Þá er komið að leik nr. 2 hjá kvennaliðinu í deildinni, og liðið heimsækir Brighton & Hove Albion núna kl. 12:30. Það verður Vicky Jepson sem stýrir liðinu ein í dag, þar sem Chris Kirkland er víst upptekinn í einhverjum góðgerðaratburði sem var ákveðinn fyrir löngu. Það er búið að auglýsa eftir nýjum stjóra, og var það gert á LinkedIn (af öllum stöðum).
Leikurinn hefst kl. 11:15 að íslenskum tíma. Vicky stillir liðinu svona upp:
S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe
C.Murray – Coombs – Rodgers
Charles – Linnett – Clarke
Bekkur: Kitching, Sweetman-Kirk, Babajide, Daniels
Semsagt: ein breyting frá leiknum við Durham: Linnett kemur inn í framlínuna í stað Babajide.
Við uppfærum svo færsluna með úrslitum eftir leik.
Leik lokið með sigri Liverpool, 0-1, Babajide með markið á 85. mínútu. Vicky Jepson er því með 100% árangur sem knattspyrnustjóri, geri aðrir betur! Liðið er því með 3 stig eftir 2 leiki, og er í 6. sæti af 11 félögum.
Liverpool vann 0-1 er komin í 6 sæti.
Frábætt og áfram gakk með Vicky í fararbroddi
Glæsilegt! Áfram LFC á öllum vígstöðvum
Chelsea komst yfir LFC á markatölu eftir 0-0 jafntefli í dag við kvennalið Gylfa og félaga
Sælir félagar
Gott hjá stelpunum og liði virðist vera að hjarna við eftir mikla blóðtöku í sumar. Vonandin verður framhald á.
Það er nú þannig
YNWA