Liðið gegn Hertha Berlín

Liðið gegn Hertha Berlín er komið. Ef menn vilja ræða um leikinn, þá geta þeir gert það hér:

Cavalieri

Darby – Carragher – Agger – Insúa

Pennant – Mascherano – Plessis – Leto

Voronin – Pacheco

Á bekknum: Martin, Dossena, Hyypia, Skrtel, Degen, Benayoun, Kuyt, Spearing, Hobbs.

**Uppfært (EÖE)**: Leikurinn er búinn og hann endaði 0-0. Hérna er offical leikskýrslan.

13 Comments

  1. ekkert að gerast i þessum leik….!!!
    væri gaman að sjá pacheco í alvöru liverpool liði…
    ekki þessu varaliði….

  2. Það er spurning hvort ekki sé skynsamlegt að birta bara í þessum pistlum slóð á hvar leikirnir eru sýndir, það er alltaf spurt um það í kommentakerfinu. Sparar tíma, fé og fyrirhöfn 😉

  3. Já, málið er bara að við sem skrifum þetta inn vitum oftast ekki hvar leikirnir eru sýndir. Það eru alltaf einhverjir snillingar, sem vita meira um þetta en við, sem koma með þetta í kommentunum. Þannig að það er fáfræði en ekki leti sem orsakar þetta. 🙂

  4. Það er alltaf hægt að fá slóð á http://myp2p.eu , það er kominn linkur á leikinn nokkra daga fyrirfram, og svo ca 5 tímum fyrir leik fyllist sú síða af linkum á útsendingar.

    Best er að fara á http://myp2p.eu -> velja sport og svo daginn -> athuga að breyta tímanum í -1 þá koma allir tímar á síðunni á íslenskum tíma.

  5. “The club return to Melwood today after a three-match tour of Switzerland and Germany” Daily Post.

    Ég hef þá tilfinningu að nú fari e-ð mikið að gerast i leikmannamálunum, Benítez hefur verið með hugann við æfingaleiki en er nú kominn heim.

  6. Annars hélt ég að menn þyrftu ekki að vera að fá linka á leikina. Það þarf sennilega bara að muna eina síðu. http://www.myp2p.eu

    Varðandi leikmannamál. Það hlýtur e-ð að fara að gerast núna þegar þeir eru komnir til Englands aftur. Ekki seinna vænna enda tímabilið alveg að hefjast og ég er farinn að verða mjög leiður á þessum töfum. Maður er farinn að kíkja á netið milljón sinnum á dag og EKKERT gerist. Þetta er alveg sérlega leiðinlegur árviss viðburður !

  7. það er verið að tala um það hér að Gerrard fari á hægri kant,ég er persónulega ekki hrifinn að því. Vil hafa hann þarna á miðjuni,þar er hann að gera góða hluti eins og allir vita.Pennant? Hvað með hann er hann ekkert að sína, er hann ekki skárri en Gerrard á kantinum.Ef Keane kemur getur hann ekki spilað kant eða hvað og tekið hlaupið til og frá eins og Gerrard gerir stundum? Við verðum að fá vinstrifótamann,og eins og staðan er í dag erum við ekki með neinn V fótagaur held ég eða hvað?

  8. Einsi: Ef maður á að velja lélegasta leikmann liðsins gegn Hertha Berlin þá toppar Pennant þann lista í mínum huga. Alltof margar snertingar, alltof mikið að ferðast um með boltann og getur ekki komið honum fyrir markið.

    Soldið fyndið að sjá þarna á 70 eða hvað það var þegar Pennarnt, Leto, Plessis og Pacheco voru farnir af velli, kom loksins eitthvað spil í liðið. Boltinn gékk í fáum snertingum.

Rafa, hvar eru kantmennirnir?

Barry spilar með varaliði Villa.