Veit ekki með ykkur lesendur góðir en ég skil ekki alveg þessa fréttaþurrð!!!
Rafael karlinn virðist hafa slökkt á símanum á ströndinni, eða Kanarnir bara uppteknir við annað en að styrkja fótboltaliðið sitt. Kannski er Parry ekki alveg tilbúinn að klára málin strax, hann virðist þurfa lengri tíma en margir aðrir (lesist Kenyoun hjá Chelsea og Gill hjá Manure) til að ganga frá samningum.
Eins og með Skrtel og Masch í janúar eru endalausar fréttir um sömu hlutina. Óendanlega löng saga um Barry og Dossena að koma, Crouch og Alonso að fara.
En ekkert er klárað!!!
Vona innilega að menn noti tímann á meðan að Fergie reynir að fá Ronaldo til að svara og Roman siglir um Evrópu í leit að stjóra til að ná í feita bita!!!
Er hundþreyttur á biðinni og linkaði engar kjaftasögur, enda engar nýjar. Það eina nýja er að nú er Torres líka farinn að tala um að liðið þurfi að styrkja sig og að hugsanlega sé Finnan að fara til Aston Villa.
COME ON LFC!!!! Fara að hrista upp í málum!
Sammála, það þarf að breyta einhverju…. 🙂
Heyr heyr.
Það var löngu kominn tími á Nýtt og Breyta.
Algerlega.
Aðeins að útskýra!
Er í smá vandræðum með bloggaðganginn. Þegar ég er að skrifa þarf ég að búa til stutta fyrirsögn og stuttan texta. Svo breyti ég.
“Nýtt” og “breyta” einfaldast. Þær 7 mínútur sem liðu vegna smá tæknivanda hafa greinilega nokkrir lesið síðuna.
Gaman að þessu, kannski þurfti ekki að skrifa neitt annað!!!!
Ég er að verða vitlaus!!! Er í sumarfríi og er endalaust að taka hring í gegnum netmiðlana en það er ekki minnst einu orði á Liverpool. Maður fer að verða stressaður á að ekkert almennilegt sé að fara að gerast. Það er allavega ekki gott að eini maðurinn sem er búið að staðfesta komist ekki í byrjunarliðið hjá Sviss og Dossena er ekki landsliðsmaður hjá Ítölum.
Ég veit ekki með ykkur en ég á ekki eftir að endast út EM ef ekkert markvert gerist á fyrr en eftir þá keppni.
Ætli konan hans Rafa hafi ekki fundið símann, sem hann ætlaði að fela. 🙂
Arr… mates… ’tis the calm before the storm.
(Eins gott, ég er líka orðinn þreyttur á að bíða.)
Ég er pollrólegur yfir þessu öllu saman. Get ekki séð að Chelsea sé búið að ganga frá neinum kaupum nema hægri bakverði (eins og við), enginn kominn til ManUtd, enginn til Arsenal, menn samt linkaðir þaðan hægri vinstri. Nákvæmlega sama í gangi hjá “the big fours”, eilífar linkanir um leikmenn inn og út en engin staðfesting.
Hvaða æsingur er þetta….ég er pollrólegur þangað til viku eftir EM. En ég held ég sé ástfanginn……af Kuyt. Hann er svo frábær að ég á ekki orð. Hann er að sanna sig sem heimsklassa leikmaður…..bæði hjá Liverpool og núna hjá Hollandi.
En ég held að Adolf Ingi hafi sett heimsmet í bjánalegri lýsingu áðan……almátturgur hvað hann er út á þekju greyjið!!
Sammála með Kuyt, hann var geðveikur…. Virðist mun léttari á sér en í vetur. Og Adolf Ingi, guð minn góður. Meira að segja konan mín sem var ekki að horfa, heyrði ruglið í honum. Sakna lýsanna á Stöð 2 Sport…………..
Já sammála með Adólf. En Gummi Steins, (heitir hann það ekki)? Hann sagði “klárlega rangstæða” og “klárlega frábær leikmaður” Fokking klárlega var að gera mig geðveikan. Alveg klárlega.
Var þetta ekki Gummi Torfa…
Annars gaman að sjá Kuyt í leiknum.
