Echo halda því fram í morgun að Liverpool og Espanyol hafi komist að samkomulagi um kaup Liverpool á Albert Riera fyrir rúmar 8 milljónir punda.
Everton ku hafa boðið mun hærra í Riera, en hann var auðvitað lítið spenntur fyrir þeim kosti eða einsog Paco Herrera, yfirmaður íþróttamála hjá Espanyol (og fyrrverandi Liverpool þjálfari) sagði:
>”There is one team that is willing to pay what we want them to pay and another that is not, but the player is more attracted to the team that is offering less.”
Í Guardian greininni sem ég vísa í hér að ofan er einnig talað um að Jermaine Pennant gæti verið á leiðinni til Blackburn eða Stoke.
Það er athyglisvert að Rafa skuli eyða svona miklu púðri í að finna ásættanlegan kost á vinstri kantinn þegar að mörgum finnst sá hægri vera veikari (að því gefnu að Babel spili á þeim vinstri). Ég held þó að Benitez sjái mun fleiri möguleika en þá að hafa Kuyt einan á hægri kantinum. Ég held að hann sjái þessar þrjár stöður í fremri miðjulínunni 4-2-3-1 sem svipaðar stöður og við sáum til dæmis gegn Boro að menn voru mjög gjarnir á að skipta um kant. Ég held að Riera verði kannski nokkuð fastur á vinstri kantinum þar sem hann er meira hefðbundinn kantmaður, sem ætti að geta gefið okkur góða breidd á vellinum. En á hægri kantinum geta menn einsog Gerrard mögulega komið inn, sem og Babel og Benayoun.
Ef að þessi kaup á Riera klárast verður að teljast líklegt að sagan um Gareth Barry sé endanlega búin, en þá verður athyglisvert að sjá hvað verður um Xabi Alonso.
Þar sem að ég dæmi alla nýja leikmenn af frammistöðu þeirra í tölvuleikjum og af Youtube syrpum, þá er ekki úr vegi að rifja upp fyrsta landsleik Riera fyrir Spán, þar sem hann skoraði m.a. frábært mark – sjá á Youtube (varúð, tónlistin er svo stórkostleg að þig mun langa til að stökkva uppá skrifborð og DANSA!!!)
Er ekki spenntur fyrir þessum manni, miðað við reynslu hans í ensku deildinni með um árið, þegar hann var á láni hjá City.
Fyrir mér er þetta algjörlega óskrifað blað, eitthvað getur hann nú fyrst hann var kominn í landslið Spánar en það er óhætt að segja að maður hefur oft verið spenntari fyrir nýjum leikmanni. Rafa hefur verið á eftir þessum gaur í þó nokkurn tíma og það er allavega góðs viti að hann sé að fá þá menn sem hann vill. Korter á youtube er auðvitað enganvegin nóg fyrir mann til að meta leikmann en þessar klippur eru nú ekki að sýna fram á að þetta sé eitthvað eldfljótur gaur eða einhver Ronaldinho, en ég gef honum séns.
Varðandi áhrif á liðið þá eykur þetta klárlega breiddina í vængstöðunum, þessi virðist vera svipað mikið vinstra megin og Kuyt er jafnan hægramegin. Babel og Bennayoun geta spilað báðumegin (er Babel ekki réttfættur?) og eins sé ég vel fyrir mér að Gerrard verði hægramegin nokkrum sinnum í vetur. Vonandi fækkar þetta allavega leikjum þar sem treyst er á sóknartilburði Kuyt þegar losa þarf um varnarmúr andstæðinganna og umfram allt, vonandi verður þetta til að sögunni um Barry ljúki.
Það er allavega búið að kaupa kanntmann.
Eftir því sem ég las einhversstaðar þá stóð hann sig vel hjá Man City og vildu þeir hafa hann áfram, en hann hafði ekki áhuga á því.
Það verður hinns vegar ekki deilt um að hann átti fínt timabil síðast á Spáni.
