Sigur í gær og fimmtudagsslúður.

Liverpool vann Luzern í gær 2-1 í sínum öðrum æfingaleik þar sem Daniel Pacheco kom gríðarlega á óvart með góðum leik. Lucas og Voronin skoruðu mörk Liverpool en þeir sem spiluðu voru:
(4-4-2): Cavalieri; Degen (Darby 45), Agger (Hyypia 46), Carragher (Skrtel 45), Insua; Benayoun (Babel 45), Plessis (Spearing 63), Lucas, Leto (Aurelio 55); Pacheco (Mascherano 78), Voronin (Kuyt 81). Ónotaðir varamenn: Hansen, Dossena, Gerrard.

Rafa var ánægður með að sjá Leto spila aftur fyrir Liverpool en vandamál með atvinnuleyfi komu í veg fyrir framgang hans á síðasta tímabili.

“Leto is a good player and he showed tonight the quality that he has. He has had some problems with his work permit but hopefully that will be okay because has a lot of quality. We are waiting to hear when that permit will come through and we should find that out in the next 10 days.”

Hann upplýsti einnig að ástæða þess að Dossena spilaði ekki var að hann hefur ekki fengið alþjóðlega leikheimild.

Daniel Pacheco þessi kom frá Barcelona og er 17 ára Spánverji og þykir gríðarlegt efni. Menn gera því skóna að hann fái einhverja leiki með aðalliðinu á þessu tímabili en væntanlega er ólíklegt að búast við honum fyrr en eftir í 1-2 ár. Ætli Pacheco og Nemeth verði að berjast um sæti við hlið Torres eftir 2-4 ár?

Nokkrir vefmiðlar gera því skóna að áhugi Liverpool á Gareth Barry hafi minnkað þar sem Villa ætli ekki að lækka verðmiðann á drengnum og sé Rafa byrjaður að skoða aðra kosti. Einn af þeim leikmönnum sem hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool er Robbie Keane. Ég tel reyndar afar ólíklegt að Tottenham muni selja bæði Keane og Berbatov en fréttir hafa borist þess efnis að Man U sé búið að bjóða í Búlgarann snjalla. Ég tek fagnandi á móti Keane en líkt og með Barry þá er þetta langt frá því að vera sjálfgefið.

Eins og áður hefur komið fram er öruggt að Scott Carson er á leið frá Liverpool og í raun bara spurning hvar hann endar. Hann hefur lækkað mikið í verði og áliti frá því fyrir ári síðan en líklega hefur hann verið ofmetinn bæði verðið og getan. Villa ákvað að kaupa hann ekki og eina liðið sem hefur boðið í hann eru nýliðarnir Stoke City. Núna berast fréttir af því að Blackburn sé í viðbragsstöðu þar sem þeir hafa samþykkt kauptilboð í Brad Friedel frá Aston Villa. Mér er í raun slétt sama hvar drengurinn endar svo framanlega við fáum 4+ milljónir punda fyrir hann.

50 Comments

  1. Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér þetta með atvinnuleyfin og alþjóðlega leikheimild? Er þetta ekki bara fjárans klúður?? Skrýtið allavega!

  2. Það væri óskandi ef þessi Leto er búinn að aðlagast svolítið meira heldur en þegar maður sá hann síðast spila. Það var allavega ekki efnilegt. Strákur sem kom með þó nokkrar væntingar og því væri gaman ef hann actually gæti einhvað.

  3. Rafa segist bæta við 2 til viðbótar. Ef það eru Keane og Barry (sem eru fínir fírar) þá þýðir það að við erum ekki að fá neinn vængmann. Allir eru þó sammála um að við þurfum amk einn klassa vængmann. Hef smá áhyggjur af þessu…

  4. Sagði Rafa ekki að hann væri nálægt því að klára 2 díla til viðbótar, sagði hann einhvern tímann að hann ætlaði ekki að bæta meiru en það við liðið?

