Liðið gegn Leicester

Þá er komið að síðasta leik fyrir landsleikjahlé, þar sem okkar menn heimsækja Leicester.

Maggi Beardsley var spot on í upphituninni, spáði einni breytingu og Klopp ákvað að fara að hans ráðum:

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur:Mignolet, Moreno, Matip, Keita, Lallana, Shaqiri og Sturridge

Þetta er sem sagt leikur númer 137 þar sem það er gengið fram hjá Lazar Markovic í uppstillingu á byrjunarliði. Hvers á maðurinn að gjalda?

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


53 Comments

  1. Finnst frábært hvað það skiptir engu máli hvað þú heitir eða hvort þú sért keyptur af Klopp eða ekki ..
    Klopp er það besta sem gat gerst fyrir mitt elskað lið ?
    Svo eru 2 góðir utan liðs.. ótrúleg breyting .. luvvitt

  2. Menn í hóp sem hafa gert mun fleiri mistök en Markovic… ótrúlegt

  3. Sælir félagar

    Mér líst vel á þetta en vona líka að ég eigi eftir að sjá Shaqiri og Sturridge í þessum leik. Það þarf að láta menn spila eitthvað smá til að viðhalda hungrinu. Hvað er annars að frétta af Fabinho. Er bara verið að spila hann inn í liðið í rólegheitum eins og gert var við Robertson og Alex Oxlade-Chamberlain á sínum tíma? Annars bara góður og stend við spá mína uppá 0 – 3

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Hrikalega erfður leikur framundan en maður lifandi hvað ég er feginnað Vardy er ekki með í dag.

    Er almennt ekki mjög spenntur fyrir þessari þrennu-comboi á miðjunni, þ.e. Hendo, Milner og Wijnaldum, sérstaklega ekki þegar við erum að spila á móti liðum á Anfield sem parkera rútunni.

    Þetta verður hins vegar ekki þannig leikur. Þetta verða slagsmál og hasar og þá duga engar flugur á miðjunni. Að mínu mati sterkasta lið sem við getum stillt upp á þessum erfiða útivell.

    Vinnum 1-2. Salah og Firminio klára þetta fyrir okkur.

  5. Verður erfiður leikur á þessum útivelli held ég það er aldrei hægt að vanmeta Leicester þú veist ekki hvar þú hefur þá.
    Ég vona mest að við náum að halda hreinu en það er auka atriði ef að við náum 3 stigum.

  6. Frábær leikur so far, hraður og skemmtilegur….ekki skemmir fyrir að við erum þegar komnir yfir 🙂

  7. Byrjuðum þennan leik frábærlega sem skilaði sér sem betur fer í marki áður en Refirnir vöknuðu og fóru að spila alvöru fótbolta. Hafa ógnað verulega síðan og spilað mjög vel en Alisson heldur enn hreinu, ótrúlegur markmaður. Núna er að myndast meira jafnvægi í leiknum en bæði lið á fullu í sóknarleik sem gerir þetta að frábærri skemmtun. Frábærar sóknir og frábær varnaleikur á móti hjá báðum liðum.

    Þetta verður skemmtilegt og vonandi nær Alisson að setja met með því að halda hreinu í 4 fyrstu leikjunum 🙂

  8. Við náum varla boltanum núna, eitthvað slappir eftir þetta mark, komum varla við boltann

  9. Mér finnst magnað og frábært að sjá ( enn sem komið er) að pressa andstæðingsins á afskaplega erfitt með að brjóta varnarmúr okkar manna, og svo þegar það tekst, tja, þá er Alisson eftir. Pínu óhugnanlegt og held ég að móri öfundi vörnina.
    Það þarf ekkert að ræða möguleikana frammá við.
    Flott lið og vonandi haldast allir heilir.

  10. Þrátt fyrir að hafa verið rólegri eftir fyrsta markið og á köflum virkað eins og undir pressu hefur maður samt engar áhyggjur þetta er virkilega furðulegt að vera á erfiðum útivelli samt vera þetta dominating á vellinum fáranlegt.