Já þessir menn á RUV eru ansi daprir
Hvað er Man.Utd búnir að versla marga leikmenn? En Chelsea? En Arsenal? Eða bara nánast hvaða lið í heiminum sem er fyrir utan Barca (og þar er allt í molum). Í Guðanna helvítis bænum, Maggi og þið hinir, slakið aðeins á. Dossena er kominn (læknisskoðun komin í gegn, menn bara að ákveða hvenær eftir brúðkaupið hjá kappanum eigi að tilkynna um þetta) og svo Degen (sem maður veit akkúrat ekkert um). Hvað vilja menn? Það er alveg vitað mál að þegar HM og EM eru þá ganga hlutirnir fyrir sig á vissan hátt.
Skítt með Kanana, og skítt með Parry. En að halda því fram að Rafa sé á sólarströnd með slökkt á símanum!!!
Sammála annars með Adolf Inga og Gumma Torfa. Ég er núna búinn að taka upp hálftíma efni með Gumma Torfa og ég ætla að spila það í hvert skipti sem ég á í erfiðleikum með að koma syninum í svefn. Tekur c.a. 3 sekúndur að svæfa hann ef ég set “teipið” í gang.
Adolf Ingi veit minna um fótbolta en inniskórnir mínir. Þeir hafa reyndar vit á því að reyna ekki að tjá sig, og hvað þá í fjölmiðlum.
Ekki að ég sé að verja Rick Parry neitt en þá tel ég að það er auðveldara að vinna starfið sitt ef það er ekki nein ákveðin upphæð sem menn eru að pæla í. Kenyon þarf nánast ekkert að pæla í því hvort maður sé keyptur á 5m +/- ef hann fær hann. Svipaða sögu mætti segja um Gill hjá Manure nema hvað buddan þar er notuð mun skynsamlegra þar. Væri alveg til í að láta arabana taka við svona til að losa klúbbinn undan fjárhagslegri óreiðu sem hann er í og fá einhvern í executive stólinn sem er skynsamur í viðskiptum. Er nokkuð viss um að Britney Spears sé gáfulegri en Rick Parry!
Það sem tefur málið varðandi Barry er pissudúkkan O´Neal sem virðist loksins vera hættur á túr eftir þessa þvílíku aumkunarlegu uppákomu í fjölmiðlun fyrir svona 3-4 vikum síðan. Það er alveg fáránlegt að menn séu að grenja yfir því að einhverjir vilji kaupa besta leikmanninn þeirra. Held að maðurinn ætti nú aðeins að róa sig og/eða hætta í boltanum ef hann þolir ekki smá mótlæti. Hann allavega fær stóran mínus hjá mér fyrir heimskulega framkomu.
eru ákveðnir síðuhaldarar ekki í netsambandi???
átti von á því að sjá stóra mynd af appelsínugulum búningum efst á síðunni 🙂
Ingi, tölvan mín er biluð þessa dagana og því er ég minna við en ella, á meðan Einar Örn er að fljúga til landsins í dag. Og já það er rétt hjá þér, ef annar hvor okkar hefði verið við tölvu í gærkvöldi væri þessi síða orðin appelsínugul núna. Gjörsamlega stórkostlegur leikur hjá Hollendingum! 🙂
Arsenal eru búnir að ná í Aron Ramsey, það hljóta að teljast nokkuð góð kaup. Er sjálfur meira spenntur fyrir þeim sem við seljum en þeim sem við fáum, finnst leikmenn í hópnum hafa haft á köflum haft öfug áhrif, þannig að losun á þeim gætu komið sér eins og góð kaup.
Það sem einnig gleymist á þessum sölu/kaup tímum er það að liðsandinn skiptir oft meira máli en þeir sem settir eru inn á völlinn. Finnst liði hafa oft gengið inn á völlinn undanfarið með hangandi haus í leikjum sem “skipta ekki máli”. En það er eitthvað sem mætti laga og myndi kosta minni pening en að kaupa næsta Zidane eða Pele.
SSteinn:
Ætlarðu að nota Gumma Torfa til að svæfa þig??
Ég mæli hiklaust með Snorra Sturlu. Honum tekst að svæfa drenginn áður en hann leggst á koddann! Gummi Torfa er eins og íkorni á amfetamíni miðað við Snorra Sturlu.
Það væri vandað að leyfa Þorsteini Joð að spreyta sig á eins og einum leik.