  5. hvað er málið með að rafa sjái ekki að það vanti vængmann ?? væntanlega veit hann það … en afhverju er ekki lagt meira í það ? held grínlaust að það sé mikið mikilvægara að ná 2 góðum vængmönnum en góðum sóknarmanni, spá mín er allavega sú að án vængmanna þá verði þetta tímabil enn ein vonbrigðin.

  6. hvað heitir gæjinn sem kom frá real madrid sem átti að vera næsti messi?:O

  7. “http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/alfredobrunablanco/”

    Það er hann Gerardo Alfredo Bruna Blanco

  8. það þýðir samt ekki að hengja sig á þessa ungu “næstu” eitthvað.. það eru 90% af þeim sem verða ekki neitt.. en ég fíla samt metnaðin hjá lpool í þessu unglingastarfi seinustu misserin, nú á samt að vera kominn tími á að 1-2 leikmenn fari að skila sér almennilega upp (þá meina ég fabregast, messi upp) með því þá þyrftum við ekki alltaf að leggja í það að kaupa 3-5 leikmenn á hverju ári… en hvað rafa er duglegur að fá unga menn til lpool er frábært.

  9. þettað með vængmenn,er ekki Pennant orðin góður af meiðslum sem voru að hrjá hann og svo er Kuyt þræl góður þarna líka ,en vinstri kanturinn er það sem vantar. Babbel frammi með Torres og fá vinstri kantara málið dautt

  10. það vantar bæði hægri og vinstri kant í þetta lið. pennant er miðjuliðs gæða leikmaður á englandi

  11. Þetta er ekkert alltaf spurning um að ekta kanntmenn séu keyptir, sjáið t.d bara Arsenal, þeir spila nú mjög árangursríkan fótbolta án alvöru kanntmanna – sama má segja um Utd, því að Giggs spilaði lítið í fyrra og Ronaldo var langt langt frá því að vera kanntmaður.

    Það er bara einfaldlega gott flæði í þessum tveimur liðum, góð hreyfing án bolta og fljótir og/eða frábærir leikmenn sem bera sóknarleikinn.

    Það er langt frá því að eh galdralausn fyrir Liverpool sé að kaupa einhvern leikmann sem er titlaður sem kanntmaður og hangir við hliðarlínuna heilu leikina. Það sem okkur vantar er match winner, mér er alveg sama hvar hann spilar eða er titlaður, hvað hann heitir og hvað þá hvaðan hann kemur. Okkur vantar fleiri leikmenn sem geta borið boltan upp og skilað honum frá sér ….. búið til eitthvað en ekki vera spítukallar og eins og bílskúrsveggur í móttöku.
    Ef mönnum líður eitthvað betur að þeir séu kallaðir kanntmenn, þá flott – en þeir þurfa að hafa þessi gæði í leik sínum og þann hæfileika að vera “do-er” ekki áhorfandi…

  12. þótt þeir hafi ekki verið með hreinræktaða kantmenn þá voru þeir t.d með hleb sem er brilliant sendingamaður og örvfættur, getur sótt til hliða og tekið krossa, þeir spila einfaldlega öðruvísi bolta en lpool mikið meira sóknarflæði. í boltanum sem lpool spilar í dag þarf teknískan kantara (forward) þetta hefur verið sagt í rúm 2 tímabil, verið að orða okkur við quaresma og simao, frægir lpool menn hafa komið fram og talað um þetta, það er ekki að ástæðulausu.. held að ég hafi séð torres fá kannski 10 fyrirgjafir í vetur og þaraf skoraði hann held ég úr 4-5 með skalla .. þarf að fara betur yfir þetta ? enda með ógninni af alvöru kantmönnum þá opnast miðjan betur, lið geta einfaldlega pakkað á miðjuna í dag og leyft þessum kantmönnum sem við erum með að sækja þarsem þeir eru ekki næginlega góðir, ronaldo týpu sem getur sprengt upp leiki sem eru að stefna í jafntefli sem er það sem kostar okkur alltaf það að vera ekki að berjast um titilinn.. mín skoðun á þessu

  13. og við erum með slatta af mönnum sem geta borið boltan upp og sent hann 80 % marka torres í vetur voru þannig, við höfum alonso, gerrard sem eru báðir akkurat þessi leikmaður.

