1-0 Sturridge 30.mín
2-0 Milner (víti) 36.mín
2-1 Meunier 40. mín
2-2 Mbappé 83. mín
3-2 Firmino 92. mín
Leikurinn
Liverpool hóf leikinn af rosalegum krafti og var mikill hraði í leiknum frá fyrstu mínútu. Parísarmenn komust í raun ekkert inn í leikinn fyrr en á átjándu mínútu þegar Neymar náði fyrsta skoti þeirra í leiknum en þá var Liverpool þegar búið að eiga sex hornspyrnur sem er tölfræði sem ég man ekki eftir að hafa séð áður svo snemma leiks.
Það var ekki að sjá að þarna væru tvö stórlið að mætast til að byrja með Liverpool sótti af miklum kraft sérstaklega upp hægri kantinn þar sem Trent Alexander-Arnold var alltaf með nóg pláss enda var Neymar ekki mikið að sinna varnarvinnu og upp úr því kom fyrsta mark leiksins. Trent átti fyrirgjöf sem var aðeins of há fyrir Mané og fór boltinn yfir teiginn á Andy Robertson sem kom boltanum fyrir á nýjan leik beint á Daniel Sturridge sem skallaði boltann inn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í meistaradeildinni fyrir félagið aðeins fimm árum eftir að hann var keyptur.
Á 36. mínútu náði Wijnaldum að prjóna sig inn í teig Parísarmanna en var kominn í smá vesen með þrjá menn í kringum sig þegarJuan Bernat braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd og það er ekki að spyrja að því að James Milner skoraði úr spyrnunni þrátt fyrir að Areola færi í rétt horn.
Staðan var þá orðinn 2-0 og Liverpool með öll völd í leiknum þegar París náði að komast í sókn með fyrirgjöf frá vinstri Cavani reyndi að taka bakfallsspyrnu en náði ekki til boltans, boltinn hrökk af Robertson til Thomas Meunier sem skoraði í nærhornið. Hinsvegar var Cavani rangstæður þegar hann reynir við boltan og það hefði vel verið hægt að dæma rangstöðu þarna.
Rétt áður en flautað var til hálfleiks átti Trent fyrirgjöf á Sturridge sem reyndi að gefa hann utanfótar á Mané inni í teig en Mané náði ekki til boltans. Spurning hvort Sturridge hefði ekki mátt vera eigingjarnari þarna.
2-1 fyrir Liverpool í leikhléi
Seinni hálfleikur var undarlegur, það var ekki að sjá að París væri liðið sem væri undir. Þeir pressuðu lítið nema boltinn væri kominn töluvert inn á þeirra vallarhelming, héldu boltanum illa þegar þeir fengu hann á meðan Liverpool barðist um alla bolta og voru með öll völdin á vellinum. Eftir 58. mínútna leik átti Wijnaldum svo skot sem fór í varnarmann og barst þaðan til Sturridge sem fór í 50/50 bolta gegn Areola náði að tikka boltanum til Salah áður enn hann fór í Areola, Salah skoraði virðst allt vera í góðu áður en sprotadómarinn ákvað að dæma brot á Sturridge. Vafaatriði og alveg ljóst að menn verða ekki sammála um hvort þarna hafi verið réttur dómur.
Trent fékk enn að leika sér með mikið svæði og eftir klukkutíma leik fékk hann boltan á hægri vængnum með langa hlaupabraut náði góðri fyrirgjöf á Sturridge sem eiginlega hoppaði og hátt og þurfti að teygja sig niður á við til að skalla boltan og skallaði því í jörðina og beint í hendur Areola í markinu. Stuttu seinna var brotið á Salah fyrir utan teyg og Milner tók aukaspyrnuna þar sem hann vippaði boltanum inn á Trent sem reyndi að koma boltanum fyrir en það tókst ekki en skemmtileg útfærsla samt sem áður.
Þegar aðeins átta mínútu voru eftir og París var ekki búið að sýna neitt líf í langan tíma átti Salah lélega sendingu á eigin vallarhelmingi sem gerði Neymar keift að sækja á vörn Liverpool boltanum var potað undan löppunum á honum en því miður yfir á Kylian Mbappe sem jafnaði leikinn. Afleyt sending hjá Salah sem bjó til sóknina og því miður ekki hans fyrsta í leiknum.