Adolf Ingi þekkti varla nokkurn mann í ítalska liðinu, hvað þá því hollenska. Var á köflum hálf vandræðalegt að hlusta á þetta, og Gummi Torfa er einn sá allra leiðinlegasti sem ég veit um!
Til að svara Sigursteini þá er Milan búið að kaupa Zambrotta, Real Madrid Garay, Juve Amauri, Fiorentina Gilardino, Wolfsburg Barzagli, Chelsea Boswinga og svona má lengi telja. Það fer allt á fullt eftir Evrópukeppnina, en það þýðir ekki að ekkert sé í gangi núna. Það eru viðræður út um allt og eflaust eru mörg fleiri kaup frágengin hjá fullt af liðum sem ekki eru enn opinber.
Svo eru Chelsea og ManUtd með sterkari hópa núna og Liverpool þarf að gera meira til að vera með í slagnum, þessvegna verða menn að vera á undan og ekki sofna á verðinum, Liverpool þarf að skyrkjast og bæta við sig fleiri mönnum en liðinn fyrir ofan….. maður sér nú varla hvar liðinn fyrir ofan LFC geta bætt sig….jú nema Arsenal sem eru að missa góða menn….
….. en eigum við ekki að segja að allir séu á fullu að vinna í þessum málum!…trúi ekki öðru.
Hvenær eigum við svo að ganga frá kaupunum á David Villa? Miðað við þennan fyrri hálfleik hjá þeim félögum í framlínunni þá er það bara eitthvað sem að verður að gerast!
Spánn og Holendingar spila um EM bestir
og spánn tekur þetta mót
Villa skorar þrennu, hleypur beint til Torres og segir: “Djöfull verður gaman hjá okkur saman næsta vetur!” Draumórar?
David Villa hljóp beint að varamannabekknum og í famðlag við Torres þegar hann skoraði þriðja markið, er þetta vísbending um eitthvað skemmtilegt eða eiga þeir bara í ástarsambandi?
Hver veit?
Ég er greinilega ekki sá eini sem fékk þessa hugmynd:)
Þetta hlaup hjá Villa til Torres gladdi mitt Liverpool hjarta. Það væri alls ekki slæmt að sjá þá félaga saman í framlínu Liverpool næsta vetur. Á Villa ekki annars að vera falur á einhverja smáaura? Eða má kalla 17 millur smáaura?
Kaupa Villa núna!!!
Villa hefur svo sannarlega hækkað í verði eftir þetta show!! Vonandi kaupum við kauða hið fyrsta. Torres og Villa saman, hrrrrylllingur fyrir alla varnarmenn:)
Selja Alonso (16 m) og Crouch (10 m). Kaupa Villa á 30 m. Díll!!!!!
Þá gæti Gerrard farið á miðjuna og Villa í linkup stöðuna sem hann lék svo frábærlega í kvöld.
Gleymum því ekki að Villa og Reina eru bestu vinir og David hefur komið á Anfield á leik!
En vandinn verður að bægja Chelsea, Arsenal og Barcelona frá honum!
Ég held að hann hafi bara hlaupið til Torres og sagt “heits, eigum við að leigja vídjóspólu í kvöld og poppa?”
Annars væri frekar ljúft að fá Villa, þeir væru baneitrað sóknarpar.
Well það er nú engin panik komin upp í mínum huga. Hlutirnir gerast ekki fyrr en eftir EM, segi ég eins og margir og hljóma eins og gömul vínilplata.
Hinsvegar finnst mér fróðlegt að hugleiða:
– Ronaldo mögulega á förum frá United (60 mill. punda tilboð á leiðinni skv. The Times) og Fergie er þekktur fyrir að selja menn sem taka sjálfan sig fram yfir liðið.
– Flamini, Hleb og Adebayor á leið frá Arsenal (ekki staðfest svosem). Hvað gerir þá Fabregas?
– Drogba að fara frá Chelsea og mögulega Lampard og Carvalio. hvað með fleiri sem Mori nennir að reyna að lokka til ítalíu.
Lpool mögulega að kaupa Barry, hinir skipta ekki máli finnst mér sem eru komnir, mögulega Bentley … Enginn alvörukarakter farinn.
