Boxing Day
Á Englandi og í flestum samlöndum þeirra er annar í jólum kallaður Boxadagur (Boxing Day). Ástæða nafnsins eru aðeins á reiki, en algengasta útskýringin er að á nítjándu öld hafi iðnaðarmenn og aðrir fagmen kíkt til viðskiptavina sinni til að taka við gjafaboxum og þökkum fyrir liðið ár.
Í fyrstu bresku deildarkeppninni árið 1888 spiluðu Sheffield Wednesday og nágrannar þeirra í Hallam FC, tvö elstu fótbolta lið heims, leik á öðrum í jólum og síðan þá hefur það verið hluti af jólahefðinni að spila á þeim góða degi. Reyndar var spilað á jóladag alveg til 1957, en eftir það var ákveðið að menn fengju frí frá fótbolta á helgasta degi ársins. Það og starfsmenn í strætóum og lestum voru farnir að fá frí á sjálfum jóladegi og erfitt að komast á leikinni á jóladag. Á öðrum í jólum er aðeins skárra að komast milli staða en ekki betra en það að Watford komust í fréttir á árinu fyrir að setja upp eigið strætó kerfi fyrir stuðningsmenn sína í kringum leikinn.
Það er alla jafnan spiluð heil umferð í Úrvals- og Championship deildunum á öðrum í jólum en það eru ekki einu íþróttir dagsins. Umferð er leikinn í efstu deildum Skotlands, Norður-Írlands og Wales, vináttu leikir eru spilaðir í rúgbýinu og stórar kappreiðar eru haldnar. Bretar elska þessar jólakeppnir og í öllum umræðum um að hafa vetrarfrí í ensku deildunum vilja menn hafa það í janúar, engin hefur áhuga á að missa jólaboltann.
Í fótboltanum er reynt að láta liðin spila við nágranna, en þó ekki derby leiki. Enda miklu betra að spila við Everton rétt fyrir jól og geta nuddað þeim upp úr markinu hans Origi (og Sturridge þar á undan) í jólaboðunum á sjálfum jóladegi. Þessir jólaleikir hafa líka orð á sér fyrir að vera líflegir:
Newcastle
Stuðningsmenn Newcastle eiga lengsta ferðalag allra í úrvalsdeildinni á öðrum í jólum þetta árið, heila 280 kílómetra þvert yfir England til Anfield. Lærisveinar góðkunningja okkar Rafael Benitez eru í fimmtánda sæti með sautján stig, fimm stigum frá fallsæti. Í viðtali fyrir leik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi sendi hann stuðnings- og starfsmönnum eftirfarandi skilaboð: “Don’t panic and carry on doing your job because it’s a long, long season.”
Það er ekki hægt að skrifa nógu slæma hluti um rekstur Newcastle United síðustu ár. Mike Ashley keypti félagið árið 2007, en þá voru fjármáin í rústum, sem hann viðkenndi seinna að hann hefði ekki haft hugmynd um. Hann tók téðar rústir og kveikti í þeim. Fyrstu mánuðina var hann vinsæll meðal stuðningsmanna og átti til að mæta á leiki og sitja meðal þeirra á leikjum. Það súrnaði fljótt á milli þessara aðila og í dag óska flestir íbúar Newcastle einskins heitar en að hann hrökklist frá klúbbnum.
Síðan hann tók við hafa tekjur félagsins aukist, miðaverð hækkað, skuldir meira en tvöfaldast og árangrinum farið hrakandi. Bara sem dæmi stendur kaupmet liðsins frá því áður en hann keypti liðið. Sá ágæti maður Michael Owen er ennþá dýrasti leikmaður í sögu liðsins. Fyrir hann voru greiddar 16 milljónir árið 2006. Með öðrum orðum: Newcastle hefur ekki keypt leikmann fyrir meira en 16 milljónir síðan Liverpool keypti Craig Bellamy í fyrsta sinn.
Ashley hefur sagst sjá eftir kaupunum og hefur þrisvar lýst eftir kaupendum, sem hafa þó ekki fundist. Margir stuðningsmenn liðsins efast um að hann vilji í raun selja, sé sultuslakur að blóðmjólka félagið. Hann breytti nafni vallarins í Sports Direct völlinn árið 2011 sem var svona álíka vinsælt og ef Anfield væri endurskírður H&M völlurinn. Fyrir nafnabreytinguna borgaði Sport Direct nákvæmlega núll pund en á sama tíma hefur Newcastle borgað Sport Direct 8.4 milljónir punda (tölur síðan 2017) fyrir að reka verslun liðsins. Ef einhverjum dettur í hug að íbúar Newcastle elski bara ódýrar jogging buxur svona mikið, þá ættu þeir að vita að eigandi Sports Direct er einmitt Mike Ashley.
