Hroðalegar fréttir að slá okkur núna í kvöld og á afskaplega vondum tíma. Joe Gomez sem hefur verið frá undanfarnar vikur er ekkert að batna og gæti þurft aðgerð með tilheyrandi fjarveru til viðbótar. Hann var auðvitað búinn að eiga frábært mót fram að því.
Eins er Dejan Lovren kominn aftur á meiðslalistann, það er orðið nokkuð ljóst að þar er á ferðinni gallað eintak. Hann er alltaf meiddur.
Gomez facing surgery after injury setback…and facing another long spell on sidelines. Lovren injury worry too gives Klopp massive headache #LFC https://t.co/7ddz9fLT9D
— David Maddock (@MaddockMirror) February 1, 2019
Sú ákvörðun Klopp að fækka varnarmönnum Liverpool í janúarglugganum hefur virkað fáránleg frá byrjun en eins og staðan er núna er þetta farið að verða alveg galið. Enn verra er að það er ekkert skárra að treysta á Matip, hann er ekki sjaldnar meiddur en þeir Gomez og Lovren.
Enn eitt helvítis árið virkar hópur Liverpool of tæpur yfir heilt tímabil og með þessu er orðið fullreynt að leggja svona mikið traust á þessa miðverði sem skiptast á að spila með Van Dijk.
Trent Alexander-Arnold verður ekki heldur með gegn West Ham er vonandi klár eftir þann leik. Það er svo ekki langt í fyrri leikinn gegn Bayern þar sem Van Dijk er í banni.
Fari það í kolbölvað bara
Djöfull er þetta óþolandi og glugginn var að loka. Ótrúlega súrt ef það verður breiddarleysi sem kemur í veg fyrir að við getum lokið þessari tæplega 30 ára eyðimerkurgöngu í vor.
We are fooked
Þurfum mikla heppni núna ljótt að segja það en þurfum við ekki að detta út fyrir Bayern ?
Agalegt ef rétt reynist með Gomez. Hann er sá sem maður vill sjá spila við hlið van Dijk 70% á tímabili.
TAA þarf að hressast sem fyrst.
WH sleppur en menn þurfa að vera klárir í bátana í restinni af febrúarleikjunum.
Allt backup sem við höfum á þessa meiðslapésa hægra megin í vörninni kallar á kerfisbreytingar og varnarveikingu og þá reynir bara meira á framlínuna.
Fleiri 4-3 leikir framundan?
Menn þjappa sér og komast í gegnum þetta. Bókhaldið er amk í plús en dugir það í titla?
YNWA
Ég bara skil ekki af hverju við lánuðum Clyne, og þá líka eftir að við lánuðum hann og lentum í þessum meiðslum af hverju við fengum ekki einhverja inn á láni fram í maí ? Leikmenn Liverpool , og helst varnarmenn hrynja niður eins og spilaborg þessa dagana. Það er heldur ALLS ekki að virka að reyna að vera eitthvað kúl og nota Hendó í bakvörð, hann er skelfilegur bakvörður. Næst er Milner örugglega í hægri bakverði á móti west ham, og þá missum við hann af miðjunni og Keita er ekki að gera sig þar. Hópurinn þynnist og þynnist, leikjum fækkar og álagið minnkar, en við getum örugglega klúðrað þessu ! Klopp segist ekki vilja leikmenn fyrir skammtíma meiðslavandmál, og vera síðan með of marga leikmenn í enda tímabils ! En ég spyr, er ekki betra að vera með kannski tveimur og marga, og þá bara selja í sumar, OG VINNA DEILDINA ???
Stóru mistökin eru að hafa leyft Markovich að fara til Fulham. Hann hefði getað staðið og beðið í hægri bak og kælt andstæðinga okkar úr frosti.
#5 haha sammála.
En Gomez er ekki búinn að spila í 2+ mánuði og við ennþá í fyrsta sæti. Matip heill og Lovren með smá bakslag eins og er að vænta af honum. Gomez kemur vonandi hress í loka sprettinn og á meðan sjá VVD og co um þetta eins og undanfarið. The Brazilian Fab coverar hægri bak á meðan Keita mastermindar enskt miðjuspil. Milner kemur svo og sér um öll íhlauparverkefni í báðum deildum skorar sigurmarkið úr vítaspyrnu í úrslitum C.L rétt eftir
að við tryggjum okkur fyrsta úrvalsdeildartitilinn.
HALELÚJA YNWA OG ALLT ÞAÐ.
ANNAÐ ef ætlum að vera kviðin eins og áhorfendur voru á Anfield á miðvikudaginn þá erum við aldrei að fara að vinna neitt. Fólk var alveg steinrunnið og smitaðist eflaust út á völlinn þó VVD segi annað.
