Byrjunarliðið gegn Southampton

Það er komið að því. Leikur nr. 6 í deildinni, og við fáum Southampton í heimsókn. Eins og búast mátti við er Sturridge ekki að fara að byrja 2 leiki á 4 dögum, og því kemur Firmino inn í liðið í hans stað. Tvær aðrar breytingar: Matip kemur inn fyrir Gomez, og Shaqiri byrjar sinn fyrsta leik á kostnað Milner sem sest á bekkinn. Liðið lítur annars svona út:

Alisson

TAA – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Shaqiri

Salah – Firmino – Mané

Bekkur:Mignolet, Moreno, Gomez, Keita, Fabinho, Milner og Sturridge

Southampton mæta með Shane Long einan uppi á topp, og virðast vera í e.k. 3-5-1-1 uppstillingu.

Þessi leikur gefur 3 stig eins og allir hinir, og því mikilvægt að okkar menn mæti dýrvitlausir til leiks.

KOMA SVO!

34 Comments

  1. Maður treystir einfaldlega Klopp.
    Maður finnst það samt skrítið að gera breyttingar á varnarlínu sem hefur verið frábær á tímabilinu og ég tala nú ekki um að það er deildarbikarleikur eftir 4 daga sem ég hélt að leikmenn sem voru nálagt liðinu myndu fá að spila.

    Millner út fyrir Shaqiri hefur áhri á vinnsluna á miðjuni en maður reiknar með að Southampton liggja til baka og er líklegra að djöflagangur á miðsvæðinu verður ekki of mikið og að Shaqiri er líklegri til að opna varnarmúr en Millner

  2. Tvennt athyglisvert að mínu sófa sérfræðings mati.
    Matip inn fyrir Gomez á móti Long.
    Fabinho og Keita úti og Shaqiri inn.

    Spennandi

  3. Þessi leikur gefur 3 stig eins og hinir og verður að vinnast til að halda okkur á toppnum

  4. Einhver með stream á leikinn? Bý í UK og Sky sýnir ekki leikinn.
    Reddit/soccerstreams hefur verið lokað

  5. Mistök hjá mér, innsláttarvilla. Soccerstreams er enn uppi 😛
    False alarm

  6. #8 ég held það sé best fyrir okkur að fara út bara ..ég rata allavega.

  7. Eitt það mest spennandi við liðið í ár er að við GETUM skipt mönnum út. Ég t.d. hefði alveg verið sáttur við að uber-menshcið hann Mane (sennilega einn besti maður liðsins í ár) hefði hvílt í þessu leik. Það er langt eftir og margar keppnir og því getur það skipt sköpum að menn fái pásu af og til.

  8. Stórskrítin leikur.

    Við erum 3-0 yfir án þess að vera spila frábærlega. Southampton hafa nefnilega náð að opna okkur nokkrum sinnum illa á könntunum og náð að spila sig í gegnum okkur án þess að nýta sér það(önnur lið hafa ekki verið að opna okkur svona).
    Samt erum við alltaf stórhættulegir og sjálfsmark, hornspyrna og aukaspyrna hjálpuðu okkur að skora.

    Vona að við verðum aðeins þéttari í síðarihálfleik og höldum samt áfram að sækja.

    P.s Frábært að sjá Salah skora og held ég að þetta gæti komið honum meira í gang.

  9. PÚFF…

    Þetta lið okkar.

    Mín tilfinning er sú að við erum með allavega fjóra leikmenn þarna inni sem geta klárað leikinn á jafnauðveldlega og fá sér kornfleks á morgnana, klettsterka vörn og aragrúa af vinnuhestum sem vinna á við tvo fullfæra atvinnumenn.

    Shaqiri er að koma rosalega vel út á miðjunni, vörnin hefur verið gríðarlega sterk og sóknin hefur verið að skapa sér mjög mikið af tækifærum.

    Það er frábært að Liverpool sé kominn með hóp sem er svo ógnarsterkur að það er stórvandamál að finna út byrjunarliðið og getað síðan skipt lykilmönnum í lok leiks til að spara orkuna út tímabilið.

    En núna er að halda þetta út.

    MIkið var gaman að sjá mark koma úr aukaspyrnunni. Bæði vegna þess að Salah skoraið og líka vegna þess að mér hefur fundist ógn detta niður úr aukaspyrnum eftir að Coutinho fór. Shaqiri virðist ekki vera neinn eftirbátur í þeim efnum og er það vel.

  10. Fyrri hálfleikur frekar þægilegur og Liverpool miklu betra lið. Nú er bara að vona að við náum 3 mörkum í seinni líka 🙂 Smá græðgi !

  11. Þetta er bara æfingaleikur sínist manni. Áfram Liverpool.

  12. Það má segja að Shaqiri hafi átt tvær stoðsendingar en hann fær sjálfsagt hvoruga skráða.

  13. Shaq skipt útaf af mannúðarsjónarmiðum.
    Engin þörf á að niðurlægja Southampton.

  14. Skemmtilegar þessar nálaraugaþræðingar sem Firmino og Salah hafa verið að reyna.

  15. 3 stig og clean sheet í þessum leik verður ekki betra en vona að Shaq og VVD séu í lagi það er það eina sem skiptir máli núna.

  16. Þessi leikur var bara nokkuð góður af okkar hálfu, 3 örugg stig í hús. Enn eigum við eftir að sjá magic mörk, þar sem framherjum okkar tekst að framkvæma hið ómögulega, en þeir vilja, alveg auðséð. Djö. er ég ánægður með liðið okkar kæru félagar. Ég spyr mig, er þetta besta Liverpool lið ever, ekki frá því.

    YNWA

Upphitun: Southampton mætir á Anfield

Liverpool 3 – 0 Southampton