Wolves – Liverpool 2-1

1-0 Raul Jimenez (38. mínútu)

1-1 Origi (50. mínútu)

2-1 Neves (55. mínútu)

Liverpool gerði níu breytingar frá því í leiknum gegn City á meðan Wolves spiluðu nánast sínu sterkasta liði. Þeir einu sem héldu sæti sínu voru Lovren og Milner. Þetta lið okkar var klárlega með gæðin fram á við til þess að vinna en litu aftur á móti út fyrir að vera afar brothættir til baka.

Ekki byrjaði það vel en í þessari hálfgerðu miðvarðakrísu sem við erum í þá þurfti auðvitað Lovren að meiðast á fyrstu mínútum leiksins og þar með Virgil okkar eini leikfæri “senior” miðvörður.Leit nú ekki út fyrir að vera alvarlegt en inn kom Ki-Jana Hoever sem varð þar með þriðji yngsti leikmaður Liverpool frá upphafi. Til gamans má geta að Hoever var 296 daga gamall þegar James nokkur Milner spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leeds og hann var ekki fæddur síðast þegar Everton vann á Anfield!

Fyrstu 35 mínúturnar eða svo voru afskaplega rólegar. Hvorugt liðið í raun að gera neitt, boltinn gekk ágætlega á milli manna þar til komið var að síðasta þriðjungi, þá var fátt um fína drætti og liðin fengu í raun ekki færi. Keita var að missa boltann, Shaqiri var lítið í honum en datt oftast um hann þegar hann svo fékk hann – með öðrum orðum, nákvæmlega ekkert í gangi.

Það var svo eftir 38 mínútur eða svo sem að Milner gerði slæm mistök á miðjunni. Fékk boltann frá Moreno en tók misheppnaðann Cruyff snúning og missti boltann sem aftasti maður á miðjunni, Fabinho ætlaði að redda málunum og kom í tæklinguna þegar boltinn var laus en Jimenez slapp í gegn og skoraði örugglega framhjá Mignolet, 1-0 , mark úr fyrsta færi leiksins. Skrítin varnarvinna hjá Milner sem gerði í raun aldrei neina tilraun til þess að setja pressu á Jimenez eða þrengja skotrammann eitthvað.

Staðan 1-0 fyrir Wolves eftir alveg skelfilegan fyrri hálfleik og ljóst að við þurftum mikið mikið meira frá þessum reynslumeiri leikmönnum í síðari hálfleik ef við ætluðum ekki að ljúka þessari bikarkeppni einnig í fyrstu umferð (Milner, Keita, Shaqiri, Sturridge og Origi allir afskaplega daprir svo ekki sé meira sagt).

Síðari hálfleikur byrjaði á svipaðan máta og sá fyrri endaði nema hvað að eftir 5 mínútna leik fékk Origi frákastið eftir að Milner átti skot í varnarmann, lagði boltann á vinstri fótinn og skoraði örugglega í nær hornið með frábæru skoti á milli fóta varnarmanns Wolves, 1-1!

Liverpool var varla búið að fagna þegar Wolves komst aftur yfir.  Neves fékk boltann langt fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var gott en mér fannst Mignolet afskaplega máttlaus á línunni og boltinn söng í netinu, 2-1.

á 68 mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Shaqiri átti líka þetta frábæra skot en varslan frá Ruddy í innanverða stöngina var enn betri. Verðum varla nær því að skora (nema jú 11 millimetrum kannski). Eftir aukaspyrnuna gerði Liverpool svo tvöfalda skiptingu, út fór Sturridge (sem átti líklega sinn slakasta leik í Liverpool búningi) og Jones og inn kom Salah og Firmino.

Það gerðist þó ekki mikið eftir þetta. Hoever átti frábæran sprett út úr vörninni og úr varð hættuleg sókn sem að varð þó að engu þegar Keita gerði einfalda sendingu flókna. Leiktíminn kláraðist og Liverpool úr leik eftir ansi dapurt tap, 2-1.

Bestu menn Liverpool

Pass.

Erfiður dagur

Mignolet minnti okkur á hvers við höfum ekki saknað en það er að vera með markmann í liðinu þar sem að það er nánast hægt að ræða um hvert mark sem lekur inn hvort hann hafi átt að gera betur eða ekki. Þó svo að fyrra markið hafið verð úr dauðafæri þá gerði Belginn sig afskaplega lítinn í því skoti ásamt því að færast vart úr stað í því síðara þrátt fyrir að sjá boltann ágætlega.

Þegar erfiðu dagarnir eru orðnir þetta margir er þá ekki bara farið að tala um venjulegan dag í staðinn? Keita. Hann er bara engan veginn í takt og algjörlega týndur á vellinum. Annars fá allir þessir reynslumeiri leikmenn sem hófu leikinn í dag þennan titil. Mignolet, Milner, Moreno, Keita, Shaqiri og Sturridge voru hver öðrum slakari.

Umræðan

Liverpool í bikarkeppnum. Liverpool fellur nú úr leik í báðum bikarkeppnunum á fyrstu umferð. Ekki var það mikið skárra á síðustu leiktíð þegar við duttum út á heimavelli gegn WBA í öðrum leik FA bikarins eftir að hafa verið slegnir út af Leicester í Carabao Cup. Betur má ef duga skal.

Miðvarðakrísa. Liverpool er með fjóra nokkuð sterka miðverði. Þrír þeirra eru nú meiddir (Gomez, Matip, Lovren) og hver úrslitaleikurinn af öðrum framundan. Bjarta hliðin? Okkar eini leikfæri miðvörður er Virgil Van Dijk. Hann getur látið flesta líta ágætlega út – vonandi eru meiðsli Lovren ekki alvarleg og við sjáum Gomez á æfingasvæðinu fljótlega. Þetta vekur þó alveg upp spurningar með miðvarðastöðuna okkar. Þessir þrír sem eru frá sökum meiðsla eru það allt of oft á hverju tímabili.

Eitthvað jákvætt úr þessu? Þetta er keppni sem ég hefði viljað fara langt í. Ég var fyrir leik alveg sáttur við þetta lið – vörnin okkar er fáliðuð og við þurfum að gera Robertson og Virgil frí einhversstaðar, þá kýs ég þennan leik frekar en í deild. Spyrjið mig í maí, hvort það var jákvætt að spila færri leiki fyrir vikið. Auðvitað erum við að fara mæta Bayern í ECL og á toppnum í deild – en við erum alveg með lið og hóp sem á að geta klárað svona verkefni. Þeir leikmenn sem hafa verið í eða við liðið og fengu sénsinn í dag nýttu tækifærið afar illa.

Næsta verkefni

Næsta verkefni er Brighton á Falmer Stadium n.k. laugardag áður en liði fær (loksins) viku hvíld til þess að undirbúa komu Roy Hodgson og félaga í Crystal Palace á Anfield.

Þar til næst,

YNWA

67 Comments

  1. Hvort er þetta Liverpool FC eða Tranmere Rovers? Hvenær var ákveðið að klúbbur á stærðargráðu við Liverpool gæti ekki keppt um allt sem er í boði. Að það sé orðin hefð hjá Liverpool FC að gefa skít í þessa keppni ár eftir ár er ekki eitthvað sem sæmir klúbbnum. Langt frá því að vera sáttur.

  2. Vá! Leiksskýrslan kom inn eftir 7,5 sek.

    Fyrst við stilltum upp varaliðinu þá reikna ég með því að fullur fókus sé hjá okkar manni að klára deildina og fara langt í meistaradeildinni. Ég hata að tapa en vonandi gengur kapallinn upp, í þetta skiptið!

  3. þegar Salah og Firmino voru settir inn þá andvarpaði ég, ef hann vildi vinna þennan leik, af hverju þá að spila miðjumanni og 16 ára ungling í vörninni með annann óreyndan og hinn illa reyndann í bakverði.

    síðan er það Keita, ég er að missa trúna á honum, hann klappar boltanum alltaf svo mikið þegar hann fær hann, hann virðist bara ekki geta spilað þennann hraða bolta sem Klopp vill, ég er farinn að efast um að hann egi framtíð í þessu liði.