Undir lok tímabilsins 2015-16 tók Rafael Benitez við liðinu af Steve McClaren, sem voru tólftu þjálfaraskiptin síðan Ashley keypti liðið. Þetta sýndi töluverða auðmýkt hjá Benitez, en hann var nýbúinn að missa starf sitt hjá Real Madrid. Að fara úr að stýra spænsku risunum í að reyna að bjarga Newcastle frá falli hlýtur að hafa verið töluverð viðbrigði. Spænski töframaðurinn gat hins vegar ekki fundið þuluna til að bjarga liðinu frá falli og þeir enduðu í Championship í annað skiptið síðan Ashely keypti liðið. Við tók nokkur óvissa um framtíð Rafa hjá liðinu, en hann hefur kannski vanist erfiðum eigendum eftir að hafa verið hjá Gillet og Hick og Roman Abramovic á ferlinu. Rafael reyndist alltof góður þjálfari fyrir Championship deildina. Eftir að hann hreinsaði duglega til í leikmanna hópnum sigraði liðið deildina tímabilið 2016-17.
Sumir hefðu haldið að eftir þetta fengi Rafa góða fjársjóðskistu til að versla inn leikmenn en svo var ekki. Sumarið eftir að liðið kom upp var verslun liðsins eftir sölur tuttugu milljónir punda. Þrátt fyrir að liðið styrktist ekki um meira endaði það í tíunda sæti í fyrra, sem þykir einfaldlega drullugott fyrir lið sem var að koma upp um deild. En núna í sumar jókst ókyrrð stuðningsmanna liðsins á ný, Mike Ashley hafði um veturinn í þriðja sinn misheppnast að selja liðið og þegar leikmannamarkaðurinn lokaðist í ágúst var liðið í 20 milljóna punda plús.
Tímabilið fór svo hörmulega af stað. Liðið vann ekki leik fyrr en í nóvember. Þá komu reyndar þrír sigrar í röð og var Rafa þjálfari mánaðarins í ensku deildinni. Í desember hefur liðið unnið einn, tapað einum og gert tvö jafntefli. Það verður að teljast nokkuð fínt hjá þeim.
Það er nokkuð öruggt hvernig Rafa mun leggja upp leikinn. Newcastle-menn munu liggja til baka og gera sitt besta til að halda hreinu. Þeir munu reyna að troða einu marki inn einhverstaðar en ef leikurinn fer 0-0 verða þeir bara drullusáttir.
Liverpool
Það þarf væntanlega ekki að minna neinn lesenda á topp deildarinnar en ofboðslega lítur þetta fallega út. Leikurinn gegn Newcastle er seinast leikur fyrri umferðar og sama hvernig hann fer, verður Liverpool á toppnum eftir leikinn. Það er óhætt að gera ráð fyrir að það verði hátíðar stemning á Anfield. Eftir leikinn gegn Newcastle eru tveir risaleikir í röð, Arsenal heima og svo heimsókn til Pep Guardiola og Manchester City, sem mun ljúka desember brjálæðinu(þó hann sé í blábyrjun janúar.)
Liverpool eru ósigraðir í deildinni og hafa unnið sjö leiki í röð. Það er bölvað vesen að spá fyrir byrjunarliðinu. Liðið fékk nokkuð rúma hvíld eftir Watford leikinn en risaleikirnir við Arsenal og City munu hafa einhver áhrif á liðsvalið. Trent og Keita eru farnir að æfa aftur en óvíst hvort þeir séu leikfærir. Það er spurning hvort Andy Robertson fái að taka sér pásu, nóg hefur drengurinn hlaupið í mánuðinum. Á móti kemur að ef Clyne eða Milner spilar leikin myndum við líklega vilja hafa hinn bakvörðinn reynslubolta í kerfinu. Fabinho er búin að koma svakalega inn á miðjunni, fær hann hvíld fyrir risaleikina? Svo eru það Firmino, Salah og Mané, er planið að spila þá hverja mögulega mínútu? Shaqiri hlýtur allavega að koma inn víst hann hvíldi á móti Watford.