  14. Þess má geta að Elisha Scott sem er afar áreiðanlegur á ynwa spjallinu segir að allt sé frágengið með kaupin á Keane. Keane á einungis eftir að fara í læknisskoðun. Þessi gæji er víst mjög mjög mjög áreiðanlegur þannig að ég vona það besta.

  15. SWEEEEEET! þ.e. ef þetta reynist rétt. alltaf veirð svag fyrir Keane.

  16. Höddi Kuyt hefur verið að vaxa á h- kanti ,því ekki að nota hann þar og Pennant sem að ég held að eigi eftir að ná sér á strik. Hvernig var Ronaldo 1 árið hjá M U ,solaði á sjálfan sig og klippti sig niður, Kuyt á bara eftir að verða betri og betri þarna á kantinum, þess vegna er Rafa ekki að hugsa um kanta

  17. kuyt er ekki næginlega hraður né teknískur til að vera 1 option á hægri kanti en hann getur hinsvegar leyst bæði hægri kant og vinstri sem back up, sem og að hann getur leyst sóknarstöðuna líka, frábær squad player, en ekki 1 option á kanti að mínu mati

  18. Einsi kaldi: það að líkja saman knattspyrnulegri getu (ekki vinnugetu) Dirk Kuyt og Ronaldo er svipað og að líkja saman 92′ Nissan Sunny og Mercedes SLR McLaren.

  19. er þá Ronaldo á fyrsta árinu eins og ’92 sunnyinn? Lookar vel eftir að búið er að vaxa og bóna hann en fer aldrei í gang?

  20. Eg var ekki að líkja þeim saman, bara að benda á það, að Ronaldo varð betri og betri, og það getur Kuyt líka. Svo hélt ég Höddi, að Kuyt væri frekar hraður,en sitt sýnist hverjun.En allavegana vantar öruglega vinstri kantara,við hljótum að vera sammála þar.Annars kemur þettað út hjá þér Höddi, að menn hér séu sáttir við miðlungs leikmenn. skondið að þú sért einn um það, þettað kallar maður að sjá ekki skógin fyrir trjám

  21. Gerrard er frábær í að koma af miðjunni og hlaupa í eyður á miðri vörn andstæðinganna, hann væri mikið betri í þessu ef við hefðum kantmenn sem teygðu almennilega á vörn andstæðinganna svo að Gerrard, Torres og fleiri hefðu meira pláss til að gera áras á miðja vörnina.

    Þegar þú horfir á Arsenal leiki þá eru bakverðir andstæðinganna oftar en ekki við hornfánana og því fámennara á vítateig, hjá Liverpool eru bakverðirnir hugsanlega á horninu á markteignum og Torres þarf að spóla fram úr tveimur til þreumur í stað eins.

    Keane er velkominn en ég vill sjá pjúra kantmann, helst tvo.

  22. kuyt er EKKI hraður leikmaður, það er það sem honum vantar einna mest í sinn leik, vinnusamur og fljótur er ekki sami hluturinn, og jú það er of mikið af miðlungsleikmönnum í þessum klúbb miðað við STÆRSTA klúbb englands.. og menn eru búnir að upphefja leikmenn sem eiga ekki heima þarna of lengi að mínu mati, sbr pennant, riise,kewell (reyndar spiluðu meiðsli þar mikið inní) mín krafa er sú að í þessum risa klúbbi eigi heimsklassa menn að vera í öllum byrjunarliðsstöðum. það eru 7-8 menn í liverpool klassa þar í dag, 2 sem eru ásættanlegir..