  4. Ef þetta þýðir meiri kraftur í deild þá gæti mér ekki verið meira sama. Við getum stefnt að þrennunni á næsta timabili þegar við höfum losað okkur við menn eins og Moreno og Sturridge, einhverja sem sýna smá ást.

    Keita mun koma sterkur inn þegar líða fer á tímabilið. Geggjað fyrir hin unga Hollenska að fá tækifærið og nýta það mjög vel.

    Snýst allt um að ná í þennan stóra að mínu mati.

  5. Sælir félagar

    Að sjálfsögðu reuk leikplan Klopp út um gluggann þegar Lovren lak niður í eymd. En hvað um það. Það er sá kostur við þennan leik að nú vitum við að Sturridge hefur ekkert að gera í Liverpool búningi. Hann getur verið að jogga í hvaða öðrum búningi sem er fyrir mér. Origi er alveg skelfilega lélegur í fótbolta hvað sem þessu marki hans líður. Minjo er best geymdur á bekknum og þessi leikur rifjaði það upp fyrir manni hversu skelfilega lélegur hann er.

    Shaqiri var slakur og vinnur sér ekki byrjunarliðssæti með svona spilamennsku. Sama er að segja um Keita sem þar að auki virkar einfaldlega latur. Moreno – ég nenni ekki einusinni að tala um hann. Milnerinn á ekki að vera að taka einhverja sambatakta, hann hefur einfaldlega ekki hæfileika né boltameðferð í svoleiðis hluti. Kjúklingarnir stóðu fyrir sínu svo sem nema Jones. Frammistaða hans olli vonbrigðum. Hoever var þó áberandi bestur þó yngstur væri. Sem sagt ekkert sem þessi leikur gefur nema að við getum afskrifað Minjo, Origi og Sturridge.

    Það Er nú þannig

    YNWA

  6. #3

    Ki-Jana Hoever kom inn á sem varamaður eftir að Lovren meiddist í upphafi leiks. Eftir á að hyggja (hindsight verandi 20/20 og allt það) hefði margborgað sig að rótera Lovren líka. Vont að missa hann eins og staðan á miðvörðunum er. Þá megum við alls, alls ekki við því að missa Robertson og/eða Trent í meiðsli, með Gomez meiddan og Clyne farinn á lán.

    Atlagan að deildinni og 16 liða úrslit í CL skipta mikið, mikið, mikið meira máli. 17 leikir eftir í deildinni og 6 leikir í úrslitaleik í Madrid. Ég held reyndar að leikurinn hefði unnist ef Lovren hefði ekki meiðst en það er býsna tilgangslaust að velta vöngum yfir því.

  7. Sæl og blessuð.

    Þetta var vasklega gert. Leikskýrsla komin inn, og ég er ekki viss um að Moreno sé búinn að átta sig á því að leikurinn er búinn.

    Ef við drögum upp pollíönnugleraugun þá held ég að þessi leikur hefði ekki tapast með Alison í markinu. Hann varði nú frá Aguero í svipuðu færi um daginn og hefði örugglega gert betur en belgíska súkkulaðið. Þá er ég viss um að hann hefði knúsað boltann úr langskotinu án þess að nokkur hefði haft um það einhver frekar orð í leikskýrslu.

    Þá má velta því fyrir sér hvort meiðsli Lovrens hafði ekki sett strik í reikninginn. Ekki það að Húver er maður leiksins að mínu mati (óverðskuldað en það á það hvort eð er enginn annar skilið) – en það hefði munað um það að geta gert þriðju skiptinguna þarna í lokin.

    Tek undir orð pistlahöfundar um Keita. Þetta stefnir í að vera með verri kaupum liðsins í seinni tíð, sérstaklega miðað við kappið sem var á Klopp að fá hann. En Migno sýndi það og sannaði sem við vissum svo sem öll að kaupin á Alison eru í hópi þeirra allra bestu.

    Nú eru heilladísirnar að minna okkur á það fornkveðna: count your blessings. Teldu hvað er heppni og hvað er hæfni. Við höfum á köflum verið stálheppin í vetur en nú eru millimetrarnir að falla okkur í óhag og allt stefnir í að hver sigurstund sem bíður okkar næstu vikur og mánuði verði fullkomlega verðskulduð.

    Góðar fréttir?

    1. Lengra hlé á milli leikja. Ekki þetta bilaða rugl sem var þarna fyrstu tímabil Klopps þegar við vorum næstum búin að vinna hverja bikarkeppnina á fætur annarri.
    2. Virgill og félagar úr byrjunarhópnum eru sprækir fyrir rimmuna á móti Brighton.
    3. Gaman að sjá hvað við eigum efnilega stráka í liðinu. Mögulega verðum við með hollenskt miðvarðarpar í næsta leik?

  8. Ef það var planið hjá Klopp að detta út úr þessari keppni, þá tókst það vandræðalaust, en það er jafnframt óvirðing við þessa keppni að stilla upp svona vonlausum mannskap. Enn eru tveir bikarar í boði og ef ekki tekst að landa öðrum þeirra, þá ………….. ?

  9. Þetta var ekki merkileg frammistaða hjá liðinu en merkilegur leikur fyrir þær sakir að ég held að Klopp hafi fengið svar við ákveðnum spurningum varðandi hópinn sem hann er með í höndunum, varðandi breiddina og ákveðna leikmenn. Flott að gefa kjúklingunum tækifæri og auðvitað bíður það hættunni heim en ef þeir fá ekki tækifæri í svona leikjum, hvenær þá? Breiddin er bara ekki meiri en þetta, ekki hjálpuðu meiðslin til en vonandi ýtir þetta mönnum út á leikmannamarkaðinn og þeir veiði 2-3 leikmenn núna í glugganum.
    Mignolet fannst mér ekki gera nein afdrifarík mistök í þessum leik og ekki hægt að skella mörkunum á hann. Þetta er flottur varamarkmaður að hafa ef hann nennir því.
    Moreno átti alls ekki góðan leik en margri verri en hann á vellinum í dag. Það þarf einfaldlega betri mann í hópinn í hans stað og það helst í þessum glugga. Við þurfum að eiga tvo öfluga menn í hverja stöðu og það er vöntun á því í vinstri bak.
    Origi hlítur að hafa komið sér formlega framar í goggunaröðina en Sturridge sem ekki hefur sýnt mikið undanfarið á meðan Origi nýtir sínar mínútur betur.
    Keita hefur enn ekki átt góðan leik svo ég muni eftir í Liverpool treyjunni og ég er sammála skýrsluhöfundi að þetta verður að teljast bara venjulegur dagur hjá honum. Ég sé ekki þessi gæði sem maðurinn á að búa yfir og orðinn efins um að hann nái sér nokkurn tíma á strik sem leikmaður Liverpool. Hann er vissulega bara búinn að spila einhverja 15 leiki fyrir Liverpool og er bara 23 ára gamall en hann virkar aumur, klappar boltanum alltof mikið og skilar honum illa frá sér. Hvað á þessi gæji að bjóða upp á?
    Óþarfi að staldra lengi við þetta tap en eftir á að hyggja hugar maður með sér að það hefi verið gaman að stilla upp ögn sterkara liði og heyja alvöru atlögu að þessum bikar.
    Vonandi hafa þessir tveir tapleikir í röð ekki mikil áhrif á mojoið.

  10. fór nokkurnveginn eins og ég var að vonast eftir… fókusa á deildina og gott að vera laus við auka leiki inn á milli.. þegar stóru liðin ráða ekkert við úlfana þá er frekar gróft að ætlast til að b lið liverpool taki þá.

    hinsvegar hef ég áhyggjur af þessum meiðslum hjá lovren.. ég ætla rétt að vona að matip og gomez séu að verða klárir, ef ekki þá hugsa ég að klopp þurfi að kaupa einn í janúar.

  11. Klopp var að gefa Wolves sjálfstraust fyrir leikinn gegn Man City næstu helgi 😉

  12. Ég skil þetta ekki. Mc var spila við Roderham á heimavelli og þeir voru með sitt sterkasta lið. Okkar lið var að spila á útivelli gegn úlfunum. Þá tók Klop ákvörðun að hvíla Alison og gefa Mignolet. Það er fullreynt. Allison hefði varið bæði þessi skjót. Ég segi því eins og áður í mínum status að Klop kastaði handklæðinu þegar hann valdihópinn og liðið. Hans er skömmin.

