Liðið gegn Wolves

Það eru talsverðar breytingar á Liverpool liðinu, eins og við var að búast og verður að segjast alveg eins og er að ég hef alveg séð sterkari varnarlínu en þá öftustu fimm sem við sjáum í kvöld! Ég er aftur á móti algjörlega sammála því að hvíla Robertson, Virgil, Salah, Mané og Firmino! Liðið er svona:

Mignolet

Camacho – Lovren – Fabinho – Moreno

Milner – Keita

Shaqiri – Jones – Sturridge
Origi

Bekkur: Kelleher, Firmino, Mané,  Salah, Hoever, Davis, TAA.

Camacho og Jones að spila sinn debut leik á meðan Lallana er frá vegna meiðsla, Fabinho stillir sér upp í miðri vörninni ásamt Lovren og hinn 16 ára gamli Hoever er á bekknum með nokkrum stórum nöfnum sér við hlið.

Þetta er klárlega keppni sem ég vil fara lengra í – vonandi dugar þetta lið. Það væri virkilega sterkt að ná að gefa þessum lykilmönnum smá pásu eftir törn desembermánaðar en samt fara áfram á erfiðum útivelli.

Koma svo!

YNWA

78 Comments

  1. Alveg til í að fara lengra í þessari keppni og þá sérstaklega þegar menn eins og Camacho og Jones eru að fá sénsin mjög flott hjá Klopp að leyfa mönnum að spreyta sig.
    Það meikar fullkomnlega sense að hvíla okkar aðalmenn þannig þetta er eins og var viðbúist og í raun betra ef eitthvað er.

  2. Ég græt ekki tap. Ég vill bara fullann fókus á deildina. Best væri að Tottenham og City færu alla leið í undanúrslit og mættust þar.

    Hinsvegar er þetta gott tækifæri fyrir marga leikmenn að grípa. Góð spilamennska og einstaklings framtök væri auðvitað frábært en það yrði einnig gott veganesti fyrir deildina að þurfa ekki að spila fleirri bikarleiki.

    Aldrei verið jafn rólegur yfir bikarleik.

  3. já hann ætlar að prufa Fabinho í miðverðinum. Mér vitanlega hefur hann mest spilað sem bakvörður og varnartengiliður. Eins og væntanlega margir spurði ég mig afhverju það væri ekki hægt að nota svona hávaxinn mann í stöðu miðvarðar og verður því forvitnilegt að sjá útkomuna. Annars er mér nokkuð sama hvernig þessi leikur fer þar sem hugur minn er aðallega við meistaradeildina og deildarkeppnina og finnst að hálfgerð varalið eigi að fá þessar bikarkeppnir þar sem leikjaálagið er allt of mikið. Alltaf samt skemmtilegra ef liðið kemst áfram.

  4. Sæl og blessuð.

    Tvær ástæður fyrir því að ég óska eftir sigri í þessum leik:

    1. Möguleiki á bikar
    2. Nýjar lappir

    Þetta eru nú bara nokkuð góðar ástæður. En þarna eru moreno og mignolet í hjarta varnarinnar. Úff. Úlfar mega vera í meira lagi náttblindir ef þeir nýta ekki þetta tækifæri til markaskorunar.

  5. Mjög áhugaverð varnarlína kvöld þótt vægt sé til orða tekið!

  6. Þetta lið er ekki nógu sterkt til þess að vinna wolves, því miður, og nú lovren meiddur líka :-/. Nú þarf að versla varnarmann í janúar , eða fá að láni

  7. Jæja, verður spennandi að sjá Camacho, Jones og Hoever spreyta sig, en veit einhver hver þessi Davis er?

  8. Helvítis 🙁

    Lovren meiddur, Matip og Gomez ekki tilbúnir. Þetta gæti orðið vendipunktur hjá okkur ef við þurfum að nota Fabinho í miðverðinum í næstu leikjum.

  9. Finn til með Hoever blessuðum. Taugarnar gjörsamlega að fara með hann þarna á vellinum. Minnir á það þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir SE (Samvirkjafélag Eiðaþinghár) þá 14 ára gegn UMFB (Ungmennafélag Borgarfjarðar (Eystra)). Mjög sambærilegar aðstæður.

    Lítil ástæða reyndar að vera að útskýra þessar skammstafanir, allir þekkja jú SE og UMFB.

  10. Búið að færa Milner í miðvörðinn. Eru einhverjar stöður sem hann hefur ekki leikið fyrir okkur?

    We all dream of a team of James Milner, team of James Milner.

