Hitnar í kolunum

Nú fer að líða að lokum félagaskiptagluggans og orðrómarnir fara nú endanlega á fullt. Við vitum allt um málefni tengd Gareth Barry og vilja sumir meina að hann verði orðinn leikmaður Liverpool fyrir helgi. Ég ætla ekki í detail inn í þau málefni hér, heldur frekar málefni tengd öðrum leikmanni. Rafa sagði þetta í viðtali fyrir tveim dögum síðan:

“He is English and you need four local players and four English. He can play in three different positions but I’m not talking about him because we are talking about a player who can play on the left”

Menn hafa verið að spá hvort þetta sé ekki pottþétt Gareth nokkur Barry, en núna er stóri orðrómurinn uppi um að þessi maður sem Rafa er að vísa í sé Joe Cole hjá Chelsea. Sá mun vilja hugsa sér til hreyfings, enda vel pakkað á miðjunni á þeim bænum. Hvað finnst mönnum um það? Persónulega finnst mér Joe Cole frábær leikmaður og einn sá allra besti af enskum leikmönnum sem spila í dag. Það er því ekki spurning í mínum huga um hvort hann passi okkur eða ekki, því hann gerir það. Stóra spurningin væri mun Chelsea einhvern tíman selja okkur leikmann? Það aftur á móti stórefast ég um. Í kvöld birtist einmitt grein um að Joe Cole sé í vafa með framtíð sína.

Margir hafa talað fögrum orðum um David Silva, og ekki að ástæðulausu. Sá aðili sem líklega veit manna mest um svoleiðis mál, Guillem Balague, skrifar á heimasíðu sinni að Barcelona hafi boðið í kappann, sem og Manchester United. Hann segir jafnframt að Liverpool hafi ekki boðið í hann og ekki einu sinni verið í contact við Valencia né umboðsmenn Silva. Vitið þið hvað? Ég er á því að Balague hafi hárrétt fyrir sér hérna.

Barry eða Cole? Ég yrði í skýjunum með hvorn heldur sem er og auðvitað væri draumaveröldin sú að við fengjum þá báða. Ég tel þó akkúrat engar líkur á því. Téður Balague telur þó meiri peninga vera til fyrir Rafa en látið hefur í veðri vaka og hann hafi í raun náð meira út úr leikmannasölum en talið er.

24 Comments

  1. FLott að fá Cole, góður leikmaður þar á ferð.
    En hvað er þetta með að Rafa hafi selt fyrir 50 milljónir punda? Getur einhver reiknað sig uppí það?

  2. Af þessum tveimur þá líst mér eiginlega betur á Cole.
    Ég hef alltaf verið hrifinn af manninum þó svo að hann hefur gert okkur lífið erfitt nokkum sinnum á síðustu árum.. 🙁
    Held að það væri fínt að fá ekta og góðan kantmann til okkar.

  3. Cole það þarf ekki einu sinni að ræða þetta. Barry má samt alveg koma líka ef það er afgangur í kassanum, svo Gerrard hafi einhvern til að leika við.

  4. Það yrði frábært ef Joe Cole myndi koma þar sem við værum þá að fá virkilega góðan kantmann sem smell passar inn í liðið. Ég samt stórefast um að hann komi og ég efast líka um að Barry komi og að við fáum enga fleiri fyrir lokun markaðarins. Frekar að slepp því að kaupa en að kaupa eitthvað miðlungsrusl. Rafa hlýtur að hafa lært.

  5. En það sem ég var að velta fram líka er þetta komment hjá honum Rafa. Er hann að vísa í Cole? Varla er hann að tala um mann eins og Downing, því þó hann spili vinstra megin þá er hann fyrst og fremst fastur í einni stöðu þar. Barry getur spila 3 stöður vel og það getur Joe Cole svo sannarlega líka. En eins og áður sagði, stóra spurningin er: Mun Chelsea FC selja Liverpool FC einn af aðalliðsmönnum sínum? Þeir gerðu það ekki í tilviki Damien Duff. Þeir vildu ekki selja okkur Shaun Wright Phillips. Haldið þið að þeir selji okkur þá Joe Cole? Held því miður ekki.

  6. Ég hef hrifist mjög mikið af Joe Cole og finnst mér hann hæfileikaríkasti maðurinn í Chelsea og jafnfremst sá vanmetnasti. Tel hinsvegar engar líkur að hann myndi koma, nákvæmlega ENGAR.

    Úff ef manure fengi svo David Silva yðri býsna frustrating verð ég að játa en aftur á móti finnst mér líklegra að hann fari í Manjú frekar en Liverpool.

    Ég krefst þess samt að við eigum eftir að gera ein stór kaup í viðbót.

