Hið gullfallega og jafnframt forljóta mark Divock Origi gegn Everton á sunnudaginn var fullkominn súmmering á þessu tímabili hjá Liverpool. Stuðningsmenn voru orðnir pirraðir og byrjaðir að missa von, Van Dijk neglir í boltann og vonin tapast en svo gerist kraftaverk og ólíklegasta hetjan á vellinum nær að pota honum inn og en og aftur vinnur Liverpool.
Divock Origi er búinn að spila 72 mínútur í deildinni á árinu og komin með mark og stoðsendingu sem verður að teljast ansi gott fyrir leikmann sem sumir héldu að væri á láni, svo gleymdur var hann. Belginn er langt frá því að vera eini leikmaður liðsins sem hefur stígið upp það sem af er tímabils. Maður er ótrúlegt en satt farin að vona (allt, allt of snemma) að hann muni leika mikilvægt hlutverk hjá liðinu í vetur.
Núna er rúmlega þriðjungur liðin af tímabilinu og Liverpool eru taplausir í deild. Liðið er að spila bestu vörn sem það hefur spilað á úrvalsdeildartímanum, er með hæsta stigafjölda á því tímabili og aðeins þrjú lið í deildinni hafa skorað fleiri mörk það sem af er tímabils. Þetta þrátt fyrir erfiðasta leikjaprógramm toppliðanna og þrátt fyrir að vera í dauðariðli í Evrópu. Þar hefur árangurinn ekki verið jafn glæsilegur, en þrátt þrjú ömurleg klúður á faraldsfæti eru örlög liðsins enn þá í eigin höndum.
Stuðningsmenn ættu að vera svo miklu kokhraustari en þeir eru. En þeir eru það ekki og þegar það leit úr í smá stund út fyrir að liðið myndi missa stig gegn Burnley var maður næstum búin að afskrifa tímabilið. Sem er náttúrulega fáránlegt.
Það á eftir að koma í ljós hvort þessi díssæti sigur á bláa liðinu og endurkoman gegn Burnley breyti umræðunni í kringum liðið, en ég á ekki von á því. Öll stemning stuðningsmanna virðist vera blanda af varkárni og neikvæðni nema rétt eftir sigranna. Maður fann það hjá sjálfum sér þegar Burnley skoraði í gærkvöld. „Jæja, það hlaut að koma að því að gamla Liverpool myndi detta inn, missa stig gegn liði fallbaráttu…“ og svo framvegis.
Þá setti liðið loksins í hærri gír og Klopp gerði svolítið sem hann hefur ekki verið þekktur fyrir, gjörbreytti leiknum með skiptingum. Það eru ekki bara leikmenn sem eru að batna hjá Klopp, ég held að flestir séu sammála um að hann sé orðin betri þjálfari en hann var þegar hann tók við liðinu.
Maður skynjaði það strax í upphafi tímabils að menn vildu ekki endurtaka vonbrigðin 2013-14. Í byrjun var smá vígareifur yfir mönnum. Síðan þá hefur stemningin hægt og rólega súrnað og satt besta segja myndi maður stundum halda að liðið væri um miðja deild. Rauðu mennirnir hafa samt sýnt það ítrekað að þeir tapa ekki svo glatt og núverandi stigasöfnun myndi skila þeim vel yfir 90 stiginn í lok árs. Hvað veldur því að við erum svona ófær um að njóta þess að sjá liðið sigra hvern leikinn á fætur öðrum?
Vörn vinnur…
Einhver hluti ástæðunnar er hinn nýi leikstíll liðsins. Pressan hefur færst aftar á völlinn, liðið treystir meira á vörn og sóknarleikur liðsins er ekki sama brjálaða flugeldasýning og þegar leið á síðasta tímabil. Hvað er langt síðan að Liverpool lið gat treyst vörninni sinni? Allavega áratugur. Síðast þegar liðið reyndi við deildartitilinn var óopinbert mottó liðsins „F*** it, við skorum bara fleiri en þeir.“ Síðustu ár hefur leikur liðsins byggt á sókn, þegar liðinu hefur gengið vel hefur það verið vegna þess að sóknarleikurinn var svo góður að hann bætti upp fyrir brothætta vörn og meðalgóða markmenn. Liðið þarf að spila þessa fanta vörn lengi til þess að stuðningsmenn hætti að vera með hjartað í brókinni í hvert sinn sem andstæðingur fær horn.
