Liverpool 4-0 Rauða Stjarnan

Mörkin

1-0 Roberto Firmino (20. mín)

2-0 Mo Salah (45. mín)

3-0 Mo Salah (76. mín, víti)

4-0 Sadio Mané (80. mín)

Gangur leiksins

Liverpool var betra liðið á vellinum í öllum sviðum í dag. Vissulega er Rauða Stjarnan ekki eitt af stóru liðum keppninnar og jafnvel eitt það slakasta sem komst inn í meistaradeildina en þetta er alls ekki skelfilegt lið og náðu þeir meðal annars jafntefli gegn Napoli í fyrstu umferð en leikurinn leit aldrei út fyrir að vera í neinni hættu sem sýnir sig ágætlega í því að Rauða Stjarnan nær ekki skoti á ramman í leiknum. Leikurinn byrjaði frekar hægt en eftir tíu mínútna leik náði Salah góðri sendingu yfir á Firmino en það var eitthvað samskiptaleysi milli hans og Trent sem varð til þess að skot Firmino fór í þann síðarnefnda, aðeins mínútu síðar slapp Salah einn í gegn en Borjan í marki Rauðu Stjörnunar varði vel frá honum. Þá var áhlaup Liverpool byrjað og var lítið hægt á því út leikinn. Eftir tuttugu mínútna leik átti Shaqiri frábæra sendingu inn í hlaupaleik Robertson úti vinstra megin sem kom með fyrirgjöf inn á Firmino sem hafði tíma til að leggja boltan fyrir sig í teignum og skoraði fyrsta mark leiksins.

Rétt fyrir hálfleiksflaut kom Wijnaldum boltanum á Shaqiri rétt fyrir utan vítateig en hann náði þaðan að lauma boltanum inn á Salah sem skoraði fyrra mark sitt í leiknum í nærhornið framhjá Borjan.

Stundarfjórðungi fyrir leikslok fengum við síðan víti eftir að Stojkovic fór með olnbogan í Mané í teignum. Dómarinn ætlaði ekki að dæma en eftir ráðleggingar frá sprotadómaranum benti hann á punktinn þaðan sem Salah setti sitt annað mark í leiknum og sitt fimmtugasta fyrir Liverpool. Í aðeins 65 leikjum! Til samanburðar var metið hjá Liverpool í eigu Albert Stubbins en það tók hann 77 leiki, Torres tók 84 leiki, Suarez 91 leik með öðrum orðum þá er þetta ótrúlegt afrek.

Mané rak svo naglan í líkkistuna á 80.mínútu eftir stoðsendingu frá Daniel Sturridge en nokkrum mínútum fyrr hafði Mané brennt af víti.

Slæmur dagur

Þetta var í raun ekki slæmur dagur fyrir neinn, nema kannski þá miðjumenn sem ekki voru með í dag enda voru Fabinho og Shaqiri að gera stórt tilkall um byrjunarliðssæti.

Maður leiksins

Kannski undarlegt að vilja ekki útnefna Salah sem átti frábæran leik skoraði tvö og var mjög ógnandi en ég vil eiginlega útnefna bæði Shaqiri sem lagði upp eitt og bjó til sóknina fyrir annað og var mjög skapandi á miðjunni og svo Fabinho sem byrjaði frekar hægt en óx inn í leikinn.

Umræðan

  • Við erum efstir í riðlinum eftir jafntefli Napoli og París í kvöld og með sigri í seinni leiknum í Serbíu getum við komist í mjög sterka stöðu í riðlinum.
  • Allir fremstu þrír skoruðu í leiknum og vonandi er sóknarleikur liðsins að þetta í gang.
  • Nýju mennirnir að vinna sig inn í liðið og gefa Klopp mikinn hausverk þegar allir verða orðnir heilir heilsu á ný.
  • Öll athygli á met Salah í kvöld en það má ekki gleyma Firmino sem var að skora sitt þrettánda evrópumark fyrir Liverpool í 17 leikjum sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni Liverpool í evrópukeppnum. Hann er einu marki á eftir Ian Rush en Steven Gerrard leiðir þann lista með 30 mörk.

