PSG 2 – 1 Liverpool

 

Leikskýrslan kemur að loknum leikaraskap og meiðslapásu hjá Neymar og hálfu liðinu hjá PSG (sem sagt afar langur tími).

Mörkin

1-0   Bernat (13.mín)
2-0   Neymar (37.mín)
2-1   Milner – víti (45.+2 mín)

Leikurinn

Mikið var undir og mikil fyrirleiksspenna fyrir viðureign kvöldsins á Parc de Princes í kvöld. Franskir prinsar í froskagervi gegn rauðum riddaraherjum var bardaginn sem í boði var og áframhaldandi framganga í átt að úrslitaleiknum á Wanda Metropolitano í Madrid 1. júní nk. í húfi.

Heimamenn geystust úr skotgröfunum á byrjunarmínútum leiksins. Öflug pressa og hraði skapaði okkar mönnum vandræði og þá hafði tilfærsla á framlínu PSG með Neymar í dýpri stöðu og Mbappe í beinskeyttu hlutverki fyrir aftan Cavani komið okkur ögn í opna skjöldu. Alisson tók myndvæna sjónvarpsmarkvörslu á ágæta 25 metra skoti Di Maria og sló það í burtu, en það var raunar rétt ákvörðun út frá markmannsfræðilegu sjónarhorni.

Parísarpeyjar puðuðu áfram og púðrið var ekki blautt í þeirra byssum því að á 13. mínútu skoruðu þeir fyrsta mark leiksins. Eftir lélega hreinsun VVD í teignum fékk Bernat boltann, keyrði þvert í vítateignum og tók skot sem átti nægilega viðkomu í varnarmanni til að stýra boltanum fram hjá Alisson í markinu. Heimamenn komnir yfir og gestirnir slegnir.

Árásirnar héldu áfram næstu mínúturnar og Liverpool gerðu vel að hanga á floti í ölduganginum frá Fransverjunum. Á 25.mínútu var umdeilt atvik þegar að hinn öflugi en heitfengi Verratti fór í grófa sólatæklingu í legginn á Gomez en hinn pólski dómari taldi að þessi fótbrjótar-tegund af tæklingu verðskuldaði einungis gult spjald. Skelfilegur dómur sem leit verr út við hverja endursýningu. VAR-dómgæsla hefði líklega gripið alvarleika brotsins og þar með haft mikil áhrif á gang leiksins en enn sem komið er sitja ráðamenn í fortíðarskugganum af augljósum tækniframförum.

Um miðbikið fór leikurinn að róast og Liverpool loksins að komast í takt við franska grasið á vellinum. Við náðum ágætu taki á boltanum og að þróa sóknir fram á við þó að opin færi væru af skornum skammti. Þessi þróun gekk áfram næsta korterið en PSG höfðu þó ávallt ógnina af hröðum sóknum með heimsklassa og háhraða sóknarmönnum. Ein slík opnun gaf heimamönnum einmitt færi á upphlaupi á 37.mínútu en þá sendi Neymar boltann á Mbappe sem krossaði í teignum á Cavani. Alisson gerði mjög vel með að verja af stuttu færi en knötturinn féll út í teiginn fyrir Neymar til að setja hann út við stöng og í netið. 2-0 fyrir heimamenn.

Við þetta voru hausar rauðliða farnir að hanga enda staðan slæm gegn öflugum andstæðing sem var að eiga afar kraftmikla kvöldstund. En rétt undir lok fyrri hálfleiks þá fengum við líflínu þegar að réttilega var dæmd vítaspyrna á heimamenn þegar að Di Maria tók Mané niður í teignum. Reyndar ekki dæmt af arfaslökum pólskum heimadómara sem vildi dæma hornspyrnu heldur af öllu hæfari hjálparkokkum hans á hliðarlínunum. Gildir þó einu hvaðan gott kemur og Milner með sína stóísku ró setti boltann í netið framhjá bláu augunum hans Buffon.

2-1 í hálfleik

Seinni hálfleikur byrjaði því miður líkt hinum fyrri þar sem að PSG setti góðan kraft í pressu fram á við og virtust líklegir til að taka leikinn yfir á ný. Sem betur fer entist það ekki lengi og leikurinn snerist í það að við héldum boltanum mikið í sóknartilburðum gegn djúpri vörn Parísarverja.

