Í hádeginu á sunnudaginn mun Fulham heimsækja Anfield í tólftu umferð Úrvalsdeildarinnar og verða okkar menn, Einar Matthías og Steini, á vellinum og sjá til þess að menn rífi sig upp af rassgatinu og geri betur en þeir gerðu fyrr í vikunni.
Menn hafa eflaust reynt að loka á þær minningar eða þá tuðað ansi rækilega yfir því sem Liverpool bauð upp á í útileiknum gegn Rauðu Stjörnunni í riðlakeppni Meistaradeildar á þriðjudagin. Þvílíkt og annað eins þrot sem það nú var!
Leikmenn Liverpool mættu varla til leiks, eflaust fullir vanmats, og það bara small ekkert. Liverpool kannski líklegri aðilinn fyrstu mínúturnar og fengu tækifæri til að komast yfir og eflaust gera út um leikinn en tóku ekki þá sénsa. Rauða Stjarnan komst yfir og eftir það var ekki snúið, sérstaklega þar sem þeir settu svo annað mark skömmu síðar og það sást langar leiðir að það var aldrei séns á að Liverpool gæti komið sér inn í leikinn.
Hugurinn virtist kominn í næsta verkefni sem er Fulham og menn ansi fljótir að gefa þessa baráttu við Rauðu Stjörnuna upp á bátinn. Þá vill maður nú fá að sjá jákvæð viðbrögð frá Klopp og leikmönnum liðsins á sunnudaginn. Það var eitthvað róterað í hópnum, Shaqiri fékk frí og sterkir leikmenn komnir upp úr meiðslum. Ekkert kjaftæði og koma bara öruggum og góðum þremur stigum í hús fyrir enn eitt landsleikjahléð, gott ef þetta er ekki bara áttunda lansleikjahléð sem við fáum síðan deildin hófst.
Fulham virkuðu sprækir í upphafi leiktíðar og fengu til sín nokkra mjög áhugaverða leikmenn, ég átti nú alveg von á þeim sem svona eitt af hugsanlegum spútník liðum deildarinnar þetta árið en það virðist bara ekki stefna í það. Liðið er í neðsta sæti með fimm stig og -18 í markatölu, svona fyrirfram myndi ég giska á að Cardiff væri lélegasta lið deildarinnar og Huddersfield þar rétt á eftir en Fulham er að veita þeim ansi harða samkeppni um þann ómerkilega titil.
Liðið leit út fyrir að vera mjög áhugavert í Championship-deildinni í fyrra og voru með ansi áhugaverða leikmenn í sínum röðum sem manni hlakkaði svolítið til að sjá á stóra sviðinu, ber þar hæst að nefna hinn unga og bráðefnilega Ryan Sessegnon og Aleksandar Mitrovic sem var á láni frá Newcastle.
Þeir kaupa Mitrovic frá Newcastle síðastliðið sumar, fá áhugaverða leikmenn frá Sevilla, Villareal, Atletico Madrid, lánsmenn frá Arsenal og Man Utd, kaupa Andre Schurrle á mikinn pening og fá Jean Michel Seri sem var mjög lengi orðaður við stærstu lið Evrópu. Á pappír er þetta Fulham lið ansi áhugavert en það er bara engan veginn að ná saman.
Sóknarlega eru þeir með leikmenn sem geta gert skaða en þeir komast bara svo örsjaldan í þær stöður að þeir geti látið á það reyna og þeir eru skelfilegir til baka í vörninni. Það er bara ekkert rosalega mikið jákvætt í kringum Fulham þessa dagana en þeir töpuðu 1-0 gegn Huddersfield í síðustu umferð.
Við sáum Liverpool mæta ansi daufa til leiks gegn Rauðu Stjörnunni og eflaust með vanmat í huganum og það er alveg hætta við því að slíkt gæti sést aftur á sunnudaginn þar sem vonlausir Fulham menn ættu að vera leiddir til slátrunar á Anfield. Ég ætla hins vegar að vona að menn hafi fengið kinnhestinn gegn Rauðu Stjörnunni, girði sig í brók og gangi úr skugga um að slíkt gerist ekki aftur á sunnudaginn.
Lovren var veikur í miðri viku og var ekki í hópnum en kemur líklegast inn í hann aftur. Shaqiri var skilinn eftir heima í Liverpool af “öryggisástæðum” og þeir Naby Keita og Jordan Henderson eru klárir í slaginn aftur sem eru frábærar fréttir.
Klopp er því loksins kominn aftur með fullan leikmannahóp fyrir utan auðvitað Alex Oxlade-Chamberlain sem verður líklegast frá út leiktíðina. Það er flott vítamínsprauta fyrir Liverpool og auðvitað eitthvað sem þarf að gerast korter fyrir landsleikjahlé svo menn geti aftur meiðst þar!