19 Comments

  1. Flott 3 stig á meðan PSG og Napoli gera jafntefli sem eru bestu úrslitin fyrir okkur ! Mér finnst shaqiri betri með hverjum leiknum og Fabinho var líka mjög góður í seinni hálfleik. Sturridge var líka mjög góður þegar hann kom inná. Vörnin sterk og liðið allt að verða heilsteypt. Næst er Cardiff, þá þurfum við líka 3 stig og ég verð hissa ef Fabinho og Shaqiri verða ekki í byrjunarliðinu þá líka, jafnvel Lallana líka. Áfram Liverpool 🙂

  2. Loksins flottur sóknarleikur held að 4231 sé rétta kerfið. Það var líklegast planið með kaupunum á Fekir. Hann yrði geggjaður í þessu kerfi og ef við næðum að landa honum í janúar þá gætum við róterað á sama leveli og city. Fabinho maður leiksins sýndi hvað í honum býr , nú þarf hann run og sýna það í deildinni. Hann á að vera nr 1 í sexunni Henderson er ekki nógu góður þar en hann er mjög góður í box to box vona að við notum hann þar. Þessi sókn með þessa vörn maður er varla að trúa því hvað við erum með gott lið 🙂

  3. Virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og var eins og okkar menn mættu ekki í þá baráttu fyrstu 10 mín.
    Svo hægt og rólega fóru gæðin að sjást og Liverpool voru miklu betri og var þetta eiginlega mjög þægilegt eftir að við komust yfir. Einu áhyggjurnar voru að gestirnir voru orðnir rosalega pirraðir og voru farnir að sparka okkar stráka niður í hverju návígi og var maður hræddur við meiðsli.

    Shaqiri maður leiksins, Fabinho var mjög góður og sá maður sjálftraustið vera meira og meira í hverri tæklingu sem hann vann, Robertson var þvílíkt góður í bakverðinum og sóknarmenn okkar voru mjög ógnandi(skynsamlegt hjá Klopp að koma þeim í gang í svona leik). Lallana kom svo að krafti inn í leikinn og er gaman að sjá hann spila og vonandi helst hann heill.

    Ég tel að okkur vantar 4 stig enþá í þessum riðli og er mikilvægt að næla í 3 stig strax í næsta leik gegn Rauðu Stjörnunni fara langa leið með að komast í 16.liða úrslit.

    YNWA

  4. Miðjan er sannkallaður hausverkur fyrir Klopp, Winjaldum að spila eins og engill og spilar stórt hlutverk og ef að Fabinho fær traustið hjá Klopp þá er hann klárlega fyrsti kostur í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og Shaqiri er að sýna að hann er mest skapandi miðjumaður liðsins. Þá er eftir Henderson, Milner, Lallana og Naby Keita svo er Oxlade Chamberlain á góðri leið eftir meiðslin.
    Allavega þá er þetta gott vandamál fyrir Klopp og hópurinn gríðarlega sterkur.

  5. Sælir félagar

    Góður sigur betra liðsins og hefði getað verið 4 mörkum stærri. Það er ekki hægt annað en vera ánægður með þennan leik okkar manna og allir komust vel frá honum. meira að segja Moreno var allt í lagi og er þá nokkur ástæða til að kvarta. Efstir í riðlinum og svo er bara að vinna næsta leik í deildinni og það helst stórt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Flottur sigur og flott spilamennska.

    Ég persónulega var svolítið hræddur við þennan leik eftir að þeir náðu jafntefli gegn Napoli, en okkar menn áttu öll völd allsstaðar á vellinum, held að Alisson hafi aldrei haft það svona gott. Best fannst mér að sjá hvernig Fabinho spilaði, hann er að verða kominn í góðan takt við liðið og taktíkina, lýsendurnir á NBCSN (held ég að stöðin heiti) hrósuðu honum mikið. Fremstu þrír skoruðu, var örlítið svektur yfir því að Salah hafi verið farinn útaf þegar seinna vítið var dæmt, hefði verið frábært fyrir hann að skora þrennu og stimpla sig almennilega inn í leiktíðina. Gomes kom mér síðan enn og aftur á óvart með góðri vinnu í vörninni og var lúnkinn við að finna sendingar á miðjuna þegar andstæðingarnir pressuðu – svo var einn sprettur í seinni hluta leiksins þar sem hann hljóp á Mané hraða til að stoppa sókn, auka prik fyrir það.

    Nú er bara að sjá hvernig Klopp stillir upp liðinu gegn Cardiff, hann hlítur að vera með leikinn gegn Arsenal í huga og ætlar örugglega að spila á sömu miðjumönnum í þessum tveimur leikjum. Hann hefur 7 miðjumenn sem hafa allir verið að spila vel eða ágætlega en maður veit ekkert hvaða samsetning er best. Klopp gæti vitað það.

    Annars erum við efstir í riðlinum, efstir með Man.City í deildinni og búnir með mjög erfiða leikjatörn svo ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið.

  7. Eina leiðin fyrir framherja að fá blóðbragð er að skora, það gerðu fab3 í þessum leik. En allt liðið var að spila solid. Í augnablikinu sé ég ekki hvaða lið geti unnið okkur, þó ég fari yfir alla liðaflóruna, slíkir eru yfirburðir okkar á öllum sviðum. Nýir strákar eins og Shaqiri og Fabinho mæta bara eins engin sé morgundagurinn, bara hafi ekki gert annað en að spila undir Klopp með LFC frá æsku.
    Verum stoltir yfir okkar frábæra liði.