  23. það er búið að kaupa snilldar menn í margar stöður hjá þessu liði, en aldrei snilldarkantara, ekki höfum við unnið titilinn. gæti verið að kantmenn séu lokapúslið sem vantar ? ég tel það …

  24. Höddi það getur vel verið að okkur vanti kantara sem eru á sama level og Gerrard, Torres, Reina Carr. Hyypia,og s.v.o .f, en ég held að Rafa ætli að nota ,Pennant, Kuyt og Babbel á köntunum sem er kanski ekki svo slæmt

  25. alveg sammála Sfinni, þetta er farið að hljóma eins og rispuð plata kannski eins og rispuð mercedez club plata þó að það sé ekki mikill munur hvort hún sé rispuð eða ekki hljómar jafn illa.. hvað er að eiginlega gerast á bakvið tjöldin hjá þessum blessaða klúbbi okkar???

  26. pennant kuyt, babel… finnst ég hafa heyrt þetta á seinasta seasoni!!, pennant er ekki nógu góður fyrir lpool- villa, blackburn kantari í besta falli, kuyt er ekki nógu fljótur eða teknískur að vera þarna fastur, babel jújú fínn í afleysingar á kanti, en er ekki jafnfættur og hefur ekki kross gæðin sem vantar af kanti EF það á að nota hann sem kantara þá frekar á hægri heldur en vinstri .. segi enn og aftur, það hafa verið signaðir góðir menn í flestar stöður NEMA kantana.. hvernig væri nú að hlusta á þá sem segja það og taka séns á því að spreða smá í gæða kantmenn ? staðan getur ekki versnað frá því að hafa ekki unnið titilinn í 18 ár !!!

  27. Það vantar eldfljóta menn sem geta tekið menn á og deliverað inní boxið…Pennant getur það á móti lakari liðum…Kuyt getur það aldrei…þ.e. tekið menn á, en hann er vinnusamur og frábær sem slíkur og gerir margt fyrir liðið, ég vil alls ekki missa hann. Okkar vantar quality flair til að sprengja upp varnir og servera Torres. Punktur.

  28. sammála seinasta ræðumanni.. klappklapp.. nema það að pennant er ekki endilega góður á móti lélegum liðum.. hann á bara 1 góðan leik og svo 8-9 lélega.. eða nokkra sæmilega í röð án þess þó að skara framúr kuyt væri fínn sem kantari í 4-3-3 kerfinu en aaaaldrei 4-4-2

  29. Robbie Keane? ROBBIE KEANE?!? What the fuck?? Hvað næst, Tryggvi Guðmundsson? Eða kannski Gummi Ben?!? Meðalmennska og ekkert annað! Á meðan við gætum verið að signa Aron Lennon, Shaun Wright Phillips, James Milner eða Stewart Downing! Þar eru alvöru talentar á ferð!

    Ég skal segja ykkur það að ég vinn allt í FM!!

    Peace out

  30. STEWART DOWNING ????? ERTU Á DÓPI !!!! ofmetinn meðalmennskuleikmaður dauðans, hann er ekki einusinni í byrjunarliði landsliðs sem á ekki vinstri kantmann !!!!! jesús kristur phillips er dauður eftir bekkjarsetu hjá chel$kí milner er stórt spurningarmerki, lennon er prímadonna.. reyndar er ég sammála þér varðandi það að þetta eru allt kantmenn, en komdu með annað en enska kantmenn því þeir eru krapp

  31. Segir að Robbie Keane sé meðalmaður, og nefnir síðan JAmes Milner og kórónar sjálfan sig me Stewart Downing. Konungi miðlungs leikmanna á Englandi.
    Ég segi að það besta sem gæti komið fyrir Liverpool er Robbie Keane (ískalt mat). Hann er maðurinn sem mér finnst vanta í þetta lið og hefur vantað lengi. Mér er sama þó hann komi fyrir 20 mills því það er mun minni áhætta sem fylgir því að kaupa hann heldur en að spandera 12-17 í óvissu með kaupum á t.d. Quresma. Nú er enginn Crouch þannig að ég er eggert stressaður yfir köntunum. Bara nógu mikið flair og vision með Torres og við erum golden. Alltaf verið hrifinn af Robbie Keane.

