Trent skrifar undir nýjan samning

Slúðrið í gær og fyrradag var að Trent Alexander-Arnold væri mjög nálægt því að skrifa undir nýjan langtímasamning við klúbbinn, og það var tilkynnt opinberlega núna í morgunsárið. Skv. Pearce er samningurinn til 2024, en ekki kemur fram hvað hann fær í laun.

Þetta var svosem viðbúið, persónulega er ég ekki að sjá Trent spila fyrir neitt annað félag, nema þá helst að hann taki Gerrard á þetta og eigi tímabil í bandarísku deildinni þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Við skulum a.m.k. vona að við fáum að njóta krafta þessa scousers sem allra allra lengst.

Hver veit, kannski er þetta framtíðarfyrirliði liðsins? Liðið er reyndar afskaplega ríkt af fyrirliðaefnum, því bæði Virgil van Dijk og Andy Robertson myndu sóma sér vel sem slíkir.

Nú eru margir að kalla eftir því að næsti maður til að framlengja samning sinn við klúbbinn verði Klopp sjálfur. Hann er með samning til 2022, og hefur ekki gefið neitt út um hvað hann geri eftir það. Vonum það besta.

6 Comments

  1. Frábærar fréttir.

    Trent hefur reyndar undanfarinn ár verið duglegur að skrifa undir nýja samninga en það er auðvita bara rétt í stöðuni að þegar liðsfélgar hans fá launahækkun þá eru Liverpool engir nýskupúkar og koma í veg fyrir leiðindi með því að verðlauna kappa sem eiga það skilið.

  2. Virkilega jákvætt. Eitthvert mesta varnarefni í hinni stóru veröld. Ef hann bætir sig eins og menn gera venjulega upp að 25 ára aldri verður hann einn sá albesti. Til hamingju með þetta Liverpool, aðalbakverðir næstu árin klárir.

  3. Frábærar fréttir ! Við erum að tryggja okkur tvo efnilegustu bakverði í enska boltanum næstu árin. Nú þurfum við bara að næla í Rabiot frá PSG frítt í sumar 🙂

  4. Segir allt sem þarf um Trent að skrifar undir nýjan samning í hverjum mánuði.

    Hann er annars ekki bara fyrirliðaefni, held að hann sé nailed on að verða fyrirliði einhverntíma á ferlinum.

  5. Ef við fáum annan góðan hægri bakvörð þá gæti TAA alveg orðið frábær miðjumaður.
    Það eru nefnilega miklir hæfileikar í honum í sendingum og skotum sem gætu nýst vel á miðjunni.
    En gott að hafa blússandi bakverðir.
    YNWA

Strákarnir hans Hodgson koma í heimsókn

Byrjunarliðið gegn Crystal Palace á Anfield