  11. Hurðu.

    Keita er búinn að missa boltann fjórum sinnum á miðjunni og í nokkur skipti til viðbótar hefur hann verið alltæpur. Það væri nú gaman að fara að sjá hvað er í piltinn spunnið. Á svo sem eina og eina rispu en það hefur nú ekki margt merkilegt komið út úr þessu. Vörnin er m.a.s. farin að lúðr’onum fram yfir miðjuna þar sem hárprúður Origi lætur hann fara.

    Í þeim töluðum orðum þá missir Millner boltann og fær úlfar beita handboltablokkeringu.

    Búnir að fá á okkur mark og það var hvorki Moreno né Migno að kenna.

    Var að vona að strákarnir í framlínunni fengju frí í kvöld.

  12. Þetta er svo lélegt lið sem Klopp stillir upp núna að maður hálfpartinn skammast sín.

  13. af hverju er öll þessi neikvæðni í gangi, reynið að styðja liðið

  14. Millner með skelfileg misstök og Fabinho að sýna okkur afhverju við verðum að fá Matip heilan fyrir næsta leik í miðverðinum(Gomez frá og Lovren frá).

    Auðvita er ekki hægt að ætlast til þess að liðið okkar spilar eins og vel smurð vél þegar við erum að blanda saman kjúklingum og leikmönum sem hafa ekki átt fast sæti í liðinu.
    Eini maður sem maður vildi að myndi ekki meiðast fór meiddur af velli.

    Þeir sem ættu að vera að selja sig dýrt til að sannfæra stjóra um að fá leiki hafa ekki verið að setja pressu á stjóran eftir þennan fyrirhálfleik.

    Það er skrítið að segja þetta en það væri ekkert skelfilegt að detta út í FA Cup bara uppá leikjaálag þótt að maður vill alltaf vinna leiki.

  15. Breiddin er ekki nógu mikil þegar þú þarft að bjóða upp á svona lið í FA Cup.

  16. Ég gæti spilað betur en ALLIR leikmenn liverpool í þessum fyrri hálfleik , 51 árs gamall !

  17. Milner að gera sitt besta til að komast í sólina eftir crystal palace leikinn ?

  18. það vantar BARÁTTU. þetta er algjör AUMINGJASKAPUR hjá mörgum leikmönnum þarna hvar er origi og sturrige 🙁

  19. Sagði a snappinu minu fyrir leik ef menn vilja sannanir að þessi uppstilling væri KLOPP TIL SKAMMAR. Þvílíkt grin að setja 2 menn inná sem ekki hafa spilað mínútu.. maður a ekki orð og klopp að sýna þessari keppni algjora vanvirðingu.. eg man td arið 1999 að man utd þvi miður vann þrennuna og fóru all inn i allt en þetta gerist ekki i dag. Klopp bara hræddur og fórnar þessari keppni nánast.. algjort djok hvað hann gerir margar breytingar og skít i þessa keppni. Okei að gera breytingar en ekki með mönnum sem hafa ekki mínútu spilað i byrjunarliði.. þessi bolti snyst bara um peninga þvi miður og menn til i að fórna elstu og virtustu bikarkeppni heims með varaliði TIL SKAMMAR PUNKTUR !!!!!!

    A sama tima eru city og tottenHam að mæta neðri deildarliðum og nanast með sitt besta lið og sýna andstæðingum og keppninni virðingu.. Ömurlegt hja klopp og hann ma gagnryna þegar maður er ekki sáttur og hann a það skilið nuna, hann er ekkert heilagur. algjor aumingi i kvöld bara Sorry en min skoðun og eg a rett a henni… JA EG ER MJOG VONSVIKINN..

  20. Lið Liverpool í fyrri hálfleik er líklega svipað að gæðum og C lið Man City.

  21. Það má ekki gleyma því að það eru 16, 17 og 18 ára strákar inni á vellinum þar sem að Matip, Lovren og Gomez eru meiddir.
    Það eru 45 eftir og það eru góðir leikmenn á bekknum en sá sem á þetta mark skuldlaust að öllu leyti

  22. Já Milner átti slæm mistök þarna en það þýðir ekki að hengja haus ég vill sjá meira frá þeim í seinni.

  23. Djúpt og djarft róterað hjá Klopp, vonandi gengur dæmið upp, þó ekki sé útlit fyrir það með hliðsjón af fyrri hálfleiknum. Uppstilið í gegnum miðjuna gengur vægast sagt stirðlega.

    Milner hefur í allt of mörg horn að líta, er overworked m.a. vegna þess að Lovren datt út. Flottur maður samt sem er að reyna að leika 2-3 hlutverk í einu, líklega ekki margir sem maður myndi frekar treysta fyrir þeirri stöðu.

    Sjáum e.t.v. breytingar í hálfleik, annars snemma í síðari. Bara tvær skiptingar eftir samt, það gæti skipt máli.

