Jæja, þá er búið að birta [leikjaprógram fyrir næsta tímabil](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N160240080616-0959.htm). Liverpool byrjar 16.ágúst á útileik gegn Sunderland, svo heimaleik gegn Middlesboro og þá útileik gegn Aston Villa.
Í september er það svo heimaleikir gegn Manchester United og Stoke og útileikur gegn Everton.
Við mætum Chelsea fyrst úti 25.október og Arsenal fyrst úti 20.desember. Síðasti leikur tímabilsins verður svo heimaleikur gegn Tottenham. Yfir allt, þá lítur þetta ágætlega út. Þetta er ekki einsog fyrir tveimur árum þegar að erfiðir útileikir hrúguðust á fyrstu vikunum, heldur byrjar þetta svona þokkalega létt.
Fínasta uppröðun alveg.
Flott að fá svona smá áminningu um að það styttist í stuðið : )
Sýnist þetta byrja fínt tímabilið. toppleikirnir dreifast yfir tímabilið þannig að við erum ekki taka þá nokkra eins og gerðist í vetur 😉 sé að það kemur oftast þægilegur leikur eftir stórleik þannig að bjartsýninn og spenningurinn er byrjaður að myndast.
En annað sem vakti athygli mína eru jólaleikirnir þeir eru bara 3 núna :S veit einhver af hverju búið að taka einn leik ? nátturlega gífurlegt álag á þessum tíma en hey þetta gaf sko jólunum ákveðin ljóma hjá mér 😉
Manni sýnist þetta fínt plan. Reyndar fúll að fá ekki heimaleik 1.nóvember þegar ég verð í vetrarfríi!
En ágætis byrjun, strax safaríkur leikur í 3.umferð gegn Aston Villa, þegar Barry kemur með nýja liðinu sínu á Villa Park!!!
Ágætt að fá United eftir landsleikjahlé á Anfield 13.september, þá vinnur Rafa þá í fyrsta sinn í deild……..
þetta yrði hreinlega of gott til að vera satt
http://visir.is/article/20080615/IDROTTIR0102/709994943
og fjölmiðlarnir standa sig sem fyrridaginn í því að gefa manni falsvonir, þegar maður veit betur en á erfitt með að standast væntinguna!
Jólaleikirnir eru bara 3 af því að 3.umferð FA cup verður spiluð 3.jan og þess vegna ekki leikur á nýársdag ef ég skildi það rétt sem ég las áðan.
Danni, það er búið að vísa í þessa Villa frétt allavegana þrisvar á þessari síðu, þar á meðal í síðustu færslu.
Afhverju byrjum við alltaf á útivelli ? ? ?
Þetta er samsæri.
Fínt að fá Tottenham í síðasta leik tímabilsins. Tökum þá við titlinum á heimavelli.