Ég ætla að spá liðinu svona
Semsagt, rótering en ekki alveg bikar lið. Held að Sturridge fái að spreyta sig, Robertson heldur áfram að vera eins vél vinstra megin og á miðjunni verða Fabinho og Hendo við sjórnvölin. Salah og Mané fá aðeins að slaka á, ef illa gengur verður þeim skellt inná. Lallana fær tækifæri til að spreyta sig aðeins, hver veit nema hann eigi inni smá hlutverk í vetur.
Spá
Rafa, ég elska þig en ég vona að þú eigir ömurlegan annan í jólum. Anfield verður í sínum flottasta gír og þó Klopp róteri slatta mun Sturridge reynast varnarmönnum Newcastle allt of erfiður. Ég spái 3-0 sigri, Daniel dansar tvisvar sitthvorum megin við hálfleikinn og Shaqiri bombar einu inn undir lokin.
Að lokum óska ég lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Sammála, sammála og sammála. Gleðileg jól, allir púllarar!
Takk fyrir þetta og gleðilega hátíð Liverpoolstuðningsmenn. Búinn að belgja mig þvílíkt út af mat að maður rétt getur komist á takkaborðð.
Spennandi leikur framundan og auðvitað þykir manni pínu vænt um Rafael Benitez eftir veruna á Anfield. Þess vegna vonar maður að honum og hans liði vegni sem best nema gegn Liverpool. Eins og þú bendir á Ingimar held ég að þeir röndóttu munu ekki sækja mikið og leggja upp með að ná jafntefli. Treysta á einhverjar skyndisóknir. Lið sækja ekki neitt gull í greipar Liverpool þessa dagana, sérstaklega ekki á Anfield. Það myndi gleðja mig mikið ef Sturrigde fengi að byrja, held að þurfi að endurræsa hann þessa daga og hvíla aðra í leiðinni. Láta hann spila amk 60-70 mín og sjá svo til. Lallana var bara ágætur þegar hann kom inná síðast og því væri líka gott að nota hann. Og svo Shagiri. Robertson gæti fengið frí en veit þó ekki, Milner hleypur þá í skarðið fyrir hann. Milner var nú ekki slakari en svo í bakverðinum um daginn að á einhverjum enska miðlinum var hann í liði vikunnar. Hreint ótrúlegur leikmaður.
Annars held ég, ef þetta er venjulegur dagur, þá séu 2-0 til 3-0 eðlileg úrslit. En eins og vð vitum eru ekki allir dagar eðlilegir.
Gleðileg jól, já það eru rauð jól hjá okkur Púllurum hér og rautt er litur hátíða og verkalýðs. Þegar ég valdi á milli Gunner´s og Liverpool árið ´71, já á síðustu öld þá var þessi lína “lið verkamanna” í Liverpool og ég valdi Liverpool. Stundum gaman en aldrei leiðinlegt nema þá Hodsson sem var jú að gera okkur greiða en munurinn á boltanum núna er að það er stöðugt fjör og ástríða. Ástríðan fylgir okkur til vors án vafa og við munum tapa stigum en við ætlum að vinna Newcasle með fullri virðingu fyrir Benitez.
Afsakið en pínu viðbót, einhver var ekki búinn að fá jólgjöfina frá Klúbbnum en ég fékk mín í tíma rétt fyrir jólin og er mjögsáttur. Takk fyrir mig veit að það skilar sér hér og Kopparar bestu jólakveðjur til ykkar allra, þið eruð algjörargersemar.
Takk
Sæl og blessuð.
Lallana, Sturridge og Moreno – er pínu hættleg þrenning fyrir minn smekk, en mögulega eru þeir fit for fight. Það væri fullkomið að merja 1-0 sigur á Hnjúkaselsmönnum með hálfgerðu varaliði og vera þá með meiri orku fyrir Nallana þegar þeir mæta á svæðið. Þar má þó ekki tæma neina aðaltanka því eins og alþjóð veit er ekkert í boði nema 100% í leiknum þar á eftir.
Svo ætla ég ekki að vera með neina draumóra en mikið hrikalega væri það gaman ef Saudarnir myndu misstíga sig gegn Vardy og félögum. Ljósbláu bölvuninni sem hefur vomað yfir deildinni má alveg fara að linna.
Sælir félagar
Rafa er einhver mestir taktiker í boltanum í dag og ef einhver annar væri með þetta Newcastle lið væri það í fallsæti og líklega neðst. Það er því mögulegt að hann haldi þessu í núllinu en þó afar hæpið. Ef okkar mönnum tekst að skora mark á annað borð munu fylgja fleiri á eftir. Með það í huga set ég spána 4 – 0 þar sem Firmino verður með 1 og stoðsendingu og Sturridge 2 og stoðsendingu og Virgillinn með 1 og Shaqiri með 2 stoðsendinar. Benitez okkar kæri vinur mun þakka fyrir sig en án allrar gleði skiljanlega.
