Mikið ofboðslega er maður alltaf kátur þegar þessi enski bolti byrjar. Ég var alveg skjálfandi af spennu í allan dag og bara eins og ellefu ára aftur!
En snúum okkur að leiknum, ég var stressaður fyrir þennan leik, enda búið að vera fullt af neikvæðum straumum frá Anfield síðustu daga og Stadium of Light er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar og Sunderland búið að styrkja sig talsvert í sumar.
Benitez kom einhverjum örugglega á óvart með því að taka Alonso út úr liðinu til að koma Gerrard fyrir og svo setti hann Agger á bekkinn og eðal-Finninn Sami Hyypia kom í hans stað.
Uppstilling liðsins var:
Arbeloa – Carragher – Hyypia – Dossena
Gerrard -Plessisl
Kuyt – Keane – Benayoun
Torres
Á bekknum: Cavalieri, Agger, El Zhar, Alonso, Ngog, Aurelio og Skrtel.
Talsverður munur að geta stillt upp 7 varamönnum þennan veturinn.
En fyrri hálfleikur þessa leiks var framhald af leik liðsins í Belgíu. Við áttum einfaldlega ekki almennilegt færi í fyrri hálfleik og Sunderlandliðið var miklu ákveðnara í leiknum án þess að valda okkur verulegri hættu. Tempóið var lítið hjá okkar drengjum og deyfðin mikil!
Rafa ákvað að setja Alonso inn í hálfleik. Sennilega var þessi ákvörðun hans að hvíla Xabi tengd öllu bullinu að undanförnu, en hvort það var Xabi að þakka, ræðunni hjá Rafa, eða það að liðið fann aftur taktinn frá undirbúningstímabilinu var allt, allt annað að sjá þá í seinni hálfleik.
Við stjórnuðum leiknum og smám saman komu færin. Benayoun átti gott skot sem Gordon varði vel og svo bjó Ísraelinn til færi fyrir Gerrard sem varnarmenn björguðu á síðustu stundu.
El Zhar kom inná 72.mínútu og átti þátt í að búa til gott skotfæri fyrir Kuyt sem svo Gordon varði frábærlega en missti frá sér. Keane og Torres fóru báðir í boltann og í dauðafæri sem klúðraðist með því að Torres skaut í Keane og framhjá. Þar áttum við að skora.
Xabi Alonso var svo nálægt því að skora enn einu sinni frá okkar vallarhelmingi á 81.mínútu og á þessum tíma var alveg orðið ljóst að Sunderland var bara að reyna að verja stigið, við smám saman að ná meiri tökum. Í kjölfarið kom Aurelio inná fyrir Benayoun, sem ég var afar ósammála!
Fernando Torres. Í sumar hafa alls konar kjánar verið að segja manni að hann sé ofmetinn leikmaður og „one season wonder“. HAHAHAHAHAHAHA. Xabi lagði fína sendingu á Nando utan við teiginn. Fernando Torres sneri sér að markinu, rakti boltann 5 metra og klíndi svo boltann neðst í hornið út við stöng.
Frábært mark og sanngjörn staða, 0-1.
Það sem eftir lifði leiksins héldum við einfaldlega boltanum af skynsemi og fengum ágætar sóknir sem þó ekki skiluðu dauðafærum eða mörkum. Sunderland áttu aldrei glætu á að jafna og lokaflautið var ljúft. 0-1 sigur á afar erfiðum útivelli er flott byrjun á deildinni.
Þegar maður gerir leikinn upp er fyrst að segja að fyrri hálfleikurinn var afar dapur, og daprari hjá okkur. Auðvitað er þetta fyrsti leikur og í kjölfar leiðindaleiks og umræðu var kannski ekki að búast við flugeldasýningu. Mér fannst Dossena og Benayoun þeir einu sem voru að reyna að sækja, vinstra megin og óöryggi í miðjuspilinu.
Seinni hálfleikur var svo fínn. Eftir 5 mínútur af honum var bara eitt lið á vellinum og sanngjarn sigur fylgdi í kjölfarið. Varnarleikurinn var öruggur og allt annað var að sjá miðjuspilið. Gerrard á fullri ferð og Alonso tikkaði fínt. Keane og Torres eru enn ekki alveg smollnir saman en samvinna þeirra og Gerrard í seinni hálfleik var þó það besta sem við höfum séð þaðan.
Því finnst mér eilítið erfitt að velja mann leiksins, langaði að gefa Fernando Torres þann titil út af markinu en ég ákvað að veita Ítalanum okkar, Andrea Dossena, þann titil. Hann var að gera allt vel, fínn að skila bolta, vann fullt af tæklingum og pakkaði Diouf inn í gjafapappír. Fínt hjá honum að koma sterkur inn eftir slaka frammistöðu í Belgíu.
En flottur vinnusigur sem býr til bros á fyrsta degi, eftir hálfgerða fýlu síðustu daga. Takk fyrir það drengir í gráu (skelfilegur búningur) og Rafael!
Næsti leikur er eftir viku, heimaleikur við Middlesboro‘ á Anfield, laugardaginn 23.ágúst kl. 14:00. Middlesboro‘ vann góðan sigur í dag og við náum þeim á jörðina. Klárt!!!
Fínt að fá þrjú stig úr fyrsta leik og ekki verra að fá Torres í gang strax. Annað fannst mér ekki jákvætt í þessum leik.
