Á mínu svæði gráta himnarnir svo ég held að gott sé að reyna að finna einhverjar fréttir fyrir okkur að tjá okkur um við tölvurnar.
Á síðustu dögum ber nú mest á því að verið er að ræða hugsanlegt brotthvarf Xabi Alonso. Nefndar eru tölur frá 12 og upp í 16 milljónir punda sem Juventus þurfi að reiða fram.
Ég persónulega er nú á því að þarna sé verið að lesa mikið í það að Barry er að koma og Alonso átti ekki gott tímabil. Mér finnst allavega verðmiði hans eiga að vera talsvert hærri. Hins vegar hefur Xabi átt á köflum erfitt með að venjast hraðanum í enska boltanum og ég er sannfærður að hann yrði megaleikmaður á Ítalíu svo kannski er fótur fyrir þessari kjaftasögu. Í tengslum við þetta hefur líka verið nefnt að væntanlegi UEFA kvótinn í Meistaradeildinni þýðir það að fleiri Englendingar verði keyptir og ef að Barry er ætlað miðjuhlutverkið er viðbúið að fækkað verði um einn í þeirri stöðu.
Svo er rætt um að írski varnarjaxlinn Steve Finnan sé á útleið eftir kaupin á Degen. Finnan er nú einn af mínum uppáhaldsmönnum, en ég viðurkenni að hann átti lélegan vetur og því skiljanlegt að menn þiggi það að koma honum í verð, eftir farsælan feril á Anfield Road.
Þegar kemur að kaupkjaftasögum er mest verið að ræða um ítalska vinstri bakvörðinn Andrea Dossena frá Udinese. Þann leikmann þekki ég ekki vel en félagi minn sem er mikill áhugamaður um ítalska boltann vill meina að þar fari góður leikmaður, hvort sem um er að ræða í sókn eða vörn. Sá segir að þetta sé nagli sem ráði við enska boltann. Það er allavega alveg ljóst að við þurfum leikmann í þessa stöðu.
Hitt nafnið sem rætt er mest er vængmaðurinn Albert Riera hjá Espanyol sem öllum að óvörum var ekki valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2008. Þar er á ferðinni kanttýpa sem væntanlega keppti við Kuyt um stöðuna. Vinur Rafa, Paco Herrera, er yfirmaður Espanyol og vill meina að lágmarksverð sé 16 milljónir punda. Nokkuð mikið finnst mér….
Grín daganna hlýtur svo að vera umræða Kewell um að ætla að sanna sig fyrir stjóranum hjá öðru liði. Rafael Benitez gekk að mínu viti of langt í því að búa til feril fyrir Ástralann símeidda. Harry hefur tapað miklum hraða og er í dag langt frá því að vera í því standi að geta spilað fyrir meistaralið. Því miður er hann því enn einn leikmaðurinn sem ekki nær að standa undir því að bera númerið 7 á bakinu á Anfield. Í svipinn man ég eftir Nigel Clough, Vladimir Smicer og svo Kewell….. Ekki alveg virkað. Fá galdramann í sjöuna takk. Hafa menn einhverjar hugmyndir?
Mér finnst þetta allt bera vott um gríðarlegt metnaðarleysi hjá liðinu. Fyrst kemur maður sem er ekki nógu góður til að vera fyrsti kostur hjá miðlungsliði í Þýskalandi til að leysa bakvarðarstöðuna. Svo á að selja einn okkar besta miðjumann og kaupa Gareth Barry í staðinn. Hef ekkert á móti Barry en tek Alonso fram yfir hann hvenær sem er. Svo að endingu á eitthvað 26 ára one-season-wonder sem hefur aldrei spilað á neinu sérstöku levelli að redda hinni bakvarðarstöðunni. Á sama tíma og Utd og Chelsea munu spreða peningum sem fyrr þrátt fyrir að vera fyrir mun betri en bæði Arsenal og Liverpool..