Eitthvað var um færi á báða bóga og margar skiptingar fylgdi um miðbik hálfleiksins en í sannleika sagt þá var ekki nægilega mikið að gerast hjá okkur til að uppskera mark. Drepleiðinlegar dýfur og pirrandi prímadonnu-stælar einkenndu heimamenn en við því mátti alveg búast, sérstaklega af reglulegum raðglæpamönnum í þeim efnum. Það verður einfaldlega að segjast að þrátt fyrir hæfileika hjá helstu spýrum PSG þá eru þeir innilega hundleiðinlegir á velli og lekur af þeim leiðindin í stað þess að sýna alvöru karlmennsku og knatttækni á velli. Því miður náðum við ekki að rísa upp yfir þessi leiðinlegheit til að áorka jöfnunarmarki og því fór sem fór með úrslit leiksins.

Bestu leikmenn Liverpool

Að mínu mati stóð Robertson langt fram úr samherjum sínum á vellinum í kvöld. Hann var ódrepandi að mörgu leyti, engan veginn gallalaus frammistaða en sýndi þó þá ólseiglu og óumdeildu hæfileika sem hann hefur orðið þekktur fyrir síðasta árið. Fyrirliði Skotlands fær því mitt atkvæði í kvöld en af öðrum sem mega bera höfuðið hátt vil ég nefna Lovren sem var alveg ágætur í vörninni og Milner sem kláraði sitt víti ásamt lungnasprengjandi sprettum um allan völl.

Vondur dagur

Því miður voru margir sem fengu mínus í kladdann í kvöld og voru týndir þegar á þurfti að halda. Hin heila þrenning í framlínunni var afar slök og engan veginn í takt við leikinn. Firmino átti leik sem hefur verið of reglulegur í haust og Salah var slakur en Mané var þó þeirra skástur. Á miðjunni var Wijnaldum í veseni með gult spjald snemma leiks og fyrirliðinn sýndi þær hliðar á sínum leik sem hann er hvað oftast gagnrýndur fyrir. Á þeim háttvirta boltapöbb þar sem ég horfði á leikinn þá voru margverðlaunaðir og mikilsvirtir miðjumenn sem höfðu ekki mikið álit á frammistöðu eða framlagi Henderson.

Van Dijk átti kæruleysisleg mistök í fyrsta markinu og það hefur því miður verið of reglulegt upp á síðkastið. Vissulega hefur heildarniðurstaðan verið fín í að halda hreinu en þegar mörk hafa verið að detta inn gegn Cardiff eða Rauðu Stjörnunni þá hefur VVD verið sökudólgurinn í vanhugsaðri varnarvinnu. Við viljum hinn villulausa VVD aftur sem var fullkomlega fullkominn í hárnákvæmri varnarvinnu og hárgreiðslu fyrstu 6 mánuði ársins.

Tölfræðin

Umræðan

Meðal manna þá verður ýmislegt í umræðinni að loknum leik. Heldur Mick Jagger með Liverpool og gæti hann unnið Leonardo Di Caprio í sjómann eða hárblásarakeppni? Í það minnsta þá tignuðu báðir leikinn með nærveru sinni og hverjum er ekki nákvæmlega sama um það fyrst að niðurstaðan varð tap.

Það má klárlega ræða þessa skelfilegu dómgæslu þar sem að hefði mátt setja stærra númer af dómara sem gæti ráðið við leik af þessari stærðargráðu á leikinn. Vilhjálmur Alvar og íslensk víkingasveit hefði klárlega gert betra mót en þetta pólska fimmeyki sem fær falleinkunn fyrir frammistöðuna. Formleg andmæli send til pólska sendiráðsins.

Sjálfur vil ég bridda upp á þeirri umræðu að mér finnst Klopp hafa rangt fyrir sér þegar að hann predikar að sínir menn brjóti helst ekki af sér og reyni í hvert skipti að vinna boltann löglega. Þessi lína þjálfarans er að skila sér í því að við erum ekki nógu grjótharðir og nægilega skítlega klókir við að brjóta þegar að brota er þörf. Annað markið í kvöld hefði mátt fyrirbyggja ef að Firmino hefði verið nægilega “illa innrættur” til að toga í andstæðinginn í upphafi skyndisóknarinnar en hann lét hann áberandi í friði. Þá var annað móment þegar að PSG fengu hættulegt upphlaup sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með því að nýta gula spjaldið sem í boði er. Þessa miklu list fullkomnaði meistari Franco Baresi hjá AC Milan á sínum tíma með því að mæta snemma í andstæðinginn í upphafi skyndisókna til að stoppa skyndiupphlaup og oftast voru brotin klunnaleg, saklaus og fyrirgefanleg þannig að gamli maðurinn slapp þægilega með glæpinn en hans lið hagnaðist. Ég vil fá þessa kænsku inn í okkar lið og hef sáralítinn áhuga á að vinna heiðarleikakeppni sem gefur engan bikar. Engar lappir þurfa að brotna heldur einfaldlega að vera engu minni kaldrifjaðri heldur en andstæðingurinn.