  32. Robbie Keane, Robbie Fowler, kannski eh tenging þar á milli?
    Hver veit???

  33. Vá, Silly Season er greinilega komið á fullt flug… 🙂

    Eru allir hérna inni að spila CM og FM á sterum eða?!

  34. Benitez hefur sagt um báða nýju bakverðina að þeir séu sóknarsinnaðir og geti farið hátt á völlinn. Ég held hann sé ekki að leita að kantmönnum, heldur eiga bakverðir að halda víddinni, líkt og Evra hjá United og bakverðir Arsenal. Sérhæfðir kantmenn eru einfaldlega sárafáir í boltanum í dag.

  35. Eru menn að hlusta á plötur ,eru ekki diskar málið í dag? Annars ,risinn vildi ekki samning því að hann vill spila meira en hann gerði síðast, sem segir að hann átti að spila þegar að Torres var ekki með og að koma inná 70 min.Hver vill koma sem er til í að vera á bekknum,,,, engin, nema að hann geti spilað fleiri stöður en Risinn. Keane getur spilað kant , miðju og frammi. Svo að spá mín er sú að Keane verði V-kantur ásamt að vera frammi eða úti um allt, Kuyt verður H kantur ásamt Pennant ,og Babbel verður svo frammi með Torres ,og að lokum ef Liverpool er meðalmenskulið ,hvers vegna hafa þeir verið í 3-4 sæti í úrvalsdeild og verið að spila til úrslita 2 svar á 3 síðastliðnum ár í meistaradeildini,og unnið hana 1 sinni,er þettað meðalmenskulið?

  36. lpool hefur verið að sætta sig við meðalmennskumenn seinustu ár, og já ég sætti mig ekki við að þetta lið sem er ennþá stærsta lið englands sé ár eftir ár að ná 3-4 sæti, kannski er þetta afrakstur þess að klúbburinn hefur verið illa rekinn lengi að mönnum finnst nóg að ná 4 sæti í deildinni punktur, lpool er að sjálfsögðu ekki meðalmennskulið heldur eitt af 4 bestu á englandi og eitt það besta í heiminum, en samt þaf að fara að koma hugarfarsbreyting bæði hjá stuðningsmönnum og klúbbnum. of lengi höfum við sætt okkur við leikmenn undir lpool gæðum og bakkað upp stjóra eftir stjóra of lengi, þetta er einfaldlega seinasta tímabil sem rafa á að fá til að koma með almennilegt challenge á titilinn, ég er ekki að krefjast þess að vinna hann, bara gott challenge til loka tímabils… annars út og næsti inn.. og já í guuuðs bænum að henda þessum rick parry til tælands eða eik þannig, hann er stóór partur í lægð klúbbsins í fleirifleiri ár.

  37. Held að Robbie Keane væru mjög góð kaup fyrir okkur. Hann er akkúrat þessi týpa sem okkur vantar. Seigur leikmaður sem ég held að myndi nýtast okkur vel. Annars skilur maður ekki af hverju Liverpool reyndi ekki einu sinni við Ronaldinho. Milan er að kaupa hann á einhverjar 15 millj. punda, sem manni finnst gjafverð fyrir þennan leikmann. Hefði vel viljað sjá Liv’pool reyna a.m.k. við hann. Það hefði sýnt smá metnað.

  38. Ég verð að segja að ég er MJÖG spenntur fyrir Robbie Keane, hann er frábær leikmaður – og ég held að þeir sem segja annað hafi ekki séð nægilega mikið með honum síðustu 2 árin.
    Því hann hefur verið yfirburðarmaður í þessu liði, og ekki skemmir fyrir að hann er mjög vanur enska boltanum, hefur skorað yfir 20 mörk á seasoni þar (23 í fyrra held ég að það hafi verið) og er púllari frá því í æsku.

