Síðasti þáttur fyrir mót og því aðeins í lengri kantinum eins og stundum vill verða á þessum árstíma. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA var með okkur að þessu sinni, toppmaður. Fyrir þá sem vilja ennþá meira úr viskubrunni Magga og Steina þá fóru þeir félagar á skrifstofur Fotbolti.net í dag og tóku upp innkast fyrir þeirra síðu. Hægt að finna þann þátt hér.
Kafli 0: 00:00 – Intro – ÞjóðhátíðarMaggi.
Kafli 1: 02.20 – Allt önnur aftasta lína
Kafli 2: 21:30 – Betra vopnabúr á miðjunni
Kafli 3: 31:00 – Er Liverpool sterkara sóknarlega en fyrir ári?
Kafli 4: 39:00 – 12.maðurinn öflugri?
Kafli 5: 42:45 – Hvað gerist ef Klopp skilar ekki titli?
Kafli 6: 45:30 – Gluggalok – Liverpool
Kafli 7: 51:20 – Gluggalok – Manchesterliðin
Kafli 8: 56:00 – Gluggalok – Chelsea
Kafli 9: 59:40 – Gluggalok – Tottenham
Kafli 10: 01.05:30 – Gluggalok – Arsenal
Kafli 11: 01.11:50 – West Ham um helgina og spá
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA og stuðningsmaður Liverpool.
MP3: Þáttur 201
Maður er farinn að iða úr spenningi fyrir baráttunni. Vonandi titilbaráttu!
Takk fyrir hlustunina!
*Þáttinn* átti þetta auðvitað að vera :’)
Það var yndislegt fyrir gamla grána að setjast í hægindastól og hlusta á ykkur. Takk fyrir þáttinn. Mín spá:
Vinnum um helgina 3-0
Vinnum mótið með þriggja stiga mun á Man. City
Virkilega gaman að þessu hjá ykkur. 200 þættir er nú ekkert smáræði og þetta er allt frítt.
Hafið þið hugsað um að setja þetta upp eins og TAW og hafa kannski einhverskonar meðlima gjald. Þá gæti td annarhver þáttur verið opinn fyrir alla, en næsti þáttur lokaður fyrir áskrift.
Held að það væri margir tilbúnir að borga eh smáræði fyrir þessa þjónustu, bæði frábærar upphitanir og hlaðvörpin. Hef td ekki farið inná liverpool.is í mörg ár og þetta er bara go to site fyrir mig sem Liverpool mann á íslandi.
Farið nú ekki að eyðileggja þennan þátt með einhverjum peningum. Þetta á að vera hugsjón.
Í upphafi AA-samtakanna þá fóru forráðamenn til Rokkefeller og báðu hann um styrk. Hann bað þá að koma á morgun því hann ætlaði að hugsa sig um. Þeir komu til hans daginn eftir og svar hans var: “Nei, peningar mundu eyðileggja þessi góðu samtök.”
Fyrirgefið mér allir aðrir AA-menn að líkja þessu saman en peningar skemma allar góðar hugsjónir.
Stutta svarið er nei við höfum ekki hugsað okkur að gera þetta svipað og TAW hvað áskrifendur varðar. Þeir eru að vinna við þetta í fullu starfi og gera frábærlega, þetta er samt alveg gert af hugsjón hjá þeim og eyðileggur alls ekkert concepið að þeir fái borgað fyrir það. Alls ekki sammála þessari AA samlíkingu og að það væri slæmt ef menn fengju borgað fyrir sína vinna. Sé aldrei eftir þeim £5 sem fara í þá áskrift. Þó við séum ekki að fara þá leið.
Gleðifréttir ef satt reynist að Chelsea sé að slá markmann-kaupa metið. Það ætti að draga aðeins úr pressunni á okkar mann.
Æi, #4 svona kann aldrei góðri lukku að stýra, að byrja eftir all mörg ár að fara að greiða fyrir eithvað sem er partur af program, þátttakendur í podinu, sem og hlustendur hafa allir jafn gaman af, sennilega þátttakendurnir mest gaman miðað við gleðina sem þar ríkir. Þetta jaðrar við ofdekrun að fá að hlusta á þessa vitringa spjalla um, ekki bara LFC, heldur einnig önnur lið, og þá aldrei í niðrandi tón. Ok manu, ev eru ekki okkar, en tónninn er ekki niðrandi, bara eðlilegur rígur, og tal um léleg lið, eða þannig. Eftir KR-LFC 1964-5 þá átti LFC sviðið, síðan kemur manu með ferguson uþb 20 ár eftir það hips and hops, núna er aftur komið að LFC, er sannfærður um það. Ok skal viðurkenna, enda hef ég ekkert á móti Arsenal, Wenger bjó til eitt skemmtilegasta lið seinni árin, lið sem var virkilega gaman að horfa á, vá þegar Bergkamp stóð baki í varnarmann, fær sendingu, setur boltann vinstrameginn, en fer hægramegin og skorar, hver getur ekki glaðst yfir svona tilburðum, sama hvaða liði hann heldur með. Að endingu, hver getur ekki glaðst yfir marki Salah á móti Napoli, sem var tær snilld, upp í skeitin.
YNWA
Takk fyrir mig. Frábært hlaðvarp, að venju.