Skiptingarnar í kvöld voru einnig spurningamerki. Fyrstu menn inná völlinn voru að koma úr kæru frá knattspyrnusambandinu kjánalega og úr mánaðarmeiðslum. Hefði Shaqiri átt að fá sénsinn fyrr miðað við stuðið sem hann hefur verið í? Í það minnsta þá kom lítið út úr skiptingum kvöldsins og í lokin virkuðu varamennirnir þreyttari inná vellinum en upphafsmennirnir.

Að lokum verður rætt um að við þurfum bara að vinna Napoli 1-0 á Anfield, en 2-1 er ekki nóg (útreikningana mun annast stigagjafarnefnd Eurovision). Kvöldin þar eru margfræg og rómuð og hver veit hvaða kapituli gæti verið skrifaður í okkar glæstu sögu á kvöldi sem slíku. Þannig er það bara. Knötturinn er hnöttóttur segir heimspekingurinn og innkastþjálfarinn líka. Báðir spakir spekingar. Hvur veit?

YNWA

48 Comments

  1. Ég held að við tökum Napoli heima. Við þurfum á Keita að halda til að pressa liðin. Eins og mér þykir nú vænt um Henderson, Milner og Wijnaldum þá eru þeir þrír ekkert að fara dóminera nokkurn skapaðan hlut.

  2. Klopp þarf að fara að læra að spila þrjá nákvæmlega eins miðjumen er ekkert sérstaklega gott í leikjum þar sem hitt liðið kann að sækja.

  3. Sjaldan séð jafn leiðinlegt lið og PSG. Leikaraskapur og egótripp á hæsta stigi. Vandræðalegasta augnablik fótboltans þetta árið þegar Neymar er að gefa áhangendum kódakmóment og boltinn rúllar framhjá.
    En við töpuðum, punktur. Því miður.

  4. Hvar í fjandanum er léttleikandi, hápressandi og markvissa liðið frá því í fyrra!!!!
    Alltaf þetta gauf í öftustu línu og ráðaleysi í sókninni… firmino gjörsamlega sást ekki í kvöld freka en sturridge sem kom inná fyrir hann.. wijnaldum skelfilegur í kvöld… í just don’t understand… psg voru ekkert risalega góðir frekar en rauða stjarnan síðast.. þetta er fyrst og fremst liverpool sem eru ekki að spila leikinn sinn…

  5. Muna bara að liverpool átti aldrei að fá viti. Þökk sé slökum dòmara!

  6. Afskaplega döpur frammistaða og áttum ekkert skilið úr þessum leik. Klopp hlitur að sjá það sem allir sjá af þessi miðja er steinfokkings geld. Ekki átti Shaq góða innkomu og Salah og Firmino virkilega slakir. Firmino að eiga furðulega lélegt start á þessu tímabili.
    En við eigum að geta tekið Napoli með 2 á heimavelli svo lengi sem geldur, geldari, geldastur spila ekki saman á miðjunni.

  7. Dugar að taka Napoli 1-0 eða 3-1 gagnvart útivallarreglunni sem kikkar inn núna.

    Annars hafa þessir 3 útivallarleikir verið hrottalegir og varla náð skoti á markið í 270 mínútur.

    Neymar á Soapie-verðlaunin skilið eftir þessa frammistöðu og dómarinn var varla boðlegur fyrir 5.flokk.

  8. og það er ótrúlega þreitandi hvað psg velta sér mikið uppúr grasinu vælandi við minnstu snertingu og hvað dómarin sá sjaldan í gegnum það, óþolandi leiðinlegt lið þetta ríkisstyrkta svindl lið sem er gjörsamlega ásamt city að eyðileggja evrópuboltann. Maður hélt að Chealsea væri skylgreiningin af millum í football manager og augljósri spillingu en þessi tvö lið eru búin að endurskrifa reglurnar í spillingu allmennum aumingjaskap.

    en ég er ekkert bitur…

    því við vinnum mafíuna í napoli með fjórum mörkum og sláum svo psg út í átta liða úrslitum.