  13. Fannst þessi uppstilling fáranleg, allt í lagi að hvíla eitthvað en maður sá öll hin liðin stilla upp mjög góðu liði á móti mun verri liðum en Wolves. Það er hellings möguleiki í þessari keppni. Í staðinn kemur ein helgi sem bikarhelgi sem verður jafnleiðinleg og landsleikjahléin.
    Finnst bara að stór klúbbur eins og Liverpool eigi að geta lagt meiri áherslu á þessa keppni en þetta, þessi keppni gefur góðar minningar. Hver man eftir jöfnunarmarki Gerrard á móti West Ham?
    Og en ef við klúðrum deildinni? Dettum útum CL? = Glatað tímabil! Svo kemur Man Utd kannski og vinnur þennan og sumarið ónýtt?
    Ég þoli ekki að tapa og hefði viljað sjá þá komast áfram. En að sjálfsögðu myndi maður ekkert pæla í þessu ef þeir klára deildina. En svona er fótboltinn

  14. Ég sé enga kosti við að tapa leikjum, að stilla upp svona veiku liði er bara kjánalegt, virðingin fyrir liverpool bara minkar, liðið verður af hellings tekjum, ég er hræddur um að önnur lið mæti okkar mönnum með öðrum hugsunarhætti þegar liðið er byrjað að tapa leikjum, ef ekki vinnst titill á þessu tímabili þá veit ég ekki hvenær það á að gerast 🙁 ,,,,,, einn mikið fúll núna

  15. Já og pollíönnupolkinn heldur áfram:

    Þetta úlfalið stóð í besta mannskap City á þessum velli og náðu jafntefli. Þeir eru engir aukvisar og hafa strítt bestu liðunum í deildinni. Það var því engin hneisa að tapa fyrir þeim með þessum varamönnum sem þarna mættu. Og ef einhver spyr mig þá er Guardiola létt geggjaður að henda Bruyne, Sterling, Sane og félögum á móti þessum jeppum sem þeir kepptu við í gær. Þvílík áhætta á ögurtímum!

    Stend með Klopp í þessum efnum. Helsta ruglið var að hafa Mignó í markinu. Hann er bestur á bekknum. Það var líka hálf steikt að henda inn Salah og Firmo, svona eftir á að hyggja. Best að hafa þá bara í hvíldinni.

    En nú þarf að fara að hreinsa til og skipta út. Sturridge og Moreno henta best til útflutnings en markheppni og æska Origis gefur honum smá von í mínum huga.

  16. Kanski er þetta allt saman samkvæmt þaulhugsuðum plönum hjá Klopp eða þá að hann veit bara ekkert hvað hann er að gera blessaður maðurinn ? Báðir möguleikarnir eru jafn líklegir.

  17. Aldrei sáttur með tap og auðvitað viljum við vinna allt og vera sem lengst inn í myndinni að eiga möguleika að vinna alla titla. Auðvitað!! Grautfúllt að tapa og detta úr bikarnum.

    Ennnnn ég er sáttur með þetta plan Klopp à móti Wolves. Hefði viljað sjá meiri baráttu frá þessum hóp. Vonandi var þetta stress í þeim en ekki uppgjöf. Féll ekki með okkur, hvað ef Shaq attack hefði verið stöngin inn. Hvað ef, hvað ef.

    En ég er alveg rólegur. ALVEG RÓLEGUR sko. Anda inn, anda út, anda inn. Alveg rólegur sko. Eigum ennþá bullandi sjéns á tveim dollum.

    ALVEG RÓLEGUR sko, anda út.

    We go again!!!

    Anda inn

    Bring on Brighton!!!!!

    ALVEG RÓLEGUR sko

    Anda út

    YNWA

  18. ég er pirraður eins og margir hér inná kop í dag þoli ekki að tapa og þurfa að hlusta á united trúðana arga af ánægju . vona svo innilega að við séum ekki að fara að upplifa martraðar janúar eins og hér um árið . enginn heimsendir að detta út úr þessari kepnni en þá er bara eins gott að við tökum englandsmeistara titilinn fyrst við erum of góðir fyrir bikarkeppnir 😉

  19. Okei ef þetta er metnaðarleysi þá er Klopp að ljúga. Á fótbolta.net stendur

    “Ég varð að gera þessar níu breytingar. Nokkrir leikmenn voru tæpir, aðrir veikir og svo misstum við Lallana aftur í meiðsli,” sagði Klopp að leikslokum.

    „Henderson er ennþá tæpur eftir leikinn gegn Man City og Virgil gat ekki spilað, hann er heima og við vonum að það sé ekkert alvarlegt.

    „Svo meiddist Lovren á nára í leiknum og það kom öllu starfsliðinu mikið á óvart, þessi meiðsli komu uppúr þurru. Við vitum ekki hversu lengi hann verður frá.”

    Við erum fjögura stiga forskot í ensku deildinni og í 16 liðaúrslitum í meistaradeildinni. Það er leikur næstkomandi laugadag og út af þessum leik stöndum við uppi með einn spilhæfan miðvörð. Desemberálagið er ný afstaðið og það var löngu vitað að við þyrftum að hvíla leikmenn eins og t.d Van Dijk enda kom á daginn að Lovren er núna veikur og er mjög auðvelt að sjá að það er mjög líklega vegna leikjaálags.

    Mér finnst metnaðarleysi full sterkt orð. Stóri fókusinn á að sjálfsögðu að vera á deildarkeppnina og meistaradeildina. það eru stærstu keppnirnar.

  20. Þetta er stundum stórskrítið.

    Ef liverpool hefðu unnið þennan leik þá hefðu menn talað um snilldina hjá Klopp að hvíla lykilmenn og komast áfram en af því að Lovren datt út strax í byrjun, Millner reyndi hluti sem hann réði ekki við og við sáum heimsklassa markvörðslu sem kom í veg fyrir að við jöfnuðum þá er Klopp orðinn algjör aumingji hjá einhverjum stuðningsmönnum liðsins.
    Benitez

    Jamie Carragher sagði eftir leikinn að hann hefði ekkert úta liðsvalið hjá Klopp að setja og talaði um að þetta gæti komið liðinu til góðs einfaldlega af því að núna spilar það mun færri leiki en Man City. Hann talar um að liðið hafi mestu möguleikana á að verða meistarar síðan 1990 og því allt í góðu að fórna FA Cup í ár því að það er aldrei að vita hvenær við verðum í svona kapphlaupi um titilinn aftur.

    Úrslitinn voru léleg, liðið okkar datt úr þessari keppni, leikjaálagið minkar, menn að koma tilbaka úr meiðslum(Lallana, Gomez, Matip og OX), liðið á toppnum í Enskudeildinni og aðeins tapað einu sinni, liðið okkar er í 16.liða úrslitum meistaradeildar og ég ætla nú bara að vera einn af þeim stuðningsmönnum sem kalla Klopp snilling fyrir að rífa þetta lið okkar af rassgatinu og koma okkur aftur í fremstu röð.

    YNWA á að þýða eitthvað og þá líka þegar við dettum út gegn Wolves í FA Cup, því að annað eins hefur nú gerst hjá þessu liði síðan að maður fór að fylgjast með liðinu og hefur liðið oftar en ekki verið í verri málum í janúar að spila miklu verri fótbolta en Klopp hefur komið með inn í okkar ástkæra lið.

  21. Mikið getur fólk vælt. Liverppol tapaði gegn Wolves í FA.

    Klopp spilaði ungum mönnum sem fengu gríðalega mikilvægar mínútur. Virgil og Mane fengu hvíld, sem og Salah og Firminho. Fabinho fékk mínútur í miðverði sem gæti komið sér vel. Keita spilaði, ekki vel en hann spilaði sem er jákvætt. Origi skoraði. Það var mjög gaman að sjá Hoever og Camacho sem báðir stóðu sig vel í kvöld.

    Deildinn er númer 1,2 og 3, sama þótt hún vinnist ekki þá styð ég Klopp allan daginn alla daga.