Það var svo í uppbótartíma sem Liverpool fékk hornspyrnu sem Shaqiri tók sendi boltan utarlega í teigin þar sem Firmino skallaði boltan tilbaka og París náði honum en pressan var strax mætt til að vinna boltan aftur og Van Dijk kom boltanum yfir á Firmino sem hótaði skoti með vinstri en færði sig svo yfir á hægri og þræddi boltan í markið 3-2 mjög verðskuldað
Bestu menn Liverpool
Það voru margir sem áttu mjög góðan dag í dag. Bakverðirnir stóðu sig með mikilli prýði, miðjan var í eigu Liverpool og það var gaman að sjá Sturridge aftur á vellinum og enn betra að hann skoraði. Að mínu mati eru tveir menn sem gera mest tilkall og eru það James Milner og Gini Wijnaldum. Milner vann boltann gríðarlega oft til baka í pressunni og slökkti á Neymar snemma leiks með “Velkominn til Englands” tæklingu og Wijnaldum var einhverneigin alltaf þar sem hann þurfti að vera og því er Wijnaldum minn maður leiksins.
Vondur dagur
Liðið spilaði heilt yfir mjög vel en það olli mér smá vonbrigðum að Salah var ekki alveg í sama takti. Missti boltann alltof oft frá sér og var oft á tíðum með mjög slakar sendingar. Hinsvegar er hann alltaf hætta og dregur mikið til sín og gerði öðrum kleyft að eiga góðan dag
Umræðan
Við mættum einu besta liði Evrópu í kvöld og það var ekki að sjá. Liverpool átti leikinn en einstaklingsgæði Parísarmanna skiluðu þó tveimur mörkum og gerðu leikinn tæpan en umræðan í dag er aðeins liðsgæði Liverpool og hvað við eigum geggjað lið og bara hversu langt þetta lið getur farið?
FIRMINO!!!!!!!!
Frábær leikur og áhorfendur PSG eiga hrós skilið. Minn maður leiksins er Henderson. Mjög ánægður með hans framlag og staðfesting á að hann á mjög svo skilið að vera partur af þessu rosalega liði sem lætur önnur lið líta út fyrir að vera eiga sinn slakasta leik á tímabilinu.
Gleymum ekki hvað Salah gerði fyrir okkur á síðasta tímabili. Maður er kóngur!!!
Hversu stutt er síðan jöfnunarmark í seinni hluta leiks tók allan vind úr Liverpool liðinu … svo illa oft að það endaði jafnvel með tapi.
Nýir tímar, nyr standard… hvílík forréttindi að vera Poolari í dag og upplifa liðið og stemninguna í kringum allt sem það tekur sér fyrir hendur!!
YNWA
Ég trúi ekki mínum eigin augum hvað Bobby Firmino er með gott auga fyrir mörkum 🙂
Nú eru 2 af 3 fremstu komnir vel í gang. Þetta kemur, þetta kemur. Frábær sigur.
Vávává þvílíkur leikur, Milner Henderson og Winjaldum voru stórkostlegir á miðjunni.
Van Dijk og Joe Gomez voru góðir mest allan leikinn og bakverðirnir áttu virkilega góðan leik.
Vonbrigði kvöldsins var frammistaða Salah en hey við unnum Psg með Salah og Mane frekar slappa.
Frábær byrjun á meistaradeildinni þetta árið og núna eru 2 mjög erfiðir leikir búnir í þessu prógrammi og 2 sigrar og Liverpool búnir að vinna alla leikina á tímabilinu.
Þetta byrjar vel.
Rangstöðumark hjá PSG og eitt mark dæmt af okkur við skoruðum samt 3 á þá þetta er gott kvöld.
Lag kvöldsins!
https://www.youtube.com/watch?v=btPJPFnesV4
Bestu sigrarnir eru alltaf þeir sem vinnast í uppbótartíma.
