Minnum á hópferð Kop.is á leik Liverpool og Fulham – sjá nánar hér
Þó svo að deildin sé komin í frí í tvær vikur þá er sitthvað að frétta af okkar mönnum.
- Mané var valinn leikmaður ágústmánaðar af áhangendum. Skoraði enda 3 mörk (og eitt um helgina en þá var kominn september), en það má engu að síður færa rök fyrir því að hann hafi alls ekki verið bestur okkar manna.
- Andy Robertson var skipaður fyrirliði skoska landsliðsins, og vel að því kominn.
- Jordan Henderson skrifaði undir nýjan langtímasamning. Þrátt fyrir að vera umdeildur meðal stuðningsmanna er hann nú ekki á meiri útleið en þetta.
- Markið sem Mohammed Salah skoraði gegn Everton í vetur er meðal þeirra 10 marka sem geta hlotið Puskas verðlaunin í ár. Smellið ykkur nú endilega þarna inn og kjósið.
Annars er orðið laust og liðugt.
þekkir einhver , hvort leikmenn utan Evrópu séu í vináttuleikjum, þar sem þjóðardeildin einskorðast við Evrópu?
YNWA
Brasilía er a.m.k að fara að spila vináttuleiki við Bandaríkin (7. september) og El Salvador (12. september). Fabinho mun mjög líklega spila bakvörð í þessum leikjum.
Þakka þér fyrir Daníel.
Við viljum sjá hellinn!
Eigum líklega erfiðsta prógram í sept og fram í okt.
15. september Tottenham (Ú)
18. september PSG (H)
22. september Southampton (H)
25 september Chelsea (H) – Deildarbikar
29. september Chelsea (Ú)
3. október Napoli (Ú)
7. október Manchester City (H)
Risastórt test fyrir okkar menn úff
Buvac, er komið eitthvað offical með hann? Ég finn einhverjar fullyrðingar úr pressunni en hvergi finn ég official statement frá klúbbnum. Veit einhver hér meira um þetta mál?
Samkvæmt Global Club Soccer Rankings sem er gefið út af virtum nördum í BNA, þá er þetta listinn yfir bestu félagslið í heimi. https://projects.fivethirtyeight.com/global-club-soccer-rankings/. Þegar ESPN talar um rankings þá nota þeir þessar upplýsingar.
Á þremur vikum frá 15. september, mun LFC spila 6 leiki við 5 lið sem eru í topp 10 á þessum lista! Þar sem LFC er líka á topp 10, þá eru einungis 4 af 10 bestu liðum heims sem við munum ekki spila við þessar þrjár vikur.
Eftir að við vinnum alla þessa leiki þá mun þessi listi að öllum líkindum sýna það sem við vitum að LFC er besta félagslið heims.
Nr.6 Varðandi Buvac þá var gefið út fyrir rumlega mánuði að hann yfirgæfi Liverpool. Væri að leita að liði til að þjálfa og að Liverpool myndi promóta mann innan liðsins uppí starf aðstoðarþjálfara.
Þetta verður svaka strembið prógramm til 7.okt. Við munum líklega tapa 1-3 af þessum leikjum en gætum líka klárað þetta taplaust. Ég hef þó litlar áhyggjur af Meistaradeildinni. Napoli eru skíthræddir við okkur og búnir að missa stóra pósta frá í fyrra auk þess sem Ancelotti er engan veginn að ná að stilla vörnin þeirra af á fyrstu mánuðunum. Ættum að ná uppúr riðlinum á öruggan máta en verður þá gaman að sparka Neymar aðeins niður og reyna vörnina gegn Mbappe. Liverpool hefur verið orðað við Frakkann og bauð m.a.s. í hann í fyrra. Vonandi náum við að sannfæra piltinn að koma til okkar í framtíðinni þegar hann upplifir andrúmsloftið á Anfield. Eins og sást með komu C.Ronaldo til Juve þá skipta svona hlutir bestu leikmenn í heimi máli.
Sæl öll
Ég held að dagar Lallana hjá Liverpool séu taldir og ef ég mætti ráða mundi ég selja hann.
AEG #8 Góðir punktar, m.a. varðandi að leyfa Mbappe að kynnast stemningunni á Anfield. Klopp kynntist henni sjálfur í vináttuleik rúmu ári áður en hann réð sig þangað.
Vesen á Lallana alltaf.
Líklega dottinn út af lista lykilmanna og kominn á varaskeifulistann.
Kannski ætti bara að seljann í janúar og sækja einhvern grjótharðan Milner type í staðinn.
Milner … nýbúið að sauma saman á honum hauskúpuna og hann tók amk tvo hörku högg á hausinn á móti Leicester. Alltaf stendur hann upp eins og skrímsli Frankensteins. Ódrepandi. Vonandi verður hann ekki í veseni með höfuðið eftir ferilinn.
Þessi törn sem er framundan verður rosaleg. Rað full næging. Fátt betra en stórleikir eftir stórleiki. Geri þó ráð fyrir að second best liðið taki deildarbikarleikinn.
YNWA