Þetta var vondur leikur hjá Liverpool í heildina. Spilið gekk ekki upp í fyrri hálfleik og liðið vantaði allan kraft þó seinni hálfleikur hafi verið heldur betri. Kyut og Benayon hafa marga kosti en þeir eru ekki góðir kantmenn. Kyut reyndi aldrei (!) að fara fram hjá bakverðinum og spilaði alltaf til baka og sama má segja um Benayon. Hann reynir alltaf að fara inn á miðjuna og bakvörðurinn lokaði bara á þá leið. Þetta verður að laga því annars þétta öll lið miðjuna og úr verður tómt streð og leiðindi. Vonandi lagast þetta og spilið færist fram á völlinn í stað þess að vera allt um og aftan við miðlínu. Og af hverju fékk Torres alltaf háar sendingar eins og hann sé Crouch??? Sunderland yfirspiluðu okkur á tímabili sem er ekki ásættanlegt þó þeir hafi verið á heimavelli! Mér hefur allt of oft fundist vanta að Liverpool stýri spili í leikjum sínum með sama hætti og hin toppliðin og það vil ég fara að sjá. En Torrrrrreeeesss………………….
Já, vel gert að komast burt með 3 stig frá þessum leik.
Alls ekki sannfærandi frammistaða okkar manna setur óþæginda tilfinningu í mig, opnunarleikur tímabilsins og menn algerlega á hælunum.
Munurinn á þessum tveimur liðum í dag var sá að í okkar liði er einn besti sóknarmaður veraldar, annað var það nú ekki.
Hvað finnst mönnum um Robbie Keane? Nei það er liklega of snemmt að segja eitthvað annað en að hann byrjar ekki vel.
Hvað eru menn að kvarta, liðið ekki að spila vel en samt 3 stig, getum ekki verið ánægðari, þetta eru leikirnir sem við þurfum að vinna til að verða meistarar.!!
Sunderland eru með feykilega sterkt lið og munu vera erfiðir á heimavelli í vetur, Liverpool byrjuðu ekki að spila vel fyrr en að Alonso kom inná völlinn.
Það er greinilegt að LFC vantar ennþá eitthvað til þess að verða líklegir í deildinni en það góðar fréttir samt að Babel verðu sennilega mættur í næsta leik og þá ætti hann að koma inn fyrir Benayoun.
Tek undir orð Badda, það að spila illa og fá 3 stig er stórkostlegt. Ef ég á að fara að verða eitthvað bjartsýnn um titil í ár, þá nægir ekki bara að vinna þegar við erum miklu miklu betri (eins og gerðist oft í fyrra þegar við gerðum öll þessi jafntefli)
Við unnum þennan leik í fyrra 0-2 þrátt fyrir að spila ekkert sérstaklega. Núna vinnur Liverpool hann 0-1 þrátt fyrir að spila ekkert sérstaklega.
Klárlega afturför, við höfum engum framförum tekið og eigum alls engan séns að skáka Chelsea og Man Utd.
Einhver snillingur í öðrum þræði skrifaði að það sæist á frammistöðunni gegn Sunderland að okkur skortir fleiri góða leikmenn, hefðum ekkert í bestu liðin. Well döööö…. það eru 2 afburðaleikmenn (Mascherano og Babel) að spila í Peking. Síðan eiga Agger og Alonso/nýkeyptur maður eftir að koma inní liðið. Hugsanlega síðan keyptur 1 kantmaður í viðbót.
Alltaf gaman að eiga svona jákvæða og yfirvegaða stuðningsmenn. Menn sem sjá alltaf það jákvæða í sigrum á erfiðum útivöllum. 🙁
torres torres torres torres torres torres
torres torres torres torres torres torres
rabbarabbarabbbara
torres torres torres torres torres torres
torres torres torres torres torres torres
ekki góður leikur í heildina en ég er hæst ánægður að við fengum 3 stig
vonadi fáum við einhvern vistri katara bráðum
3 stig í hús er það sem skiptir öllu máli í þessu. Að öðru leyti þá er liðið ekki sannfærandi núna í haust en ég legg áherslu á mikilvægi Alonso fyrir þetta lið. Hlutirnir gerast þegar hann er inná.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Fín leikskýrsla, en ekki kalla Torres Nando, það er einfaldlega ekki gælunafnið hans. El Nino er gælunafnið hans Torres.
“Torres skaut í Keane og framhjá”
Var það ekki öfugt, Keane í Torres? 🙂
Fyrstu 30 mín voru hræðilegar og virtist stefna í eitthvað álíka gáfulegt og gegn Standard. En síðasta korterið og svo seinni hálfleikur var allt annað mál, stjórnuðu leiknum nokkuð örugglega. Svo er bara spurning um að bjóða 100+ milljón pund í Barry til að hafa einhvern til að taka allar þessar hornspyrnur. Kom ekkert út úr þessum hornum sem voru í það minnsta 8 ef ég man rétt.
góður sigur. Ég vissi að þetta myndi vera erfitt þar sem okkur vantar nokkra góða frá kína og Gerrard svolítið á eftir hinum í formi.
Guðm. ég held að löngu sendingarnar upp á Torres séu vegna þess að Keane er svo framalega kemur ekki niður að bjóða sig. En það breyttist þegar Alonso kom inn. Þá fór Gerrard framar og spilið var mikið betra. En í staðinn vorum við ekki með nein varnarmiðjumann, Alonso spilaði bæði leikstjórnanda og varnarmiðjumann. Flottur leikur hjá honum.
Fín innkoma hjá El Zhar, góðar staðsetningar og öruggur á boltanum. Hann gæti alveg verið möguleiki á hægramegin í vetur. Arbeloa að hleypa alltof mörgum boltum fram hjá sér fyrir markið.