  9. Neymar er ad spila fotbolta eins og hrokafullur unglingur. Thad ber enginn fotboltamadur virdingu fyrir svona rusli. Drasl.

    Hvenær ætla leikmenn Liverpool ad hætta ad senda boltann a Salah thegar hann er med mann nánast inní endatharminum a ser? Hver er tilgangurinn? Mer finnst enn og aftur vanta meiri hreyfingu i lidid an bolta til ad auka möguleika thess sem er med boltann, og til ad bua til svædi.

    Hlaup an bolta hja front three eru nanast engin og thess vegna er ekki vid midjumennina ad sakast ad finna tha ekki, thvi thad eru engin svædi til ad skapa neitt í!!

    Mer finnst Firmino virka ahugalaus…thad er eitthvad ad á theim bænum og hann virkar eins og hann se óanægdur eda threyttur.

    Eg er anægdur med Shaq sem backup en thad tharf meira. Vid erum ad spila alltof mikid a Mane, Firmino og Salah. Their byrja alla leiki og thad verdur ad setja sma pressu a tha med fleiri optionum – fa sma sense of urgency i thetta!

    Ad lokum. Domgæsla i dag er ordin halfgert grin. Thad er gult spjald a allt og svo thora menn ekki ad gefa rautt thegar fæturnir eru nanast teknir af mönnum. Thessi domari i kvöld var thvi midur ekki nogu hugadur i thetta verkefni. Thad tharf töffara til ad dæma latino-fotbolta, ekki svona taugahrugu.

  10. Við verðum að vinna napoli með tveimur mörkum…þeir unnu okkar 1-0 i fyrri leiknum og ef við vinnum 1-0 þa vinna þeir okkur a markatölu

  11. Tap í öllum útileikjum riðladeildar meistaradeildar. Alveg með ólíkindum að við eigum samt enn séns á að komast áfram. Þurfum að vinna Napoli 1- 0. Ef þeir skora á Anfield þá þurfum við hins vegar að vinna með tveggja marka mun. Risa, risa verkefni en alveg vel mögulegt.

    Sóknarleikurinn vægast sagt slakur í þessum leik. Hef verulega áhyggjur af Firmino, heldur illa boltanum og á mjög margar misheppnaðar sendingar. Hann átti stóran þátt í öðru markinu hjá Paris þear þeir breakuðu á okkur eftir að við misstum boltann. Eins og ég elska þennan leikmann þá er hann búinn að vera mjög slakur ansi lengi.

    Henderson fyrirliði var mjööög slakur í kvöld sem og miðjan öll í heild sinni. Sama með sóknarlínuna. Jæja, næsti leikur takk og það er enginn smá leikur. Everton á Anfield!

  12. #10 Rangt hjá þér. Ef við vinnum 1 – 0, þá eru bæði liðin með +2 í markatölu og við förum áfram heildarmarkatölu, þ.e. á fleiri mörkum skoruðum.

  13. PSG er náttúrulega mjög öflugt lið og er með menn sem geta sprengt upp flestar varnir í heiminum, en djöfull eru þeir óþolandi. Neymar, eins góður og hann er þá er hann naðra og svartur blettur í knattspyrnunni. Mbappé er augljóslega farinn að læra smá af Neymar þó bara oggulítið, Tiago Silva var farinn að sýna leiðinda takta í lokin og þessi Verratti … bara guð minn góður, hann var alltaf kominn að dómaranum að heimta gult spjald ef einhver datt, hélt reyndar að það væri í sjálfu sér gult að biðja um gult. Erfitt að pressa svona lið sem er með svona ógeðslega fljóta og flinkka menn framá við, en vörnin hjá PSV var oft frekar shaky þegar þeir fengu pressu á sig. Oft þegar boltinn var að detta niður fyrir utan teig hjá PSV þá kom það alveg upp í hugan hvað væri gott að hafa Gerrard akkúrat þar, það virðist enginn hafa sjálfstraust í að taka langskot. En hvað um það .. áfram gakk, næsti leikur hviss bamm búmm …. Y.N.W.A.