Þakka þér fyrir Maggi að reyna að leiða huga manns frá leiðindunum í gærkvöld. Ég hefi svo sem ekkert um það að segja sem þú ert að segja, það er að segja ég veit ekkei hvað ég á svo sem að segja.
Ég fór á tónleika í gær með þjóðlagasveitinni á Akranesi og það var stórkostleg skemmtun. Náði svo 22 fréttunum og horfði á ömurlega leiðinlega umfjöllun um sigur MU í meistaradeildinni. Ferlegt.
En sem sagt takk fyrir pistilinn.
Það er nú þannig
YNWA
Ég er tilbúinn að taka sjöuna. Ég átti stórkostlegan ferill með Árroðanum í Eyjafirði. Get spilað allar stöður á vellinum. Er á hæð við Crouch og fimmtíu kílóum þyngri. Ef einhver þekkir til Benítez þá endilega látið hann vita af mér. 😉
Ég vill fá Quaresma til Liverpool og í 7 una með hann.
Þetta er leikmaður sem getur klárað leiki upp á sitt einsdæmi.
Árroðanum? Piff, það er ekki lið…ég spilaði nokkur sumur við mjög góðan orðstýr með Vorboðanum í Eyjafirði, þar erum við sko að tala um alvöru lið.
…ég er klárlega maður í að bera sjöuna…þó ég hafi alltaf verið aftastur því þar er minna um hlaup og maður “má” vera grófari 🙂
En svona grínlaust þá væri ég til í Bentley. Hvort hann sé maður í sjöuna eða ekki læt ég liggja á milli hluta, en ég vil fá hann til Liverpool. David Silva er klárlega maður í sjöuna.
Einn leikmaður sem var orðaður við okkur í fyrra en ekkert varð út. Hefur reyndar verið orðaður við okkur á hverju ári síðan Benitez tók við og það er Pablo Aimar…
Hvað segja menn um hann?? Tekknískur leikmaður sem gæti nýst fyrir aftan Torres eða úti á vængjum…
Ég held að sjöuna eigi einhvert undrabarnið úr varaliðinu okkar eftir að bera. Ég hef tröllatrú á að það sem Herra Benitez er búinn að vera að gera síðastliðinn ár (þ.e. kaupa ódýra unglinga með framtíðina fyrir sér) fari að skila sér svo hrottalega að Grant, Wenger og Sir Alex sjái sér ekki neitt annað fært en að fara í svo hrottalegt 3some að það mun leiða til andláts þeirra allra.
Alltaf gott að eiga sér drauma og vonir, treystið mér drengir, manni líður betur fyrir vikið.. 😀
Hef ekki séð neinn koma með þennan link hérna en þetta hjálpar manni mjög mikið á sumrin.
http://www.newsnow.co.uk/h/?search=Liverpool&searchheadlines=1
Frábærar fréttir. Þessi Degen á eftir að vera mjög góður hjá Liverpool, hann var í Dortmund liðinu þangað til hann meiddist en var settur út í kuldann vegna þess að hann lengi upp á kant við þjálfarann. Hlakka til að sjá hann takast á við ensku deildina.
Dossena er frábær bakvörður sem á eftir að taka kalla eins og Ronaldo í bakaríið. Hörku nagli sem er fljótur upp kantinn og á frábærar fyrirgjafir. Hann er klárlega langtum betri en allir sem hafa stigið í þessa stöðu síðustu 5 -10 árin. Frábær viðbót og það verður tilbreyting að þurfa ekki að vera með í maganum yfir þessari stöðu eins og síðusu ár.
Ég er fullkomlega sammála Benítez ef hann selur Xabi sem er frábær leikmaður og karakter en því miður passar hann alls ekki í þetta Liverpool lið. Hann á að spila á Spáni eða Ítalíu. Barry væri frábær í hans stað og með möguleika á því að spila vinstra megin líka.