Varðandi mannleiksins þá var Carra helvíti góður í fyrri, reyndi ekkert á hann í seini. Reina líka mjög traustur. En kannski Dossena bestur í mjög jöfnu liði.
Ég var á Mongó að horfa á leikinn og það var dapurt andrúmsloft yfir áhangendum Liverpool þar. Allt þar til Torres skoraði þetta gull af marki, og reddaði okkur þremur stigum … eins og hann hefur svo oft gert.
En yfir það heila, þá var þetta slakur leikur af Liverpool hálfu! Það er ekkert öðruvísi. Og ég skil sjálfur ekki hvernig hægt er að velja Dossena sem mann leiksins því hann var hræðilegur í fyrri hálfleik, skárri í þeim seinni. Hann er mjög einfættur … og minnti hlaupastíllinn hans mig stundum á Robbie Rosental hér í den. En honum óx ásmegin og var orðinn þéttur síðasta hluta leiksins. Ég hef trú á honum. El Zhar átti alls ekki sérstaka innkomu og þetta gula spjald hans var asnaskapur ungs manns. Torres sást lítið í leiknum sem og margir, og mér blöskraði svo samskiptaleysi hans og Keane þegar annar hvort þeirra hefði átt að skora, en Torres skaut í Keane. En Keane átti góðar rispur, og Torres bjargaði okkur í lokin. Gerrard í heildina var la la en aukaspyrnurnar og hornspyrnurnar slappar hjá honum.
Maður leiksins fyrir mér er hiklaust Xabi Alonso. Hann þurfti ekki nema seinni hálfleikinn til að vinna þann titil hjá mér og tölfræðin segir ansi mikið. Hann var í góðum sendingum og skoraði næstum því þetta flotta mark, átti sendinguna á Torres … þannig að fyrir mér er Alonso hiklaust maður leiksins.
Frábært að vinna þennan leik, algjörlega … og þetta er eins og einhver sagði, … þetta eru þeir leikir sem við þurfum að vinna til að vera serious contenders í titlabaráttu. Mér líst vel á veturinn framundan!
Áfram Liverpool!
Sælir
Margt jákvætt í þessum leik. Strax í fyrsta leik búnir að ná útivallarstigi og halda markinu hreinu og með fullt hús stiga eftir fyrsta leikinn og síðast en ekki síst var kveikt á Torres vélin strax í fyrsta leik seasonið 08/09.
Hinsvegar ef við ætlum að spila leikina okkar svona þá skulum við spenna hendur og þakka fyrir að ná í evrópukeppni. Þegar við erum að byggja upp sóknir fer þetta hreyfingarleysi leikmanna sem ekki hafa boltann gríðarlega í taugarnar á mér. Það býður sig enginn og spilið virkar einstaklega hugmyndasnautt.
Maður leiksins var klárlega Xabi Alonso og hann gæti verið lykillinn okkar að velgengni í ár. Hann lyfti tempóinu í leiknum á annað plan og átti mjög góðan leik á miðjunni og trúi ég ekki öðru en að hann sé búinn að tryggja sér byrjunarliðssæti út ágústmánuð hið minnsta.
Af ungum leikmönnum skil ég ekki afhverju El Zhar fær sénsinn en ekki Nemeth, Pacheco, Spearing eða Darby. Með fullri virðingu fyrir El Zhar þá hefur hann aldrei heillað mig mikið en auðvitað er það ekki ég heldur Rafa Benitez sem fylgist með honum á æfingum daglega.
En hið mikilvæga er að við fengum 3 stig í dag á erfiðum útivelli hjá liði sem vonandi rænir stigum af Chelski og Man Utd.
En til að bæta við þetta þá verð ég að tala aðeins um heimavöll Liverpool klúbbsins á Íslandi, nefnilega Players.
Ég veit ekki betur en að Liverpool sé það lið sem nýtur mest fylgis á Íslandi og trúi ég ekki öðru en að það sé hægt að finna betri “heimavöll”.
Maturinn bæði vondur og fokdýr. Lítill bjór á 600 kr og myndin var alltaf að frosna (gæti svosem verið að það sé ekki Players að kenna). En miðað við það að 1-2 í viku er Liverpool klúbburinn að gefa Players fúlgur fjár fyrir að láta okkur horfa á leikina hjá þeim þá trúi ég ekki öðru en að þeir geti gefið okkur aðeins betri kjör á veitingum og ég tala nú ekki um kannski aðeins betri veitingar í leiðinni.
Er ekki allir sem heita Fernando kallaðir Nando? Bara eins og allir sem heita Ólafur eru kallaðir Óli?
Verð að taka undir með þér Lolli. Maturinn á Players er nánast óætur og svo ekki hægt að fá Carlsberg. Fyrir utan að það er allt orðið sjúskað, gardínur ná ekki að halda úti birtu, skávarparnir eru lélegir osfrv.
Allavega er ég steinhættur að mæta þarna.
Lolli#17
Ég veit ekki hversu miklu púðri maður á að eyða svona svör, en eftir smá rannsóknarvinnu, þá er lítill bjór á 550 krónur á flestum stöðum, á há-anna tíma, og 600 ef menn kaupa hann í glerflösku. Ég held að þú ættir að spara aðeins fullyrðingarnar væni minn, áður en þú ferð að blammera út í loftið um hluti sem þú hefur ekki hugmynd um.
Er Liverpool-klúbburinn að borga (“gefa” eins og þú kallar það) Players fúlgur fjár, fyrir að ” láta okkur horfa á leikina þarna” ??