Frábær sigur, hefði verið algjör þjófnaður ef PSG hefðu fengið eitthvað út úr þessari heimsókn á Anfield. Yfirburðir Liverpool vöru einfaldlega algjörir nánast allar 90 mínúturnar.
Klopp er að búa til heimsklassalið, það er alveg á hreinu.
Hvenær skildi Milner eiga off leik, eins og Salah í kvöld ? En frábær sigur liðsheildar, vantar aðeins betri nýtingu á færunum en leikmenn psg virkuðu latir í kvöld
Að sjá trúna og sigurviljann í þessu liði.
Líka sérlega ánægður með að Klopp kippti Salah útaf eftir þessi fáránlegu mistök og arfaslakan leik.
Klopp er kóngurinn
Vorum mikið betri 95% af leiknum, ekkert annað en þrjú stig sanngjarnt.
Tölum um liðið í dag. Þetta var þvílíkur liðs sigur. Ef einhver er í krummafót þá koma 10 í viðbót og bakka hann upp.
Geggjuð frammistaða á móti hörkuliði sem leit ekki sérstaklega vel út á löngum köflum.
Og það var okkar liði að þakka.
Takk fyrir enn eitt Evrópu Anfield kvöld í minningabankann.
YNWA
Alltaf fjör að horfa á Liverpool spila.
Við vorum einfaldlega betra lið í kvöld og vorum eiginlega klaufar að missa þetta í 2-2 því að við stjórnuðum leiknum mjög vel og þá sérstaklega síðarihálfleik.
Gestirnir eru búnir að vera í göngu boltanum í Frakkalandi og réðu illa við gauraganginn hjá okkar mönnum. Henderson, Millner og Winjaldum voru allir frábærir og áttu miðsvæðið í þessum leik og getur maður ekki gert upp á milli þeira í sambandi við maður leiksins.
Frábær sigur á liði sem setur stefnuna á að vinna meistaradeildina en ég er viss um að Klopp og félgar sjá því ekkert til fyrirstöðu afhverju þeir ættu að setja stefnuna eitthvað neðar í ár(bara keyra á þetta eins og á síðasta tímabili).
Ég held ég hafi aldrei séð jafn slakan leikmann spila á Anfield eins og Neymar var í kvöld. Hann gerði akkúrat ekki neitt í 85 mínútur, nennti engu og hann virkar á mig eins og krabbamein í þessu liði PSG, þar sem allir leggja sitt af mörkum nema hann. Náði örugglega ekki 5 km hlaupandi. Ég væri til í að sjá statistíkina hans. Að því sögðu þá átti hann auðvitað sinn þátt í jöfnunarmarki PSG en auðvitað áttum við sem fyrr að vera löngu búnir að slátra leiknum.
Það var algjör unun að horfa á Henderson og Milner tækla allt og alla, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samherjar þeirra þurftu að hafa sig alla við að forða sér og það tókst meira að segja ekki alltaf. Frábært að sjá Sturridge skora, mér fannst hann nokkuð snarpur á köflum og vonandi fáum við fleiri mörk frá honum á næstunni því við þurfum á þeim að halda.
Frábær sigur og start á Meistaradeildinni þetta árið, allt bendir til þess að við getum aftur farið langt í ár. Algjört kúdos á stuðningsmenn PSG, þeir voru ótrúlegir, syngjandi allan tímann.
Stórkostlegt alveg hreint! Hef núll komma núll áhyggjur af Salah. Hann dregur til sín og er alltaf vinnandi. Á meðan við vinnum þá er ekki hægt að kvarta yfir neinu, ekki einu sinni dansinum hans stödgý ???
Minn maður leiksins er Wijnaldum, frábær leikur hjá honum. Ef ég man rétt þá var hann farinn að spretta aftur áður en vítaspyrnan var dæmd #KloppEffect
Sá ekkert þennan Neimarr. En það var glæsilegur ungur maður í rauðri treyju þarna Alexander-Arnold stóð á henni.
Og Bobby. Bobby, Bobby, Bobby!!!
Og Hollendingurinn Fljúgjandi! Þegar annar af hafsentunum þínum er farinn að spila sem miðjumaður sem ætlar bara að fá stoðsendingu eða mark! Þá ertu að pakka andstæðingnum saman. PSG fínt lið samt. Og heppið að tapa ekki með 4 mörkum.