  22. Sigurður Einar #24 og Carra með þetta.

    Jamie Carragher
    ?
    @Carra23
    I have no problem with the @LFC selection from JK & would rather we had won but, we have the best chance we’ve had in years of winning the PL & it may be yrs before we’re in this position again. The big chance we have is not the 4 point lead but MC/THFC playing a lot more games

    Ég sef vært í nótt…

  23. Allir hérna að tala um að sóknin sé gagnlaus og Studge og Origi eigi ekkert erindi í Liverpool ( þótt Shaq hafi verið verri ef eitthvað er) og augljóst að þeir hafa aldrei spilað fótbolta áður. Vörnin eins og hún leggur sig voru menn sem hafa lítið sem ekkert spilað, Keita hefur einfaldlega verið hræðilegur og neitar að senda boltann frá sér, Milner nýbunað vera meiddur og augljóslega ekki kominn 100% aftur svo viljiði vinsamlegast segja mér hvað sóknarmenn eiga að gera þegar enginn er að senda framávið og enginn að reyna að skapa neitt? Aðeins eitt í stöðunni og það er að droppa aftar á völlinn og reyna að fá boltann sem allir reyndu oft en þá vantar mann fram þegar loksins eitthver sem getur skapað eitthvað er með boltann og andstæðingurinn kominn með alla bakvið boltann, sáuð hvað þetta gekk vel hjá united undir móra.

    Allir voru slæmir í dag og það var ekkert sjálfstraust í liðinu og allir hræddir og engin sköpunargleði þangað til Firmino og Salah komu inná fengu menn smá von og það er 90% útaf því sem Shaqiri og Sturridge sáust ekki í leiknum.

    Getið vælt eins og þið viljið um að Studge hafi skokkað í leiknum en liðið var ekki að pressa sem þýðir að það er nákvæmlega enginn tilgangur fyrir einn leikmann að eyða orku í að pressa þegar það er ekki verið að pressa mennina sem hægt er að senda á líka. Annað hvort pressaru sem lið eða ekki neitt.

    Er ekkert að segja að sóknin hefði ekki getað gert betur en orðið mjög þreytandi að hlusta á fólk tala svona um leikmenn sem hafa reynst okkur vel sérstaklega í svona aðstæðum sem að það er mjög erfitt að láta eitthvað gerast ef miðjan og og vörnin þorir ekki að taka neina sensa og sendir til hliðar endalaust. Reynið nú að líta aðeins á björtu hliðarnar og ekki hrauna yfir allt og alla nú sérstaklega þegar við erum að spila á varaliðinu og unglingum.

    kveðja bjartsýni liverpool gaurinn og #1 Studge fan ps hann er með betra goal per minute ratio en allir nema salah i liverpool á þessu season 😉

  24. Lallana hefði spilað en meiddist. Í staðinn kemur Jones inn sem átti sök að öðru marki Wolves og heilt yfir virtist ekki tilbúinn í þetta. 17 ára efnilegur gæji sem fær fyrsta leik í aðalliði í fa cup á erfiðum útivelli. Þarna hefði Klopp frekar átt að spila Mane 45 min og Salah 45 min. Eftiráfræði er auðveldust.

    Svosem ekkert að liðsvalinu þannig séð en sorglegt að sjá frammistöðu reynslumikilla leikmanna. Fyrir utan næstum því fullkomna skot Shaq þá var hann glataður. Studge týndur og Moreno enn og aftur vonlaus, með þennan flotta vinstri fót en honum er gjörsamlega fyrirmunað að gefa boltann fyrir. Það átti að selja þessa tvo síðasta sumar til að fá einhvern aur inn til að betrumbæta hópinn. Þessir tveir eru að renna út á samning í sumar og fáum ekkert fyrir þá. Það hefði frekar átt að hafa Clyne til vara í vinstri bak. Milner var ekki tilbúinn í City leikinn eftir meiðsli sem btw var fáránleg ákvörðun Klopp og ekki var hann tilbúinn núna. Versti leikur sem ég hef séð hjá þeim mikla atvinnumanni. Origi gerði gott mark en var annars eins og hauslaus hæna hoppandi upp í bolta sem voru ekki nálægt honum.

    Jákvætt fannst mér Camacho í hægri bak, virkaði teknískur og með góðan skilning. Smá óöryggi stundum en flottur leikur heilt yfir. Jákvæðast var þó Fabinho í miðverðinum, ekkert við hann að sakast. Stór, sterkur, góður á bolta og vel staðsettur. Klárlega maður leiksins hjá Liverpool.

    Ég er drullufúll að sjá liðið detta út svona snemma í fa cup. Ef EPL vinnst þá verður Klopp fyrirgefið. En eins og einhver sagði hér að ofan, rétt eins og ég hugsaði í hálfleik, þá verða nokkrar vikur eins og þreytt landsleikjahlé. Liðið í æfingabúðum í Dubai á meðan hin toppliðin verða í hörkuleikjum í fa cup sem btw Liverpool hefur ekki unnið síðan 2006. En þessi frammistaða var bitlaus, rétt eins og City leikurinn, sem manni finnst skrýtið því maður hélt að liðið væri loksins að detta í sóknargírinn.

    Veit ekki með ykkur en fyrst liðið er í séns, alvöru séns á epl titli, og í cl þurfum við ekki betri varaskeifu fyrir Robertson? Einhvern sem má spila í cl. Mér dettur helst í hug Chilwell hjá Leicester. Spurning líka með sóknarmann. Erum við ekki með buy back klásúlu á Coutinho? Eða erum við að bíða að hann floppi enn meira hjá Barca og fáum hann ódýrari tilbaka í sumar…hehe.

  25. Það er gjörsamlega ótrúlegt að lesa þessi komment hér að ofan.
    Sömu einstaklingar og hrósa öllu í hástert og tala um að allt sé svo frábært fyrir svona ca 10 dögum síðan, eru núna komnir í að tala stjórann okkar niður.
    Formið á þessu Úlfa liði er nú ekki svo slæmt ef menn skoða það kannski nánar áður en skítadreifarinn er settur í gang.

    11. ágúst jafntefli heima á móti Everton
    25. ágúst jafntefli heim á móti Man City
    1. sept sigur úti á West Ham
    16. sept sigur heima á Burnley
    22. sept jafntefli úti við Man Utd
    29. sept sigur heima á Southampton
    06. okt sigur úti á Crystal Palace
    11. nóv jafntefli úti við Arsenal
    05. des sigur heima á Chelsea
    09. des sigur úti á Newcastle
    15. des sigur heima á Bournemouth
    29. des sigur úti á Tottenham
    Eini leikurinn sem liðið tapaði í desember var gegn okkur.

    Svo stillir Klopp upp hálfgerðu varaliði til að hvíla menn fyrir komandi átök og gefa mönnum spiltíma, og þið látið eins og við höfum tapað fyrir einhverju skítaliði.

    Þið eruð margir hér ótrúlegir frekjuhundar !!
    Það er ástæða fyrir því að Klopp er í þessu starfi en ekki þið!!!

    Standið með liðinu ykkar í gegnum súrt og sætt og munið, að ef þú kannt ekki að tapa þá áttu ekki skilið að vinna.

    Góðar stundir.
    YNWA

  26. Maður hélt að Lallana fengi enn eina tilraunina til að spila sig í leikform,,, en viti menn meiddur enn og aftur. Fjölhæfur leikmaður eins og Lallana er mikilvægur uppá breiddina en ég held að þetta sé fullreynt og vonandi fæst staðgengill í þessum glugga.

    Hvað er langt síðan Lovren hefur náð að spila 7 leiki í röð án þess að meiðast?

    Það er amk jákvætt að Fabinho getur leyst miðvarðastöðuna, þó svo maður vildi frekar hafa hann á miðjunni gegn Brighton.

    Ég stend annars með liðsvali Klopp. Lykilmenn þurftu hvíld eftir mikið leikjaálag og eins og staðan er í deildinni þá var þetta leikurinn til að hvíla leikmenn. Leiðinlegt að sumir hafi ekki nýtt tækifærið betur.

    Veit einhver

  27. Gunnar #10.

    Æi grjótfokking þegiðu. Fólk sem kallar þjálfara Liverpool trúð og loser þegar við erum með 4 stiga forystu í deildinni og komnir í 16-liða úrslit CL eru fávitar. Það er nú bara þannig. Ekki nema þú sért Man Utd aðdáandi eða þaðan af verra.