Það eru tvær stórar ástæður fyrir nýfundnum gæðum bakatil en brassinn í rammanum og hollenska tröllið eru ekki það eina sem hefur breyst. Trent og Robbo hafa spilað meira eða minna frábærlega síðasta eitt og hálfa árið og leikskipulagið gengur meira út á að stjórna leiknum og kæfa hann en það gerði þegar Klopp byrjaði. Þjóðverjinn geðþekki er að fikra sig í átt að jafnvægi milli sóknar og varnar, ætla ekki að segja að það sé orðið fullkomið en það er teikn á lofti um að það sé alveg að finnast. Ef honum tekst að finna rétta blöndu milli sóknar og varnar verður liðið því til næst ósigrandi.
Smá útúrdúr: Mér finnst Klopp ekki fá nóg hrós fyrir hvernig hann hefur bætt varnarleik liðsins. Man einhver eftir því, í einhverri liðsíþrótt nokkur tímann, að lið hafi tekið sinn lang stærsta veikleika og ekki bara lagað hann, heldur gert hann met góðan. Á innan við ári. Vörn Liverpool er ekki bara góð, miðað við fyrsta hluta þessa tímabils er hún ein af bestu vörnum í sögu efstu deildarinnar. Þessi umbreyting er ótrúleg. Það er ekki furða að það taki smá tíma að venjast henni.
Katalónski fíllinn í herberginu.
Við vitum öll ástæðu þess að við púllarar erum ekki bjartsýnni en raun ber vitni. Hann er 47 ára, fæddur og uppalinn í Barcelona og stýrir lang dýrasta liði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Pep Guardiola.
Það er ekki City sem slíkir sem eru að skelfa deildina, þeir eru búnir að vera eitt af bestu liðum deildarinnar í mörg ár án þess að vekja núverandi óhug hjá andstæðingum sínum. Pep er búin að breyta þeim í mulningsvél. Flest lið sem mæta þeim þessa daganna eru búin að gefast upp áður en þau koma inn á völlinn.
Það er ekki að ástæðulausu að Pep og lið hans vekja þennan ótta í andstæðingum sínum. Síðan hann byrjaði að þjálfa aðallið Barcelona árið 2008 hefur hann tvisvar ekki unnið deildina sem hann spilar í og til þess að sigra hann setti Real Madrid stigamet. Þar ofan á bætast tveir meistaradeildar titlar og ógrynni minni bikara. Hann hefur alltaf fengið í hendurnar frábæran efnivið og alltaf gert liðin að skrímslum. Ef núverandi stigasöfnun heldur áfram mun liðið bæta frammistöðu sína frá því fyrra og enda með 103 stig. Ekki að ég að segja peningarnir sé ástæðan fyrir árangri hans, hann fær fjármuni vegna þess að hann hefur sýnt að hann kann að nota þá.
Það eru ekki mörg spurningarmerki yfir City. Öll lið segjast vilja vinna allt sem er í boð, City segir það og maður trúir því að þeir geti það. Að vinna þrennu (eða fernu) á Englandi er miklu erfiðara en á Spáni eða Þýskalandi en eins og stendur er það raunhæft markmið fyrir City.
City komu inn í þetta tímabil af krafti og hafa haldið honum. En það er hrikalega erfitt að halda þessum geggjaða gír sem þeir eru í, stóra vonin er að þegar þeir eru komnir djúpt í Evrópu og bikarkeppnum detta þeir aðeins niður.
Þeir hafa líka sjaldan þurft að elta lið í toppsætið síðan Pep tók við þeim. Hver veit, ef þeir ná að misstíga sig í jólageðveikinni og Liverpool skýst upp fyrir þá mun það fara að hafa áhrif á hausinn í þeim. Við sáum það í byrjun tímabils að þeim líður ekki vel í öðru sæti, það hlýtur að vera ótrúlega pirrandi fyrir leikmenn liðsins að líta yfir öxlina á sér og sjá okkar menn alveg ofan í hálsmálinu á þeim. Þessi tvö lið eru að draga fram það besta í hvor öðru.
Hvað næst?
Það er hægt að gera ótrúlega langan lista yfir það sem gengur vel hjá Liverpool. Vörnin er það augljósasta og vörn vinnur titla. Sturridge og Origi eru betri menn til að eiga sem varaskeifur en flest lið geta státað af. Fabinho og Keita spiluðu báðir frábærlega í vikunni og munu væntanlega bara vaxa í sínu hlutverki. Salah er með 7 mörk og fimm stoðsendingar og það á að heita lægð. Mané virkar hættulegri en í fyrra. Milner eldist eins og vín og Klopp er ótrúlegt en satt að verða betri þjálfari. Liðið er að vinna leiki jafnt fullkomlega verðskuldað og líka öðru hverju leiki sem fyrir ári hefðu dottið í jafntefli. Anfield er orðin raunverulegt virki. Alisson.