  14. Skelfileg þessi miðja þeir keyrðu yfir okkur í fyrri hálfleik skil ekki þrjóskuna í klopp stundum. Og til hvers var Lovren inná hann er bara góður í loftinu við vorum að mæta psg ekki burnley. trent er miklu betri en gomez í hægri bak og gomez er miklu betri en lovren í hafsent. hefðum ekki fengið seinna markið á okkur með gomez í hafsent. gini milner henderson miðjan er skelfileg og nánast alltaf þegar þessi miðja er þá er framlínan okkar slök. þetta er fyrsta skipti sem við töpum öllum útileikjum í riðli meistaradeildar klopp þarf að svara fyrir það. ég væri frekar til í að detta alveg út en að fara í evrópudeild en bæði yrði mikið högg á móral liðsins. við þurfum á krafti anfield að halda

  15. Jahérna.

    Við áttum eitt skot á mark. Eitt.

    Sóknarmenn okkar glataðir, eins og allt tímabilið hingað til.

    Miðjan. Ja, hvað getur maður sagt. Úff.

    PSG vildi þetta miklu meira og flestir okkar manna breyttust í mýs.

    En þetta var sorglega lélegt í fyrri hálfleik sem varð okkur að falli og betra liðið vann.

    Svo hvað varðar Henderson, þá getur hann verið mikilvægur í ákveðnum aðstæðum/leikjum, en hann er svo laaaaaangt frá því að vera nógu góður fyrir leiki á þessu leveli. Okkar langversti maður í fyrri hálfleik.

    Þurfum nú að vinna ítalskt topplið með tveimur mörkum til að komast áfram. Er í besta falli hóflega bjartsýnn.

    Áfram Liverpool!

  16. Slakur leikur hjá okkur áttum ekkert skilið út úr honum.Velti því samt fyrir mér hvað fær fólk til að halda upp á þetta PSG lið með þessa leimenn innanborðs.

  17. svona fór um sjóferð þá,, hefði viljað sjá sturridge sína smá baráttu 🙁

  18. Eitt um midjuna. Milner, Hendi og Gini eru allir leikmenn sem eru likamlega sterkir og kunna ad verjast – mjög enskir allir i sinum leik tho Gini se ekki Englendingur. Their spila safe bolta og gera fátt óvænt. Their hlaupa ekki mikid i hættuleg svædi, eiga erfitt med ad snua menn af ser eda bua til eitthvad i litlu svædi. Their spila fastan fotbolta og hafa ekki touch til ad lida bærilega i litlum svædum.

    Eg geri mer grein fyrir ad front three eru ekki ad bua til mikil svædi til ad spila inní, og gera thannig midjunni erfitt fyrir, en thad verdur samt ad vera einn gæji a midjunni sem er med betri tækni og meiri hrada en hinir.

    Eg tel ad thetta (vöntun a hreyfingu an bolta og stird midja) se thad sem Klopp vísar í thegar hann talar um ad thad se audvelt ad verjast Liverpool.

  19. Bara það að dómarinn ætlaði í alvörunni að dæma aukaspyrnu á 110% víti segir manni bara hversu mikil peningaskítafýla er af þessu psg-liði.
    Við klárum þetta heima, eins og venjulega, vonandi verða Ítalirnir í höggheldri rútu!

  20. Veit samt ekki alveg afhverju ég skipti úr PSG í PSV en það var ekki ætlunin, bara hafa það á hreinu 🙂

  21. Moment kvöldsins eiga andri fyrir að ræða um psv og svo t.silva fyrir að meiðast utanvallar en hlaupa aftur inná til að hrinja niður í grasið þar.
    Svo væri ég til í að sjá skot á mark tölfræði milli þessa tímabils og þess síðasta… finnst ekkert vera að frétta frammi lengur

  22. Hendeson ? ofmetnasti miðjumaður í evrópu, munið orð mín , Liverpool vinnur ekkert, aldrei með hann sem lykil miðjumann og fyrirliða. Fiminio, mane og Salah geta ekki bæði verið í færunum og skapað þau. Hvaða lið finnur ógn af Henderson .