Þá þarf bara eina súperstjörnu á hægri kantinn þá erum við golden fyrir næsta tímabil og eigum klárlega að keppa alvarlega um titilinn.
Þetta eru allt svo miklir Mark Gonzales gaurar að það er ekki fyndið.
Nákvæmleg það sem ég var að hugsa Kári. Mér datt í hug, Kromkamp, Josemi og Voronin. Hljómar allt þannig.
En á móti getum við líka talað um Arbeloa, Lucas, Reina, Agger, Skrtel og jafnvel Alonso…..
talandi um kaup á leikmönnum, þá rakst ég á þetta hérna í gömlum færslum
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N159905080522-1359.htm
“Staðreyndin er sú að Kewell er einhver allra skemmtilegasti og besti leikmaðurinn í ensku deildinni og það er hreint með ólíkindum að hann komi til Liverpool fyrir 1/5 af þeirri upphæð, sem Real Madrid borgaði fyrir David Beckham, þrátt fyrir að Beckham sé 4 árum eldri.” — Kristján Atli
Spurning hvort Real hafi ekki grætt aðeins meira á Beckham:)
Þetta segir manni að maður veit aldrei framtíðina.
Átti auðvitað að vera þessi linkur haha> http://www.kop.is/2003/07/09/07.55.16/
Krummi
í linkadálkinum hér til hliðar er linkur sem heitir “NewsNow”
og er einmitt þessi sami linkur.
Brynjar, ég er næsta fullviss að það sé Einar Örn sem eigi heiðurinn af þessum ummælum. Við byrjuðum að skrifa á þessa síðu saman í maí 2004 en allar færslur frá mánuðum og árum fyrir þann tíma koma frá síðunni hans Einars, eoe.is. Fyrsta færslan mín á síðunni var kveðjupistill um Gérard Houllier. Einhverra hluta vegna færðust allar gamlar færslur af nafni Einars yfir á mitt nafn þegar við skiptum yfir í WordPress-kerfið fyrir ári síðan.
Annars breytir það ekki öllu. Ég gæti allt eins hafa sagt það sem Einar Örn segir því ég var á sömu skoðun. Harry Kewell var ekki síðri leikmaður en David Beckham á þessum tíma, munurinn var einfaldlega sá að Beckham var að spila með miklu, miklu betra liði. Því var von manna sú að um leið og United misstu Beckham myndum við eignast okkar eigin, mann sem yrði á svipuðu plani og Beckham var fyrir United.
Ég man að ég var svo spenntur að ég dró tvær vinkonur mínar og einn vin – sem eiga það sameiginlegt að hafa engan áhuga á fótbolta – með mér á Ölver í júlí 2003 til að horfa á fyrsta æfingaleik sumarsins. Þau höfðu engan áhuga á þessu en ég sagði þeim að þau væru að verða vitni að stórviðburði í evrópskri knattspyrnusögu. Það reyndust vera falsspár. 😀
Fyrsti Liverpool-búningurinn minn sem var merktur á bakinu var Kewell búningur.
Það er líka síðasti merkti Liverpool búningurinn sem ég keypti mér.
Maður má ekki jinxa þetta.
Sammála #17 var ekki fyrr búinn að kaupa Sissoko fyrsta búninginn sem ég fékk merktan að hann fór úr axlarlið og fékk sjónhimnu los.
Það bara má ekki jinxa.
Fór í golf frekar en að horfa á þennan leik í gær, og lenti í þeirri skemmtilegu stöðu að vera að pútta fyrir birdie á 18 holu í Grafarholtinu þegar júnæted kláraði keppnina og þurfti að þola mjög mörg misfögur öskur um leið og ég reyndi að renna þessu 12 metra pútti niður. Þetta var meira en Liverpoolhjartað höndlaði og brenndi af !
En það hefur enginn klassa leikmaður verið í 7unni síðan Beardsley var með hana.