Trúum á þetta YNWA
Jæja smá handrit hér : Klopp og Keita á spjalli fyrir WH leikinn. Keita nú er komið að því að þú verður bara að ná hausnum á þér út úr rassgatinu, við erum að fara nota gamla kallinn og þennan með krónísku hælameiðslin til skiptis í hægri bak og jafnvel þá báða í miðverði á móti Byern ! Ef þú nærð ekki hausnum út þá er tímabilið búið og við getum Vonað að við verðum með þetta á næsta ári bla bla …… djöfull er að heyra þessar fréttir af Gomes sem var orðinn okkar 2 besti miðvörður. En nú verðum við bara að vona að einhver af kjúllunum taki stóru skrefin í lífinu og gerist fullvaxnir knattspyrnumenn.
YNWA.
Þegar einar dyr lokast þá opnast venjulega önnur. Það á líka við um fótboltann. Ég hef trú á því að einhver úr ungliðastarfinu muni stíga upp. Það er eitthvað sem Klopp veit sem ég veit ekki enda er það hann sem á að leysa vandamálið en ekki ég.
Til hvers að hafa akademíu ef hún er ónothæf þegar mest á reynir.
Ég hef trú á því að við endum tímabilið best og dollan fer á Anfeld.
Maður fyllist ákveðnu vonleysi varðandi titilbaráttuna.
Líklega mun varnarleikur liðsins versna til muna, en þá verðum við bara að fara í gamla farið, þ.e. að þurfa að skora meira en andstæðingurinn. Ef það tekst í meirihluta leikja sem eftir eru þá hefst þetta nú.
Hvernig væri nú að hætta þessari bölsýni og trúa og treysta á liðið.
Erum með sterkasta hóp frá því á níunda áratugnum og staðan í deildinni er frábær.
Hef engar áhyggjur. Maður kemur í manns stað og við erum alltaf að fara að vinna þessa deild.
Áfram Liverpool!
,, Sú ákvörðun Klopp að fækka varnarmönnum Liverpool í Janúarglugganum hefur virkað fáránleg frá byrjun “. Ég er algjörlega sammála þessum skrifum. Það að Liverpool skuli nú vera án Clyne og Markovich eins og ástandið er á varnarmönnum, lýsir óskiljanlegri þvermóðsku hjá Jurgen Klopp. Hópurinn er svo þunnur núna og verður eitthvað áfram, að það gæti auðveldlega kostað Liverpool titil.
Guðmundur #7
Ég er sammála þér og skora á unglingana að stíga upp… það er tækifæri fyrir þá að sýna að þeir séu fullorðnir.
Ótrúleg þrjóska í Klopp. Loksins þegar skotfæri er hjá liðinu að landa deildinni. Óttast að þetta klúðri deildinni hjá okkur.
Clyne vildi fara og oft er betra að losna við neikvæt andrúmsloft og leikmann sem vill ekki vera þarna heldur en að halda honum og leyfa honum að spila 2-3 leiki í deild.
Trent er að koma aftur og reddar þessu og Millner getur líka spilað þessa stöðu mjög vel.
Lausnin hjá flestuð stuðningsmönnum er alltaf kaupa,kaupa,kaupa en það er oft engin töfralausn og hvað þá í janúar glugga þar sem oft eru mjög fáir möguleikar og þeir fáu sem standa til boða eru oftar en ekki ómerkilegir. P.Crouch í úrvaldsldeildinna aftur 38 ára var einn af stóru skiptunum í janúar og segjir það allt um ástandið.
Já þetta er helvíti fúllt að vera án Gomez áfram enda frábær varnamaður en það er hægt að grenja yfir því eða einfaldlega spíta í lófana og nota það sem er tilstaðar(Lovren/Matip/Fabinho/Winjaldum) á meðan að Gomez jafnar sig.
Gomez er einfaldlega landsliðsklassa miðvörður og myndi kosta yfir 60m pund í dag og ég efast um að við myndum finna einhvern nálagt honum í gæðum í janúar glugganum og því óþarfi að fjárfesta í einhverjum sem er í svipuðum klassa og við erum með. Það eru bara 14 deildarleikir eftir og ég tel að við munum ráða við þetta alveg til enda.
Það sem einkennir samt Liverpool stuðningsmenn þessa dagana er svartsýni og eru svo tilbúnir að allt fari til fjandans og eru þá tilbúnir með sökudólga. Djik talaði um þetta að hann tók eftir stressinu upp í stúku og er það bara ekkert að hjálpa.
Hingað til höfum við staðið saman og verið bjartsýnir en svo fer að glita í eitthvað spennandi þá fara efasemdarraddir að koma upp og þessi tilfining um að við séum að fara að klúðra þessu en eina ferðina.
Þetta lið sem við erum með í dag er ótrúlega fagmanlegt og maður finnst allt annar bragur á því en t.d 2014 liðinu. Ég er viss um að við eigum eftir að fá fullt af stigum en ég er líka viss um að við eigum eftir að tapa einhverjum stigum á lokasprettinum en þá þarf að passa að það þarf ekki alltaf sökudólga þegar það gerist. Þetta er fótbolti og það getur allt gerst í þessu og kannski endum við á toppnum og kannski ekki en ég er 100% viss um að Klopp og strákarnir munu selja sig dýrt og eina sem þeir vilja er að við höfum trú á þeim.