Það stærsta jákvæða er samt að liðið er að batna. Við ættum að vera að detta inn í 2013-14 stemninguna. Við ættum að vera kokhraust. En við erum það ekki, ekki ennþá allavega. Þess vegna er þetta tímabil svo furðulegt. Katalóníski snillingurinn er að halda henni niðri hjá okkur. Það er ótrúlega skrýtið að fagna sigri leik eftir leik og líta svo á töfluna og hugsa „Andskotinn sjálfur.“
Ég ætla að vera svo mikil Pollýanna að segja að það sé gott að liðið sé ekki með fyrsta sætið og þurfi að elta. Pressan á að vinna deildina er meiri hjá Liverpool en hjá nokkru öðru liði. Ef hún fengi marga mánuði til að byggjast upp grunar mig að hún yrði einhverjum leikmönnum liðsins óbærileg. Eins og stendur er liðið ekki að eltast við titilinn, það er að elta City. Sem er fáranlega erfitt en líklega auðveldara andlega en að eltast við 28 ár af vonbrigðum.
Núna eru tveir leikir búnir af jólageðveikinni. Tölvan sem gerði leikjaprógrammið gerði okkur enga greiða frekar en fyrri daginn en það eru fleiri en við sem eiga erfitt prógramm. Klopp sýndi það í fyrra að hann er orðinn betri í að rótera hópnum, nú þarf hann að sýna að hann getur komið liðinu í gegnum desember og síðan haldið dampi inn í nýja árið. Ef liðið er enn þá á hælunum, eða jafnvel komnir yfir City í janúar mun trúin fara að gegnumsýra stuðningsmenn liðsins.
Við vitum öll hvernig Anfield er þegar mikið er undir, ég myndi engan annan heimavöll frekar hafa þegar kemur fram á vor. Hægt og rólega mun umræðan umbreytast úr „geta Liverpool haldið í við City“ og í „geta City haldið þetta út.“ Tala nú ekki um ef Liverpool fer að finna gírinn sem við sáum í lok Burnley leiksins aftur og aftur.
Að Liverpool séu ekki efstir eftir þessa fyrstu fimmtán leiki er fáránlegt. Að City séu ekki stungnir af eftir sína fyrstu fimmtán er líka fáránlegt. Til að vinna titilinn í ár mun líklega þurfa svo gott sem stigamet og liðið í öðru sæti mun að öllum líkindum vera lang stigahæsta lið í öðru sæti í sögu deildarinnar. Þetta er fáránlegt tímabil sem stefnir í að verða æsispennandi fram í maí.
Það væri rangt að vera sigurviss núna, en það er verra að geta ekki notið vegna þess að maður heldur að eitt jafntefli muni eyðileggja allt. Þetta lið er eitt það besta sem spilað hefur á Anfield og það verða fleiri „OOOOOOOORIGI“ augnablik. Hvort það dugar til verður að koma í ljós, en hrikalega er þetta búið að vera gaman hingað til ekkert að gera nema njóta.
Það held ég nú og með þessu kynnum til leiks nýjan meðlim í Kop.is pennahónum, meistara Ingimar Bjarna og bjóðum hann hjartanlega velkominn.
Þessi líka eðal jómfrúarræða!
Skemtileg og vel skrifuð grein, verður gaman að fylgjast með honum Ingimar í framtíðini. Þessi hugleiðing hans um stuðningsmenn LFC er sennilega nokkuð nærri lagi, en þó held ég að sá ótti sé að fjara út enda ástæða til þar sem liðið er orðið það solid, sérstaklega hvað vörnina varðar, miðja og sókn eru í góðum málum, þó smá hökt hafi verið hjá þremur fremstu en þeir koma til.
YNWA
Góður pistill að mínu viti.
Varðandi Man City er ekki ofmælt að liðið er frábærlega mannað og þjálfarinn mikill snillingur. Það er svo skemmtileg sálfræðileg pæling hvort er betra að leiða eða elta. Það er alveg hægt að hugsa sér að ákveðnir kostir fylgi því fyrir Liverpool og Klopp að leiða ekki deildina heldur anda þétt ofaní hálsmálið á City. Pressan hlýtur að vera gífurleg á bæði lið en þó mætti vel hugsa sér að það sé ótrúlega þreytandi fyrir Pep að ná ekki að hrista Liverpool af sér. City er m.a.s. að spila fótbolta lífs síns en við erum vissulega að hökta aðeins en klárum þó okkar.