    Annars er því miður þessi rómantíska FA-bikarkeppni þar sem allir geta mætt öllum búin að missa mestan ljómann. Verðlaunin fyrir að fara alla leið eru nema rétt rúmar 400 millur. Eingöngu 2 lið fyrir utan Liverpool, Arsenal, Chelsea, Man City og Man Utd hafa unnið hana síðustu 23 ár. Sömu liðin vinna alltaf og keppnin er enn föst á 20.öldinni.
    https://www.football365.com/news/lets-not-f-a-dead-horse-kill-off-the-fa-cup-now

    Held það eina sem gæti bjargað þessum ensku bikarkeppnum væri að hækka verðlaunin og sameina FA og deildarbikarinn í nýja keppni. Myndi líka minnka leikjaálagið og hjálpa bestu liðum Englands í evrópukeppnum. Það er náttúrulega bara klikkun að láta ofþjálfaða nútíma leikmenn spila oft með 2-3 daga millibili + ferðalög milli landa. Hraðinn og álagið í leikjum er svo milljón sinnum meiri í dag en í gamla daga. Þetta var hægt í denn þegar enskir leikmenn hentu sér milli leikja á barinn og spiluðu oft hálfþunnir, sérstaklega í jólatörnunum. Kannski er þessi liðsuppstilling hjá Klopp lokanaglinn í þessa kistu. Kannski drattast FA til að endurskipuleggja þessar bikara sína sem hafa minni áhrifamátt og verða fyrirsjáanlegri með hverju árinu.

    Það hefði sosum verið fínt að hafa áfram æfingakeppnir til að koma Keita, Fabinho o.fl. inní spilið og enska boltann í bland við efnilega kjúklinga en því miður er Liverpool dottið úr báðum keppnum. Maður sýtir það samt sama og ekkert. Deildin og CL er það eina sem skiptir máli í dag. Við erum í algeru dauðafæri á að vinna deildina. Klopp fékk allavega svör í þessum leik við ákveðnum spurningum. Mignolet, Sturridge, Moreno sem hafa verið að vilja meiri spilatíma skitu algerlega í brækurnar og munu fara næsta sumar. Keita vantar sjálfstraust og það er mögulega með réttu að Klopp treystir Shaqiri ekki enn.

    Byrjunarliðið okkar er þó með allra allra bestu fótboltaliðum í heimi og á því verður keyrt það sem eftir er leiktíðar. Það er sjálftraust þeirra og gæði sem skiptir öllu máli í núverandi stöðu. Það lætur manni líða mjög vel með framhaldið.

    Áfram Liverpool.

  28. ÉG styð alltaf Liverpool , sammála nr 25 !; stið Kloop alla daga !!. samt ekki gaman að tapa þessum leik , en vinnum næstu leiki !!. getum en unnið 2 bikara !!. Áfram Liverpool !!! YNW !!!:
    maður skilur ekki þetta væl hjá mörgum !. Klopp veit alveg hvað hann er að gera !!.

  29. Vonandi kaupir Liverpool varnarmann, manni líst ekkert á þetta lengur. Einn varnarmaður heill, kjúllar og síðan miðjumenn að spila í miðverðinum. Það er ekki að fara skila neinum titlum. Ég mæli með De Ligt, tvítuga varnarmanninum hjá Ajax sem allir eru á eftir. Partnerinn hans Van Dijk í hollenska landsliðinu. Mun örugglega kosta 100 millz en skítt með það. Lovren og Matip eru meiðslapésar og Van Dijk, Gomez gera þetta ekki tveir. https://en.wikipedia.org/wiki/Matthijs_de_Ligt

  30. Ég á ekki til eitt aukatekið orð þegar ég les sumar athugasemdirnar á okkar einstöku heimasíðu. Sumt sem er skrifað á ekkert erindi inn à síðuna og er ekkert annað en niðurrifsstarfsemi. Það er i góðu lagi með málefnalega gagnrýni en að uppnefna og hæða Klopp okkar ástkæra stjóra finns mér bara lítilmannlegt og viðkomandi til lítillækkunar og skammar. Ég bara vona að # 10 sé ekki stuðningsmaður Liverpool. Ég var sjálfur bæði frústreraður og reiður út i Klopp þegar ég sá liðuppstillinguna því ég vissi þá um leið að Klopp ómeðvitað vildi ekki vinna leikinn. Að fara i svona leik með hangandi haus er Liverpool ekki sæmandi. Það hefði vel verið hægt að stilla upp liði sem maður fyrirfram hefði haft trú a að gæti unnið leikinn eins og hin ensku stórliðin gerðu gegn mun minni spámönnum en Úlfunum. En þetta er núna búið og gert og við getum einbeitt okkur að deildinni og meistaradeildinni. Klopp er sjálfsagt innst inni ekkert ósáttur og hver veit nema að þetta eigi eftir að verða gæfuspor á vormánuðum þegar álagið er sem mest og gæti gert gæfumuninn að við vinnum deildina.!! G

  31. Þeir sem halda því fram að Shitty hafi spilað með sitt sterkasta lið hafa mögulega ekki tekið eftir því að það var nánast öllu ruslað út eftir leikinn við okkur fyrir þennan Rotherham leik þeirra. Það var t.d. enginn Aguero, enginn Sane og enginn Silva (hvorugur þeirra).

    Kjúklingarnir misstu eiginlega af deildarbikarnum þannig að hér var eiginlega eini sénsinn til þess að blóðga þá. Þetta lið hefði átt að duga þó að það sé ekki mikil margína. Verst finnst mér við liðsvalið í þessu leik að Mignolet skuli ekki nota tækifærið og auglýsa sig aðeins svo það kaupi hann nú einhver næsta sumar. Við yrðum heppin að losna við hann frítt ef svo heldur sem horfir.

  32. Ég vil síst af öllu fagna endurkomu neikvæða og hundleiðinlega Sigkarls (#6). Ætli það verði ekki það versta við tap kvöldsins, ef hann er mættur aftur. Eins og hann var búinn að vera jákvæður og kurteis síðustu mánuði.

    Liverpool á toppnum í deild og í 16 liða úrslitum í Evrópu og allir gjörsamlega hakkaðir í sig af hárnákvæmni rætni og dónaskap. Ekki fallegt að lesa frekar en fyrri daginn frá fullorðnum manni.

    Það er nú þannig.

  33. Ætli Fabinho verði ekki hafsent með VVD á móti Brighton í næsta deildarleik. Ég vona samt að við séum lið sem vill ná þessum varnarmanni Ajax De Ligt, vonandi næsta sumar. Ég hef áhyggjur af meiðslumvarnarmanna okkar og sé jafnvel það sama gerast þar og gerðist hjá miðjumönnum okkar undir það síðasta á síðastliðnu tímabili. City spilar undanúrslitaleik í deildarbikar á morgun gegn Burton og síðan eiga þeir úrslitaleik þar og svo FA cup líka hjá þeim, þannig að þeir eru að spila talsvert fleiri leiki enLFC. Þeir eiga líka eftir að missa menn í meiðsli.
    Ég vona bara að liðið komi tilbaka í næsta deildarleik og komist aftur á sigurbraut 🙂

  34. Sælir vinir

    Þetta er taktísk ákvörðun og forgangsröðun sem varð að eiga sér stað. Treysti Klopp 150% í þeim efnum. Varaliðið varð að taka þennan bolta en féll á prófinu gegn mjög góðu liði Wolves.

    Það er bara ekki sanngjarnt að gagnrýna þessa ákvörðun Klopp þegar menn koma með eftirá fræði heima í stofu með drauma um 3 bikara.

    Auðvitað vill Liverpool vinna, bara ekki á kostnað annarra mun stærri tækifæra.