Allavega, þá verður ansi erfitt að spá fyrir um byrjunarliðið í leiknum gegn Fulham en ég ætla að telja það ansi líklegt að Shaqiri komi inn í byrjunarliðið og Liverpool muni fara aftur í þessa 4-2-3-1 útfærslu sem þeir hafa spilað gegn lakari liðum á heimavelli undanfarnar vikur. Henderson og Keita eru komnir til baka, Fabinho spilaði ekkert í miðri viku og þeir þrír sem spiluðu Wijnaldum, Lallana og Milner skiluðu litlu sem engu í þeim leik.
Mér finnst ansi líklegt að Henderson komi inn í byrjunarliðið og verði þá í tveggja manna miðju með annað hvort Wijnaldum eða Fabinho og Keita byrji leikinn á bekknum ásamt þá Milner og Wijnaldum eða Fabinho. Gomez fer eflaust í miðvörðinn með Van Dijk og Firmino byrjar frammi – já eða í holunni með Salah fremstan og Shaqiri til hægri eða eitthvað á þá leið.
Trent – Gomez – Virgil – Robertson
Henderson – Wijnaldum
Shaqiri – Firmino – Mané
Salah
Ég ætla bara að taka skot út í bláinn og giska á þetta lið en það gæti svo hæglega verið að Lovren og einhverjir aðrir af miðjumönnunum hefji þennan leik.
Það sem vantaði svo rosalega í síðustu leiki er eitthvað drive á miðsvæðinu til að geta sett hlutina af stað og það var bara alls, alls ekki til staðar á þriðjudaginn en að fá þá Shaqiri og Naby Keita aftur inn í hópinn og líklega að minnsta kosti annan þeirra í byrjunarliðið gæti svo sannarlega leyst það vandamál.
Þetta er leikur sem ég held að við gætum séð ansi góða hluti frá Shaqiri sem hefur að mínu mati komið frábærlega inn í þetta lið og gefið liðinu mikið af nýjum möguleikum. Hann verður að byrja þennan leik.
Skyldusigur, það er bara ekkert annað í boði. Liverpool er með jafn mörg stig og Chelsea, tveimur stigum á eftir Man City sem eiga grannaslag seinna á sunnudeginum og gætu mögulega misst stig þar. Liverpool þarf því að vera vel á tánum og klára sitt verkefni skildu liðin í kring misstíga sig. Chelsea mæta Everton á sunnudaginn og vonandi geta nágrannarnir gert okkur greiða – en ég ætla nú ekki að reikna neitt sterklega með því.
Það er að koma núna í næstu umferðum röð stórleikja og innbyrðis viðureigna á milli keppinauta Liverpool svo það er gífurlega mikilvægt að Liverpool klára sín verkefni og nái vonandi að halda í við Man City, taka fram úr þeim eða í það minnsta ná að hrista liðin fyrir neðan betur af sér og búið til smá pláss og svigrúm fyrir mistök ef leiktíðin breytist úr titilbaráttu í Meistaradeildarbaráttu einhvern tíman á næstu mánuðum. Hugsum um það seinna – Fulham er næsta verkefni sem þarf að klára.
Þrjú stigin eru auðvitað það sem skiptir öllu máli en ég vil sjá góðan og öruggan 3-0 eða 4-0 sigur, ég sætti mig samt við eitthvað enn stærra, þar sem menn mæta til leiks af mikilli ákefð og stúti þessum leik, sýni aftur þetta rosalega drive í sóknarleiknum sem við sáum svo oft í fyrra en höfum því miður séð ögn minna af hingað til undanfarið.
Klárum verkefnið og höldum inn í landsleikjahléð einir á toppnum! 🙂
Fulham eru með mjög slaka vörn, vonandi eru markaskórnir reimdir á. Spái 3-1 og framlínan skiptir mörkunum bróðurlega.
Ein pæling sem ég skil ekki. Á Liverpoolecho er núna talað um miðjumennina 4 sem vantar hjá Liverpool og eru þar nefndir. Fekir, Coutinho, E.Can og Oxlade Chamberlain. Afhverju er svona rosalega mikið talað um Fekir? Hann féll á læknisskoðun var það ekki? Eða var það bara eitthvað bullshit? Það er ennþá alltaf verið að tala um að hann sé enn að koma, kannski kannski ekki.
Held að menn ættu að reyna finna einhvern annan ef að leikmaðurinn er ekki klár í slaginn, mín 2 cent.
