Klopp hefur valið byrjunarliðið fyrir grannaslaginn sem hefst innan skamms. Það er ekki margt óvænt í þessu vali hans og eru tvær breytingar frá því í síðasta deildarleik þar sem Henderson er í banni og Fabinho kemur inn í hans stað og Gomez kemur inn í stað Lovren.
Svona lítur þetta út:
Alisson
Trent – Gomez – Virgil – Robertson
Wijnaldum – Fabinho – Shaqiri
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Lovren, Keita, Milner, Sturridge, Moreno, Origi
Líklega verður þetta stillt upp sem 4-2-3-1 og Fabinho og Wijnaldum saman á miðjunni og Shaqiri hluti af þessum þremur fyrir aftan fremsta mann. Mér líst ágætlega á þetta lið og get ekki mikið kvartað yfir því.
Everton er með óbreytt lið frá síðasta leik og er það nokkuð sóknarsinnað, það má búast við ólíkri nálgun Everton í þessum grannaslag en við höfum séð síðastliðin ár.
Mikilvægur leikur framundan og Liverpool þarf að gera betur en þeir gerðu í Paris síðastliðin miðvikudag.
Hefði viljað sjá Keita byrja …, frekar en Fabinho :). Koma honum í gang fyrir Napoli og betri sóknarlega fyrir þennan leik.
Er einhver með link á leikinn
blabseal.org/frodo
Frábær markvarsla, en eigum við að ræða viðbrögðin hjá Gomez?
Vantar bit í liðið frammi verður að fá meiri hraða i spilið og meiri hreyfingu á fremstu 3
Getur einhver farið í hálfleik og hent Kidda Kern út úr stúdíóinu ???
Sko, ég er ekki að segja hann eigi ekki að byrja og hann er alltaf en líklegur svosem… en Salah er bara ekki sama leikmaður og hann var á síðasta tímabili. Bara langt í frá. Þessi leikur getur farið hvernig sem er… vina þetta detti með okkur annars er öll von úti.
Sóknarleikurinn ekki að smella saman hjá okkur, alltof mikið af feilsendingum. Seinni hálfleikur verður að vera miklu betri, ég vill sjá Milner koma inná, og Keita líka, Saqiri er komin með gult spjald, og fer örugglega útaf fljótlega.
Er mikið að biðja um lýsanda sem er Smá skemmtanagildi ? Við erum jú að borga aðeins fyrir þetta
auglýsi hér með eftir Roberto Firmino gerðu það farðu að vakna
Gunnar, mér finnst Kiddi Kjærn allavega betri það sem af er leiks en Firmino.
Auglýsi eftir miðju liðsins. Guð minn góður þessi Fabinho.
Sama skita og sama máttlausa Liverpool sem maður er búinn að horfa á síðstu leiki og hvað í andskotanum kom fyrir Salah og Firminio?
Everton er búið að vera miklu betra lið í þessum leik og við erum bara heppnir að vera ekki búinir að fá mark eða mörk okkur. Andskotans helvítis fucking fuck!
Verðum að fara nýtta hornin miklu betur, annar hver bolti fer ekki yfir fyrsta mann. légleg aukaspyrna, en við höfum jú fengið færi einnig Everton. staðan gæti avleg verið 3-2 fyrir lfc.
Það er einhver lfc grýla á annfield í dag svona miðað við færin sem Arsenal skoruðu úr, lak allt inn þar.
Liverpool þarf að herða sig í vörninni líka, Everton er alveg að fá færi osfrv. hlýtur að detta inn mark hjá okkur í seinni. hef fulla trú
2-1 og Gylfi með mark en tapar samt.
ynwa.
Alltaf sama vælið hérna þegar það gengur ekki allt upp.
Eigum við ekki að leyfa þeim að klára þennan leik, þetta er derby leikur með mikið undir og mér finnst þetta bara stórskemmtilegur leikur
Winjaldum er geldur á miðjunni og allt spil sem fer í gegnum hann fer alltaf til baka, alltof oft útúr stöðu, útaf með kauða… þeir sem rakka fabinho niður eiga að fá sér eh með þeirri vitleysu eða hætta að reykja það sem þeir reykja, eini sem fer í einhverjar tæklingar og er búin að vera flottur. Ég vil samt sjá Firminho framar, hann er alltof djúpt niðri. Annars er Allison geggjuð kaup og loksins erum við með heimsklassamarkmann 😀
Stefán#11. Þeir eru svona á pari
Salah með færri snertingar en Alisson í fyrri hálfleik. Hörmung.
En setur vonandi 1-2 í seinni.
3 svar sinnum einn á móti markverði og bara einu sinni hefur markvörðurinn þurft að verja það er mjög lélegt.
Skiptingu, inná með Sturridge og Keita. Verður að friska upp á leikinn…
#17 Já Gunnar, en Firmino er á öllu hærri launum.
Jæja, Wijnaldum tekinn við af Henderson sem Mr. Backpass.
Keita inná í staðinn?
Ég væri til í það.
Ooog… Keita kominn!
4-3-3?
Flott að fá sturridge inn fyrir salah einhver slappasti leikur sem salah hefur haft i liverpool treyju að mínu mati.
Þreyta í mönnum eftir PSG.
Sorry en hver var svo sniðugur að setja Manchester dómara á svona leik ?
Firmino er nú ekki beint sprækur heldur. Væri ágætt að geta hent Harry Wilson eða Curtis Jones inn í staðinn.
Með ólýkindum að taka Sala og Shaqiri af velli. Þetta eru þeir leikmenn sem geta klárað leikinn.
Origi að koma inná.
OMFG! maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta.
Djöfull erum við lélegir.
Hann spjaldar bara ekki Everton menn
Origi! ERTU EKKI AÐ GRÍNAST HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI Í HAUSNUM Á KLOPP.
Hendi víti á Gylfa
#31. Sýnist nú bara Origi vera buinn að hrista vel upp í leikinum. Hefði nú viljað fá víti á Gylfann þarna áðan.
Ömugurlegt ef við fáum bara 1 stig út úr þessum leik.
Afhverju að gagnrýna það að origi kemur inná buinn að vera sprækur eftir að hann kom inná
Origi búinn að gera meira á nokkrum sekúndum heldur en Firmino gerði allan leikinn og Gylfi á framtíðina fyrir sér sem markvörður Everton.
Er til of mikil mæls að gera þá kröfu á stöð2 sport að setja óhlutdrægan lýsanda á leikinn!
Jáááááááááááááá fokk já Origi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hver er að borða Ullarsokka?
OMG, SHIT!!!!! OOOOOOOOORIGI!!!!
Bannað að tala illa um Origi krakkar mínir!
Jæja eigum við að gagnrýna origi meira
Svona á að vinna the blue shite!!!
Origi balon do´r winner (staðfest)
Öruggt allan tímann! 😀
hahahhahahahhahahha!!!!!!!!!!!
#31 éttu drullusokk hahahahahaha
#31 haha
#31 Éttu kasúldinn sjórekinn ullarsokk.
Hvernig væri að treysta Klopp ?
Sýnist hann hafa rétt fyrir sér ?
Sagði td að Origi væri búinn að vera frábær á æfingum og alltaf jákvæður..