  11. Mikið er gaman að horfa á Liverpool núna. Klopp er kominn með heimsklassa lið. ÁFRAM LIVERPOOL.

  12. Skrítin leikur.
    Við spilum mjög vel fyrstu 20 mín. Firmino í dauðafæri, Salah í dauðafæri og svo skorar Mane.
    Við stjórnuðum leiknum og þeir gátu ekkert haldið boltanum en svo náðu þeir að komast inn í leikinn og þá náðum við einfaldlegla ekki að halda boltanum og Allison þurfti einu sinni að verja vel.
    Svo skoraði að mínu mati lélegasti leikmaður vallarins með góðum skalla. Firmino virkar aðeins þyngri en á síðasta tímabili og vantar uppá hans aðalstyrkleika sem voru hlaup með eða án bolta en hann tapaði boltanum aftur og aftur. Svo auðvita skorar hann með glæsilegum skalla.

    Ég er samaá.a því sem menn voru að tala um að okkar fremstu þrír hafa oft verið duglegir í pressuni og er oft eins og að annaðhvort Mane eða Firmino voru ekki tilbúnir í pressuna og áttu heimenn því auðvelt með að spila í gegnum okkur frá varnarlínu.

    Annars hefur Robertson, Dijk, Millner og Salah verið okkar líflegustu menn en Firmino/Winjaldum og jafnvel Trent(með sendingar) átt í vandræðum.

    Nú þurfum við að sýna að við getum klárað svona leiki, verið skynsamir en jafntframt ógnandi fram á við.

  13. #21 samt það skemmtilega við þetta allt saman er að þegar þeir eru EKKI uppá sitt besta geta þeir samt framkallað mörk það er ekki hægt nema vera virkilega sáttur við það þrátt fyrir að já maður hafi séð þá sprækari.
    Ég tek ekkert af Mané samt búinn að vera frábær!

  14. Þvílíkt hvað það er svakalegur munur á öllum aðgerðum liverpool þegar það er markvörður sem allir treysta. Ánægður að sjá liverpool spila ekki á 100% orku en samt vera 2-0yfir á erfiðum útivelli og hvað er það með Milner hann virðist bara fá meiri orku með hverju árinu sem líður.

  15. Finnst Klopp stundum vera full íhaldssamur. Miðjan er í ruglinu hjá okkur og samt er ekkert brugðist við.

  16. Þetta mark á Alisson skuldlaust. Held að þetta eigi eftir að vera reglulegt hjá honum. Maðurinn sem pressaði hann vissi allan daginn að hann ætlaði að reyna eitthvað rugl. Góður markvörður en þarf virkilega að bæta þessa vitleysu hjá sér.

  17. Raunar bara gott að þetta gerist þarna. Hann lærir vonandi af þessu án þess að það verði of dýrt

  18. Sammála Kobbíh hér að ofan varðandi miðjuspilið, höfum betri menn á bekknum. Allison tók bara Karius á þetta og það er alls ekki góð fyrirmynd.

  19. Hlægileg mistök frá Allison en hvað var henderson að gera á miðjunni þarna fyrst sendir a gomez sem var undir pressu og svo a van dijk sem var líka undir pressu þarna á henderson að losa boltann útá kant eða uppávið.

  20. Er ekki komið nóg af liverpool markmanns mistökum. Maður sá þetta svo fara að gerast að það er ömugurlegt að sjá þennan markmann gera svona. Drullaði bara boltanum i burtu.

  21. Vonandi lærir Alisson af þessu og þetta verði okkur ekki dýrkeypt í þessum leik.

  22. Það er bara engin ákefð eða hraði í þessu spili hjá okkur ! Engin pressa

  23. Jæja nú eru 2 leikir i röð sem við spilum ekki vel en vinnum er það ekki mikil styrka allavegana finnst mér þetta hafa vantað síðustu ár.

    Frábær úrslit

  24. Takk fyrir að klára þetta ! hvað er hægt að segja eftir svona leik Alisson gaf manni smá til að hugsa um og hann er pottþétt lentur á jörðini eftir þetta FRÁVIK.
    12 stig eftir 4 leiki er hægt að kvarta eitthvað nei hélt ekki

  25. Tveir ömurlegir leikir og 6.stig elska það!!
    Allison lærir af þessu átti frábærar markvörslur

  26. Thetta var bara timaspursmal med Alisson. Mer finnst gott ad hafa markmann sem er godur a boltanum, en svona cool-guy show off kjaftaedi gengur ekki. Thad er ekkert oryggi i thvi ad vera aftasti madur med svona rugl. Miklu meira cool ad vera oruggur og halda hreinu.

    Tilgangurinn med thvi ad vera godur i loppunum fyrir markmann er ad geta dreift spili undir pressu, ekki ad sola menn. Trui ekki odru en ad Klopp geri thennan greinarmun lika og geri Alisson ljost ad thetta er of mikid.

