Þá er búið að tilkynna hvaða leikmenn byrja inná á móti Bournemouth núna eftir tæpan klukkutíma:
Milner – Matip – Virgil – Robertson
Wijnaldum – Fabinho – Keita
Salah – Firmino – Shaqiri
Bekkur: Mignolet, Mané, Henderson, Sturridge, Lallana, Origi, Trent
Semsagt, Mané er ekki treyst til að spila allan leikinn, en er nógu hress til að vera á bekknum. Ég set Milner í bakvarðarstöðuna, en svo gæti líka verið að þetta sé meira 3-4-3 með Fabinho milli Matip og Virgil.
Merkið endilega twitter innlegg tengd leiknum með #kopis tagginu.
KOMA SVO!
Sæl og blessuð.
Ögurstund á litlum velli sem hefur örugglega ekki verið sleginn síðan í vor. Erum aftur komin í bakvarðavandræði, Milner kominn á kunnuglegan stað, altmúlígtmaðurinn sjálfur.
15 mínútur Origis eru að líða og spurning með Sturridge.
Bara… tvennt í spilunum:
1. Vinna
2. Ekki meiðast.
Svo er spurning um hvort að Fabinho byrji í hægri bakverði en hann hefur spilað þá stöðu áður bæði með félagsliði og landsliði.
Samkvæmt FootMob er Fabinho í hægri bakk.
Klopp confirms that it’s Milner at right-back. Fabinho in midfield #LFC
Leikur númer 500 hjá meistara Hames Milner.
Þvílíkur snillingur þessi maður
Gott stream?
Og eftir alla þessa leiki hefur Milner ekki ennþá tapað leik í ensku deildinni þegar að hann skorar. Rosaleg tölfræði hjá kappanum sem eldist eins og gott vín.
YNWA
https://www.reddit.com/r/soccerstreams/comments/a49v41/1230_gmt_bournemouth_vs_liverpool/
Salah!!!!!!
SALAH !
Hver er þessi nýji hæ bakvörður?
Lúkkar vel! 🙂
Hvernig er hægt að vera svona multileikmadur eins og Milner ekki margir sem geta leikið það eftir að geta verið í svona mörgum stöðum og nánast undantekningalaust eiga góðan leik. En flott mark og gott að ná forystu.
Bournemouth gefa ekkert eftir og eru að sína afhverju þeir eru þar sem þeir eru í stigum.
Líkamlega sterkir og góðir án bolta þetta er alltaf að fara vera erfiður leikur fyrir okkar menn.
Sæl og blessuð.
Þetta er einn fjörugasti hálfleikur sem ég hef séð í vetur. Víkingarnir eru fjörugir og Allisondásemdin í markinu hefur heldur betur staðið sig. Markið var ólöglegt og þá vantar okkur bara 15 vafaatriði til viðbótar sem falla okkur í hag til að jafna þau hlutföll. Hvað þá með Vininn í hlutverki eftirlitsdómara.
Finnst Keita og Fabinho hafa staðið sig ágætlega á miðjunni og gott ef það er ekki bara sitthvað að gerast með framlínuna.
…ooooog í rituðum orðum þá kemur bleika þruman og skallar boltann úr teignum af slíkum krafti að King liggur eftir í grasinu.
Nú er bara að halda höfði og það væri snilld að fá eitt mark til viðbótar öðru hvoru megin við leikhlé.
Þessi skalli hjá Alisson !
Er það bara ég eða er lýsandinn á Stöð 2 alveg óþolandi hlutdrægur?
Haha, Alisson! Frábært!
Eftir Roma-leikinn í CL leist manni ekkert svo vel á Allison, sem fékk á sig fimm mörk á móti okkur þegar orðrómurinn var að magnast. En þvílíkur markmaður. Mögulega sá besti. Algjör umpólun á vörninni síðasta árið. Vona að ég sé ekki að jinxa og við höldum hreinu í dag.
Rétt áður en Salah skoraði hugsaði ég “þetta er leikur sem Salah hefði skorað í á síðasta tímabili”. Kóngur þessi maður!!!
nr. 16
Nei það er ekki bara þú….mér finnst það líka. Þoli ekki þegar að hann lýsir Liverpool leikjum…Að halda því fram að Alison hafi verið brotlegur þegar að hann skallaði boltanum!
Liðið mætti í fyrra Bournmouth eftir mikla sigurgöngu. Allir söknuðu Lalana eftir langvinn veikindi sem kom svo inn á í stöðunni… 1-3 ég ég man rétt. Þeir enduðu svo á að vinan 4-3… Karius í markinu.
Jæja leikhlé búið. Seinni hálfleikur og við – með vindinn í bakið.
Þvílíkt mark meistari salah
Salah, mon ami
Naturally born striker og ein besta vörn heimsfótboltans? Við eigum stórséns í titilinn sama hvað City eyðir miklu. Þetta er stórskemmtilegt.
SALAH !!!!
Foe á bekknum og Friend í dómaraeftirlitinu…
Holy smokes, þvílíkt mark! Frábært að standa af sér tilraunina til að sparka niður!
Núna megum við þakka dómaranum fyrir að nú eru 2 vafaatriði buin að falla með okkur
Kæru stuðningsmenn
Svona er Mo Salah í lægð.
.
Hurðu… má ekki fara að hvíla Salah bara? Stór leikur á miðvikudaginn…
Origi inná kanski ?
úúúúúffff… í fyrra kom Lallana einmitt inn á gegn Bournmouth þegar við höfðum tveggja marka forystu. Sá leikur endaði með tapi…
deija vú
Mané fyrir shaqiri og lallana fyrir Keita lyst ekkert of vel á að fá lallana inn en hann vill kanski hvíla keita fyrir þriðjudaginn
Topplið, Liverpool!!!!
Virkilega fallegt mark frá Cook
jájájájá
Fellur allt með okkur þessa dagana.
fínasta innkoma hjá Mané búinn að vera nokkrar sek á vellinum og það kom mark 😀
Með flottari sjálfsmörkum 🙂
Lallana karlinn er svo mikið … ekki til í þetta. Dettur fyrir framan opið mark!
Salahsalahsalahsalahsalaaaaahhhhh!!!!!
Þvílíkt mark salah er kominn tillbaka
SALAH !!!!!!!!!
#lægðin
Fokking Klopp.
Setur inn lið sem spilar þannig að (sumir…) fastagestir á kop.is hafa ekkert til að rakka niður eða væla yfir!
Aldrei hætt að treysta á hann!
Hvar er Lucas þegar maður þarf á honum að halda?
Velkominn aftur Mo Salah
Salah með 11 af 10 mögulegum í þessum leik.
RÓLEGIR að stúta Lallana
Lallana kemur inná alveg á fullum krafti og með hlaupum og vinnslu tilbak.
Ekkert að þessari innkomu hjá kappanum.
Ánægður með innkomu Lallana
Hvers vegna fagnar salah ekki?
Gott að sjá Lallana aftur. Væri einnig fínt að sjá Uxann aftur.
Mér skilst að Salah sé ekki búinn að vera góður í vetur… en hann er reyndar markahæstur í deildinni
EFSTIR ! allavega í smá stund : D
Efstir eftir 16 umferðir 42 stig í hús, frábært. Nú er um að gera að hanga á þessu eins og hundur á roði. Salah kominn heim í heiðardalinn, skoraði 7 mörk á leiðini núna 3 og er markahæstur ásamt Aubemeyang, og liðið allt rock solid, vonandi frábærir tímar framundan. LFC-Napoli 3-0.
YNWA