Athugaðu málið… og ég er sannfærður um , að þú kemst að hinu gagnstæða.
Hvort þér finnst maturinn þar vondur eða ekki,er mér alveg sama um, en það hlýtur að vera einstaklingsbundið. Mér finnst allavega þrælgott að skella í mig sveittum burger þarna… þó svo að það sé auðvitað ekkert á við borgarana á Akureyri 😉
Carl Berg
CarlBerg.
Ég get nú ekki hugsað mér að aðstandendur Players gætu komið með smá stemmingu í hópinn eins og þeir sem mæta í LFC búning fá bjórinn 50 krónum ódýrari eða hamborgaratilboð 100 kalli ódýrari eða þeir sem mæta í fullu Liverpool kiti fá kannski tvöfalt það af.
Svo væri ég til að bjóðast til að kenna þeim á Players að komast hjá því að brenna hamborgarabrauðin.
Tökum dæmi þegar Liverpool leikir eru og það mæta 250 manns á staðinn. 200 af þeim versla við players þar af 100 sem fá sér hamborgaratilboð með gosi á 1200 krónur ( 120.000 ), 75 sem fá sér einn lítinn bjór á 600 ( 45.000 ) og 25 sem fá sér tvo litla bjóra á 600 ( 30.000 ). Þarna erum við að tala um 195.000 kall í tekjur fyrir svona meðal stóran leik. Fyrir stað sem gerir ósköp lítið fyrir okkur annað en að sýna leikina í mjög slæmum gæðum og gefa okkur hörð sæti undir bossann er það nokkuð gott. Það hlýtur að vera hægt að fara fram á meira. Ég meina 195.000 x 50 leikir gera 9.750.000 krónur og ég er nokkuð viss um að fólk sé að eyða meira að meðaltali en þetta.
En ég er bara að hugsa um velferð Liverpool stuðningsmanna hér í borg þar sem ég flyt út á land eftir 2 vikur.
Flott leikskýrsla Maggi
Það var fyrst og fremst gríðarlegur léttir að ná þessum þremur stigum, sérstaklega þar sem það var lítið eftir og Sunderland var byrjað að slá upp tjaldbúðum á sínum vallarhelming.
Leikurinn sjálfur var nokkuð típískur 1.leikur á tímabili, mótherjarnir æstir í að sanna sig á heimavelli efir sumarfrí (Sunderland er btw með fínt lið í ár) og hefðu alveg getað unnið þetta í dag. Við vorum ekki að spila vel á okkar mælikvarða, liðið virkar þungt eins og Heimir Guðjóns sagði í 442 og hálf þreytulegt eftir greinilega þrælerfitt undirbúningstímabil. Það eru samt vonandi bara smá byrjunarörðugleikar enda hefur Rafa sýnt það í gegnum tíðina að kann að láta liðin sín endast í formi út tímabilið.
Varðandi mann leiksins þá get ég alveg ómögulega valið Dossena þar, mér fannst hann ekki virka neitt spes (svo sem skiljanlegt svona í byrjun) og sá alls ekki mikla sóknartilburði og þvísíður einhverja frábæra varnartakta (það var Hyypia sem pakkaði Diouf saman) en ég efa ekki að Dossena muni reynast okkur vel þegar hann er búinn að aðlagast. Í mann leiksins myndi ég líklega bara setja Carra eða Hyypia þó þeir hafi kannski ekki á neinn stjörnuleik. Alonso var líka góður, en hann á nú að laga flæðið á miðjunni þegar hann kemur inn fyrir Plessis!! Kuyt og Torres voru líka ágætir en áttu gjörólíka leiki, Kuyt hljóp og hljóp og reyndi og reyndi án þess að nokkuð hættulegt kæmi út úr því á meðan Torres slapp einu sinni laus og kláraði leikinn.
0-1 lagar allavega smá helgina hjá manni eftir ruglið sem ég horfði á í Garðabænum í gærkvöldi og mikið óskaplega er maður alltaf feginn eftir svona leiki að Fernando Torres er í okkar liði.
Frábær sigur og í raun er varla hægt að dæma menn mikið út frá þessum fyrsta leik. Það er samt skrítið hvað menn eru þungir og í litlu spilaformi….en það lagast í næstu leikjum.
Ánægjulegast:
– Núna skil ég af hverju Dossena var keyptur þó hann hafi kannski ekki sýnt stjörnuleik í dag, en hann á eftir að vera Liverpool dýrmætur.
– Það er ekki annað hægt en að elska Xabi, flottur leikmaður og karakter. Kom með mikinn kraft inn í leikinn.
– Ég hef aldrei lent í því að blóta og hrósa manni eins mikið, til skiptis, og Kuyt vinur okkar. En staðreyndin er að hann gerir mun meira gott en slæmt. Hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool.
– Torres auðvitað, það eru fá lýsingarorð sem ná yfir manninn.
Áhyggjur:
– Arbeloa var hræðilegur í þessum leik, en eins og ég sagði áðan þá ætla ég ekki að dæma menn í fyrsta leik.
– Keane er búinn að vera afskaplega slappur í þessum leikjum síðan hann kom. Heldur ekki bolta og ógnar ekki neitt. En það kemur þegar pressan fer af honum og hann er hættur að ætla að sigra heiminn í hverjum leik.
Lolli. Ég er með lausn fyrir þig. Borga 3500 kr. á mánuði, sæti í sófanum, eldar það sem þú vilt og drekkur ódýran bjór !!! Mun betri kjör 🙂
Það er í raun þrennt jákvætt sem ég tek frá þessum leik.