Nenni ekki að láta mig dreyma um Villa, en notaleg tilhugsun svosem …
Semsagt þetta byrjar bara vel 🙂 vonandi finnur svo Rafa símann sinn og brokerar Villa til okkar, mögulega selur eitthvað af þessu deadwood dæmi og upgraedar nokkra úr varaliðinu s.s. Nemeth og við mössum þessa deild.
Allir sáttir?
Kaupa Villa fínt sóknarpar (hann og Torres)
Magnað að sjá Villa í dag í leiknum, en ég held mér á jörðinni hvort hann komi eða ekki, væri frábært ef hann myndi koma en eitthvað segir mér að stærstu kaupinn í sumar verði Barry 🙂
En að öðru ég er svo heppin að hafa aðgang á BBC og ITV4 og shit þulirnir þar eru í heimsklassa 🙂 þegar þeir eru að lýsa leik það er eins og hlusta á eðaltónlist besta samlíking sem ég gat fundið 😉
Dolli litli er farinn að slaga í Arnar Björns í bullinu. Við erum að tala um mann sem er búinn að vera 10-15 ár RUV og veit allt um hestaíþróttir-fimleika-Boccia og skák. Rafa er með eitthvað uppí erminni…hann er slingur í póker.
Við þurfum bara að trúa á hann. (þó mar hafi verið að gefast upp í vetur)
John Motson og co. núna í heimsklassa? Kanntu annan? Ég skal gefa þér Clive á ITV (og það er ITV1 ekki ITV4 sem sýnir leikina) en allir hinir eru rusl. Martin O’Neill er svo ágætur í stúdióinu á BBC og hristir aðeins upp í vitleysingunum Hansen og Shearer.
Nonni hefur einhver vit á fótbolta sem vinnur við að fjalla um hann í sjónvarpi?
Það má vera að Hansen og Shearer séu vitleysingar í þínum huga en þetta eru menn sem hafa spilað íþróttina og segja sína skoðun. Lýsendurnir á ensku rásunum (itv, bbc sky) eru ljósárum á undan all flestum á Íslandi má líkja því hugsanlega við gæðamuninn á íslensku deildinni og þeirri ensku.
Þess má geta að ég snobba ekkert sérstaklega fyrir enskum þulum og oftar en ekki nenni ég ekkert frekar að skipta yfir á BBC eða ITV þegar leikir eru þar í beinni en þessi gæðamunur á þulunum er staðreynd.
Hansen hefur því miður verið lengi í bullinu og ekki sami glansinn á honum studio eins og var á vellinum. Andy Gray er samt by far manna verstur í mínum huga. Maðurinn bullar út í einn og getur ekki fyrir sitt litla líf sagt fögur orð um Liverpool.
En með þessa íslensku þuli, sjáið þið klassa muninn á t.d. Dolla og Valtýr. Nú er ég ekkert að hefja Valtýr upp til skýjana, alls ekki, en hann hefur þó SMÁ vit á fótbolta…Dolli grunar mann að hafi aldrei séð þessa íþrótt áður. Hann þekkir ekki mennina, getur illa borið fram mörg nöfnin og bullar út í eitt. Nú er ég mjög umburðalindur þegar svona þulir eru annars vegar, en ég slökkti á hljóðinu í fyrsta skipti á mínum fótboltaáhorfsferli. RUV verður að fara að sýna smá standard og fá “alvöru” menn í þetta.
Þessi frétt kom í lok mars:
Mögnuð frétt á LFC.tv: Rafa segist vera búinn að semja við þrjá leikmenn og þar af einn, sem muni ganga inní byrjunarlið Liverpool! http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N159354080330-0955.htm
hverjir eru þessir leikmenn ?? Það væri gaman að fá að vita það !
kv. Garðar
Garðar, miðað við tímasetningu ímynda ég mér að Degen sé sá sem eigi að “ganga beint í liðið”. Hvort hann er nógu góður til þess verður að koma í ljós, en ég get ekki ímyndað mér að Dossena, Barry eða aðrir hafi verið orðið nógu öruggir á þeim tíma (Barry er það ekki enn) til að Rafa myndi segja slíkt um þá.
Hinir tveir sem hann nefndi voru víst ungir framtíðarmenn. Ætli Aaron Ramsay hafi verið annar þeirra? Við erum allavega búin að missa af honum til Arsenal.
Við fáum ekki að vita þessi nöfn fyrren 1.júl, eru allveg öruglega ekki neinir sem hafa verið linkaðir sterklega við okkur, eða yfir höfuð.