Tökum t.d. markið hans Origi á móti Everton. Þegar Klopp hreinlega ærist af fögnuði er líklegt að Pep hafi frústerast. “WTF ” hefur hann örugglega hugsað og hrist hausinn. Liverpool er eins og steinbítur sem hefur bitið í fína nýja stígvélið hans Pep. Þeir sem hafa verið á línubáti vita hvað átt er við:-)
Svo er annað að Pep veit að Liverpool á gír inni. Getur City spilað betur? Veit það ekki, en hugsanlega er liðið að spila eins vel og hægt er að ætlast til. Sú hugsun að Liverpool á eftir að bæta sóknarleikinn þegar að miðjan, með Keita og Fabinho kikkar inn, er ekki þægileg á meðan munurinn er bara tvö stig.
Loks má nefna eitt uppáhalds markaðssloganið mitt sem er eldgamalt en stendur enn fyrir sínu. Það er ættað frá bílaleigunni Avis og hljómar svona eftir minni: “We are number two and therefore we try harder”. Þannig kom Avis því á framfæri að þeirra fyrirtæki væri í rauninni betra en aðalkeppinauturinn, Hertz. Þetta fór óendanlega í taugarnar á Hertz sem vissi ekki hvernig átti að bregðast almennilega við. Ég meina að City er með yfirburða fjárhagsstöðu gagnvart Liverpool og flestir telja Guardiola besta þjálfara í heimi. Þeir bláu hafa þannig öllu að tapa en Liverpool allt að vinna sem er óneitanlega þægilegra fyrir Liverpool.
Þetta eru bara einhverjar pælingar út í loftið per se. En ein möguleg sviðsmynd er klárlega að ef Liverpool tekst að hanga í Man City eitthvað lengur mun pressan verða gífurleg á Pep og hans frábæra lið. Ef að efinn nær svo að búa um sig gæti vélin hans Pep farið að hökta og þá getur allt gerst. Just sayin;-)
Flott skrif, velkominn til leiks!
Vonandi komast okkar menn vel í frá jólatörninni. Merkileg óheppni að sterkustu liðin okkar síðustu 20 ár eða svo hitti aldrei á tímabil á borð við 2015-16, þar sem Leiester urðu meistarar með 81 (!!) stig og annað sætið með 71. Hversu fáránlegt var það? 🙂
Athyglisvert í síðari hálfleik gegn Burnley var 4231 með Sturridge í tíunni. Í þeirri stöðu eru fremstu fjórir allir með stórgóða tækni og svo má ekki gleyma Keita. Þetta gjörsamlega tætti lúna heimamenn í sundur trekk í trekk. Mig grunar að við eigum eftir að sjá svipað oftar í vetur og ekki verður það verra með Mané í liðinu.
Sæl og blessuð.
Enginn hörgull er á snillingum sem deila með okkur hugsunum sínum hér á þessari eðalsíðu. Takk fyrir mig.
Magnað fyrirbæri þessi fótbolti. Sitthvað má telja Saudunum til tekna umfram okkur:
1. Erfitt er að sjá að meiðsli lykilmanna geti kippt þeim úr söðlinum. Því miður er okkar hópur þynnri og Virgillinn eða Alison á meiðslalista myndu sannarlega láta stoðir riða til falls. Ég veit ekki hvaða leikmaður þeirra bláu er í sömu stöðu – mögulega Fernandinho sem er eins og öxullinn sem allt snýst um. Þeir geta vel blómstrað án Agueros, Sterlings, Kompanys, Da Silva eða B. Silva… svo einhverjir séu nefndir en Fernandinho væri líklega sá hlekkur sem mestu skiptir. Annars er þetta lið svo skelfilega harmónerandi að þeir virðast geta hvílt nánast hvern sem er.
2. Þeir eru skilvirkari – þeim tekst að drepa niður spennu í leikjum á fyrstu 15 mínútum. Pressa linnulaust og halda boltanum svo lengi að það jaðrar víð ósvífni. Skjóta viðstöðulaust og skora oftar en ekki. Hjá okkur er spennan miklu meiri og eins og greinarhöfundur bendir á erum við fljót að tapa trúnni – og láir okkur hver sem vill.