Haha góður Gummsi, kannast við þessa treyju!!
,,Benitez has a limited cash kitty for the summer, and he must sell to raise money for several deals he is working on” (http://www.liverpooldailypost.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2008/05/22/rafa-benitez-sticks-to-his-guns-over-player-valuations-64375-20962438/)
Mikið óttaðist ég að þetta yrði raunin:-( Rafa talaði í vetur um nauðsyn þess að um að flýta innkaupaferlinu til að ná í þá menn sem hann hefði áhuga á en því miður stefnir í hægari uppbyggingu en við vildum. Framkvæmdir við nýjan völl í haust!? Sorry, no money!
Var á pöbb í gær að horfa á leikinn. Í framlengingunni segi ég við félaga minn að draumurinn væri vítakeppni sem “scum” tapaði og Ronaldo myndi klikka. Þetta var síðan það sem gerðist þangað til Grant datt sú snilld í hug að láta enskan miðvörð taka víti. Hvað var maðurinn að reykja eiginlega?
Örn, ég hugsaði þetta sama í vítaspyrnukeppninni á móti Birmingham hérna um árið þegar Jamie Carragher labbaði að punktinum. En ólítk John ‘dettaárassinn’ Terry þá klíndi Carra tuðrunni beint uppí samúel 😛
Var Terry ekki að taka því að Drogba átti að taka en fékk rautt og Anelka neitaði?
Terry var nú bara einstaklega óheppinn á ömurlegum velli. Sjálfur Beckham hefur nú gert svona mistök.
Mind: Terry sendi Van Der Sar í rangt horn.
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2008/05/22/engin_hatidarhold_i_manchester/
Shit team, shit support!
Sammála #25.
Ég er langt frá því að vera einhver Terry fan, en mér finnst hann þurfa að gjalda óþarflega mikið fyrir þetta. 4sm lengra til vinstri og boltinn hefði smollið stöngin inn og þá hefðu allir talað um þetta sem víti aldarinnar.
Því er ekkert talað um Anelka? Þetta var ekki tapað hjá Chelsea eftir vítið hans Terry, en Anelka tryggði Man. Utd. sigurinn með sínu klúðri.
Kjartan hefur rétt fyrir sér að Terry átti í raun ekki að taka eitt af fimm fyrstu vítunum. Grant gat valið eftirfarandi leikmenn til að taka spyrnuna: Michael Essien, Ricardo Carvalho, John Terry, Salomon Kalou, Nicolas Anelka og Peter Cech. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og Terry var að sjálfsögðu stórkostlega óheppinn en ég hefði a.m.k. ekki valið hann fyrstan af þessum mönnum. Ástæðan er kannski helst sú að Englendingum hefur gengið vægast sagt illa í vítakeppnum í langan tíma. Þeir duttu út á móti Portúgal í síðustu HM eftir vítakeppni – Carragher var einn af þeim sem klikkuðu – og var það ekki í fyrsta skipti sem enskir detta út á þann hátt. Ég tek það fram að ég er bara að hugsa upphátt. Þegar ég horfi á listann þá held ég að margir myndu velja Anelka en hans víti var verra en víti Terrys. Það getur síðan vel verið að einhver af þessum mönnum vildi alls ekki taka víti nema ef keppninn færi mjög langt. Það finnast að sjálfsögðu undantekningar en miðverðir eru oftast ekki látnir taka víti fyrr en eftir fyrstu fimm spyrnur.
Peter Kenyon:
“Þegar litið er á þann hóp sem við höfum þegar í höndunum, þá verða nýir menn að verja jafngóðir eða betri,” sagði Kenyon við Daily Express í dag.
Þetta eru ekki flókin vísindi, en mér hefur fundist undanfarið að þetta hugarfar vanti hjá Liverpool.
En það hjálpar sennilega eitthvað að geta alltaf farið í fjárhirsluna hans Jóakims frænda og náð í pening.