  35. Ok núna er Liverpool með einn leikfæran miðvörð í aðalliðinu EINN, það gengur ekki upp í titilbaráttu, hvað ef það kemur svo bakslag í meiðsli þessara miðvarða sem liggja í sjúkraherberginu þessa stundina. Það er vel hægt að nota Fabinho í miðvörðinn en það þýðir að hann spilar ekki á miðjunni amk næstu 3-4 leiki þar sem hann hefur blómstrað að mínu mati og er besti miðjumaður liðsins ásamt Gini, Millie þar skammt undan, aðrir solid enn ekkert spes. Er ekki hægt að næla í frambærilegan miðvörð á láni ? eða gamlan reyndan samningslausan jálk ókeypis ? Nú hefði verið gott að hafa Ragga Klavan kláran. Hvað finnst mönnum um þetta ? Einnig um brottför Clyne sem er með öllu óskiljanleg, maðurinn hefði fengið slatta af mínútum, virtist vera fyrsti backup kostur í báðar bakvarðastöðurnar, það þarf að hvíla bakverðina líka það er gríðarleg yfirferð á þessum mönnum í hverjum leik. Er maðurinn ekki að renna út á samningi, þannig að við lánum hann síðustu mánuðina þegar við þurfum loksins á honum að halda ? Camacho var ok á móti Úlfunum en á virkilega að treysta á táninga og Moreno sem backup í þessari titilbaráttu ? Já veit að Millie og Fab geta leyst í bakverði en eins og ég segi þá væri ég nú til í að hafa þá bara á miðjunni, einnig minna hægt að hvíla þá ef þeir eru að leysa í vörn allan janúar og kannski lengur. Verður fenginn inn bakvörður ? Er Elín dóttir Sigríðar ? Hvað finnst fólki ? Eða er þetta bara overreaction wednesday ?

  36. Mér finnst menn óþarflega dómharðir gagnvart Naby Keita. Það sér það hver maður að þessi leikmaður er gríðarlega hæfileikaríkur og öflugur leikmaður. Hann er búinn að fá fáa leiki í vetur þar sem að það tekur tíma að aðlagast og svo meiðist hann líka. Svo fær þessi piltur séns í leik sem að stjórinn gefur skít í og spilar sem hluti af ólípaðri heild (unglingalið/varamenn) gegn liði sem er nokkuð öflugt og er um miðja deild og spilar á sínu sterkasta liði nokkurnveginn. Auðvitað er hann ekkert að fara draga þann nýðþunga vagn… en samt sem áður er hann bara allt í einu skelfilegur leikmaður og menn segja hann latann og að þeir séu að missa trú á leikmanninum?

    Ég er nokkuð viss um það að þegar hann fær nokkra leiki til viðbótar og tíma til þess að slípast til með aðalliðinu þá muni hann troða velkomnum ullarsokk upp í nokkra 🙂

  37. ég ætla rétt að vona að gomez eða matip séu að verða klárir eða lovren verði klár fyrir helgina, þetta hafi bara verið smotterí hjá honum.

    ef lovren er frá í lengri tíma og gomez og matip verða ekki tilbúnir fyrren í næsta mánuði þá tel ég það algjörlega galið af klopp að kaupa ekki einn núna strax eða fá einn lánaðann.

    eða erum við að fara að sjá fabinho og vvd saman í vörninni

  38. Sælir félagar

    Auðvitað er hundfúlt að tapa leik og enginn ánægður með það. En að vera að ráðast á Klopp vegna þess að þessi leikur tapaðist er auðvitað bull. Það er hann sem kom liðinu á þann stað sem það er á og bera að þakka það. Ég stend við það sem ég sagði í færslu hér miklu ofar að leikmenn eins og Sturridge, Origi, Minjo hafa ekkert í liðinu að gera og ég vil bæta Moreno við þann hóp. Ég hefi ennþá von um Keita og Milnerinn á ansi mikið inni hjá okkur stuðningsmönnum en má samt alveg slepp því að reyna sambatakta.

    Það er maður hér sem heitir Hörður. Hann er mjög jákvæð og notaleg persóna. Hann hefir þann mannasið að fróa sér með illu umtali um mig persónulega. Ekki orð um leik eða leikmenn. Heldur fylgir hann viðurstyggilegu og lostugu innræti sínu með því að runka úr sér fýluna á mér. Verði honum að góðu. Bara svo það sé á hreinu þá mun ég ekki virða hann svars hér eftir, sama hversu skítlegt eðli hans ræðst að mér.

    Það er nú þannig

    YNW

    Aths. Daníels: færslu breytt að beiðni höfundar.

  39. Það er alveg ótrúlegt að lesa yfir kommentin við þessa færslu. Menn tala um það að hinir og þessir þurfi að fara fá hvíld og sömuleiðis að varaskeifurnar þurfi að fá einhverjar mínútur og einnig hvað það væri gaman að fara sjá einhverja af þessum ungu og efnilegu fá mínútur. Þegar það svo gerist missa menn algjörlega hausinn, allt ómögulegt, allir hræðilegir, vanvirðing af hálfu þjálfarans og listinn heldur áfram. Auðvitað er í lagi að gagnrýna en sumt af því sem skrifað er hér að ofan myndi seint flokkast sem málefnaleg gagnrýni.

    Persónulega hafði ég ekkert út á liðið að setja, eins og Klopp sagði þá var staðan á leikmannahópnum einfaldlega sú að hann þurfti nauðsynlega að gera breytingar. Það væri fróðlegt að heyra hljóðið í mannskapnum ef Klopp hefði ákveðið að gera þessar breytingar í deildarleik, einhversstaðar þurfa menn að fá þessar blessuðu mínútur og afhverju ekki í þessum leik?

    Gæti ekki verið meira sammála honum Gunnari #30 ef þú kannt ekki að tapa þá áttu ekki skilið að vinna.

  40. Origi og Sturridge hafa verið að fá gagnríni hérna ásamt Moreno og Mignolet. Ég er á því að liverpool er lið sem hefur ekki efni á 20 heimsklassaleikmönum(helst olíufursta lið sem hafa svoleiðs fjármagn) og því þarf stundum að vera annað hvort ungir og efnilegir leikmenn eða ágætir leikmenn sem geta hvíld byrjunarliðs gaurana eða stígið inn í einn og einn leik ef á þess þarf að halda.

    Origi fór með 1 stig í 3 stig gegn Everton.
    Sturridge bjargaði því að við töpuðum ekki gegn Chelsea með stórkostlegu marki.
    Moreno er solid varakseifa fyrir Robertson
    Mignolet er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Liverpool en ég er samt á því að það eru fá lið í úrvaldsdeild sem hafa eins góðan varamarkvörð og við.

    Öll lið þurfa svona leikmenn sem geta hjálpað smá og þeir hafa allavega hjálpað okkur að náð í 3 stig á þessari leiktíð með mörkum og hver veit hvort að við þurfum að nota þá meira á þessari leiktíð.

    Eina sem maður veit er að maður treystir Klopp og ef hann getur notað þá , þá ætla ég ekki að efast um hans þekkingu á leiknum.

  41. Jæja, búnir í þessarri keppni. Nenni svosem ekki að ræða um leikinn enda hafði Klopp ekki nokkurn áhuga á að vinna þennan leik. Vonandi hefur hann áhuga á keppnunum sem eftir eru hjá okkar góða liði.

  42. Sælir félagar

    Sigurður Einar er mér ósammála um Sturridge og Origi ásamt Minjo og Moreno. Ég virði þá skoðun hans og tek mark á abendingum hans en er honum samt ekki sammála. Það er rétt að Sturridge bjargaði stigi á móti Chelsea með glæsimarki en vinnuframlag hans til liðsins finnst mér lítið í alltof mörgum leikjum. Origi bjargaði þrem stigum á móti Everton og síst vil ég vanþakka það. En mér finnst hann einfaldlega ekki nógu góður í fótbolta og sama finnst mér um Moreno.

    Origi og Moreno virðast mér ekki ráða við að spila þann hraða sóknarbolta sem er aðall Liverpool í sóknargír. Þeir sjá ekki mögulegar sendingar, stoppa og hægja á spilinu vegna þess og þar með glatast tækifæri. Ég geri ekki athugasemdir við vinnuframlag þeirra því mér finnst þeir oftast vera duglegir leikmenn en það er bara ekki nóg. Hvað Minjo varðar þá er hann hættulega fastur á marklínunni og var það nærri búið að kosta mark í gær. Svo fannst mér og finnst enn að hann hefði átt að verja í seinna markinu.