3. Sigurþankagangur þeirra ristir dýpra en hjá okkur. Sorrí en þeir eru með menn í hverri stöðu sem hafa bitið í medalíur, allnokkrar á undanförnum árum. Lykilmenn í okkar liði hafa illu heilli litla reynslu af slíku. Þetta skiptir máli, ekki satt?
Gott og vel – en til að við fáum einhvern nætursvefn nefni ég, og tek undir með pistlahöfundi, nokkur atriði sem ég held að við höfum fram yfir þá:
1. Erum við að bera saman hásumar eða vor? Eru Saudarnir búnir að toppa sig og eiga ekkert inni, en í okkar liði eru túlípanar sem bíða eftir að springa út í öllum sínum blóma? Einmitt – mig grunar það. Klopp er ekki að henda nýliðum í fremstu víglínu en núna eru þeir að þroskast og eflast og eins og sést hefur undanfarið þá sýna þeir hvers vegna þeir voru keypti á sínum tíma. Það á bara eftir að batna og gamla sóknarlínan gæti farið að sýna gamla takta. Þá erum við komin upp um einn gír í það minnsta.
2. Er hópurinn þéttari en við ætlum? Þunna, rauða línan okkar kann að vera breiðari en við höldum. Ef Origi, krakkadraumurinn sjálfur og sá háttprúði Sturridge eru raunverulega að verða efni í byrjunarlið, þá eigum við ekki bara menn í ermi – heldur fjölbreyttari leikkerfi. 2013-14 – var þetta mestmegnis gönghó bolti, þar sem flestir vissu hverju var von á. Tikkiktakka þráhyggjan í Rodgers breyttist í þessa leiftursókn þar sem þeir skeiðuðu úr öllum áttum á vörnina, voru stundum með langum minni pósessjón en andstæðingarnir osfrv. Svo tók við þessi hægðatregða þegar boltinn var allan tímann hjá okkur en ekkert gerðist – nema jú að hinir skoruðu úr sinni einu sókn. Ekkert plan B. En núna, með góða vörn, og mögulega fleiri valkosti, má rótera bæði í fólki og kerfi. Það sást nú vel um helgina.
3. Er hungrið þrátt fyrir allt öflugra en hefðin? Segir sig sjálft.
4. Er ástríðan þrátt fyrir allt sigurvænlegri en auðurinn? Segir sig líka sjálft.
Jamm – hvað erum við með? 3-4? eru það ekki úrslit úr einhverri sögulegri rimmu milli bláliða og okkar?
Hvað sem öllu líður þá er liðið, sem nú er í öðru sæti, miklu merkilegri félagskapur en það sem í augnarblikinu situr á toppnum.
Frábær pistill og gaman að fá nýja og góða penna á kop.is
Er það skrítið að menn telji City vera svo til búna að vinna titilinn maður heyrir þetta frá öllum stuðningsmönnum annara liða það er eins og það sé bara vitað og ætlast til þess.
Þetta er lið sem hefur efni á að láta einn besta leikmann EPL (De Bruyne) chilla í meiðslum allt tímabilið og finna ekki fyrir því og já þetta lið getur sett menn eins og Aquero og fleiri stórstjörnur á bekkinn án þess að finna fyrir nokkru liggur við að það sé bara formsatriði fyrir þá að mæta á vellina.
Það eru örfá lið sem ég tel eða jafnvel bara okkar menn sem eiga séns á að taka stig af þeim eins og staðan er í dag þeir eru á því runni núna að þeir eru óstöðvandi það er ekkert lið búið að fara eins illa með Man City eins og Liverpool þar sem við unnum þá 3 sinnum á síðasta tímabili.
EN það var síðast og þetta er núna við meigum ekki tapa neinu og meigum ekki einu sinni gera jafntefli þetta er einfalt ef við ætlum að keppa við City um titilinn þá þurfum við að vinna alla leikina.
Easier said than done.
Við erum ekkert með sömu breidd og City ..við vitum það og allir vita það. Það meiga ekkert margir detta út eins og Gomez gerði í gær 6 vikur frá er huge og sérstaklega fyrir erfiðan mánuð eins og Des.
Það er eðlilegt að flestir séu á jörðini og aðrir skeptískir en það verður EKKI tekið af okkur að þetta er besta byrjun Liverpool FC frá upphafi svo einfalt er það því miður er bara olíurisi með alla peninga heimsins sem skyggir aðeins á þetta hjá okkur !
Takk fyrir frábæran pistil.