  23. Þvílíka vælið sem er í mörgum hérna. Liverpool tapaði leiknum og eru búnir að vera hrikalega lélegir í öllum þremur útileikjum liðsins í Meistaradeildinni, ekki gleyma samt að þessir þrír miðjumenn sem byrjuðu leikinn í dag byrjuðu allir á móti PSG á anfield í leik sem við vorum miklu betri og unnum. Alveg skelfilegt að lesa hvað menn eru alltaf fljótir niður á jörðina eftir slappa leiki en fagna gríðarlega þegar það koma sigrar, í guðanna bænum styðjiði við liðið sama hvort það tapi eða sigri, við erum að tala um Liverpool, lið sem hefur ekki unnið neitt síðan 2011, við erum taplausir í deildinni og ef við vinnum Napoli 1-0 á ANFIELD, þá erum við áfram. Er nokkuð viss um að flestir hafi tekið það fyrir mót. Það var nákvæmlega allt skiljanlegt við uppstillingu Klopp í þessum leik, sama miðja og seinast( Keita verið slakur, Fabinho líka verið slakur) og hann var aldrei að fara henda Shaqiri á miðjuna eða Firmino á útivelli gegn einu dýrasta liði heims sem með tapi hafi dottið út, Gomez í hægri bakverði gegn Neymar í staðinn fyrir Trent sem hef verið allt annað en stöðugur fyrir okkur á þessu tímabili. Reynum nú að vera svollítið jákvæðir og peppa þetta lið, er viss um að öll þessi neikvæðni hjálpar bókstaflega ekki neitt. Það þarf alltaf að finna einhvern sökudólg og það er alveg óskiljanlegt, liverpool stuðningsmennirnir mæta brjálaðir til leiks á ALVÖRU meistaradeildakvöldi í Desember þar sem við neglum þetta Napoli lið og förum skellihlæjandi í 16 liða.
    Kveðjur.

  24. Veit ekki hvort var verra frammistaða okkar manna eða hversu margar mínutur PSG menn lágu grenjandi í grasinu.

  25. Pirrings Powerranking eftir leik:

    1. Neymar
    Góður árangur hjá Neymar að hafa bæði dómarann og Zoomlander en þetta er án vafa mest pirrandi leikmaður í fótboltanum og hreinlega með ólíkindum að dómarar láti hann plata sig ennþá. Hann er jafvel þekktari fyrir leikaraskap en kataríska verðmiðann. DiCaprio var í stúkunni í kvöld en samt bara næstmesti leikarinn á staðnum.

    2. Dómarinn
    Vonandi hans vegna var honum mútað vel fyrir leik. Þetta var það langversta í vetur, ekki bara stóru atvikin heldur eiginlega allt bara.
    a) Hvernig er þetta ekki beint rautt á Veratti? Það eru 27 dómarar á vellinum og sá bara enginn brotið?
    b) Hann dæmdi horn þegar Ó María braut á Mané.
    c) Gula á Gomez var leikurinn í hnotskurn enda nýbúið að halda Salah á sama hátt hinumegin.
    d) Aukaspyrnan sem Neymar fékk fyrir að skjóta óáreyttur á markið.
    Það var nákvæmlega ekkert samræmi í leiknum og hann réttilega aðalumræðuefnið eftir leik ásamt Neymar sem var með hann í vasanum. Liverpool var alveg nógu lélegt til að tapa leiknum en þetta var viðbjóður í ofanálag. Fimm mínútur í uppbótartíma var svo hlæilegt.

    3. Zoomlander
    Kannski er þetta partur af heildarpirringi eftir leik en einu sinni klikkaði myndatökumaðurinn frá RÚV sem átti að taka upp leik Selfoss og einhvers liðs sem skiptir ekki máli. Meistari Magnús Hlynur var fenginn til að hlaupa í skarðið en var of lofthræddur til að fara upp í loft á vinnulyftunni og úr varð frekar skondið sjónarhorn á helstu atriðum leiksins. Ég er ekki frá því að sama vandamál hafi komið upp í París í kvöld og Magnús Hlynur þeirra frakka kann ekki alveg á Zoom-ið. Þar fyrir utan sá ég meira af Tuchel en seinni hálfleik. Hjálpaði ekkert í Dómara/Neymar pirringnum.

    4. Þessi miðja hjá Liverpool
    Ég sagði það fyrir leik og hef sagt þetta fyrir aðra leiki og vel flestir sem aðgang hafa af twitter hafa komið inn á þetta, en fer þetta ekki að veraða komið gott af þessari steingeldu miðju? Liverpool hefur varla átt skot á markið í þessum útileikjum í Evrópu og sköpunin er litlu skárri oft á tíðum í deildinni. Dan Kennett tók saman þá leiki sem þessir þrír hafa spilað saman.


    Hann gleymdi WBA leik sem á að koma milli Roma og Everton, fór 2-2.
    Vonandi verður þetta aldrei aftur byrjunarlið Liverpool á miðjunni. Keita, Fabinho og Shaqiri VERÐA að fara festa sæti í liðinu og stórbæta leik liðsins framá við. Höfum séð glimpse frá þeim öllum í þá átti.