    Anaegdur med Joe Gomez, geggjadur i thessum leik!! Mjog hrifinn af varnarvinnslu Mane og Firmino lika.

    Fint ad fa sma break nuna fyrir Klopp ad skipuleggja ansi massiva leikjatorn framundan.

  27. Alisson þarf að fara sparlega með taktana. Staðan eftir miðjan seinasta leik var sú að það voru ALLIR búnir að lesa hann. Hann hefði átt að sjá það þegar hann lenti í vandræðum í seinasta leik en hann hlýtur að skilja það núna.

  28. Flott að þetta gerðist í 2-0 en ekki á móti einu af stórliðunum. Becker er minn maður nr.1…alltaf vitað að þetta myndi gerast haha

  29. Góðu fréttirnar eru fullt hús stiga og 1. sæti. Það skiptir mestu máli.

    Vörnin er að spila betur en áður og mistökin hans Alisson skiptu ekki máli í þetta skiptið. Miðað við fyrri leiki var þetta tímaspursmál hvenær Alisson myndi gefa mark. Hann mun líklega ekki gera svona aftur enda búast núna allir í EPL við því að hann reyni einhver brögð héðan í frá.

    Slæmu fréttirnar eru þær að Salah er ekki að finna fjölina frá því í fyrra og mér finnst fremstu þrír ekki vera að klikka saman. Er ekki Firminho farinn að spila aftar en áður? Fannst eins og leikmenn væru búnir á því eftir 60 mín.

    En geggjuð tilfinning að liðið sitt byrji vel þrátt fyrir að hafa í raun spilað einn góðan leik. Njótum þess á meðan það varir.

  30. Hann Alisson fær hárþurkuna frá Klopp eftir þetta það er morgunljóst EN það er betra þetta gerðist þarna en í leik þar sem þetta hefði kostað stig.

    Gomez sturlaður í þessum leik er hægt að ræða hversu mikið hann hefur stigið upp í fjarveru Lovren ?

    Robertson og TAA frábærir það þarf ekki að ræða hversu oft VVD stóð eins og klettur.

    Mané fannst mér manna sprækastur framávið og hann er minn maður leiksins.

  31. Varla hægt að kalla þetta mistök. Þetta var bara kjánaleg ákvörðun hjá honum og nú held ég að hann sé hættur þessu. Kostaði sem betur fer ekki meira en eitt clean sheet. Mér líður eins og ég hafi verið að fá fyrstu rispuna á glænýja bílinn minn (á samt ekki glænýjan bíl).

  32. Henderson var hörmulegur í þessum leik. Salah utan við sig og Alisson átti bara að ýta boltanum út fyrir línuna og gefa horn,þegar í ógöngum var kominn í stað þess að leyfa manninum að taka boltann.

    Virkilega slakur seinni hálfleikur og LFC hundheppið að sleppa með stigin 3 í dag.

  33. 12 stig eftir 4 leiki og aðeins eitt mark á sig það er ekki hægt að biðja um meira

  34. Thad er mjog gott ad klara thennan leik, taka 3 stig og setja sma pressu a hin topplidin, serstaklega Tottenham og Chelsea. Held ad City seu hins vegar sultuslakir med Newcastle.

    Vildi baeta vid kommentid mitt ad ofan, ad mer finnst of mikid complacency i Van Dijk. Hann er geggjadur varnarlega i fostum leikatridum og almennt sed i loftinu, en thetta toffara-jogg stundum i att ad boltanum fer i taugarnar a mer. Hann er ekki thad godur a boltann ad hann hafi efni a thvi ad minnka timann sem hann hefur til ad taka akvordun, med einhverju svona “eg er svo godur ad eg jogga thetta bara”.

    Joe Gomez finnst mer til fyrirmyndar med ad lesa svona adstaedur. Ekkert ego eda hroki, heldur oryggi. Stundum tharf bara sem varnarmadur ad setja boltann ut fyrir eda uppi stuku og gefa sinum monnum sens a ad stilla upp og endurskipuleggja sig. Menn geta ekki verid fastir i odru hvoru, heldur geta adlagad sig og lesid adstaedur, og i thvi finnst mer Gomez hafa verid betri en Van Dijk i sidustu leikjum.

Evrópuglugginn lokast

Leicester 1 – 2 Liverpool