Fyrir utan að það hefði komið að honum hefði bráðabaninn haldið áfram þá finnst mér alveg eðlilegt að fyrirliðinn stígi fram og taki spyrnu.
Svo má aftur ræða það hversu lélegt það er að vera atvinnusparkari og með milljónir í laun á viku en geta svo ekki tekið víti, það ætti að vera smáatriði : )
Minnir mig á Shaq og víta skotin hans, absúrt.
Fyrir utan að hann er fyrirliði þá voru þeir búnir að æfa vítaspyrnur grimmt fyrir leikinn og Terry hafði verið mjög öruggur.
Nico Anelka vildi ekki taka eina af fimm fyrstu spyrnunum, vældi um að vera nýkominn inná og að hann hefði bara fengið að hita upp í 1 min áður en hann kom inná.
Mér finnst í sjálfu sér ekkert að þessu vali að láta Terry taka spyrnuna, hann var einfaldlega óheppinn.
En annað. Sjáið videoið neðst í þessum link. Fyrir það fyrsta þá finnst mér þetta rauða spjald strangt. Jújú, auðvitað slær hann Vidic en hann gerir það ekki með neinum ofsa, þetta er meira svona klappa á kinnina. Það er auðvelt að réttlæta rautt spjald en ég held að engin hefði sagt neitt þó hann hefði bara fengið gult. En sjá menn þegar Terry virðist hrækja á Tevez? Lúmskur að þurka sér í ermina og svo virðist sem hann láti slummu gossa beint á Tevez…og þrætir auðvitað fyrir allt í blöðunum í dag 🙂
http://therepublikofmancunia.com/video-honest-man-john-terry-spits-at-tevez/
Eins vitlaus og Drogba er að sveifla höndum þá finnst mér Tevez vera fávitinn í þessu öllu saman.
hönd í andlit = rautt spjald, ekki flóknar reglur (Lárus Orri og Ungverjaland einhver? …) Drogba bara nautheimskur að gera þetta
Það sem fer mjög mikið í taugarnar á mér er að dómarar virðast bara gefa rautt spjald þegar þeim hentar. Hversu oft gerist það að leikmenn fari með hendur í höfuð andstæðinga og ekkert gert í því að hálfu dómaratríósins. Það er allavega oftar en ég hef tölu á.
Hönd í andlit er ekki rautt spjald, bara svo það sé alveg á hreinu. Það er ekki það sama að slá einhvern eða strjúka. Eins og ég sagði, í þessu tilfelli má alveg réttlæta rautt spjald, en gult hefði ekkert verið óeðlilegt.
Samkæmvt skilgreiningu ÓÞK hér að ofan hefði Torres átt að fá rautt fyrir svipað fast högg í andlti Terry snemma í haust…ég efast um að einhver sé sammála því.
Benni Jón, þegar leikmaður slær til annars leikmanns, alveg sama hversu fast eða hvort hann hitti eða ekki á alltafað gefa rautt spjald. Það flokkast undir ofsalega framkomu og skv. knattspyrnulögunum er það rautt spjald.
Ég veit allt um það Elli minn, spurningin er hinsvegar hvort þetta atvik flokkist undir ofsalega framkomu. Af mínu mati er þetta ekki mikið “verra” en þegar Torres klappaði Terry í haust, átti það að vera líka rautt?
Þú veist alveg jafn vel og ég að koma við vanga manns samsvarar ekki rauðu spjaldi, það fer eftir hvernig framkoman er, hvort hún sé ofsaleg eða ekki. Eins og ég sagði, það er auðvelt að réttlæta rautt spjald fyrir þetta, en þetta er samt sem áður algjör tittlingaskítur og langt frá því að vera ofsaleg framkoma…ekki frekar en Torres í haust, sem ég VEIT að þú vilt ekki meina að hafi verið rautt…hver var munurinn?