    5. T. Silva
    Langbesti leikmaður vallarins í kvöld en litlu skárri þegar kemur að leikaraskapnum. Hann og Mbappe komust t.a.m. báðir upp með það að feika meiðsli fyrir utan völlinn og koma sér inná til að dómarahálfvitinn stoppaði tímann án þess að svo mikið sem gefa þeim viðvörun.

    6. Gomez ekki í miðverði.
    Saknaði bæði Gomez í miðverði, sérstaklega í þessum leik og klárlega Trent í bakverði. Það var hellings pláss á vængjunum sem var illa nýtt í kvöld.

    Listinn er ekki tæmandi

  26. Ömurlegt. Djöfull sem ég þoli ekki menn sem vinna ekki fyrir kaupinu sínu.

  27. Leikskýrslan er fullskrifuð og komin inn félagar. Þar kennir ýmissa grasa og endilega rennið yfir með skoðannaskipti hér á kommentakerfinu í huga.

    Beardsley

  28. Hversu oft hafa SEX leikmenn Liverpool fengið gult spjald í einum og sama leiknum?

    Á meðan PSG vann sannkallaðan „leiksigur” og fékk bara tvö gul…

  29. Ertu í alvöru að eyða tíma í að gagnrýna Virgil Van Dijk, hvað ertu eiginlega að reykja þarna?

  30. Tapið skrifa ég algjörlega á þvermóðskulega miðju uppstillingu Klopp. Þessi ást hans á Henderson er að fara illa með liðið að mínu mati. Miðjan náði illa að tengja við sóknina sem svo náði ekki að skila neinu. Henderson ætti ekki að sjást með fyrirliðabandið í svona leikjum og Shaqiri ætti að vera í byrjunarliðinu. Uppstillingin á miðjunni benti til þess að Klopp ætlaði að halda hreinu og bara spila upp á jafntefli, en það mistókst herfilega allt saman. Að tapa öllum útileikjum í riðlakeppni meistaradeildar er til háborinnar skammar fyrir Jurgen Klopp. Ég er drullu svekktur.

  31. Eftir höfðinu dansa limirnir…
    Eftir að hafa horft á Tuchel meira en leikinn í seinni hálfleik, þá er augljóst að PSG hafa fundið sinn mann í Tuchel. Algjör vælukjói og ekki á minna kalibreri en Neymar og Verratti.
    Ekkert skrítið að þeir hafi ekki kunnað að meta heiðursmann eins og Ancelotti…

  32. Þetta Liverpool lið hefur ekkert getað eftir að zeljko buvac fór frá þeim.og það er bara staðreynd.

  33. Það voru þrír miðjumenn keyptir fyrir þetta tímabil, þeir Shaqiri, Keita og Fabiniho. Leikurinn í kvöld sýndi bersýnilega afhverju þar sem sköpunin var ekki mikil hjá þessum annars góðu leikmönnum sem Hendo, Milner og Winjaldum eru, þeir eru bara of áþekkir.
    En ég er feginn að við töpuðum þessum leik í kvöld því þegar við vinnum Napoli dramatískt í lokaleik einhverntíman á 80 + mínutu verður bara svo gaman og öllum verður sama um þennan leik. Mark my words!

  34. Það hlýtur nú að vera framfaramerki ef aðdáuendur fara að grenja þegar menn tapa á útivelli gegn einu ríkasta liði heims með Cavani, Neymar og Mbappe í framlínunni. Við hljótum þá að vera orðnir ansi góðir.

  35. Hahaha helginn #41 segir allt sem segja þarf!!

    Gæti ekki verið meira sammála! Horfið á þetta í réttu samhengi drengir.

