Þá er hafinn næsti leikur kvennaliðsins í deildinni, en nú heimsækja stelpurnar Reading.
Liðinu er stillt svona upp:
S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe
Roberts – Fahey – Coombs
Clarke – Linnett – Sweetman-Kirk
Bekkur: Kitching, Rodgers, Little, Thomas, C.Murray, Daniels
Leikurinn er hafinn, og staðan er 0-1 okkar konum í hag þegar þetta er skrifað, Sweetman-Kirk með markið. Við uppfærum svo færsluna að leik loknum.
Leik lokið með jafntefli, 2-2. Courtney Sweetman-Kirk (sjá mynd) skoraði bæði mörk okkar kvenna, það fyrra á 9. mínútu. Fara Williams skoraði bæði mörk Reading, það fyrra í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði þar með leikinn, seinna mark Liverpool kom á 67. mínútu en jöfnunarmarkið kom 7 mínútum fyrir leikslok.
Glöggir lesendur síðunnar muna að téð Fara Williams lék áður með Liverpool og var m.a. stór hluti af meistaraliðinu árið 2013.
Okkar konur voru alls ekki langt frá því að vinna leikinn, en þó svo að jafntefli séu auðvitað ekki þau úrslit sem við óskum eftir, þá er þetta vissulega bæting frá fyrri leik liðanna nú í haust sem tapaðist.
Þess má svo geta að í lok leiks kom leikmaður úr akademíu Liverpool – Lauren Thomas – inná í sínum fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið.
Liverpool er sem stendur í 8. sæti deildarinnar, með Everton í næsta sæti fyrir neðan, og West Ham og Bristol í næsta sætum fyrir ofan.
Við munum svo halda áfram að fylgjast með stelpunum okkar hér á síðunni.
Er hægt að sjá highlights úr kvennaleikjunum á LFC TV GO?
Ég held það já. Svo eru þessar samantektir yfirleitt gefnar út og birtar einhverjum dögum eftir leik. Svona ef maður er til í að bíða.
Alltaf gaman að fylgjast með úrslitum úr leikjum kvennaliðsins