Byrjunarliðin á Anfield gegn Napoli

 

Þá er komið að lokaleik Liverpool í C-riðli Meistaradeildarinnar þetta árið. Undir er hreinn úrslitaleikur við ítalska stórliðið Napoli en ekkert nema sigur dugar Rauða hernum og sá sigur þarf að vinnast með réttri markastöðu. Við höfum komið okkur í þessa stöðu með brotlendingunni í Belgrad fyrir nokkrum vikum en Jurgen Klopp talaði um að hans menn hefðu misst mójóið í þeim tapleik. Ekki gekk nægilega vel í París þrátt fyrir góða takta á köflum og því allt undir í kvöld.

Það er því ekki seinna vænna en að endurheimta mójóið og grúvið og viðhalda þeirri vaxandi stemmningu sem einkennt hefur síðustu leiki Liverpool. Hvar betra en að gíra sig upp í gríðarlega Evrópu-endurkomu en á hinum heimsfræga Anfield!

Liðsval herr Klopp hefur verið kunngert og það er svohljóðandi:

Bekkurinn: Mignolet, Fabinho, Lovren, Keita, Sturridge, Shaqiri, Origi.

Þrjár breytingar frá síðasta leik en inn koma fyrirliðinn Henderson, bakvörðurinn Alexander-Arnold og framherjinn Sadio Mané. Í sjálfu sér ekkert óvænt en við höfum einnig marga góða valkosti af bekknum til að hafa áhrif á leikinn.

Carlo Ancelotti hefur afhjúpað sitt byrjunarlið og það er eftirfarandi:

Oft var þörf en nú er nauðsyn! Finnið ykkur sjónarhorn við hæfi, þorstaslökkvandi drykk og íklæðist lukku Liverpool-treyjuna! Klukkutími í leik og spennan magnast!

Come on you REDS! Forza Liverpool!

Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


53 Comments

  1. Ég vill ekki neikvæður þannig ég ætla ekki að segja neitt. Við erum Liverpool koma svo

  2. Þetta er svona hefðbundinn úrslitaleikur. Hefur okkar ástkæri stjóri ekki komið með rétt lið og með rétta mjódjóið í þá leiki hingað til 😉 ?

  3. Klopp ákveður að hafa vinnuþjarkana á miðsvæðinu í þessum leik en hann hefur oftar en ekki farið í að velja þá í stórleikjum.
    Það er mjög skrítin tilfining í gangi því að það er ekkert stress í gangi heldur einungis tilhlökkun því að ég veit að við klárum þennan leik. Evrópukvöld á Anfield þegar allt er undir eru einfaldlega stórkostleg og tel ég að þessi leikur dettur í flokk goðsagnaleikja sem verða rifjaðir nokkrum sinnum upp með bros á vör á næstu árum(svona eins og Olympiakos leikurinn 8.des 2004)

  4. Við klárum þennan leik og hvernig sem hann fer þá mun ég bera höfuðið hátt sem Liverpool stuðningsmaður!
    Þetta er í okkar höndum og okkar menn hafa oft farið lengri leiðirnar það er ekkert nýtt koma svo !

    YNWA

  5. Hefði frekar valið Lovren en Matip, en hvað um það leikiurinn fer 2-0 með mörkum Salah og Firminho

    You never walk alone

  6. #3 Sigkarl.
    Það er Ölhúsið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði fyrir þá sem eru á þeim slóðum.
    Trúi að við tökum þetta 3-1

  7. Ekki mjög skapandi miðja.

    Hefði viljað sjá Fabinho inná. Eða Keita.

    En nú á greinilega að vera með massíva vörn…

  8. Sky Sport spáir að það verði ekkert Lexit í kvöld. Ég geri það líka!

  9. Ekki gott að fá gult á VVD fyrir þetta EKKI brot ! Þessi óþverra dómari er sko verri en enska draslið

  10. Ekki brot? Hann var stálheppinn að mölva ekki fótinn á Mertens. Þó að varnarmaður snerti boltann fyrst að þá þýðir það ekki að hann megi fylgja svona rosalega á eftir.

  11. Búið að bauna mikið á þuli St2 Sport undanfarið en verð að hrósa Hödda Magg. Hamn hefur verið frábær í kvöld.

  12. Á hvað er dómarakálfurinn alltaf að dæma aukaspyrnu? Mane? Firmino?

  13. Hann dæmir einsog körfuboltadómari…dregur allt tempó úr leiknum…

  14. Dómarinn fær skilaboð þegar Dijk brýtur af sér og breytir dómi. En þegar markmaður Napoli er með leikræna tilburði þá er enga breytingu að fá. Hef því miður ekki góða tilfinningu gagnvart þessum dómara og hans meðreiðarsveinum. En þetta verður trúlega spennandi allt til enda……Og komið mark
    YNWA

  15. Úff!

    Ég er með ónotatilfinningu í maganum. Hún heitir Henderson.

  16. Salah!!!!! Þvílíkt einstaklingsframtak!!!

  17. Hvert á VVD að fara með fótinn á sér, smella honum bara undir höndina ? Þegar þú ferð í tæklingu, þá ferðu í tæklingu, og boltann.

  18. Þessi dómari gæti alveg kostað liverpool áframhald i CL ef hann heldur sama dampi i seinni hálfleik þvílíkar skíta aukaspyrnur sem napoli eru að fá

  19. Fínasti fyrrihálfleikur og frábært mark hjá Salah, en 45 mín eftir og 1 mark frá Napoli myndi setja allt á hliðina.
    En við erum með eina af bestu varnarlínum heimsins í dag og geggjaðan markvörð þannig að ég ætla að njóta, og vonandi fagna svo eftir klukkutíma eða svo.

  20. Tvennt slæmt við fyrri, dómarinn og henderson. Eitt gott, salah.
    Koma svo!!

  21. Ótrúlegt að fleiri spjöld séu ekki komin á loft miðað við allan blásturinn hjá þessum blessaða dómara. En hvað um það við heilt yfir betri en Napoli hættulegir. Virðast hálf ráðalausir þegar þeir nálgast markið hjá okkur og verða það bara vonandi áfram. Mane karlinn virkar smá utan við sig en Klopp klappar hann vonandi í gang í hálfleik. Annars bara fínt og við eigum flotta menn til skiptanna.
    YNWA

  22. Nu eru þeir í stúdíóinu hérna i Svíþjóð lagerbäck og fleiri og þeir eru allir sammála að þetta eigi að vera beint rautt á VVD og segja það eftir reglubokinni þvi þú færð aldrei tækla með beinan fót og solann upp og verð ég að viðurkenna fávísi mína þvi þetta vissi ég reyndar ekki.

  23. Hendo búinn að vera algert skrímsli í byrjun seinni!

    Koma svo, klára þessa gaura!

  24. Metsöluþriller ársins 2018 hlýtur tvímælalaust að vera „Mané og færanýtingin”…

    #hjartslátturalltheway

  25. Við erum mikklu betri en þetta Napolí lið…..góð lið klára svona leiki….sem við erum…

  26. FOOOKKKKK JÁ!!!!!!!!

    Til hamingju drengir og stúlkur!

Meistaradeildin undir á Anfield annað kvöld

Liverpool 1-0 Napoli