    Annað, ætlar enginn að tala um það hvað við eigum GEGGJAÐAN MARKMANN!!!
    Þessi leikur hefði farið 5-1 með Mignolet eða Karius í markinu.. já eða hverns sem er!!!
    Verum þakklátir fyrir það sem er gott

  36. Nr 29

    Ef við erum ekki óánægðir með lélega spilamennsku , rangt byrjunarlið , tapa öllum útileikjum og eiga ekki skot á mark í öllum 3 (fyrir utan vítið) þá erum við Everton. Við erum Liverpool við ætlumst til að liðið sé sigursælt og spili flottan og skemmtilegan bolta. Ég elska að við erum brjálaðir yfir að tapa útileik á móti psg sýnir hvers langt Klopp er búinn að taka okkur. Við megum alveg gagnrýna Klopp þegar hann gerir mistök. Ég elska Klopp en hann var með Keita sem valdi okkur framyfir bayern og barca , fabinho sem atletico , psg og scum vildu , trent best u21 hægri bakvörð í heimi á bekknum. Besta hafsentapar deildarinnar var sundrað. Keita og fabinho þurfa að fara spila saman í 2 manna miðju. Bobby ,shaq,keita og gini geta verið í tíunni. Og hendo , milner og gini geta leyst af á miðjunni þegar á þarf að halda en þessir 3 eiga aldrei aftur að spila saman á miðjunni. Ég elska Liverpool og mun alltaf styðja þá en mun aldrei vera ánægður ef liðið spilar undir getu eða leiðinlega. Ef við höfðum spilað vel og tapað þá væru menn ekki óánægðir heldur stoltir því við gerðum okkar besta. Við erum Liverpool

  37. Nr. 43

    Auðvitað eiga menn að vera ósáttir með slappa frammistöðu og þrjú útivallartöp í Meistaradeildinni, annað væri óskiljanlegt. Það sem ég var að meina að það þarf alltaf að finna einhvern einn sökudólg, eða í gær marga, þessi var glataður, af hverju spilaði þessi ekki, lélégt hjá Klopp og fleira. Eins og ég sagði uppi, við vorum að keppa við PSG á útivelli, sem þekkja það aðeins betur að sigra leiki og deildarkeppnir heldur en við, þó að við náðum góðu rönni í fyrra í Meistaradeildinni.

    Auðvitað væri óskandi að geta breytt liði eftir á, en við erum ekki að spila Football Manager, ef við hefðum verið að spila hann þá auðvitað hefði Trent byrjað, Keita verið frábær í uppspilinu að finna okkar menn frammi og Fabinho að passa þessa vörn eins og honum einum er lagið! En því miður er þetta ekki tölvuleikur og þó að þeir kostuðu mikinn pening að þá eru þeir bara langt á eftir áætlun. Þó að Trent hafi skorað fyrir England og beint uppúr aukaspyrnu fyrir okkur, þá er Gomez töluvert betri varnarmaður og hraðari, tekur lengri innköst og hefði ég alltaf treyst honum frekar en Trent á móti Neymar. Lovren og van Djik hafa verið virkilega flottir síðan hann kom í jan og alveg vel skiljanlegt að hann vildi hafa sína 4 sterkustu varnarmenn í þessum leik.

  38. Ég spila ekki football manager. Þessi miðja skapar ekki neitt. Keita gerði meira á 20 mín en öll miðjan til samans í þessum leik. Psg vildu ólmir kaupa fabinho eftir að hann slátraði miðjuna þeirra. Lið keyra yfir þessa miðju. Og með Gomez eru við orðnir stoke núna ?

  39. Nú spyr ég náttúrulega eins og asni en er þessi vonlausa miðja ekki sú sama og var svo frábær á síðasta tímabili?

  40. #44

    “Keita gerði meira á 20 mín en öll miðjan til samans í þessum leik”

    Ég er ekki ósammála þér í því sem þú skrifar en Keita kom inná þegar PSG voru hættir að spila og byrjaðir að tefja, ég er ekki viss um Keita hefði litið svona vel út í fyrri hálfleik þegar PSG vann leikinn.

  41. Nr 45

    Þessi miðja var frábær með ox og can í henni.

    Þessi nákvæma sama miðja var ömurleg í 135 mín gegn roma og skelfileg í úrslitaleiknum. Eftir að can og ox meiddust þá hefur miðjan lítið sem ekkert skapað öll tölfræði sýnir það.

  42. Dæmum frammistöðuna og liðið eftir leikinn við Napoli – ef við vinnum þann leik og komust áfram þa erum við bestir og Klopp snillingur og allir sáiir. Það var vitað að þetta yrði erfiður riðill og úrslitin mundu ráðast í lokaumferðinni. Síðan vinnum við Everton á sunnudaginn. Sjaldan verið eins bjartsýnn fyrir einn leik, þetta Everton lið getur ekki neitt, tökum fast á Gylfa og þá er leikur liðsins hruninn.

Byrjunarliðið á Parc de Princes

Borgarslagur um helgina