Sigurinn þrátt fyrir að vera arfa slakir þeas. 3 stig í hús sem er sama og meistaralið undanfarinna ára eru að gera í leikjum sem þeir eru lakari í en hirða stigin í 90% tilvika. Við gerðum það í svona 15% tilvika í fyrra og undanfarin ár.
Rafa notar Plessis á miðjunni sem gefur honum gífurlega reynslu og aukið sjálfstraust, sem og hleypir El Zhar inná. Það er jákvætt að sjá unga stráka fá að spreyta sig en miðað við yfirlýsingarnar á þeim unglingum sem keyptir hafa verið síðan Rafa tók við, þá voru þetta allt snilllingar sem ættu að fá að spila innan 1-3ja ára. LOKSINS fáum við að sjá smá þef af því. Rafa talaði um í viðtali hjá MOTD (Match of the Day) að Alonso hefði “dead leg” og hefði verið á bekknum vegna þess en hverju sem því líður er ég sáttur við þessa tvo unglinga.
Að þörfin fyrir vinstri kantmanni er orðin NAUÐSYN og Rafa hlýtur að hafa séð það að Gareth Barry fyllir ekki upp í vinstri kantinn nema hann ætli honum að taka við af Alonso. Joe Cole yrði draumakaup í mínum huga og 12-18m tilboð í hann yrði án efa samþykkt ef Robinho kæmi til Chelsea. Það er ljóst að ef Alonso fer er Barry arftaki hans og Barry getur spilað 3 stöður (vinstri bakvörð/vinstri kant, vinstri miðjumann) en það þýddi að Rafa hefði enn einn leikmannin sem spilar úr sinni bestu stöðu (sbr. Kuyt og Gerrard á hægri kanti oft og Keane á kanti/miðju ofl eflaust). Fyrir utan þetta allt að þá er Joe Cole með alla þessa kosti sem Rafa er að leitast eftir, þeas, spilar meira en eina stöðu. Hann spilar báða kantana og svo miðju sem og fyrir aftan framherjann/framherjana en það ætti nú að æsa hann aðeins upp. Fyrir svo utan það að Joe Cole er alltaf sá sem gerir hluti á móti LFC sem þýddi að við ættum betri séns gegn Chelsea ef við keyptum hann.
“Fyrir svo utan það að Joe Cole er alltaf sá sem gerir hluti á móti LFC sem þýddi að við ættum betri séns gegn Chelsea ef við keyptum hann.”
Bíddu, bíddu, var það ekki einmitt þessi hugsunarháttur sem varð til þess að Michael Thomas var keyptur á sínum tíma 😉
Alonso maður leiksins… hefði verið ljúft að sjá skotið hans inni??!?
Frábært að sjá okkar menn vinna þennan leik, þetta er akkúrat það sem þarf í vetur ef við eigum að eiga einhvern séns í þennan titil. Að klára leikina gegn miðlungsliðunum þrátt fyrir að vera að spila illa.
Fernando Torres þarf náttúrulega ekkert að ræða.
Kuyt má líka vera eigingjarnari þegar hann sér markið.
Bjór?
““Fyrir svo utan það að Joe Cole er alltaf sá sem gerir hluti á móti LFC sem þýddi að við ættum betri séns gegn Chelsea ef við keyptum hann.”
Bíddu, bíddu, var það ekki einmitt þessi hugsunarháttur sem varð til þess að Michael Thomas var keyptur á sínum tíma”
Eða markmaðurinn Peggy Arphexad?
Ég hafði sérstaklega gaman að því að sjá gamla manninn Hyypia kljást við Llamadýrið Diouf. Það er ég viss um að Diouf hafi nokkru sinnum langað til að hrækja í andlitið á Hyypia.
Fínt að fá 3 stigin en rosalega vorum við þungir og slappir.
Vantar alla grimmd og neista í liðið finnst manni.
Plessis klárlega ekki tilbúinn í fullorðinns fótbolta, og svo skil ég
ekki alveg þetta hrós sem Dossena er að fá…fannst hann ekki sýna neitt,
En nokkuð ljóst að báðir kanntanir eru dauðir hja okkur, vona að eitthvað verði gert í því.
áfram Liverpool
Já Lolli, mér sýnist á skrifum þínum að þú hafir nú ekki stundað Players mikið. Viltu dæma Robbie Keane sem ónýtan leikmann núna strax eftir Standard Liege leikinn? Fyrsti leikurinn hans á tímabilinu og hann var drullu slakur? Efast um það, og ég segi að það sama gildir um Players. Það er búið að vera lokað þar alla vikuna vegna endurbóta og það var bara opnað þar í gærdag aftur.
Á síðasta tímabili (reikna með því að það sama verði upp á teningnum á þessu tímabili, eða svipað allavega) þá fengu meðlimir Liverpoolklúbbsins á Íslandi stóran öl á 450 kall á leikdegi Liverpool FC. Það var einnig í gangi sér Liverpool matseðill með tilboðum fyrir meðlimi á leikdegi. Í gegnum tíðina hefur Players einmitt verið nokkrum skörum fyrir framan aðra svipaða staði þegar kemur að gæði mats og tala ég nú þar af mikilli reynslu.
Það er alveg á tæru að aðstaða fyrir stuðningsmenn Liverpool og fótboltastuðningsmenn almennt, gerist ekki mikið betri en á Players. Ég væri allavega til í að sjá þann stað sem býður upp á betri aðstæður og hagstæðari kjör. Tímabilið er varla byrjað og staðurinn var að opna fyrir nokkrum tímum síðan. Eigum við ekki að bíða með að dæma? Ég er búinn að stunda þennann stað í fjölda ára og að mínum dómi er hann fremstur í röð sinna líka.