    En ég segi eins og fleiri að það er ef til vill ekki ástæða til að fjölyrða um þennan leik. Hann er búinn og liðið er farið út úr bikarnum þannig að best er að huga að öðrum hlutum. Það er kannske einmitt það sem Klopp var að hugsa með uppstillingunni á liðinu en hitt er ég samt viss um að LI-iverpool hefði ekki tapað þessum leik ef Lovren hefði haldist heill leikinn á enda. Það nefnilega breytti öllu að geta ekki sett alla þrjá inná, þá Mané, Firmino og Salah sem hefðu öruglega klárað þennan leik á korteri.

    Það er nú þannig

    YNWA

    PS. Í næsta kommenti mínu á undan þessu lenti orðið “svirðinga” á eftir YNWA. Mikið yrði ég feginn ef síðuhaldari gæti fjarlægt það. Takk.

  43. Liverpool hefur eiginlega ekkert verið að nota Sturridge, Origi, Moreno og Mignolet á þessu tímabili enda eru þeir í algjöru aukahlutverki hjá okkur. Það eru ekki mörg lið sem eru með svakalega sterka leikmenn sem eru frá 18- 25 í forgangsröð liða( bara Man City sem hefur aura til þess)
    Allison, Robertson, Djik, Gomez, Trent, Milner, Wijnaldum, Shaqiri, Mane, Salah, Firmino 11 . Fabinho, Henderson, Lovren, Matip, Lallana, Ox 17 svo koma kappar eins og Sturridge, Moreno, Clyne, Mignolet, Origi + kjúklingar 3 . Já Ox meiddur en er að koma til baka og Clyne fór til að fá spilatíma , þá þarf að kafa aðeinsdýpra og þá detta menn eins og áðurnefndri í bekkja hlutverk en Moreno/Origi hafa ekki verið oft á bekknum í deildarleikjum í vetur. Klopp stillir alltaf upp Alisson, Djik, Robertson, Mane, Firmino, Salah og Trent ef þeir eru heilir og ferskir og Wijnaldum er að detta í þann hóp.

    Mér finnst samt gott að vita af Sturridge á bekknum því að hann er allt öðruvísi sóknarmaður en Firmino. Hann er ekki eins duglegur( það eru fáir) en hann er miklu betri að klára og þefa upp færi.

    Fínt mál að vera ekki samála en ég er á því samt að 18-25 verða sterkari á næsta tímabili og horfi ég strax á Oje/Ben sem við eigum.

  44. Sigkarl: ég er búinn að breyta þessu. Hélt fyrst að þetta væri eitthvað stílbragð í takt við umræðuna…

  45. Fótbolti snýst oftast um að skapa sér og samherjum sínum tækifæri. Í gær fengu margir af bekknum tækifæri til að skapa sér og samherjum sínum önnur og fleiri tækifæri … ef leikurinn hefði unnist. Þeir gerðu það ekki, því verður frekari bekkjarseta eða áhorf lengra frá hlutskipti megin þorra þeirra.

  46. Sælir félagar

    Takk fyrir Daníel, en nei þetta var ekki stílbragð heldur einfaldlega klaufaskapur. Sig. Einar já það er allt í lagi að vera ósammála og mér finnst þú hafa mikið til þíns máls þó ég sé á annari skoðun. En ef til vill á það eftir að breytast – hjá öðrum hvorum okkar 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

  47. Sigkarl er dálítið fyrir þversganir og rökleysur.

    “Origi bjargaði þrem stigum á móti Everton og síst vil ég vanþakka það”

    En segir samt hér að neðan ” Sturridge, Origi, Minjo hafa ekkert í liðinu að gera”

    Ég veit eiginlega ekki meiri vanþökk en þetta. Þeir hafa bara ekkert í liðið að gera þó svo að þeir hafi breikkað bekkinn allverulega með því að vera áfram hjá liðinu. Já og svo byrjaði Sturridge á móti PSG og skoraði mark þá en hann situr fastur við sinn keip og vill meina að hann hafi ekkert í liðið að gera.

    En endilega halltu áfram að hafa skoðanir og láta þær í ljós hér. Það er alveg gaman að skrifum þínum. Þú ert skemmtilegur penni. . Ég verð samt fyrir minn part að segja að mér finnst þær ómálefnalegar og í raun hálf skondnar og skil vel að sumir verða hálfpirraðir að lesa svona og enda á að að svara þér. Kannski ráð að anda aðeins með nefinu áður en þú lætur takkaborðið finna fyrir tapsárni þinni.

    Með fullri virðingu vinsemd.

    ´já og Það er nú þannig.

  48. Persónulega líður mér ekkert illa að vita af Sturridge á bekknum, hann hefur átt sínar innkomur t.d. á móti Chelsea, magnað mark sem gaf okkur 1 stig, sem enn er að telja. Átta mig ekki alveg á Origi, er eins og honum vanti eithvað, en hann færði okkur 3 stig á móti Everton. Það er hægt að stilla þessu upp þannig að færi bekkurinn okkur 10 stig og meira þá er ég sáttur.

    YNWA

  49. Pressan farin að segja til sín vonandi haldast allir stuðningsmenn heilir til loka.

    Eitt athyglisvert um jólin sagði Klopp að ef frekari skakkaföll yrðu í vörninni þá þyrftu þeir að kaupa. Hann virtist ekki vera á þeim buxunum eftir Úlfa leikinn.

    Kannski er þessi 16 ára næsti Franco Baresi.

  50. Sælir félagar

    Já Brynjar Jóhannsson svona er nú fólk fullt af þversögnum og skondnum skoðunum. En mér finnst þetta nú og þó Origi hafi bjargað 3 stigum fyrir okkar menn þá finnst mér hann ekki góður í fótbolta. Það er þess vegna sem ég vil einhvern sem er betri fótboltamaður en hann. Mér finnst líka að ef leikmenn yfirgefa Liverpool þá sé eðlilegt að þakka þeim fyrir það sem þeir lögðu til liðsins. Eins er eðlilegt að þakka Surridge og Origi það sem þeir hafa vel gert en mín vegna mega þeir samt fara – það er að segja ef eitthvað betra kemur í staðinn.

    Það er líka rétt sem Sig. Einar segir að þeir hafa ekki mikið komið við sögu og ef til vill óréttlátt af mér að dæma þá af því. En ég eins og allir aðrir stuðningmenn Liverpool vil veg liðsins sem mestan og ef það að losa sig við hérnefnda leikmenn og ef til vill fleiri til að styrkja hópinn þá vil ég það. Það er auðvitað háð því skilyrði að aðrir og betri komi í staðinn. Hitt hvað ritstíll minn fer í taugarnar á mönnum er erfiðara fyrir mig. Ég er einfaldlega svona gerður og hefi þennan stíl.

    Ég tek eftir að maður sem úthúðar okkar ástkæra Klopp (V.Skjóldal)hann fær varla tiltal frá sjálfskipuðum ritskoðurum en einhverjir sjá ástæðu til að lemja á mér fyrir tiltölulega saklaust álit mitt á leikmönnum sem mér finnast ekki nógu góðir fyrir liðið. Það er auðvitað ritstjórn á þessum síðum sem sér um að taka út óviðurkvæmileg ummæli en ég hefi ekki séð þá stjórn reka menn af þræði fyrir að hafa skoðanir. Sjálfskipaðir ritstjórar ættu að láta þeim verkið eftir sem til þess eru valdir. Það er nefnilega margir kallaðir en fáir útvaldir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  51. Sigkarl, mér finnst að hér eigji ekki að ríkja einskonar ríkisskoðun, hvað einum finnst, þá geta aðrir verið sammála eða ósammála. En það sem við öll eigum sameiginlegt er að halda með Liverpool, okkar liði.

    YNWA

  52. Jæja er ekki kominn tími á annan þráð upphitun fyrir mikilvægasta leikinn þaes næsta leik!

  53. Maður verður dapur á að heyra hvernig menn hafa verið að hnakkrífast hér inni samt er Liverpool í efsta sætinu í janúar í PL og að fara keppa við Bayern í 16 liða úrslitum CL það mætti halda að Hodgson væri kominn aftur ásamt Gillet og Hicks ógeðunum.

    Skítt með þennan FA bikar þetta er búið og gert Klopp gamblaði og tapaði gamblinu núna er að þjappa sér saman bæði sem klúbbur og stuðningsmenn !
    Hættum að gráta Björn bónda nú skal hefna.