Þessi leikur getur orðið nokkuð góður prófsteinn á strákana okkar. Lyft þeim upp á aðeins hærra plan, aðallega að styrkja sjálfsöryggið, sem er mjög sennilega það sem vantar, en á sama tíma að festa það í sig að engir leikir eru unnir fyrirfram eins ég held að hafi gerst með RS. Reikna með flottum leik hjá okkar mönnum. 4-0 skiptir engu hver skorar, en vil sjá Salah setjann.
YNWA
Takk fyrir þessa fínu upphitun. Vonandi skemmta Einar og Steini sér vel á vellinum.
Spennandi leikur framundan það er næsta víst eins og einhver myndi segja. Sýnd veiði en ekki gefin og eins og ég hef alltaf sagt, það eru engin léleg lið í PL bara mismunandi sterk. Mikil umræða hefur farið fram um miðjumennina að undanförnu enda hefur meiðslafarganið verið mest í þeim stöðum. Fyrir ári síðan var spáð í hvaða stöður vantaði helst og þá var ég á því að auk markvarðar og miðvarðar þá vantaði einn alvöru djúpan miðjumann. Ég er enn á því að það vanti Arons Einars, Roy Keane eða Patrick týpuna á miðjuna. Kannski vex Fabinho í þessa stöðu, veit það ekki.
Það er alltaf eitt jákvætt við að hafa náð einhverjum botni, það er auðvelt að spyrna sér í botninn og stefna uppávið. Á eðlilegum degi ætti að verða góður sigur en eins og oft hefur komið fram eru ekki allar dagar eðlilegir.
Sælir félagar
Takk Ólafur fyrir upphitunina og að minnast á hrokann sem okkar menn sýndu á móti Rauðu stjörnunni og sem varð þeim svo að falli. Ég bætla rétt að vona að liðið sýni Fulham þá virðingu að mæta til leiks og skila því sem til er ætlast af þeim. Það er að segja leggi sig fram og vinni vinnuna sína af virðingu, áhuga og einbetni. Ég ætla ekki að spá neinni markatölu enda hafa úrslit síðustu leikja ekki gefið ástæðu til að vera bjartsýnn hvað hana varðar. Ég vona bara að Salah setji markið (mörkin.
Það er nú þannig
YNWA
Wijnaldum er alltaf í lykilhlutverki þegar við eigum okkar slökustu leiki.
Hann er passívari en Henderson, vil bóka það. Fyrir utan einstaka leik að hann sýnir hvað hann getur.
vill sjá liverpool fara all out í þessum leik.
shaqiri, henderson og keita á miðjuna.
7:0 væru fín úrslit.
Ég vill sjá Shaqiri byrja þennan leik. Hann er búin að vera okkar sprækasti leikmaður undanfarið. Annars vil ég sjá aftur sóknarleikinn sem við sýndum síðasta tímabil og að við höldum hreinu gegn neðsta liði deildarinnar.
Já eru þeir mættir Einar og Steini á leikinn ,og hver borgar ferðina fyrir þá er það klúbburinn eins og vanalega ,félagsmenn að borga fyrir stjórnarmenn á leikinn eins og vanalega .menn hljóta að fara að sjá í gegnum þetta hjá klúbbnum ,Spurning hvort að við félagarnir stofnum okkar eigin Liverpool klúbb.
Ekkert nema sannfærandi sigur kemur til greina vill ekki sjá meira ströggl það er komið gott af því í bili. Halda hreinu væri vel þegið eftir skituna á móti redstar.
tóti #8, þú átt að skammast þín og biðjast afsökunar á þessari heimskulegu athugasemd þinni. Hvorki þú, ég né aðrir hafa ekki þurft að greiða fyrir þessa frábæru síðu, sem þú væntanlega heimsækir nokkuð oft. Það hefur marg oft komið fram hjá aðstandendum og þeim sem skrifa pislana að greiðsla fyrir aðgang sé ekki í boði, þannig hvern fjandan ertu að tala um að þú sért að greiða fyrir. Eins og ég sagði, drullastu til að biðjast afsökunar, nema þú sért öfundsjúkur heigull.
YNWA
tóti #8, þú getur bara ekki hent fram svona fullyrðingu án rökstuðnings. Hvað hefur þú fyrir þér ?
Sælir félagar
Ég held að þetta sé kaldhæðni hjá Tóta og tekur bara mið af umræðunni í samfélaginu. Ég er amk viss um að hann er ekki að hnjóða í strákana okkar af neinni alvöru.
Það er nú þannig
YNWA
Tóti er augljóslega að rugla kop.is saman við Liverpool klubbinn á íslandi að vísu þar borga ekkert félagsmenn fyrir stjórnarmenn heldur vita ferðir.
Annars er allt undir 5-0 í dag bommer
Liðið komið – Fabinho fyrir Henderson en annars eins og þú stillir upp.