    Koma svo! YNWA!

  24. Finnst það til háborinnar skammar að Liverpool Football Club geti ekki sent sómasamlegt lið í erfiðan leik í virtustu bikarkeppni heims. Það er ekki eins og að við höfum verið að raða inn titlum undanfarin ár og getum því litið niður á þessa keppni. Langt því frá. Klúbburinn bara getur ekki beðið mikið lengur með að vinna eitthvað.

  25. Sturridge er ekki að gera neitt nema rölta um völlinn. Engin hlaup til að reyna að skapa eitthvað 🙁

  26. Sæl og blessuð.

    Ég væri tjúllaður ef þeir væru með allt fína postulínið í þessum leik. Um að gera að leyfa ungliðum að sprikla og sjá hvort Keita fer ekki að heilla okkur.

    Það er ekkert í boði að slaka á í deildinni, gott fólk.

  27. Áhugaverð staðreynd Lovren hefur bara tvisvar spilað 6+ leiki í röð fyrir okkur þetta var 7 leikurinn í röð

  28. Og já, þetta er a.m.k. jafnbesta tækifærið til að vinna deildina í hátt í 30 ár svo ég er innilega sammála Klopp með þessa djúpu róteringu. Skil vel að fólk sé ósammála því en svona sé ég þetta.

  29. Aðeins of mikið rótarað að mínu mati sérstaklega þar sem miðjuparið Keita og Milner eru báðir ný búnir að vera meiddir og Keita hefur sýnt voða lítið hingað til. Mjög erfitt fyrir sóknina að komast í þennan leik því miðjan og vörnin er varla að þora að senda boltann áfram sem er kannski skiljanlegt miðað við að flestir af þeim hafa ekkert spilað á þessu tímabili.

    Hef samt alveg trú á þessu Klopp mun öskra þá áfram nuna í hálf leik og minn maður Studge fær loksins boltann nokkrum sinnum og setur tvennu

  30. Tek ofan fyrir stjóranum okkar að þora að nota hópinn en því miður eru nokkrir reynslu boltar ekki að standa undir mínum væntingum, Keita og Origi eiga að geta gert mikið betur ásamt Sturridge.

  31. Origi er svakalega slappur og drepur niðir allan hraða með endalausu klappi á boltanum.Milner dapur og Jones númer of lítill í þessa baráttu.

    Rauðar línur á milli allra leikmanna þarna inná og breytinga er þörf í hálfleik.

    Er ekkert yfirspenntur yfir FA bikarnum en þetta er óboðlegt og vonandi skánar þetta í seinni.

  32. Mikið sammála þér Lúðvík. Hvernig væru kommentin hérna ef van Dijk hefði startað og farið meiddur út eftir 5 mínútur?

    Deildin er nr 1-2 og 3.

  33. Menn eins og Sturridge , Origi , Keita , Shaqiri og fleiri EIGA að geta gert betur það mætti halda hann hefði hent kústsköftum inná meðað við hvernig menn eru að bregðast við þessu

  34. Þetta er sko meira en sómasamlegt lið hjá Liverpool.
    Mignolet er solid markvörður(ath ekki heimsklassa eins og Alison)
    Moreno er ágætur vara vinstri bakvörður
    Lovren er sterkur miðvörður sem
    Keita var einn besti maður í þýskalandi á síðustu leiktíð
    Millner þrátt fyrir klúðrið er góður leikmaður.
    Shaqiri er góður leikmaður
    Sturridge er flottur leikmaður til að hafa á bekkknum
    Origi er solid leikmaður.
    Fabinho er búinn að vera spila mjög vel hjá liverpool undanfarið og er sterkur leikmaður.

    9 af 11 eru leikmenn sem myndu annað hvort byrja eða gera tilkall til að byrja hjá þessu Wolves liði. Svo voru þarna tveir kjúklingar en okkur vantar nokkra menn útaf meiðslum (Gomez, Matip, OX, Lallana sem myndu líklega spila ef þeir væru heilir).

    Svo tel ég að Klopp hafi meiri vit á stöðu liðsins og kannski hefur hann tekið eftir þreyttumerkjum eða tæpum lykilmönnum eftir svakalega leikjatörn undanfarið og því óþarfi að taka sénsa en ég er viss um að menn væru ekki sáttir ef Salah, Djik, Mane eða Firmino væru að togna í útileik gegn Wolves í FA Cup.

  35. Migno minn. Óravegu frá því að verja þetta 30 m. skot.

    Maður var orðinn smá bjartsýnn.

    Ég sagði það og skrifaði, að þetta er ekki framtíðarmarkmaður liðsins. Sorglegt að hann skyldi ekki ná að sýna meira í leiknum.