Ég er reyndar með smá samsæriskenningu, eftir að kewell fór þá sagði benitez að hann ætlaði að geyma treyju númer 7(hann vildi ekki setja pressu á þann leikmann). Hvað ef að það sé búið að semja við david villa sem er númer 7 í valencia og með spáni og að það sé verið að geyma hana fyrir hann. Benitez sagði í apríl, ef ég man rétt, að það væri búið að semja við einn “first team” leikmann og 2 unglinga.
Til þess að fjármagna þessi kaup þá verður hann að selja leikmenn og það er nákvæmlega það sem hann er að gera.
Þetta er allavega smá pæling eða kannski bara smá draumórar í mér
Jóhann :
Þú sagðir að þeir væru í heimsklassa, það þykja mér stór orð. Svo að þessir gæjar séu að fjalla um Evrópukeppnina finnst mér brandari, þeir horfa eingöngu á enska boltann og slefa bara yfir þeim sem spila þar (eða hafa spilað þar). Þeir vita ekkert um hinar deildirnar og þekkja því lítið þessi lið.
Mér fannst ITV þó góðir að fá Zenden í stúdíóið þegar Holland var að spila, hann ætti að vita eitthvað um þá en að fá Andy Townsend til að fjalla um Ítalíu, þvílíkt og annað eins djók.
Ekki að aðrir séu mikið betri svo sem, en að kalla þá í heimsklassa finnst mér með ólíkindum.
Það er ekki að ástæðulausu sem flestir Tjallar hlæja að þessum köppum.
Það væri æðislegt að fá David Villa með Torres í framlínu okkar manna.
Það verður eitthvað að fara að gerast hjá okkur.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!
Heyr Heyr Ingi, rosalega er þetta fín pæling. ! 🙂 vona að hún standist.
@nonni
Ég sagði aldrei að þeir væru í heimsklassa þú last það útúr orðunum mínum.
Ég er bara að benda á að þú virðist vera í þeim hópi manna sem telur engan þul nógu góðan tli að fjalla um fótbolta.
Ef þýðið er allir þulir í heiminum við höfum líklega báðir heyrt í þeim helstu. Þá hljóta þeir að skiptast í bestur, verstur og allt þar á milli. það er s.s.miðgildi og meðaltal ef við setjum þetta upp tölfræðilega. Þú virðist aftur á móti telja alla slæma og það segir manni að það sé bara ekki hægt að gera þér til geðs.
Vá, fyrirgefðu Jóhann, það varst ekki þú heldur Beggi sem sagði þá í heimsklassa, biðst afsökunar.
Góðir þulir eru til en ég hallast að því að þeir sem hafi mest vit á þessu séu þeir sem starfa hjá klúbbunum og/eða landsliðum og hafa eitthvað fram að færa. Hinir fara svo í fjölmiðlana. Þeir leggja sig engan veginn fram að rannsaka liðin og leikmennina og koma alltaf með einhverjar klysjur.
Þetta á við á öllum þeim stöðum sem ég hef fylgst með fjölmiðlum, enskir eru hvorki betri eða verri né íslenskir eða amerískir.
Því miður held ég að enginn heimsklassa leikmaður komi til liverpool í sumar. Mér skilst á ummælum Rafa að enginn peningur sé fyrir stór kaup.
Sumir fjölmiðlar segja að við séum að bjóða 15 punda í Barry. Púfff…..mér finnst sú upphæð vera alveg á mörkunum að vera of mikið.
Það er hægt að kaupa ýmislegt annað fyrir þessa peninga!!!
Draumur: Villa,Lahm,Ribery
Raunhæft: Milner,Barry,Dossena
Von: Dossena,Villa kanntari í heimsklassa.
Er sammála nr. 50. Það er einfaldlega ekki peningur í boði þetta sumarið til að rafa geti náð í heimsklassa leikmann/leikmenn. Mér finnst þetta lykta af því að eigendurnir séu sáttir við að halda liðinu í þeim klassa að við náum að jafnaði meistaradeildarsæti því peningarnir eru jú þar en þeir eru ekki tilbúnir að gera það sem þarf til að loka bilinu á Man utd og Chelsea.