Það er nú þannig
YNWA
Ég held að Klopp þurfi að taka sénsinn og hvíla Van Dijk á morgun. Þrátt fyrir að manna hallæri í þessari stöðu. Spilað fáránlega þétt þessa dagana og engir smá leikir framundan þannig að þetta er það eina í stöðunni. Megum svo ekki við því Van Dijk togni aftan í læri eða eitthvað sambærilegt myndi gerast og hann yrði frá í einhverjar 4 vikur. Sé Fabinho alveg fyrir mér leysa þessa stöðu geng Newcastle þar sem þetta er leikur þar sem við verðum með boltann 80% af leiktímanum og hann mun þá sjá um að bera boltann upp.
Ég er á því að ef Dijk er heill þá á hann að spila í deildinni. Það er hægt að minka álag milli leikja frekar fyrir utan að gegn Newcastle verðum við 70%+ með boltan og því ákefðin varnarlega minni en oft áður. Hver einasti leikur er mikilvægur og fáum við jafnmikið af stigum að vinna Newcastle eins og Arsenal. Fyrir utan að Gomez og Matip eru meiddur. Hvílum frekar einhvern af fremstu þremur því að þar eigum við breidd til að koma inn.
Það er akkúrat í svona leikjum, þar sem varnarlínan stendur á miðlínunni nánast allan leikinn, þar sem hafsentarnir eru að taka langa spretti í gegnum allan leikinn. Van Dijk er búinn að spila nánast hverja einustu mínútu þannig að það er miklu meira gamble að láta hann spila þennan leik en að hvíla hann.
Gleðilega hátíð LFC vinir.
Vinnum þennan stórt spá mín er 5-1 eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Mané með 3 stk farinn að hitta ramman. Dijk skorar sitt annað mark í deildinni og Fabinho skorar með þrumu fyrir utan teig eitt af mörkum ársins djöfull er maður klikkaður að trúa því að þetta gangi eftir en maður veit aldrei ?? YNWA.
Gleðileg jól allir sem einn.
Ég hef ekki trú á að herra Klop geri svo margar breytingar á liðinu, ég gæti trúað að bakvörðinn sókndjarfi frá spánarríki fái að sprikla þennan leik og hugsanlega kollegi hans í hinum bakverðinum hinn meiðsla hrjáði og varnarsinnaði landsliðsmaður Englands sem hefur reyndar verið í pásu frá fótbolta síðan elstu menn muna með sára fáum undantekningum, hugsanlega og kannski fær sá skotfasti snillingur sem ber númer 23 að munda fallbyssuna og hlað í eitt alvöru kvikindi af þrjátíu metrunum eða svo.
En við merjum þetta með herkjum og vinnu leikinn allt annað en sannfærandi því ef það er eitthvað sem Rafa frændi kann þá er það að leggja rútunni ólíkt betur en sá atvinnulausir ólánssekkur sem fékk mig næstum því til þess að vorkenna vinum mínum sem halda með man utd og voru algerlega horfnir af yfirborði jarðar þar til fyrir skömmu að einn og einn rauðmaginn fór að stinga hausnum upp úr sandinum og láta eins og þeir hefðu verið að vinna deildina.
Newcastle fengið á sig 7 mörk í síðustu 8 útileikjum. Benìtez kann að leggja rútunni betur en flestir.
Eigum samt alltaf að klára þetta. Vil sjá shaq í liðinu í dag, hann er flottur að opna lið sem parkera við eigið mark.
Það er eitthvað.að ef Shaqiri byrjar ekki þennan leik heima búin að vera a bekknum síðustu 2 leiki eftir mörkin gegn Man Utd, gæti líka trúað að Sturridge komi inn fyrir Firmino.
Tek bara 3 stig hvernig sem þau koka en hef alveg trú á að við skorum nokkur þótt að Benitez kunni að leggja rútunni þá erum við bara það góðir og finnum lausnir á þessu.
Salah með 3 og Van Dijk eitt i 4-0 sigri STAÐFEST
Liðið komið,
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Shaqiri, Mane, Salah, Firmino.
Subs: Mignolet, Clyne, Fabinho, Keita, Sturridge, Lallana, Origi
Ég sakna Milner, sem er meiddur
TAA mættur aftur gott að sjá !