  7. Það eru engar líkur á því að Chelsea færu að selja okkur þennan magnaða leikmann, þeir myndu frekar láta hann frítt eitthvert annað.

    Cole yrði fullkomin fyrir Liverpool. En þetta er bara of gott til að vera satt, því miður.

  8. Og ekki veit ég hvernig þessi maður fær það út að Liverpool sé búið að selja fyrir 50 millur.
    Harry Kewell
    John Arne Riise
    Paul Andersson (Útlán)
    Anthony Le Tallec
    Peter Crouch
    Danny Guthrie
    Scott Carson
    Adam Hammill (Útlán)
    Godwin Antwi (Útlán)
    Jack Hobbs (Útlán)
    Miki Roque (Útlán)
    David Martin (Útlán)
    Sebastian Leto (Útlán)
    Jordy Brouwer (Útlán)
    Robbie Threlfall (Útlán

  9. Það skemmtilega við Rafa er þetta pókerface, hann er ekki síblaðrandi um hitt og þetta og svo kemur hann með trompið. Lumar á pening undir koddanum og kemur með einhvern sem við verðum í skýunum með eins og Torres og allir slefa af undrun. Gaman að þessu Cole og Barry eru flottir kostir báðir en væri ekki alveg sáttur ef það kæmi til að það yrði á kostnað Alonso.

  10. Væri rosalega til í Joe Cole. Frábær leikmaður og er alveg þess virði að kaupa hann bara svo hann hætti að skora mikilvæg mörk gegn okkur 😀

  11. Einhvern veginn finnst mér eins og þessar tölur hjá Balague sé hreinlega öfugar. Selt fyrir 28 M og keypt fyrir 50.

  12. joe cole hefði aldrei átt að yfirgefa west ham. hann væri guð þar hefði hann haldið áfram. þetta chelski dæmi er bara ógeðslegt á alla kanta.
    oliupeningar manns sem hefur viðurkennt spillingu í kringum það
    hvernig hann fékk þessa peninga. sýnir bara hvað þessir fótboltahausar
    eru miklar hórur. eru ekki til í að gera neitt fyrir sinn klúbb.

  13. 13

    Stór orð… og ljót reyndar líka… þú mátt gjarnan útskýra þetta betur.

    Carl Berg

  14. Ég persónulega myndi kjósa Joe Cole fram yfir Barry. Ég er viss um að Alonso nái fyrri hæðum í ár, og Joe Cole er leikmaður sem ég hef ávalt fílað mjög vel. Yrði mjög glaður að sjá hann í rauðu.

  15. Ég neita að hrósa Joe Cole mikið nema að ég sjái hann í rauðu treyjunni enda hef ég lagt mikla fæð á hann í gegnum árin.

    En ég myndi svo sannarlega fagna þessu ef satt væri.

  16. Tek undir með Einari. Þetta er náttúrulega bara svindlari, dýfari og fáviti … þangað til hann skrifar undir hjá Liverpool. Þá lofa ég að endurskoða afstöðu mína. 😉

  17. joe cole hefði aldrei átt að yfirgefa west ham. hann væri guð þar hefði hann haldið áfram.

    Já, hann hefði líka spilað í fyrstu deild í stað þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og vinna ensku úrvalsdeildina tvisvar.

  18. Stewart Downing?

    Annars kemur þetta í ljós á fimmtudag í síðasta lagi, ef Barry spilar gegn FH fer hann ekki til Liverpool…

  19. Joe Cole er einn flottasti knattspyrnu maður Englendinga og það væri frábært að fá hann til Liverpool! Ég hef vonast eftir því síðastliðin 3-4 tímabil að nú sé hann kominn með nóg af Chelsea því hann hefur ekki fengið næg tækifæri hjá þeim og komi til okkar. Mín persónulega skoðun er að Cole væri betri viðbót en Barry því hann er töluvert öflugri fram á við. Hann er með góða tækni, flottann sprengikraft og hann myndi mata Torres og Kean með stoðsendingum, ekki nóg með það, hann myndi einnig setja sinn skerf af mörkum.
    Ímyndið ykkur: Torres, Kean, Cole og Gerrard frammi………..ekki leiðinlegt line-up þar á ferð.
    En ég tel samt mjög ólíklegt að hann komi því Chelsea á aldrei eftir að láta svona góðan leikmann fara til liðs sem er eitt af topp 4 í deildinni!
    Því miður………en vonum það besta!

  20. Vil ekki sjá þennan mann í Liverpool treyju. Og ekki heldur Ashley Cole sem ég set í sama flokk.

Skrtel punktar

Standard Liege á morgun