Hæ aftur.
Verð að fá að kommenta á nokkra hluti hér í umræðunni. Í fyrsta lagi skil ég ekki hve neikvæðir menn hér eru eftir sigur á Sunderland úti. Er sannfærður um það að þessi völlur verður, eins og í fyrra, einn þriggja erfiðustu útivalla fyrir hin fjögur stóru, ásamt Portsmouth og Tottenham. Mér finnst einfaldlega flott að hafa klárað þennan leik jafn auðveldlega (Sunderland fékk EITT færi) eftir stanslausa neikvæðni í fjölmiðlum frá því á miðvikudag!
Svo trúi ég ekki að menn séu farnir að draga kaupin á Keane í efa. Það er í besta falli hlægilegt, í versta hryllilega sorglegt. Robbie Keane þýðir t.d. það að Steven Gerrard er nú kominn á miðjuna sem er alveg frábært. Linkupið hjá honum og öðrum leikmönnum í gær var hreint ágætt, en vissulega er hann ennþá að slípast.
Svo er það með hann Xabi. Hann kom flott inn í gær en að telja hann mann leiksins finnst mér skrýtið. Gerrard var auðvitað yfirburðamiðjumaður í gær, en Alonso var að gera hlutina vel. Ég vill hins vegar spyrja hér. Hvað haldið þið að Xabi Alonso fái marga leiki í byrjunarliði eftir að Mascherano og Lucas koma heim?
Steven Gerrard er nú í vetur ætlað meira miðjuhlutverk eins og sást í gær. Gerrard er ALLTAF fyrsti kostur á miðjunni og ég tel röðina hjá Benitez í dag vera Masch. nr. 2 og Lucas nr. 3. Það eru blaðamenn sem hafa búið það til að Barry verði bara miðjumaður. Dossena fannst mér leika afar vel í gær, en hann mun ekki valda bakvarðarstöðunni í öllum leikjum og Aurelio er ekki nógu góður. Þeir eru EINU örvfættu leikmennirinir í hópnum og því þarf að breyta. Benayoun, Babel og Kuyt eru kantmennirnir og allir réttfættir fyrst og fremst.
Barry er ekki settur til höfuðs Alonso. Hann og Gerrard hafa leikið afar vel á miðjunni saman en hann getur líka leyst vinstri vænginn okkar, bæði bakvörð og vængmann. Benitez hefur sjaldan spilað með tvo aggressíva kantmenn gegn stóru liðunum, heldur verið með örvfættan, líkamlega sterkan mann öðrum megin sem bakvörðurinn overlappar.
Þess vegna vill Benitez fá Barry. Þó að Daily Mail sé að setja upp að hann sé miðjumaður eigum við hér ekki að gleypa það alveg hrátt!!!
Ég get ekki ímyndað mér að Xabi Alonso vilji sitja mikið á bekknum, en það væri vissulega frábær staða. Gerrard og Masch eru klárlega framar en hann og eftir samtals 2 stoðsendingar og 6 mörk síðustu 2 tímabil hjá Xabi skil ég það alveg að skoðað sé að hann sé látinn fara.
Hins vegar virðist þetta mál hafa ýtt honum um víðan völl og í gær átti hann stoðsendingu, hefur þarmeð jafnað stoðsendingafjölda sinn í fyrra, og reyndar hittifyrra.
Svo koma neikvæð ummæli um Players mér á óvart. Er vissulega búsettur núna á Hellissandi en hef kíkt á Players þegar ég kem í bæinn. Drekk reyndar yfirleitt kaffi, sem er hörkugott þar, og kann vel við staðinn. Það voru alltaf tilboð og hljóta að verða.
En hér á Hellissandi hafa menn verið duglegir að hittast í heimahúsum til að búa til stemmingu, ódýrt, flott og gott!!!!
Sá ekki leikinn en skilst að markið hjá Torres hafi verið mjög gott. Einmitt það sem þarf þ.e. að vinna þessa “léttu” leiki sem allir reikna með að sé einungis skylda en reynist oft þrautin þyngri. Er svolítið svekktur hvað menn virðast lítið tilbúnir í upphafi tímabilsins, sleppum samt vonandi inn í CL.
Veit einhver um link þar sem hægt er að sjá markið.
Maggi: Bara smá leiðrétting á fullyrðingu þinni um að það séu bara tveir örfættir leikmenn í hópnum. Það eru náttúrulega Dossena og Aurelio. Einnig finnst mér nauðsynlegt að nokkra aðra.
Aðrir sem eru örfættir: Plessis, Agger, Ngog og svo hef ég alltaf litið á Hyypia sem örvfættan (eða allavega jafnfættan).
En að leiknum.
Ég hef nú oft varið Kuyt gegn ósanngjarnri gagnrýni, en eftir leikinn í gær get ég ekkert sagt. Hann var vægast sagt hræðilegur fram á við. Ég veit ekki hvað hann var oft kominn í góða stöðu en klúðrar því öllu með því að reyna að taka við boltanum með sköflungnum. Svo þegar hann fékk boltann á kantinum þá var hann jafn effektívur og Carragher hefði verið í sömu stöðu. Svo í eina skiptið sem hann kemst í mjög góða skotstöðu þá byrjar hann á að taka vonda snertingu og svo í stað þess að skjóta þá sendir hann boltann til baka … SKJÓTTU á fj.. markið. Í versta falli hefði boltinn borist af markverðinum og Torres hefði hirt frákastið.