    YNWA

  8. Shaqiri er að standa sig vel hefur alls ekki fengið að spila mikið en sýnir gæðin og smell passar inní þetta hjá okkur algjörlega frábær í gær maður leiksins fyrir mér
    Fabinho stóð sig mjög vel og þetta var besti leikur hjá honum sem ég hef séð hann hjá okkur.
    Þó svo þetta hafi ekki verið besta liðið sem við vorum að spila á móti fengu þeir ekki mikið sem færi í leiknum.

    Það eru engir slæmir punktar eftir svona leik einkunargjöfin fannst mér hlægileg samt þar sem fletstir voru með 7-8 þegar í raun voru menn að spila uppá 10.
    Vonandi er þetta það sem koma skal í sóknarleiknum léttleiki og skemmtun eins og við þekkjum það í komandi leikjum!

  9. Réttur maður með fyrirliðabandið – Henderson ekki með – Fabinho að festa sig í byrjunarliði og síðast en ekki síst vil ég nefna Shaqiri, sem einskonar arftaka Coutinho – Uppstilling sem gekk fullkomlega upp og skilaði stórsigri.

  10. Frábær sigur í gærkvöldi!

    Er Alisson meiddur? Ég sá hann ekkert í leiknum.

  11. Ef að það er eitthvað sem að ég elska, þá eru það miðjumenn sem eru góðir í að vinna boltann til baka án þess að brjóta af sér. Lucas var orðinn svakalegur í þessu áður en hann meiddist í leik á móti Chelsea 1. desember 2011. Fabinho minnti mig svakalega á “in form” Lucas í gær, djöfull sem ég er ánægður með það! Hann er svo líka mjög sterkur í að koma boltanum vel frá sér, sama hvort það eru stuttar sendingar með grasinu, stungur, eða langir boltar (t.d. sendingin innfyrir á Trent, maður minn lifandi!). Klárlega minn maður leiksins.

    Þetta er svo ansi skemmtileg staðreynd;

    https://twitter.com/WC_LFC_Torres/status/1055358070623297536

  12. Flottur leikur hjá liðinu sem staðfestir breidd hópsins. Frammistaða Shaquiri og Fabinho setur Klopp í smá vanda og setur jákvæða pressu á menn eins ig Hendo og Keita sem mun pottþétt skila sér í framhaldinu. Liðið er að finna taktinn sem eru mjög slæmar fréttir fyrir næstu andstæðinga okkar.

  13. Sælir félagar

    Fyrir mér er Salah maður leiksins. Hann var með mann á sér allan leikinn og stundum tvo. Samt nær hann að koma sér í 3 – 4 dauðafæri og skorar eitt mark úr opnum leik. Þetta geta ekki nema afburðamenn og er hann núna í sama klassa og Grasmaðkurinn (Eden Hazard) sem er að eiga sína bestu leiktíð það sem af er. Samt vitum við að Salah á mikið inni og mun jarða Grasmaðkinn þegar upp verður staðið í vor. Frammistaða Shaqiri og Fabino gladdi mig mikið en Salah er minn maður þessa leiks.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Sæl og blessuð.

    Nokkur lærdómur af undanförnum leikjum:

    1. Með VÖRN er hægt að stjórna leikjum nokkuð vel. Spila í hægagangi ef þyngri andstæðingur er handan við hornið og treysta á að hrein skýrsla/hreint lak tryggi sigur með minnsta mun. Þetta lafðist á móti Höddurnunum t.d. en klikkaði á móti Napoli. Hvort tveggja voru ævintýralega leiðinlegar viðureignir en maður er farinn að átta sig á þessum breyttu forsendum. Þetta hefðu þeir t.a.m. aldrei getað látið eftir sér í þá gömlu varnarlausu daga þegar þriggja marka forysta dugði ekki einu sinni til að róa í manni taugarnar. Það gefur auga leið að núverandi fyrirkomulag fer betur með fætur og hásinar og ætti að lenga endingu lykilmanna. Nú þegar Fabinho er að finna fjölina sína verður vörnin enn traustari og Alison getur sötrað sitt brasiliskta te meða hann bíður átekta á marklínunni.