Allez, Allez– áfram…
Henderson og Milner magnaðir. Grjótharðir og hlaupa mest í liðinu.
Milner var gersamlega sturlaður í þessum leik!!!
Djöfull er gott að missa sig í fagnaðarlátum. Ohh! Takk Klopp fyrir undirskriftina um árið.
(Úff þessi Henderson getur ekki blautan)
Hversu oft hefur maður heyrt eitthvað svipað um fyrirliðann okkar ég vona að þeir sem gagnrýna hann sem mest japli á táfýlu sokkum núna, einfaldlega frábær leikmaður eins og allt liðið okkar.
Gleymdi í færslunni áðan að segja að markið hjá Firmino var algert augnakonfekt 🙂
Gini Wijnaldum er betri en Pogba PUNKTUR! DONT EVEN @ME
Þvílíkur leikur og lið. Áfram Liverpool.
Skýrslan er kominn inn
Jurgen Klopp er maður leiksins með fullkomið byrjunarlið og fullkomnar skiptingar, sem skiluðu sigri – Arnold ! Milner ! Winjaldum ! Mane ! Firmino !
Sæl og blessuð!
Þetta var stórbrotinn leikur. Skilvirknin er orðin aðdáunarverð, sigrar í sex leikjum í röð! Ennþá skortir mikið upp á að stoðirnar frá því í fyrra standi undir væntingum og kröfuharðra aðdáenda.
Salah og Mané voru mistækir. Enginn tekur af þeim eljuna og viljann, og sá fyrrnefndi – sem var sístur leikmanna Liverpool í kvöld – gerði mikið í að draga til sín andstæðinga. Hann fær auðvitað ekkert svigrúm, sem ætti að skapa möguleika fyrir hina. En báðir voru þeir óhittnir, ákvarðanir ekki góðar- hefði t.a.m. viljað sjá Salah taka af skarið oftar og skjóta en hann valdi að gefa. Mané er ólíkindatól og verður svakalegur ef tekst að virkja þessa orku rétt.
Aðrir leikmenn voru svakalegir og það fór ekki á milli mála að parísardrengir voru búnir á því þegar líða tók á leikinn. Milner, Gini og Hendó, alveg brilljant! Vörnin stóð sig með miklum sóma og Sturridge kallaði fram tár á hvarmi er hann skoraði!
Takk fyrir mig og maður bíður bara í ofvæni eftir að maskínan fari að ganga á öllum strokkum!
Milner maður leiksins er það að koma eitthverjum á óvart að stoðsendinga kóngur CL sé að brillera enn eina ferðina ekki mér allavega.
Miðjan flott í kvöld og maður á engin orð yfir James Milner. Gini mjög góður líka og gaman að sjá Arnold sækja upp þeim megin sem Neymar var ekki að hjálpa til. Væri gaman ef Salah færi að detta í gírinn.
Þetta Liverpool lið hefur karakter. Að sjá hvernig þeir komu til baka var unun að sjá. Gáfust aldrei upp. Nú sá maður hvað það hafði mikið að segja að fá inn leikmenn með gæði af bekknum. Frábært að sjá hvernig hugarfar Shaqiri hafði. Dreif menn áfram og vildi stöðugt fá boltan. Milner maður leiksins . Þvílíkur leikmaður. Hvernig hann vann boltan á lokamínútunum sem var upphafið að markinu var með ólíkindum á 93 mín. Wiljaldum einnig frábær ! Þvílíkur vinnuhestur. Liverpool spilaði frábæran fótbolta í kvöld. Ég stofna glaður og sæll. Takk fyrir mig.
Sælir félagar
Sturlaður leikur og sanngjörn úrslit. Ég hefi ekki áhyggjur af Liverpool í meistaradeildinni og tel að við eigum að leggja lítið í deildabikarinn. Einbeita okkur að Deildinni, Meistaradeildinni og FA bikarnum í þessari áhersluröð. Salah átti off leik en hann á innistæðu fyrir því. Hann dró líka til sína og gaf öðrum pláss. Samt hefði mátt skipta honum útaf korter- tíu mínútum fyrr. hann var svo niðurdreginn að ég fann til með honum. Hans tími og leikir munu koma.