ANDVARP ! nú líður mér betur, þetta var búið að naga sálina mína í alla nótt.
Linkur á markið;
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/1481990/
Stórglæsilegt mark, pikkar upp boltann eftir sendingu frá Alonso, tekur þrjár snertingar og lætur vaða með hægri í vinstra hornið niðri, algerlega óverjandi.
Annars er ég hjartanlega sammála þér Maggi. Tæpti á þessu í kommenti nr.8 að ofan. Þetta endalausa tuð liverpool-aðdáenda er alveg ótrúlegt og einkstaklega sorglegt.
Mér sýnist augljóst að Rafa tók inn Dossena og Keane í sumar og hefur keyrt liðið algerlega út á undirbúningstímabilinu til að setja nýju mennina inní leikkerfi, svæðis og rangstöðuvarnir o.fl. ásamt auknu þoli.
Rafa er spænskur og það er velþekkt hjá liðum eins og Real Madrid að byrja tímabil rólega og toppa síðan á réttum tíma eftir áramót. Þess vegna vill hann rótera liðum í byrjun tímabils, svo leikmenn séu ekki að spila of mikið í þessu þunga ástandi sem eykur áhættu á meiðslum og ofþjálfun.
Í fyrra gerði Rafa þetta öfugt og hafði menn ágætlega léttleikandi í upphafi enda spilaði Liv við Man Utd, Arsenal og Chelsea, Tottenham á heimavelli fyrir októberlok og urðum að sigra þessa leiki. Það tókst ekki og við vorum þess vegna aldrei í alvöru titilbaráttu.
Í ár eru þessir stórleikir dreifðari og því meira svigrúm til þess að kýla hópinn saman af hörku.
Mér finnst alveg forkastanlegt að sumir Liverpool-adáendur skuli ekki reyna að sjá heildarmyndina og dæma allt glatað útaf fyrstu 2 leikjunum, sérstaklega þegar Macherano og Babel eru fjarverandi. Það að strax séu konar smá efasemdir um Robbie Keane er ekkert nema heumskulegt í alla staði.
Ég allavega nenni ekki að lesa svona stöðugt knee-jerk reaction tuð hérna, menn virðast skipta um skoðanir á leikmönnum á vikufresti. Til hvers eruði sumir að halda með Liverpool ef þetta er svona mikil þjáning fyrir ykkur að þið reynið alltaf fyrst að pikka eitthvað neikvætt útúr leik liðsins og einblínið stanslaust á það? Hvenær varð það svona þunglyndislegt að vera aðdáandi Liverpool FC?
Maður nenni vart að lesa þessar kvalalosta umræður hérna lengur. Legg til að menn verði ögn jákvæðari eða helli sér bara útí alvöru S&M. http://www.bdsm.is er örugglega fínn byrjunarpunktur fyrir suma ykkar…
Linkur á markið;
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/1481990/
Stórglæsilegt mark, pikkar upp boltann eftir sendingu frá Alonso, tekur þrjár snertingar og lætur vaða með hægri í vinstra hornið niðri, algerlega óverjandi.
Annars er ég hjartanlega sammála þér Maggi. Tæpti á þessu í kommenti nr.8 að ofan. Þetta endalausa tuð liverpool-aðdáenda er alveg ótrúlegt og einkstaklega sorglegt.
Mér sýnist augljóst að Rafa tók inn Dossena og Keane í sumar og hefur keyrt liðið algerlega út á undirbúningstímabilinu til að setja nýju mennina inní leikkerfi, svæðis og rangstöðuvarnir o.fl. ásamt auknu þoli.
Rafa er spænskur og það er velþekkt hjá liðum eins og Real Madrid að byrja tímabil rólega og toppa síðan á réttum tíma eftir áramót. Þess vegna vill hann rótera liðum í byrjun tímabils, svo leikmenn séu ekki að spila of mikið í þessu þunga ástandi sem eykur áhættu á meiðslum og ofþjálfun.
Í fyrra gerði Rafa þetta öfugt og hafði menn léttleikandi í upphafi enda spilaði Liv við Man Utd, Arsenal og Chelsea, Tottenham á heimavelli fyrir októberlok og urðum að sigra þessa leiki. Það tókst ekki og við vorum þess vegna aldrei í alvöru titilbaráttu.
Í ár eru þessir stórleikir dreifðari og því meira svigrúm til þess að kýla hópinn saman af hörku.
Mér finnst alveg forkastanlegt að sumir Liverpool-adáendur skuli ekki reyna að sjá heildarmyndina og dæma allt glatað útaf fyrstu 2 leikjunum, sérstaklega þegar Macherano og Babel eru fjarverandi. Það að strax séu konar smá efasemdir um Robbie Keane er ekkert nema heimskulegt í alla staði.
Ég allavega nenni ekki að lesa svona stöðugt knee-jerk reaction tuð hérna, menn virðast skipta um skoðanir á leikmönnum á vikufresti. Til hvers eruði sumir að halda með Liverpool ef þetta er svona mikil þjáning fyrir ykkur að þið reynið alltaf fyrst að pikka eitthvað neikvætt útúr leik liðsins og einblínið stanslaust á það? Hvenær varð það svona þunglyndislegt að vera aðdáandi Liverpool FC?