    2. Salah er leikmaður sem auðvelt er að elska en eins og um öll ástarsambönd þá er stutt í hina hliðina á tilfinningalitrófinu. Það er magnað að hann skuli rjúfa 50 marka múrinn á svo skömmum tíma en um leið ótrúlegt hversu mjög hann bruðlar í sínum tækifærum. Já, hann er með heila vakt andstæðinganna á sínum hælum en þrátt fyrir það kemst hann iðulega í mögnuð færi. Í gærkvöldi t.a.m. var hann einn á móti markverði og fór undarlega með þau færi. Mörkin voru að sama skapi ekki dæmi um 100% slútt. Hvort tveggja í axlarhæð þess hanskaklædda – vítið hefði hæglega getað endað í þeim greipum. En, hvað? hver tuðar í sóknarmanni sem er með þetta rekkord? Ekki ég (svona alla jafna…).

    3. Við höfum ekki haft ærlegt mastarplan á liðinu frá því að Benitez blessaður var og hét. Ekki ræði ég Hodgson ógrátandi og Rogers – sem ætlaði að gera okkur að Barca norðursins – vissi í raun lítið hvað til hans friðar heyrði. Þetta var í raun holskeflubolti með framstæðan nafna minn í fylkingarbrjósti og skínandi Sturridge á skotskónum. Allt annað var mistækt og tilgerðarlegt – svona eftir á að hyggja. Vörnin í molum og hinn velski xavi kiknaði undan þeirri nafnbót, ásamt svo mörgum, mörgum öðrum sem kallaðir voru og útnefndir á þeim tíma. Nú er þetta að líkjast heilbrigðri hryggjarsúlu þar sem hver þáttur styður við hinn og hægt er að gefa í og hægja á eftir behag.

    4. Nýliðar eru að sækja í sig veðrið. Téður Fabinho er að sýna hvað í honum býr en ég verð að játa – að Shaquiri er að heilla mig mest. Var einhver að kalla eftir Chambo hérna um daginn? Sá svissneski er með töfra í fótum sínum og kom bæði að helmingi markanna auk þess sem hann skóp fjölda færa. Nú bíður maður eftir hinum brothætta Keita sem allt átti að standa og falla með í fyrra. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist þegar sá eðalvagn fer að krúsa eins og honum var ætlað að gera.

    5. Þeir ,,gömlu” eru svo að vaxa og þeir fá tíma og rými til þess arna. Verður Lallana marki valdandi? Endist Sturridge fleiri vikur?

    6. Hvað verður um börnin? Hver veit nema að ungliðar fari svo að verða kallaðir úr útlegðinni og þeim gefin færi á að skottast inn af varamannabekknum. Breiddin má alveg vera meiri og fengur er í þessum skapandi æskumönnum sem nú plægja grasflatir minni spámanna.

    7. Samkeppni tryggir að liðsmenn setjast ekki í helgan stein þótt vel gangi um tíma á vellinum. Þeir etja ekki aðeins kappi við andstæðingana, öflugir liðsfélagar knýja dyra og það er því eins gott að spila af krafti hverja þá mínútu sem þeim er gefin á grasflötinni.

    Já, er það ekki bara?

  15. það má hugsa um margt sem þú berð á borð meistari Lúðvík Sverriz. En eitt er það sem fólk eins og við verðum að varast, það er að hugsa ekki fram fyrir hendurnar á, í þessu tilviki Jurgen Klopp. Það er með eindæmun, í alvöru, að halda manni eins og Fabioho á bekknum, svo bara kemur hann inn á og á sviðið. þetta er stór merkilegt. Þetta er snilld, úthugsuð snilld. þetta er ein af þeim ástæðum að ég fíla Klopp svo vel. Í dag er ég glaður.

    YNWA

  16. Er að horfa á Besiktas-Genk í Evrópukeppninni.

    Karíus karlgreyið er ekki að baða sig í ljómanum.
    Búinn að leka inn tveimur á heimavelli.

  17. Og þarna rúllaði þriðja markið inn. Aumingja Karius.

    Genk er með alveg öskuduglegan framherja, Samatta, sem er 25 ára fyrirliði tansaníska landsliðsins. Hann mætti alveg koma til Liverpool mín vegna.

    ps. á meðan ég skrifaði þetta datt fjarkinn inn hjá Karíus…

  18. Það eru allir hjerna svoleiðis mikið að tala einsog Kjartan bróðir hans afa sem er dáinn. Veit ekki alveg altaf sem þið meinið en finst samt gera mér hughraustingu í hjartanu. Liverpool er auglýsilega besti klúbburinn með fult af alvöru köddlum sem mundu geta verið að tala beint í sjónvarpinu. Mér núna finst Fabinjo einn af uppálds held ég, sá ekki leikin en treisti öllum sem eru að seigja mér það. Finst best að spjalla með öllum hérna um þetta lið, engin bjáni að stríða, bara seigja flottar setningar um fótboltaliðið okkar!

    Ynva!!

Byrjunarliðið gegn Rauðu Stjörnunni

Upphitun: Cardiff City á Anfield