Ég er kannski svartsýnn en miðað við stöðu mála þá held ég að framtíðin sé áframhaldandi barátta um 4 sem gæti orðið sífellt harðari þar sem lið eins og td man city virðast eiga nóg af peningum.
Inn: Barry, tveir bakverðir er hvorugur komast í sín landslið. Degen ekki spilað á em fyrir Sviss!. Var reyndar eitthvað meiddur en common.
Út til að búa til pening: Alonso, Crouch, Carson, Riise, Finnan.
Common. Við erum ekki að fara að brúa neitt bil og eigum eftir að fá að sjá stóru liðin berjast um stjörnur em meðan við íhugum kaup á Milner og vinum hans. Frábært.
sammála nonna #49
Fyndið hvernig neikvæðnin er farinn að hlaða utan á sig hér á spjallinu, allir vita að það verður tæplega gengið frá neinum kaupum fyrr en eftir EM og ekkert nema eðlilegt við það.
Síðan hvenær telst það ekki næjanleg afsökun á fjarvist í landsliði að vera meiddur eða að vera að jafna sig á meiðslum David?
Og síðan hvenær er það einhver 100% gæðastimpill að vera í byrjunarliði landsliðsins, við erum flestir á því hér að Reina eigi að vera í markinu hjá Spánverjum en hann er það samt ekki, þýðir það að hann sé ekki nógu góður, give me a break.
Senderos hefur verið byrjunarliðsmaður hjá bæði Arsenal og Sviss samt minnir hann oft á Titus Bramble.
Slökum aðeins á svartsýninni, ég er á því að okkur vanti ekkert endilega einhverja 20+ mills menn, heldur þurfum við frekar að losna við menn sem eru handónýtir (rise t.d.) og laga þær stöður, ef Man Utd getur orðið meistari með þá O’Shea, Fletcher og Wes Brown í byrjunarliði þá er allt hægt : )
Rétt
Það eru slæmar fréttir ef Alonso er að fara frá Liverpool, jafnvel þó Barry komi. Þó Alonso hafi átt erfiða leiktíð síðast þá er hann stór hluti af gangverkinu í liðinu. Ég vil hafa Gerrard áfram frammi með Torres. Gerrard er frábær miðjumaður en hann er líka heimsklassa skorari.
Ég er á því að Barry styrki liðið, jafnvel þó Alanso fari, held einmitt að Gerrard fái meira frelsi með Barry en með Alonso þar sem Barry er sterkari varnarlega en Xabi.
Annars dugar mér að vita að Gerrard sé ólmur í að fá Barry við hlið sér, næg meðmæli fyrir mig.
Alonso er ekki stór hluti af gangverkinu í liðinu. Maður sem kemst ekki lengur í liðið er það einfaldlega ekki. Ég segi að það eigi að selja hann á meðan samningsstaðan er enn góð og fá ágætis pening fyrir hann. Tíminn vinnur gegn honum og okkur eftir því sem hann heldur sig áfram á braut meðalmennskunnar í Liverpool.
Æi, Hafliði, nr.55 er von að menn séu kannski neikvæðir þegar ljóst er að ekki eru til peningar til að eltast við þá leikmenn sem Man Utd, Chelsea, Arsenal og toppklúbbar utan englands koma til með að bítast um(stóru bitana). Varðandi það komment þitt um að meiðsl degen séu ástæðan fyrir því að hann sé ekki í liði sviss þá er það rétt. Sviss hinsvegar byrjað illa, eru ekki merkilegt landslið og degen situr bara á bekknum þrátt fyrir að vera kominn úr meiðslum en ekki í leikæfingu. Ef hann er nógu góður fyrir Liverpool þá er hann í lítilli leikæfingu víst örugglega nógu góður fyrir Sviss. Ætla ekki að dæma manninn áður en hann hefur spilað sinn fyrsta leik fyrir okkur en ég verð að viðurkenna að ég er ekki spenntur, höfum jú fengið þá nokkra undanfarin season ódýru bakverðina og allir hafa þeir jú blómstrað er það ekki.
Ágúst, á hvaða lið hefur þú verið að horfa. Xabi Alonso er og hefur verið lykilmaður í þessu Liverpoolliði og hefur spilað meirihlutann af leikjunum þegar hann hefur verið heill. Ég hallast að því að þú hafur séð Bolton leiki í vetur, því þar spilar bróðir Xabi og hann var mest á bekknum.