Maður nenni vart að lesa þessar kvalalosta umræður hérna lengur. Legg til að menn verði ögn jákvæðari eða helli sér bara útí alvöru S&M. http://www.bdsm.is er örugglega fínn byrjunarpunktur fyrir suma ykkar…
Hey ( út úr þessu umræðuefni ) sáu þið markið hans Grétars hjá Bolton
vááá Geggjað mark gæti alveg trúað að það lendi í topp 5 listanum
Barry með 2 stoðsendingar í 4-2 sigri A.Villa á M.City og einnig með eitraðar hornspyrnur…greinilega gæðaleikmaður…fer hann ekki að koma?
Maggi (nr. 32) … ég skil ekki af hverju val mitt og annarra á Alonso sem manni leiksins sé skrýtið! Leikurinn breyttist til hins betra eftir að hann kom inn á, og þó svo að það séu engin vísindi á bak við það, þá er Alonso hærri í einkunnagjöf á Player Rater hjá BBC Sport síðunni heldur en Gerrard.
En það er auðvitað fegurðin í boltanum … 🙂 okkur finnst ekki alltaf það sama.
Kveðjur úr norðri!
3 stig í húsi og mér er slétt sama hvernig þau komu. Þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. En mikið væri gott að fara að fá Barry vin okkur í föstu leikatriðin.
Yfir og út
eftir að hafa horft á leikinn þá ákvað ég að vera jákvæður og sjá ljósu punktana. þeir voru:
alonso spilaði mjög vel og virðist vera að ná sínum leik á gott plan – torres er kominn í gang – við fengum 3 stig á mjög erfiðum útivelli – dossena er að koma á óvart og leika vel og stórbætir bakvarðarstöðuna eftir að riise og aurelio voru þar í fyrra – það er erfitt að brjóta svona múr sem lið stilla oftar en ekki upp á móti toppliðunum og því er mjög jákvætt að við náum að bróta múrinn á bak aftur og taka öll stigin.
en það er oft rætt um mann leiksins eftir leikina og það er mjög vandasamt að velja besta mann vallarins. 11 leikmenn leika mismunandi stöður og spila mismunandi rullur í liðinu.
torres skoraði mark, reina varði það sem þurfti að verja, carra var tuddafínn í vörninni, dossena skilaði sínu hlutverki mjög vel, alonso gerði það sem til var ætlast af honum. allir þessir menn hefðu getað verið titlaðir menn leiksins í mínum huga.
en 3 stig er það sem við viljum og því getur maður ekki kvartað, við megum ekki gleyma því að það vantar mikilvæga leikmenn. tímabilið byrjar vel 🙂
Comment 26: Gylfi Freyr.
Nei, Michael Thomas var ekki keyptur af því að hann skoraði sigurmarkið gegn LFC 1989. Hann var keyptur af því að hann var einn af þeim gáfulegri miðjumönnum á þeim tíma og talið var að hann myndi styrkja liðið. Hann gerði frekar lítið eins og margir aðrir á tíma Graeame Souness-tímabilinu. Bjóða 18m í Joe Cole og við fáum hann…er alveg 90% viss á því að það yrði hugsað mjög ítarlega.
Eins og fleiri var ég ekki heillaður af þessum leik. Mér finnst afar slæmt að horfa upp á LFC þurfa að byrja með Kuyt og Benayoun á köntunum í gær. Kuyt ógnar ekkert framávið og Benayoun sækir einungis inn að miðju, er hægur og fyrisjáanlegur og tekur hægri-vinstri feikin sín æði oft. Tek það þó fram að ég vil hafa þessa menn í LFC, það á bara aldrei að bjóða mönnum uppá það að þeir byrji báðir inná á köntunum.
Dossena var arfaslakur í fyrri hálfleik, þá sérstaklega sóknarlega. Hann er ekkert betri sóknarbakvörður en Aurelio. Fínn varnarlega þó, sérstaklega í seinni hálfleik.
Mikið styrkleikamerki samt að ná að skora eftir að Sunderland fóru í skotgrafirnar og hirða 3 stig. Vinnum næsta leik, heima, og 6 stig eftir 2 leiki er eitthvað sem LFC hefur ekki alltaf getað státað sig af eftir fyrstu 2 leiki tímabils.
Já mikið rætt og ritað, hvað Liv var slakt og ýmsir menn sagðir lélegir. Mér fanst allir gera mistök (kanski ekki Reina),oft slæmar sendingar, T D Torres lét hirða af sér boltan oftar en einu sinni ,Hyypia slæma sendingu til Reina sem hefði geta orðið mark, en stóð sig þrumu vel eftir það og fl og fl. Sunderland, það er ekkert talað um að þeir hafi verið að spila vel,var það ekki því að kenna að Liv náði ekki að gera betur, slæmar sendingar, héldu bolta illa og komust sjaldan í skotfæri. Liv var meira með boltann og áttu sína spretti, en áttu líka sínar slæmu stundir. þessir 2. fyrstu leikir eru ekki endilega það sem koma skal. Hvað með hin liðin, M u gerði jafntefli gegn Portsm. um góðgerðaskjöldin, Portsm. steinliggur fyrir Chelsea, 4-0 (che á heimavelli), Mu gerir jafntefli við Newc. 1-1 (mu á heimavelli) Ars vinnur WBA 1-o (ars á heimavelli)og LIVERPOOL vinnur Sunderland á útivelli 1-0. hvað segir þettað okkur, eru Chelsea svona góðir,eru Mu og Porsm. svona slæmir, eru Newc. góðir eða melló og Liv góðir eða hvað. Ég gleðst yfir sigri hjá okkar mönnum. en vil frekar væla þegar þeir koma ekki tuðruni inn, og spila illa eins og á þriðjudaginn var, því þá var engin glóra í þeim leik…KOMA SVO LIVERPOOL JÁ já