Sturridge á leiðinni í langt bann?

Alls ekki góðar fréttir að berast af Daniel Sturridge en enska knattspyrnusambandið hefur kært hann vegna grunsemda þess efnis að hann hafi brotið reglurnar þegar kemur að veðmálum.

Þetta á hafa átt sér stað í janúar 2018. Án þess að vita nógu mikið um málið þá er ljóst að þetta eru alls ekki góðar fréttir og hann gæti átt bann yfir höfði sér verði hann dæmdur. Það væri magnað eftir alla leikina sem hann hefur misst af nú þegar vegna meiðsla.

25 Comments

  1. Ekki veit ég hver áhrif hans hafa á veðmál, en manc er margfallt stærra mál og spurning hvernig verður tekið á því máli af sama sambandi. Enn þá hefur ekkert verið gefið út af enska knattspyrnusambandinu vegna brota manc, sem mögulega þíðir að ekkert eigji að gera sökum fjármagns, það megi ekki styggja araba stákana, þeir séu svo sérstaklega sérstakir.

    YNWA

  2. Sæl öll

    Það verður mjög fróðlegt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að fylgjast með þróun mála hvernig tekið verður á Sturridge og svo man. city!!?!

  3. #1 Rosalegt að “lenda bara” í því að gambla 🙂
    Sýnir þetta ekki bara svart á hvítu að það er hausinn sem er búinn að halda honum svolítið frá ?

  4. Hann „lendir” ekkert í þessu. Svona fávitaháttur er meðvituð ákvörðun viðkomandi.

  5. Mjög slæmar fréttir af Sturridge en ennþá verri fyrir hann en okkur. Ég sagði í sumar að ég teldi að hann yrði meira og minna heill í vetur enda á síðasta ári samnings sem er rosa samningur, hann er á 150 þús pund a viku og hann vissi að hann þurfti að vera heill í vetur og standa sig til að fá annan og síðasta stóra samning feril sins hvort sem hann yrði hjá okkur eða öðru liði. Ég held ásamt fleirum að mikið hans meiðslum í gegnum tíðina hafi verið í kollinum á honum.. eg vona að þetta sé ekki rétt en þegar BBC er að segja eitthvað er ljóst að eitthvað er til í þessu því miður.. ef þetta er rétt eru hans dagar hjá Liverpool taldir ef þeir voru það ekki nú þegar. Ég hef alltaf elskað hann og aldrei vilja afskrifa en því miður lytir þetta mjig illa út.

    Ef hann er að fara í langt bann er ljóst að það þarf að kaupa leikmann í janúar og þa annaðhvort heimsklassa senter eða þá heimsklassa 10 sem er gaur sem getur spilað í holunni. Shaqiri er að koma frábærlega inni holuna og svo vill ég meina að Firmino sé alltaf að spila í holunni en ekki uppá topp, það sja allir að hann er alltaf að draga sig inní holuna og sækja boltann og búa til pláss fyrir Mane og Salah og gerir það reyndar frábærlega og er frábær leikmaður. Ef eg mætti ráða myndi ég alltaf kaupa heimsklassa senter frekar en gaur í holuna. Hefði verið veisla að fá Aubameyang en það kom ekki. En það er mun auðveldara að kaupa góðan senter en gaur i holuna enda ekkert mikið til af slíkum mönnum sem hægt er að kaupa..

    Kaupa bara alvöru senter sem getur skorað 20 til 30 mörk á season og nota þá Firmino og Shaqiri í holunni og einnig gæti þá Firmino leist af fremst á vellinum. Þetta er mín skoðun allavega, en hvaða senter gæti hentað Liverpool og mögulega eitthvað raunhæft að fá ? Endilega komið með hugmyndir og veltum þessu fyrir okkur og skopum umræður 🙂

  6. Þetta er einfalt Joey Barton fékk hvað 18 mánuða leikbann sem var reyndar eitthvað stytt en allavega þetta gæti auðveldlega endað feril hans hjá Liverpool ef satt reynist en hann hefur þvertekið fyrir þetta þannig ég ætla allavega trúa honum þangað til annað kemur í ljós svo einfalt er það.

  7. Bara ásakanir sem stendur.
    Ekki falla í þessa sívinsælu gryfju að dæma áður en rannsókn fer fram.

    Sjáum hvar rykið fellur og svo getur Klopp brugðist við.