En aðalmálið átti samt að vera þessi meinti hráki Terry á Tevez…
mér fynnst að babel eigi að fá 7una 🙂
Þetta var klárt rautt…..það þarf ekki að væla um það lengur. Ótrúlegt hvað það er hægt að flækja ótrúlega einfalt mál.
Það þarf ekki annað en að spyrja hvaða dómara sem er…..og þá er ég ekki að tala um ykkur bessevissana sem hafið dæmt í 6. flokk.
Alveg sammála júl.li,merkilegt hvað hægt er að flækja sum mál.ef þú slærð mann í andlitið eða gerir tilraun til þess líkt og scholse og keano (gerðu báðir en hittu hvorugur) rautt spjald einginn vafi……
Þið eruð ótrúlegir. Það er ENGINN að væla yfir þessu spjaldi. Lesiði textan, ég segji allstaðar að það sé lítið mál að réttlæta þetta spjald. Það breytir því ekki að þetta “högg” var rosalegur titlingaskítur.
En samkvæmt ykkur snillingunum átti Torres að fá beint rautt og þriggja leikja bann þegar hann sló Terry í haust…ég vona bara fótboltans vegna að þið komið ekkert nálægt dómgæslu!
Benni ég veit ekki einusinni um hvaða atvik þú ert að tala um,allavega hefur það ekki verið þess verðugt að allt hafi farið í háaloft..Ef ásetningurinn er til staðar þá er það bara rautt,og ef Torres hafi gert það sama við hann terry þarna í haust ,þá er það bara rautt spjald.aldrei vitað til þess að það meigi slá andstæðingana sína í miðjum leik
Siðann bara til að róa friðinn þá vita það allir sem vilja vita að dómgæslann í CL er mikið mun strangari en í PL…Og fyrst dabbi grensás fékk ekki 1 leiks bann hjá ksí fyrir að buffa dómarann þá ættum við Torres aðdáendur að geta sofið rólega yfir þessu atviki hanns gegn terry,enda held ég að terry hafi launað honum þetta “högg” margfalt til baka í leikjum þeirra síðar á tímabilinu
didi minn, ég hef sjálfur í neðri deildunum hérna heima og veit nákvæmlega hvernig reglurnar eru. Ég hef hvergi sagt að þetta hafi ekki verið rautt spjald, þvert heldur sagði ég að það væri mjög auðvlet að réttlætta þetta spjald.
Dómari verður hins vegar að líta á hvert atvik fyrir sig. Það eru allir sammála um að þegar Torres sló Terry hafi það ekki verið neitt(sem afsannar að högg í andlitið samsvarar rauðu spjaldi)…það þarf að meta hvert atvik.
Það sem ég er að segja er að Drogba varla kom við Vidic, rétt klappaði honum mjög saklaust(hvað var Vidic búinn að gera áður?). Dómarinn hefði alveg getað metið þetta sem svo að allir væru rólegir(sem allir í raun voru) og því engin ásætða til að grípa til róttækra aðgerða enda “sökin” frekar lítil, lítið klapp á kinnina á fullorðnum manni.
Bottom line: Auðvelt að réttlæta rauða spjaldið en “höggið/strokan” var algjör tittlingakítur.
Ronaldinho….. Hver segir að hann komi ekki man city hvað?????
hann átti ekkert lélegt en kannski slappt tímabil en þetta er 1 af 5 bestu leikmönnum heims…og ef city fá hann á 10 fáum við hann á 10
En með Drogba málið…. finnst mönnum þetta alveg eðlileg framkoma af einum besta framherja í heimi í dag. Ég meina að gaurinn fær borgað fyrir þetta og það ekkert smá. Rautt spjald alveg hiklaust og held ofboðslega verður nú tómlegt næsta tímabil ef hann fer, enginn vitleysingur til að svekkja sig á og gera mann vitlausan. Annnars takk fyrir eina bestu fótbolta síðuna í dag.