Við mætum Standard Liege í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikirnir verða 12/13. ágúst og þeir seinni 26/27. ágúst.
Við spilum fyrri leikinn úti og er ekki hægt að segja annað en að við getum bara verið vel sáttir með þennan drátt.
Hægt er að sjá allan dráttinn hérna: Champions League draw
Leikur umferðarinnar: Schalke 04 vs. Athl. Madrid! Ég er hræddur um að aðstandendur þessara liða hljóti að spyrja sig hvað í fjandanum þeir hafi gert til að hljóta þessi örlög. En Standard Liege er fín byrjun og vonandi verður Barry orðinn leikfær.
Var að fylgjast með drættinum á heimasíðu uefa, við getum verið mjög sáttir með að fá standars liers.
stórleikurinn umferðarinnar er schalke – Atletico madrid.
Það steinliggur. 🙂
Besta mál. Þokkalega lélegt lið og ekkert svakalega langt ferðalag. Og snilldin er auðvitað að það eru örfáir dagar í jólin.
Flottur dráttur, eigum að klára þetta – ekki síst þar sem fyrri leikurinn er á útivelli. Feginn að sleppa við Atletico og Galatasaray.
Ég hlakka nú mest til að sjá lærisveina McLaren í Twente mæta Arsenal……
vitið þið hvenær leikmanna glugginn lokar á englandi?
Evrópukeppni félagsliða: FH – ASTON VILLA!
Eigum við eitthvað að ræða þetta? Spurning hvort Gareth Barry verði með. Nú á ég enn meiri hagsmuna að gæta í að vona að Liverpool kaupi hann. Það styrkir Liverpool og veikir Aston Villa fyrir heimsóknina á Frón.
Mín spá: 3-1 hérna heima og 1-1 úti. Atli vinur minn Guðnason skorar öll mörk FH í einvíginu. 🙂
Okei, getum við þá mætt í Kaplakrika og púað á Martin O’Neill? 🙂
Mætum með Liverpool fánana á völlinn og eggjum Martin O´neill. Þá verður MON niðurlægður og FH fær sektina, það gæti ekki verið betra 😉
Geir, ekkert svona! Við FH-ingarnir viljum engin aðskotadýr í vandræðaviðskiptum í Krikanum. Við erum fullfærir um að sjá um að eggja MON sjálfir. 🙂
Sko, FH er strax farið að spila lykilhlutverk í deilu Villa og Liverpool um Barry:
🙂
Ég held að við höfum verið bara alveg prýðilega heppnir með mótherja þetta árið, ætli belgarnir séu ekki svipaðir að getu og Toulouse svo ef allt er eðlilegt ættum við að komast án teljandi vandræða í riðlakeppnina. Um FH – Villa er svo lítið að segja, verði Barry ekki kominn til Liverpool fyrir þessar viðureignir heimtar hann án vafa sölu eftir þær því ekki sættir hann sig við að vera án alls evrópubolta í vetur.
Sama hvað hver seigir þá er þetta pottþétt..Standard á ekki að eiga séns,EN það er eins og alltaf með Liverpool að þeir þurfa að búa til svona extra spennu fyrir okkur stuðningsmenn,þannig að fyrri leikurinn fer væntanlega 1-1 og svo tökum við seinni 3 til 4-0