    En aftur að þessari klassísku kanntmanna umræðu – ég er sammála þér Höddi um að mennirnir framar á vellinum hjá okkur eru ekki næganlega góðir sumir hverjir (pennant, kuyt og fl) en kanntmenn eru ekkert endilega svarið, okkur vantar einfaldlega betri leikmenn – í þessum match-winner status. Það er alveg eins auðvelt að loka á kanntmenn eins og miðjumennina, þetta er bara allt spurning um hreyfanleika einstaka leikmanna með og án bolta, liðið þarf allt að vera á hlaupum og bjóða sig, ekki bara 3-4 leikmenn.

    Hvað eru margir góðir “kanntmenn” eins og þið talið um þá, til í heiminum í dag ? Man ekki betur en að flestir hafi gert í buxurnar þegar Joaquin var orðaður við okkur f 2 árum, í dag er hann orðaður við Everton, kemst ekki í liðið hjá Spánverjum og spilar verr og verr með hverju tímabilinu sem líður.
    En athugaðu að ég er 110% sammála þér um að okkur vantar meiri vídd í sóknarleik okkar, en það er líka hægt að fá með meiri hreyfanleika leikmann og meiri fljótanda í leik okkar – ekki bara með kaupum á mönnum sem titlaðir eru kanntmenn. Sem sagt okkur vantar betri leikmenn sem geta gert eitthvað, ekki fleiri farþega í liðið.

  39. reyndar er það rétt að kantmenn eru diing breed…þeir finnast ekki margir sem eru af hæsta gæðastaðli, mancini, ronaldo, quaresma (spurningamerki) simao,scweinsteiger.. en ég er kannski ekki að tala um þessa týpísku kantmenn, kannski meira messi, van deer vaart, sneijder, svona framherja týpu.. mörg lið eru farin að nota bakverðina .. og jújú við vorum að fá 2 sóknarbakverði, en ég væri endalaust til í að fá einn teknískan hraðan “forward” enda eru þessir bakverðir ennþá stórt ? hef þó meiri trú á dossena heldur en degan, en ég man eftir degan á hm 06 og hann var brilliant þar allavega, og dortmund er ekki slappt lið þannig ég gef honum alveg respect, en báðir þurfa að sanna mikið til að koma í stað kantmannana, en ef það tekst þá sé ég ekkert að því að halda áfram með 4-3-3 uppstillingu sem væri brilliant með keane-torres-babel… tala nú ekki um ef það væri eik séns á að fá etoo 🙂 hann og torres yrðu hraðasta sóknarpar í heimi.. þá kæmi samt aftur inní myndina að maður yrði spenntur fyrir barry barry-mach-gerrard.. úfff betri miðja til á engl ? held ekki…
    keane/etoo-torres-babel
    barry-mascherano-gerrard
    dossena/aurelio-agger-skrtel/carrager-arbeola/degan
    reina (besti markvörður englands btw)

  40. skal reyndar alveg viðurkenna að ronaldo, quaresma og mancini flokkast líka undir “forwarda” my bad ….

  41. Já sammála þér í því, þessir “ekta old-school” kanntmenn eru ekki margir í dag og tek undir orð þín um að okkur vantar menn í þessu kaliberi sem þú nefndir, svona skapandi menn sem geta gert eitthvað sjálfir

  42. það er það sem kostaði okkur titil challengið í fyrra, það vantaði menn til að sprengja upp leikina sem stefndu í jafntefli á móti þessum hardcore varnar fallbaráttuliðum…