Milner, Gini, Robertson, Arnold,Gomes og Hendo voru frábærir og aðrir leikmenn á ríflega góðu pari. Firmino er minn uppáhalds leikmaður í þessu liði og sýndi gjörla hvers vegna. Hvernig fara leikar þegar allt liðið nær að spila af fullri getu. Það verður svakalegt. Staðan hlýtur að vera þannig að öll lið hafa miklar áhyggjur af því að mæta Liverpool nú um stundir. Enda full ástæða til því þrátt fyrir góðar frammistöður á li’ðið mikið inni.
Það er nú þannig
YNWA
Frábær endir á frábærum leik. Erfitt að taka einhvern einn út. Tæklingin hjá Milner á Neymar var ótrúleg og þessi Firminho er ótrúlegur og sýnir okkur hvað bekkurinn er orðinn sterkur.Að eiga svona drápsvél þegar lítið eftir er eitthvað sem við Poolarar höfum ekki átt í mörg ár þökk sé okkar frábæra stjóra.
#7 vissi ekki að Milner hafði verið söngvarinn í þessari hljómsveit hér áður. Annars góður leikur fyrir mér var Shala á pari við Leikmenn PSG en aðrir í liðinu okkar voru miklu betri.
Þar til næst YNWA.
Ég verð að viðurkenna að það hefur verið lenska hjá mér síðustu ár að þegar að Liverpool missir niður forystu eða lendir undir í lok leikja þá get ég ekki lengur horft á leikinn og slekk á sjónvarpinu og reyni að fara að gera eitthvað annað en er samt alltaf að kíkja á netið og tékka á stöðuni……. Þegar að PSG jafnaði í kvöld þá gerði ég það sem ég geri svo oft… slökkti á sjónvarpinu stóð upp bölvandi og ragnandi….. en svo var eins og eitthvað laust niður í hausin á mér og ég áttaði mig á því að þetta Liverpool lið sem ég var að horfa á var ekki að fara að klúðra þessum leik. Ég settist þvi aftur niður, kveikti á sjónvarpinu og fór að horfa. Og ég trúði því svo að Liverpool gæti þetta að það kom mér ekki neitt á óvart þegar að Firmino skoraði…..það var bara einhvern vegin staðfesting á því sem ég vissi að myndi gerast…..
Klopp var svo með þetta er hann sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hann tók við klúbbnum. “We must turn from doubters to belivers” ….. Mér fannst ég meðtaka þetta alveg er ég heyrði hann segja þetta en í kvöld öðlaðist þessi setning dýpri merkingu í mínum huga.
Mér finnst það hreinlega hlálegt að Liverpool skuli hafa verið í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í meistaradeildinni. Liðið spilaði til úrslita í þessari keppni fyrir ári síðan og tryggði sér meistaradeildarsæti í sterkustu deild í heimi. Það fer enginn að segja mér að eitt einasta lið sem spili á móti okkur líti ekki á okkur sem er allavega á pari við PSG eða jafnvel sterkara.
Í það minnsta var Liverpool miklu betra í þessum leik og þó PSG jafnaði var með öllu ljóst að Liverpool var miklu betri aðilinn á vellinum. Sigurinn var mjög verðskuldaður þó markið hafi komið í uppbótartíma.
#36
Jess, það vill enginn mæta þessu Liverpool liði, svo einfalt er það.
Liverpool, Schalke, Lyon, Monaco, Ajax, CSKA Moskva, PSV Eindhoven, Valencia.
Enginn stjóri liða úr styrkleikaflokkum 1 eða 2 hefði viljað fá Liverpool í sinn riðil. Okkur á að vera algjörlega sama um hvað þeim finnst, né höfum við ástæðu til að óttast mótherjana.
Þetta lið okkar er svo geggjað!