    En stóra ráðgátan er Keita. Er hann meiddur?

  36. Mikið er ég glaður að Mingolet er ekki lengur aðalmarkvörðurinn okkar.

  37. Úff, geggjuð aukaspyrna og ekki síðri varsla (sýndist hann verja þetta í innanverða stöngina).

  38. Held þetta hafi verið síðasti leikur Sturridge fyrir Liverpool….markmaðurinn kom við boltann i þesssr frabæru aukaspyrnu

  39. Sé ekki betur en að markvörður Wolves nái að koma aðeins við boltann. Hefði annars smollið í netinu.

  40. ég ætla að taka sénsinn með þetta komment djöfull er moreno lélegur

  41. Ég vona bara að einhver leikmaður Liverpool komist skammlaust frá þessum leik.

  42. Svakalega hafa Keita og Shaqiri verið daprir. Hoever hinsvegar svakalega flottur

  43. Eru menn sáttir við þetta að Liverpool tapar öðrum leik í röð og en og aftur er Milner er bara í tómu tjóni og en og aftur virkar liðið áhugalaust og þreytt?

  44. Ömiugurleg byrjun árið 2019 og ég er hræddur um að þetta muni hafa slæm áhrif á næstu deildar leiki hjá lfc

  45. Shaq hefði nú getað bætt fyrir aulaskapinn með marki þarna úr aukaspyrnunni og svo ef Salah hefði haft heppnina með sér þegar hann gaf inn fyrir vörnina. Mér finnst Fabinho hafa verið vel staðsettur og nýliðarnir mjög flottir. Stefndi í eitt af mörkum mánaðarins ef sóknin sem Houver byrjaði hefði endað með merki. Origi hefur sannarlega reynt og einu sinni tókst það!

    Vonbrigði kvöldsins:

    Migno – gerði ekkert.
    Moreno – Svakalega ómarkviss
    Keita – furðulega lítil gæði
    Milner – ekki kominn í gírinn, karlinn
    Sturridge – máttlaus, blessaður karlinn

  46. Moreno getur þú fundið þér annað lið sem fyrst ég get bara ekki horft á þig lengur spila.

  47. Þetta er bara typiskt Janúarflopp hjá Klopp, sem fær falleinkun hjá mér fyrir þessa tvo tapleiki.

  48. Algert virðingarleysi af hálfu Hr Klopp fyrir elstu bikarkeppni í heimi það er það eina sem ég hef að segja,. En skítur skeður. Áfram heldur lífið .

  49. Margt athyglisvert kom fram í þessum leik. Ef það er einhver veikur hlekkur í leikkerfi Klopps eins og í þessu tilfelli nokkrir strákar sem hafa hvorki líkamlegan styrk og hraðatempo til að spila gegn úrvalsdeildarliði, þá bitnar það mjög á öllu liðinu.

    Ég vill ekki vera of harður við þessa stráka sem fengu þetta tækifæri og mótmæli því ekki að þeir fengu tækifærið. Það er samt augljóst að þeir eru ekki tilbúnir að spila fyrir aðallið Liverpool. Stress spilar væntanlega sinn þátt og því kannski holt fyrir þá að fá þetta tækifæri.

    Annað var svo sem vitað.

    * “framkoma” Klopps við Moreno er einfaldlega vegna þess að hann er ekki nógu góður til að komast í aðalliðið. Sorglegt en satt.
    * Mignolet getur verið eins ósáttur og hann vill en það er augljóst að Alison er veruleg uppfæring á bæði honum og Karius. Það var svo sem löngu vitað.
    * Keita á langt í land að ná þeim gæðum sem hann býr yfir af þessum leik að dæma
    * Leikmenn eins og Origi og þá sérstaklega Sturridge nýtast ekki sem framherjar nema þeir eru með nóg af góðum leikmönnum í kringum sig til að koma af stað hreifingu og opna svæði fyrir þá.

    Síðari hálfleikur var aðeins skárri en samt skelfilegur. Einföldu hlutirnir klikkuðu allt og oft eins og að gefa sendingar á milli manna. Allt of margir boltar að tapast á hættusvæði og boltar sem fóru inn á miðsvæðið geiguðu í allt of mörgum tilfellum.

    Wolves var einfaldlega miklu betra liðið í þessum leik og miklu skipulagðara. Þeir biðu í skotgröfunum en voru feiknasnöggir að fara í tæklingar og éta upp bolta þegar þurfti og stoppa spil Liverpool algjörlega af.

  50. Átti Migno að verja þetta síðara skot ? Hefði Alisson varið það ? Ég held að þarna hafði munað um gæði.

Kvennaliðið fær Brighton í heimsókn

Wolves – Liverpool 2-1