  43. Ég verð að játa að ég sé ekki þessa gríðarlegu þörf í að kaupa vinstri vængframherja. Babel sýndi á köflum fína spretti í þessarri stöðu á síðasta tímabili og nú þegar hann er kominn með ár í ensku deildinni í reynslubankann held ég að við förum fyrst að sjá hversu gríðarlega öflugur hann getur orðið. Hann þarf aðeins að bæta sig í gabbhreyfingum, þ.e.a.s. þegar hann þykist skjóta með hægri en fer svo utan á leikmanninn (og í því eru reyndar færri betri en Torres svo hann ætti að geta kennt honum eitthvað þar) og svo má hann bæta fyrirgjafirnar sínar aðeins með vinstri. Þetta tekur auðvitað smá tíma að fullkomna en Babel er náttúrulega ekki nema 21 árs svo hann hefur nægan tíma til þess. Mér finnst hann hinsvegar nægilega góður í augnablikinu til að ég vilji ekki fyrir nokkra muni vera að kaupa einhvern mann í þessa stöðu til að taka af honum tækifærin til að bæta sig.

    Svipaðan mann á hægri kantinn get ég svo sem alveg hugsað mér að kaupa, sem myndi þá berjast við Kuyt um þá stöðu. Ég myndi þó lítið gráta það ef hann kæmi ekki því ég held að Kuyt sé vandanum fyllilega vaxinn til að eigna sér þessa stöðu og það með sóma, þ.e.a.s. sá Kuyt sem spilaði síðustu 4 mánuði tímabilsins, ekki þann sem byrjaði það.

    Það sem liðinu vantaði sem mest á síðasta tímabili, ásamt stöðugari frammistöðum af vængmönnunum, voru öflugir sóknarbakverðir til að auka víddina í spilinu. Ef Dossena og Degen standa sig, Aurelio helst heill og Arbeloa lyftir spilamennsku sinni upp um svona eins og eitt stig erum við vonandi í ágætis málum þar. Þá er þetta bara orðin spurning um eilitla heppni og við ættum a.m.k. að horfa fram á alvöru atlögu að titlinum í vetur.

  44. það skiptir þannig séð ekki máli hvort það verði keyptur hægri eða vinstri kantari, þeir geta flestir (af þeim mælikvarða sem ég vill fá inn) spilað báðar stöður.. en babel segi ég og skrifa á EKKI að vera á vinstri kanti, frekar þá á hægri að mínu mati.. kuyt er snilldar maður til að leysa af hægri/vinstri kant í 4-3-3 ekki 4-4-2 þá þarftu að vera hraður og teknískur kantari.. sem og í sókninni, hann á mikið inni þar.. en ég skal gefa það upp á bátinn með kantara ef keane og barry koma báðir.. og uppstillingin sem ég setti upp fyrir ofan verði notuð, væri til í að sjá hvernig það kemur út.. en ef þeir koma ekki báðir þá er lífsnauðsynlegt að fá loksins kantmann .. ALVÖRU kantmann

  45. Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála höddi með Babel. Í mínum huga er það alveg fráleitt að setja Babel út á hægri vænginn og taka þannig af honum hans helsta vopn, að sækja inn í völlinn og ógna með skotum. Hversu oft sástu Henry draga sig út á hægri kant? Hversu oft sérðu Messi á vinstri kanti? Nánast aldrei því báðir þessir menn spila svipað og Babel, vilja nota betri fótinn til að ógna skotum en ekki sækja upp í horn til að senda fyrir. Þeir hafa þó báðir hæfileikann til að sækja utan á varnarmennina sem er eitthvað sem babel þarf að bæta og þá verður hann, að mínu mati, alveg fyrirtaks vinstri vængframherji.

  46. okkur vantar það mikið að fá supply frá öðrumhvorum kantinum að ég tel að þessi skot hans, sem mér finnst hann aaaðeins þurfa að æfa upp líka eru fórnanlegur kostnaður fyrir fyrirgjafirnar, hann á ekki breik í að krossa með vinstri en getur hef ég séð náð ágætis krossum með hægri.. babel er já henry týpa en henry spilaði líka alveg frammi á sínum besta tíma, burtséð frá því að hann var ekki þessi týpíski stræker

Hugleiðingar um Kuyt, Cavalieri og Barbie

Keane, Carson, Barry… (uppfært)