  54. Sigkarl.

    Já það er bara flott hjá þér að halda þig við þínar skoðanir. Ber virðingu fyrir þinni nálgun. Þú ferð ekkert í fýlu þó þú ert gagnríndur. og bent á misfærslur í þínu máli. Það ber vott um sterkann karakter að mínu mati og slikir einstaklingar eru mér einatt vel að skapi.

    Ég hef sagt það áður og segi það enn. Þú mátt hafa allar skoðanir sem þú villt ef þú tekur málefnalegri gagnríni á þær. Mér sýnist þú gera það. Það er vel.

    Ég hef séð Origi á svaka skriði hjá Liverpool og Sturridge er þvímiður þannig leikmaður að hann getur ekki spilað alla leiki. Sturridge er þannig að hann spilar vel ef hann er með góða menn í kringum sig. Þá opnast svæði í kringum hann og þá er hann stórhættulegur.

    Eins og ég sá leikinn þá finnst mér ósanngjarnt að dæma Origi og Sturridge svona hart. Hápressan var ekki að virka. Wolves lá aftarlega og of mikið af leikmönnum í kringum þá til þess að það opnuðust svæði. Það var enginn hjálp sem framherjar fengu. Enginn vængmaður að koma hreifingu á vörnina og miðjan að senda frá sér bolta því hún var umsvifalaust étinn upp þegar bolti kom til þeirra. Vörnin vörnin hriplek. Enda var 16 ára strákur í bakverðinum sem var ekki í neinum takti við leikinnn og fullt af öðrum ungum strákum sem stóðust ekki prófið að þessu sinni.

    Það geta allir gæðaleikmenn litið illa út í svona aðstæðum Það er nefnilega mesti misskilningur að þessir fremstu þrír hjá Liverpool séu langbestir. Þeir sem vinna skítavinnuna. T.d robertson, Trent, Miðjan hverju sinni eru í svo rosalegri yfirferð alla leiki að það er forsenda þeess að þeir ná að sýna í hvað þeim býr. allt liðið verður að virka. ekki bara helmingurinn. Þannig var það í þessum leik. Of mikil andeyða yfir öllu. .

  55. Ég held að flestir hér inni séu bara með áhyggjur af meiðslum varnarmanna okkar, og meðan shitty eru að valta yfir burton 9-0 í undanúrslitaleik carabaou cup og með helvíti sterkt lið í þeim leik þá er hópurinn hjá okkur strax farin að þynnast all verulega. Við lánum og seljum menn, og missum í meiðsli.
    Það er satt að ef Fabinho er að fara að byrja með VVD í vörn þá missum við þann miðjumann sem er búin að vera hvað bestur hjá okkur undanfarið. Liverpool hefur ekki unnið leik á þessu ári, og janúar hefur verið okkur erfiður undanfarin tímabil undir stjórn Klopp. Menn eru bara pínu smeykir við næstu leiki.

  56. Sá ekki leikinn.
    En renndi yfir nokkur komment svona til að fá tilfinningu fyrir leiknum.
    Það hjálpaði ekki.
    Nóg um það.
    Margir taka huglæga afstöðu og vilja ekki þennan eða hinn, oft með krydduðu orðavali.
    Ég er bara raunsær.
    Við munum ekki geta mannað allar stöður með 50+ mönnum, hvað þá backup stöður.
    Við verðum að spila inn á hópinn reglulega í þessu hrikalega kapphlaupi að titlinum.
    Ég fagna hverjum sem er til í að klæðast treyjunni til að létta á þeim bestu, þó svo menn séu jafnvel frosnir við tréverkið.
    Það eru meiri líkur en minni að slíkir menn eigi ekki draumainnkomu, það þarf oft meira til.
    Kjúklingar fá frábæra reynslu og stíga gott skref.
    Því sættist ég við leikinn enda virðumst við ekki hafa verið mjög fjarri einhverju úr leiknum þó það hafi ekki gengið upp í þetta sinn.
    Næsti leikur verður að vinnast og nokkrir í liðinu búnir að fylla á tankinn. Það skiptir máli.
    City taka 9-0 leik og eiga peninga til að manna liðið miklu dýpra en við.
    Því þurfum við að vanda okkur í deildinni og menn að haldast heilir. Klopp er algerlega með þetta.
    YNWA

  57. Bullandi metnaður í City og klókt hjá Pep að leyfa Jesus að sjóta sig í gang með fernu! Þetta lið ætlar ekkert að slá að gjöfinni enda tel ég það hjálpa liðum að keppa í öllum keppnum. Ef City lyfta League Cup dollunni í febrúar. Þá verður það bara olía á eldinn þar.

  58. engar áhyggjur af þessu.. við völtum yfir þetta brighton lið um helgina og ekki gleyma að við erum eina topp liðið sem hefur unnið úlfana í deildinni. verður gaman að sjá hvort að city höndli þá um helgina.

    myndi segja að það væri enn meiri pressa á city þessa helgi en okkur.

    eina sem gæti glatt mig meira en að vera í fyrsta sæti í dag væri að ef klopp myndi framlengja til 2030.

  59. Var að lesa grein frá BBC um afhverju Liverpool eru óheppnir að vera að toppa núna en þetta er algjört sögulegt tímabil í stigasöfnum á toppnum.
    Liverpool eru með 54 stig eftir 21 leik sem myndi vera það fjórða besta í sögu enskudeildarinar(talið frá 1905) ef við gefum okkur að alltaf væri gefið 3 stig fyrir sigur(var lengi vel aðeins 2).
    Ekki nóg með það heldur væri lið með gott forskot ef það næði svona mörgum stigum.
    Þeir fóru yfir öll þau lið sem hafa náð 52 stigum+ í fyrstu 21 leikjunum sínum

    2005 Chelsea 52 stig ( Arsenal 47 í 2.sæti) Urðu meistara
    2017 Chelsea 52 stig Liverpool/Tottenham 45 urðu meistarar
    1994 Man utd 52 stig Leeds/Blackburn 39 urðu meistarar
    2013 Man utd 52 stig Man City 45 urðu meistara
    1988 Liverpool 53 stig Forest 43 urðu meistara
    2007 Man utd 53 stig Chelsea 47 urðu meistara
    1908 Man utd 53 stig S.Wednesday 38 urðu meistara
    2019 Liverpool 54 stig Man City 50 ?
    1961 Tottenham 56 stig Wolves/Burnley/Everton 45 urðu meistar
    2006 Chelsea 58 stig Man utd 45 urðu meistara
    2018 Man City 59 stig Chelsea 45 urðu meistar

    Eins og sjá má þá urðu öll þessi lið meistar en ekkert af þessum liðum hafði eins lítið forskot og Liverpool núna með líklega eitt besta lið í sögu deildarinar andandi ofaní hálsmálið.
    11 lið hafa tekist að vera með 52 stig eða meira síðan 1905 og flest voru nánast orðnir meistara á þeim tímapunkti með gott forskot.

    Hvað segjir þetta um okkar lið? Jú einfaldlega að árangurinn hefur verið stórkostlegur það sem af er en við vitum að við erum langt í frá búnir að vinna eitthvað.

  60. Töpum tveimur leikjum af síðustu 100 og þessi status þarf að hanga her uppi í marga daga. Hlakka til að getað opna þessa frábæru síðu án þess að fara í vont skap 😉

  61. #65 held að þetta sé bara holl áminning fyrir okkur 🙂 spurning síðan um að fá Hrókinn í podcastið, hann myndi alveg halda uppi stemmningunni þar!

    Ég er mjög spenntur fyrir leiknum á morgun, þá sjáum við hvort að liðið sé búið að hrista af sér slenið eftir jólasteikina og áramótabomburnar. Ég spái öruggum 3-0 sigri okkar manna og að mannskapurinn sé virkilega gíraður inn í að landa nr. 19 fyrir okkur í vor.

  62. Við hreinlega náðum ekki að hlaða í podcast í vikunni en stefnum á eitt slíkt í kvöld.

    Upphitun ætti vonandi að fara skila sér til að fjarlægja þennan fjandans Wolves leik.

Liðið gegn Wolves

Ferð á suðurströndina í mávahreiðrið