Fyrsta viðtal við Klopp hjá Liverpool
Doubters into believers var hans verkefni og hann hefur sanfært mig að minnstakosti.
YNWA
Klopp hefur ítrekað sýnt að hann hugsi í lausnum. Hann hugsar liðið út frá hóp en ekki út frá hversu vel stöðurnar eru mannaðar. Henderson spilaði t.d í bakverðinum gegn Leiceseter og það er ekki ólíklegt að Milner verði bakvörður í næsta leik. Fabinho hefur leyst af miðvarðarstöðuna og svo má ekki gleyma að Trent Alexsander er í rauninni miðjumaður að upplagi sem endaði í bakvarðarstöðunni.
Ég er því ekkert að farast úr örvæntingu þó svo að ég vildi helst að okkar bestu varnar og miðjumenn spiluðuí þeim stöðum sem eru þeim eðlislægastar. Ég er nokkuð viss um að Henderson gæti vel spilað betur og betur sem bakvörður. Hann hefur allt í það. Hraðann, tæknina og leikskilninginn. Það er mjög mikilvægt að leikmenn geti leyst af margar stöður en ekki bara eina.
Ég er alveg inn á línu FSG og Klopp, ekki kaupa leikmenn nema þeir séu hugsaðir til margra ára en ekki til bráðarbirgða.
Klopp veit alveg hvað hann er að gera …
Ég nenni ekki einu sinni að rökstyðja það . Þeir sem trúa eitthverju öðru um mannin meiga útskýra afhverju fyrir mig ?
Sælir félagar
Það er eðlilegt að vera áhyggjufullur þegar svona fréttir koma en það bætir ekkert að detta í bölsýni og svartagallsraus. Ég treysti Klopp og hans liði til að leysa þau vandamál sem upp koma. Hann og starfslið hefur verið vandanum vaxið fram að þessu og engin ástæða til að treysta þeim ekki.
Það er nú þannig
YNWA
Ekki gleyma ungu mönnunum okkar.
Nat Phillips og Rafa Camacho ættu báðir að geta komið inn núna.
Þannig byrjaði Trent Alexander-Arnold, muniði.
Ég skal alveg viðurkenna það að ég var einn af þeim sem fussaði yfir því að lána Clyne og á þeim tíma vissi ég samt ekki hversu óánægður hann var orðinn sökum spilatíma.
Vissulega er erfitt að horfa á byrjunarliðsmenn hrynja í meiðsli og þurfa bíða lengi eftir endurkomu þeirra en núna er bara standa þétt saman að standa þetta af sér á meðan að ástandið er svona.
Alveg sama hvað við vælum þá munu meiðslin hjá þeim ekkert gróa hraðar og eitthver panic kaup í Janúar hefðu getað orðið alveg jafn mikið flopp og að kaupa ekki.
Þetta mun koma í ljós hvernig okkar menn höndla þetta í framhaldinu og vonandi höldum við haus við vitum að Klopp er mastermind og hann mun finna lausnir á meðan !
YNWA
Jæja reynum að kaupa Heung Min Son í sumar, djöfull myndi hann smellpassa inn í þetta lið okkar
#18
Edwards vildi kaupa Firmino og Son á sínum tíma. En Rodgers heimtaði Benteke þá þurfti Edwards að velja milli Firmino og Son.
#19 Já okei ég vissi það ekki, gaman að því! Úff þessi Rodgers sko..
Mér fannst Clyne vera farinn að slappast. Ég held að við séum í fínum málum. Alisson með frekar tæpa sendingu í síðasta leik. Klopp verður að taka þýska leður hanskann á hann. Síðan efast ég ekki um að vikan í sólinni kemur að notum þótt hún hafi einungis skilað kvefi hingað til.
Meiðslin halda áfram og nú reynir enn meira á liðið sem eftir er. Gerist ekki eftirfarandi í næsta leik?
..Fabinho þarf að fara í miðvörðinn
..Milner kemur inn í bakvörðinn og vonandi sprækur eftir smá hlé
..Keita setur í þriðja gír eftir lull í neðri gírum fram að þessu
..Henderson og Gini liggja aftur á miðjunni
..Salah þiðnar eftir frostið um síðustu helgi
..Mane skorar aftur
..Alison verður ekki með neinn fíflagang
..Klopp verður með eitthvað óvænt upp í erminni
..og allir verða sprellandi kátir í leikslok
Gerist laumu nallari í 90 mínútur i dag
Martin Atkinson enn jafn staurblindur í vítateignum og hann var hjá okkur. Var rétt í þessu að ræna City augljósu víti. Ekki þar fyrir, mér er svosem sama…
Sorry fyrir annað umræðuefni en hvernig í ósköpunum fékk Atkinson stærsta leik helgarinnar eftir skituna á miðvikudaginn. Er standardinn virkilega ekki hærri en þetta.
Guendouzi að eigna sér miðjuna hjá Arsenal. Og hann er bara nítján…
City menn skora með hendi og taka vitlaus innköst. Þessi dómari er því miður komin yfir síðasta söludag