YNWA
Takk fyrir góðan pistil.
Þetta City lið heldur manni á jörðinni og þess vegna er Napolí leikurinn farinn að naga sig inn í kviðarholið.
Chelsea eru sárir eftir síðasta leik og munu veita City harða keppni um helgina.
Sá leikur mun segja mikið um framhaldið. Segi ekki að tímabilið sé búið ef City tekur öll stigin. En hætta á að aðrir missi dálítið móðinn.
Klopp þarf á öllu sínu að halda til að mótivera mannskapinn allt tímabilið og hann er bestur í því.
YNWA
Takk fyrir þennan fína pistil. Góðar hugleiðingar og þarfar á þessum tíma þegar nálgast mitt tímabil.
Varðandi umræðuna um MC og þeirra stöðu sem er ógnvænleg í augnablikinu. Held þó að þeir séu töluvert nær sínum hátoppi heldur en Liverpool. Vissulega hafa þeir verið með menn í meiðslum en breiddin í hópnum er það svakaleg að það hefur sáralítið komið niður á liðinu. Hef trú á að okkar lið dragi getulega séð á MC þegar líður á veturinn.
Comez er meiddur, amk var það staðfest á dögunum. Ekki er vitað hvað það er alvarlegt en þó verður hann pottþétt frá fram yfir áramót. Hef af þessu dálitlar áhyggjur enda hefur Comez verið algjör lykilmaður í frábærri vörn í vetur. Ef TAA og Robertson eru líka tæpir er þetta verulegt áhyggjuefni. Hvernig er þetta annars með bakverki Liverpool á seinni árum. Þeir annaðhvort gufa upp eða verða að engu amk miðað við hvað í stefndi, Enriique, Kelly, Flanagan, Clyne svo einhverjir séu nefndir. Vonandi er í loftinu breyting þar á og við fáum bakverki sem geta verið stabílir og góðir amk í hálfan áratug.
Origi á svolítið sviðið þessa stundina en mark og stoðsending á stuttum tíma gefa til kynna að hann er klár. Hann, Sturrigde og Shagiri geta sannarlega verið lykilmenn í jólatörnininni framundan og jafnvel skipt sköpum þegar á þarf að dreifa álaginu.
Get varla sofið fyrir spenningi
Sælir félagar
Ennbætist í þann mannauð sem stendur að kop.is. Ég bíð Ingimar velkominn fyrir mína parta þó smáir séu og byrjun hans lofar góðu. Að öðru leyti geri ég orð Guderian’s að mínum ásamt or’um Lúðvíks Sverriz.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir þennan pistil.
Ég skoða aðallega kop.is og fésbókarsíðu stuðningsmanna Liverpool, en er lítið að skoða hvað t.d. hinn almenni stuðningsmaður í Liverpool er að segja. Fer reyndar stundum inn á This is Anfield heimasíðuna sem er nokkuð góð. Ein pæling út af því og líklega þurfa þeir sem fylgjast vel með erlendum spjallsíðum að svara því. Getur verið að íslenskir stuðningsmenn séu svartsýnni en aðrir hvað varðar gengi Liverpool?
Velkominn Ingimar og góð er byrjunin.
Ég er enn á því að Cityliðið sé of sterkt til að við endum fyrir ofan það eftir 38 leiki þar sem að í því liði leynast matchwinnerar á öllum stöðum og leikmenn sem hafa orðið reynslu af því að vinna titla. Bæting þeirra í varnarleiknum er sannarlega ömurleg í alla staði.
Að því sögðu þá er ég nokkuð viss á því að við setjum stigamet í PL allavega og verðum á hælnum hans Pep fram í lokin…tilbúnir að grípa ef að eitthvað hendir.
Stóri munurinn á liðunum fannst mér birtast í þessari viku, þ.e. upplegg liðanna. Watford komu inn í leikinn til að ná 0-0 og gerðu ekki tilraun til að sækja fyrr en á 80.mínútu…eftir að Ben Foster átti leik lífsins að halda stöðunni í 0-2.
Spólum yfir til Burnley þar sem þeir komu og törfuðust af krafti (of miklum jafnvel) á okkar mönnum, frábær 3 stig sem kostuðu ýmislegt. Á meðan að það er ekki upplegg liðanna gegn City þá verður þetta erfitt…mjög erfitt.
Aftur, flottur pistill Ingimar – velkominn til leiks.
Nr.11
Nei mín upplifun er að við göngum nokkurnvegin í takti við umræðuna úti.