Byrjunarliðið mjög sterkt í algjörum “must win” leik gegn Rauðu Stjörnunni á Anfield í kvöld. Vonum að það verði alvöru evrópu andrúmsloft á Anfield sem muni hjálpa liðinu að sækja sigur!
TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson
Shaqiri – Fabinho – Wijnaldum
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Moreno, Lovren, Lallana, Milner, Sturridge, Origi
Lítið sem kemur á óvart í þessu. Það var búið að gefa út að Fabinho myndi spila leikinn, kannski kemur helst á óvart að Mané skuli byrja sem ég hélt að ætti ekki að vera klár fyrr en um helgina.
Milner sest siðan á bekkinn enda nýkominn úr meiðslum en Shaqiri er á miðjunni en verður líklegast aðeins framar og sér um að tengja miðju og sókn.
Hjá andstæðingunum er það helst að frétta að þekktasti maður liðsins Marko Marin er frá vegna meiðsla.
Mér líst mjög vel á þetta byrjunarlið, fyrir utan að ég hefði viljað sjá Van Dijk á bekknum í þessum leik.
En liðið er sterkt og við eigum að sigla þessu heim og taka 3 punkta.
Mjög spenntur að sjá Fabinho fá alvöru leik, komin tími á að henda honum í djúpu laugina og sjá hvort að hann bjargi sér ekki.
Van Dijk fyrirliði. Kemus svosem ekki á óvart.
Nýtt og að sama skapi spennandi að hafa varnarsinnaðan og sóknarsinnaðan miðjumann inná.
Svo er bara tímaspursmál hvenær dijk verður aðal fyrirliði enda fæddur í það
Lýst mjög vel á þetta lið. Besta varnarlína okkar og fyrirliðinn loksins kominn með bandið 🙂
Þetta á eftir að verða verulega gaman. Smella einu þjóðarbroti gegn öðru þjóðarbroti, lesist Shaqiri Kosovo Albani gegn æi man ekki nafnið á landinu.
YNWA
Einhver með gott stream 🙂
https://memesyndicate.com/kek
Fabinho ekki að gera gott mót. Nervus og seinn í öllu.
ætla ekki að vera leiðinlegur henderson14 en þú hefur greinilega ekki mikið vit á fótbolta eða elskar nafna þinn svona mikið því fabinho hefur bara byrjað solid hér í kvöld….
Shaqiri er að heldur betur að vinna sig inn í þetta lið.
Fabinho búinn að skána í leiknum og er orðinn flottur. En Shaqiri… einmitt ástæðan af hverju ég vil ekki sjá Henderson í þessu liði lengur… creative miðja vinnur leiki, ekki fyrirliði sem að hægir vel á leiknum í flest öllum leikjum. Snilldar leikmaður sem á eftir að reynast dýrmætur í vetur hann Shaq!!
Shaqiri maður leiksins í fyrri hálfleik.
Átti beinan þátt í báðum mörkunum og sívinnandi.
Mané líka í góðu stuði.
Smellir vonandi einu í seinni hálfleik.
So far, so good…
Rétt hjá þér, sonni3, ég hef ekkert vit á fótbolta. Viðurkenni fúslega að kommentið um Fabinho var dálítið premature, hann er allur að koma til.
Shaqiri að standa sig virkilega vel, gaman að sjá skapandi leikmann á miðjunni og Fabinho er að láta finna fyrir sér og hefur átt finar tæklingar og heilt yfir er ég sáttur með hann.
Sóknarleikurinn stórfínn með Salah og Firmino að komast í fluggírinn og vörnin stöðug eins og fyrri daginn.
Flottur leikur hjá okkur.
henderson 14 til þess var leikurinn gerður ..menn meiga vera ósammála 😉
Sælir félagr
Sanngjörn staða og og ætti raunar að vera betri í færum talið. Salah stöðugt að koma sér í færi og bara spurning hvenær hann ferð raða inn mörkunum.
Það er nú þannig.
YNWA
Fabinho hefur amk tæklingarnar fram yfir Hendó. Fínn fyrri hálfleikur hjá nr. 3
So far so good, virðast engin vandamál vera á ferðini. En þetta er ekkert lélegt lið, í raun skruddu gott. Málið er að þeir eru bara að keppa við svooooo miklu betra lið. Var ánægður að sjá ekta Salah mark.
En segjum að leikslokum.
YNWA
Fabinho flottur á eftir að reynast okkur vel .Shaqhiri bestur.
Lallana er of mikið drasl
Mané smellti honum! Sagði það 🙂
Fabinho lofar góðu og Mané er svakalegur á sínum degi.
Frábær leikur og Alisson í pásu í seinni….
Flottur leikur. Fannst allt liðið spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik.
Liverpool efstir í riðlinum
Við vorum að vina 4-0 og samt eru menn að drulla yfir leikmenn, skil þetta ekki, hvað þarf til að gleðja ykkur sem eruð að hrauna yfir leikmenn.
Þið ættuð að skammast ykkar.
Ég sagði 2-0, endar 4-0, vona ég hafi sem oftast rangt fyrir mér. En ég ætla að hrósa vörnini, hún var geggjuð, þetta var eiginlega ekkert slæmt lið þannig séð, en átti ekki roð í vörnina.
YNWA
Fabinho maður leiksins.
Fínn leikur hjá liðinu sem sýnir breidd hópsins. Frammistaða Shaquiri og Fabinho setur mikla jákvæða pressu á menn eins ig Hendo og Keita sem mun pottþétt skila sér. Hef á tilfinningunni að menn séu að finna taktinn og leiðin liggi uppá við. Sigur í Belgrad setur annan fótinn í 16 liða. Cardiff leikirinn lekst vel í mig. Áfram gakk.