang so loudly, ‘we’re never gonna stop’. This has to be the attitude individually and collectively.”

Undirbúningstímabilið hjá liðinu hófst í dag og menn strax farnir að hlaupa af sér sumarfríið. Nýju leikmennirnir tveir, Fabinho og Naby Keita, eru mættir á svæðið. Það er strax æfingarleikur á laugardaginn klukkan tvö þegar liðið heimsækir Chester og er það upphaf mjög þétts undirbúningstímabils.

Vonandi fáum við fleiri góðar fréttir frá félaginu á næstu misserum, bæði hvað varðar leikmannakaup og framlengingu samninga.

12 Comments

  1. Samningsskrif Salah eru jafnvel mikilvægari en kaup á nýjum leikmanni. Hann var okkar besti maður í fyrra og ekki nóg með það þá var hann besti maður deildarinnar og sló markametið. Það segir allt sem segja þarf.

  2. Sælir félagar

    Gríðarlega mikilvægur samningur þarna á ferð. Þetta segir leikmönnum annara liða að það er eftirsóknarvert að spila með Liverpool liðinu og auðveldar það að ná í þá leikmenn sem Klopp telur þurfa inn í púslið. Svo er nottla gleðiefni að karmað hefir hitt Sergio Ramos fyrir þann skíthæl og Salah getur glott út í annað.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Frábærar fréttir , svo er bogdan farin á láni út tímabilið til hibernian í Skotlandi

  4. Við eigum að kaupa markmann Mexíkóa Guillermo Ochoa djöfull harður.
    Smá þráð rán hér enn frábærar fréttir af Salah skuli vera búinn að skrifa þetta fer að líta svo vel út með liðið okkar að maður getur ekki beðið eftir að þetta blessaða rigningarsumar ljúki.

  5. Sælir

    Hvað með Buvac? Einhverjar fréttir um hvort hann snúi aftur eða ekki?

  6. Nýjasta slúðrið er víst það að sé búið að bjóða okkar mönnum Donnaruma fyrir litlar 60 mils af hinum sí vinsæla umba Raiola. Tek þessu með fyrirvara.

  7. Suarez og couto fóru fljótlega eftir nýjan langtímasamninga… en ég held að þetta sé öðruvísi hjá Salah hann hljómar eins og hann sé að skrifa undir hjá félaginu sem hann vill spila fyrir…

    Þetta er að hefjast… !!!
    https://youtu.be/Y78oMK6InCU

  8. Hefði viljað sjá TAA sem hægri væng hjá Southgate núna, til að skófla fyrirgjöfum á hausinn á Kane. Kemur lítið út úr Trippier þarna.

Æfingahópur í upphafi tímabils

“Nýr” samstarfsaðili Kop.is