Já, varðandi það að LFC sé í þriðja styrkleikaflokki er bara grín. Ef styrkleikabreytingarnar gerast svona mikið eftir á þá er nú ekki mikið vit í þeim í sjálfu sér. Ekki það að ég viti en trúlega er farið eftir einhverju meðaltali undanfarinna ára þannig að við verðum trúlega í fyrsta styrkleikanum á næsta ári, ef við höldum áfram þessari geðveiki!
Þvílík hamingja Miller minn maður leiksins svakalegur.
Ég stend við það að Sturridge mun raða inn mörkunum ef Klopp finnur áfram not fyrir hann (2 mörk komin, 15 á leiðinni) og setur örugglega met í fjölda marka miðað við mínútufjölda. Mér finnst hann oft talaður niður en held að flestir leikmenn með þessa meiðslsögu væru að spila í neðri deildum en ekki að skora í Meistaradeildinni (Ég dreg þetta svo til baka þegar (nei ef) hann meiðist illa í næstu viku)
https://www.skysports.com/football/news/11095/11501982/thomas-tuchel-liverpool-win-over-psg-was-8216not-logical-or-correct8217
Var að að lesa viðtalið við stjorann hjá PSG sem di stefano í athugasemdinni hérna fyrir ofan setti inn og ég bara spyr var Tuchel ekki að horfa á sama leik og ég eða ?
Okkar menn gersamlega drulluðu yfir þetta grutlelega PSG lið i raun og veru frá 1 mínútu og til þeirrar síðustu. Það var í raun bara eitt lið inná vellinum.
Annars bara frábær sigur og setur okkur strax í frábæra stöðu um að fara uppúr riðlinum og gefur okkur góðan sens á að vinna þennan riðil því ef við ætlum að vinna hann var ljóst að við þyrftum að vinna PSG allavega einu sinni og erum strax búnir að því. Það er alltaf betra að vinna riðillinn heldur en að enda í öðru sæti þá aðallega vegna þess að þá fáum við seinni leikinn heima í 16 liða úrslitum og einnig góðan möguleika á að fá lakari andstæðing þó að það geti alveg gerst að menn verði óheppnir og fái mjög sterkan andstæðing.
Annars frábær byrjun á þessu tímabili og frábært að vera búnir að vinna strax þessa fyrstu 2 leiki í þessari erfiðu törn sem nú er í gangi. Ef okkar menn komast mjög vel utur næstu 4 til 5 leikjum og tapa helst engum eða alls ekki fleiri en einum í þessu programmi þá fyrst fer maður að trúa þvi alla leið að okkar menn ætli sér eitthvað mjög stórt í vetur.
Allavega hefur aldrei verið skemmtilegra að vera Liverpool maður en þessa dagana og maður getur bara ekki beðið eftir næst á leik sem er gegn Southampton um helgina..
Það hefði munað rosalega um að hafa Emre Can í gær……. einmitt!!! hahaha Elska Klopp
It´s Milner time.
Það sem þetta LIÐ er að gefa mér mikla gleði og er að kenna manni að með gott fólk í kringum sig getur maður farið í gegnum erfiða tíma og sigrað , sama hverju er hent í mann ?
Finnst allt í kringum Liðið jákvætt og sjá Klopp grínast í þeim sem vinna í kringum Liðið hvort sem það er þeir sem skúra , elda matinn eða eitthvað annað, er svo magnað ..
Áfram Liverpool og áfram við öll
Frábær leikur, 3 stig og ég miklu meira en sáttur
#16
Svavar, þetta toppar þó seint dansinn hjá David Brent!
Gersamlega frábær leikur og úrslitin endurspegla á engan hátt þá yfirburði sem okkar menn sýndu á vellinum í gær.
Liðið er komið í einhvern mega-úrvals-klassa þar sem menn hætta ekki, gefast ekki upp og klára þetta síðan bara uppbótartíma ef þörf er á. Breiddin á bekknum er síðan efni í aðra umræðu en maður lifandi hvað það er gaman að sjá liðið okkar um þessar mundir!
#YNWA
Fekir med neglu a moti City rett i thessu. 0-2. Faranlega vel gert
Hvaða minecraft bull er i gangi hérna á siðunni ?
Erum að reyna laga þetta fjandans spam (t.d. minecraft) á síðunni.