Vieira er að fara til Madrid

Núna virðast það vera nokkuð pottþétt [að Patrik Vieira sé á leið til Real Madrid](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/arsenal/3530524.stm).

Fyrir utan það að breyta ÖLLU varðandi styrkleikahlutföll í ensku úrvalsdeildinni í vetur, þá mun þetta væntanlega verða til þess að blöð fara að bendla Steven Gerrard við Arsenal. Áður en menn fara að tapa sér í einhverri slíkri vitleysu, þá getum við verið 100% viss um eitt: [Gerrard mun EKKI fara til Arsenal](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=14472419&method=full&siteid=50143&headline=gerrard–i-will-never-move-to-chelsea-name_page.html).

Ef hann fór ekki til Chelsea, þar sem allir peningar heimsins eru í boði og hann átti að spila með Frank Lampard á miðjunni, þá mun hann ekki fara til Arsenal, sem er í fjárhagsvandræðum og býður væntanlega uppá Gilberto Silva á miðjunni.

Þannig að við getum alveg verið róleg, sama hvað blöðin bulla.

Le Tallec til St Etienne í vetur!

Liverpool 2 – Roma 1 (uppfært)