  8. Ég sem hélt að við Liverpool stuðningsmenn vissum alveg hvers lags hyski þetta fa samband er þegar það kemur að því að kæra leikmenn LFC. Við skulum því alveg slaka á, hann er saklaus uns sekt er sönnuð. Hvað með ásakanir á hendur man city ? er ekkert ákært í því máli. Ég styð Sturridge þangað til annað kemur í ljós. Vona að þetta sé bara bull, og einelti að hálfu fa gagnvart Liverpool FC.

  9. Mér sýnist nú Joey Barton fyrst hafa fengið eins leiks bann fyrir að veðja á 44 leiki en svo 18 mánaða bann fyrir að veðja á 1.200 leiki. Ef okkar maður neitar því að hafa veðjað þá ætla ég að trúa því. Mér skilst hins vegar að reglan sem bannar veðmáli nái líka til þess að deila upplýsingum sem geti haft áhrif á veðmál, eitthvað sem sennilega flestir missa einhvern tíman útúr sér. En maður veit auðvitað ekki neitt á þessu stigi.

  10. Sé alveg fyrir mér teboðið í reykmettuðu herbergi FA. Allir fundarmenn í ManU náttsloppunum sínum slakir eftir að hafa rifjað upp næturgaman úr einkaskólanum Eton.

    Getur við ekki klínt á þá biti? Eða rasisma? Nei. Prófum veðmál. Klínum það á þennan sem við viljum helst ekki fá í landsliðið. Þessi dökki sem heldur að hann sé Dwight Yorke…

    Veit ekki með ykkur, en ég ætla að standa með mínum manni.

  11. Ef hann hefur hoppandi glaður sagt vinum sínum að hann væri á leiðinni til WBA og þeir rokið til og veðjað… þá er það ekkert JB dæmi.
    En forvitnilegt að fylgjast með FA klíkunni að störfum í þessu máli.
    Orð gegn orði verður alltaf túlkað okkur í óhag.
    YNWA

  12. Öndum rólega. Það er ekki búið að dæma í þessu máli. Auðvitað yrði þetta sjokk og vel getur verið að kollurinn hjá DS sé ekki í lagi en við skulum sjá niðurstöðu mála. Held svosem að dagar DS séu svo gott sem taldir hjá Liverpool og spurning hvort hann yfirgefi ekki klúbbinn í sumar.

  13. Á meðan FA vitleysingarnir gera ekkert í Man City þá ætla ég ekki að trúa orði sem þeir segja, bara Tump lýgur meira en þeir.

  14. Ég kýs nú að líta á þetta þannig og áður en annað kemur í ljós að hann hafi einfaldlega sagt einhverjum frá því að hann væri að fara til WB. Svo flýgur fiskisagan.
    Það er helvíti hart að þurfa að halda kjafti yfir persónulegum málum til að trufla ekki veðmálasíður sem lifa á óhamingju fólks, vegna þess að síðurnar kunna að vera með veðmál í gangi.

  15. Það er eitthvað sem segir mér að þetta gerist oft á hverju tímabili. Þú segir einhverjum frá því hvert þú ert að fara og einhver græðir á því. Skrítið að þetta hafi komist upp og af hverju Sturridge.

  16. Get ekki séð þetta hafi neitt með Man City að gera. Finnst líklegt það sé eitthvað á bak við þessar ásakanir, miðað við hvað þær eru komnar langt. Verði hann fundinn sekur og fari hann í bann vona ég Liverpool þurfi ekki að borga honum laun og geti því fært launapakkan annað. Til dæmis til Ousmane Dembele. Það væri drauma scenario. Ég mun ekki sakna Sturridge. Löngu komin tíma á skipti.

  17. Skv. áreiðanlegum heimildum, svo og leigubílstjórasögum er lekinn kominn frá innsta hring Liverpool, háttsettum mönnum sem oft reykja vindla. Ætlunin er að nota desemberkaupið hans Sturidge í jólabónusa fyrir skúringakonur á Anfield og síðan eftir áramót fer þetta allt í launapakkann hans Dembele.

  18. Góðan daginn
    getum við ekki búið til einhverja gleðilegri frétt til að hafa efst í þessu þrautleiðinlega landsleikjahléi

  19. Hvar er podcast vikunnar ? Var 100% að það væri komið núna fyrst það kom ekki í gær. Djofull mér sem Hlakkaði svo til eins og alltaf að hlusta. Eru menn þreyttir eftir Liverpool eða hahaha 🙂

  20. Premier League clubs have agreed in principle to introduce Video Assistant Referees (VAR) to the competition in the 2019/20 season

    Við fáum þá loksins fleiri en eina vítaspyrnu á ári!

Liverpool – Fulham 2-0

Opinn þráður – Fréttir vikunnar