Staðreyndin er bara sú að okkur bráðvantar þennann mann hvort sem hann er einhver snilli eða ekki.
Fínasta mark hjá honum í videóinu en endilega lækkið alveg í “tónlistinni” held að þetta sé Paula Abdul sem syngur lagið dauðadrukkin á klósettinu í baráttu við harðlífið.
Ef hann kemur flokkast þetta sjálfsagt ekki sem “risakaup” en mér líst ekki illa á hann. Það er gæðastimpill að komast í spænska landsliðið.
Ég held líka að hann myndi fíla sig betur hjá okkur en City, með Benitez og spænsku leikmennina í kringum sig.
Þetta eru fínar fréttir, ef af verður. Ég þekki Riera aðeins en á þó erfitt með að fella einhvern stóran dóm um hann. Eins og með alla aðra leikmenn verður Riera dæmdur af frammistöðu sinni í Liverpool-treyjunni og ekki fyrr.
Ég man eftir að hafa séð hann spila með Man City og þar vakti hann ekki beint lukku. Það er þó klárlega meira aðstæðum að kenna en honum því Stuart Pearce spilaði fádæma hugmyndasnauðan bolta (liðið setti met í að skora fæst mörk á heimavelli yfir tímabil það árið) og lét kantmanninn Riera spila sem vængbakvörð sem hentaði honum engan veginn.
Síðan þá hef ég kannast við nafnið á kauða þegar ég hef séð Espanyol spila í La Liga og því getað fylgst aðeins með honum. Hann spilaði miklu betur þar heldur en hjá City og þótt hann væri kannski ekki að rústa mönnum hægri vinstri í hverri viku sá maður nokkur flott mörk og góð tilþrif hjá honum. Ég man eftir einum leik í vetur þar sem hann og Luis García sáu um að vinna nágrannaslag gegn Barcelona nánast einhentir.
Guillem Balague þekkir málið eflaust betur en við og á vefsíðu sinni segir hann að Riera sé frábær leikmaður þegar hann er að leika skv. getu, en hans vandi sé að hann sé fljótur að fara í fýlu ef hlutirnir ganga honum ekki í vil. Ég veit ekki hvort hann henti í róteringu Rafa ef hann er fýlupúki, en miðað við það sem Balague segir gætum við verið að fá hörku kantmann (með góðan skotfót) EF hann nær sér á strik. Það er þó alltaf stórt ef þegar útlendingar koma til Englands.
Hlakka til að sjá hann spila í rauðu treyjunni ef af verður. Menn vissu enn minna um Alvaro Arbeloa þegar hann kom yfir og hann hefur ekki beinlínis valdið vonbrigðum, er það?
Að ætla að dæma Riera af dvöl sinni hjá city í hálft tímabil er alveg fráleitt. Þeir eru töluvert fleiri leikmennirnir sem hafa tekið rúmlega hálft ár að ná sér á strik en hinir sem hafa slegið strax í gegn svo þetta hálfa ár hjá city segir manni nákvæmlega ekki neitt um getu Riera. Youtubu vídeó og það að hann hafi spilað 5 leiki með spænska landsliðinu segir mér í raun meira um getuna hans og mér líst ágætlega á þessi kaup. Ég viðurkenni það alveg að ég hefði kanski viljað einhverra stærri stjörnu en á að sama skapi frekar erfitt með að benda á hvaða leikmaður það ætti að vera sem ég vildi heldur fá á vinstri kantinn.
Ef af þessum kaupum verður ætla ég, eins og með aðra nýja leikmenn, að bíða með að dæma hann þar til eftir a.m.k hálft ár en vona auðvitað að hann taki sér álíka langan tíma og Torres í að koma sér í gang.
Hann var frábært fyrsta helming tímabilsins í fyrra með Espanyol, þá var Espanyol í Evrópusæti og gekk vel. En restinn af tímabilinu var ekki eins góð.
Það er ómögulegt að segja hvernig hann á eftir að standa sig, vona að þessi kaup séu ekki “desperate” kaup eða kaup #2 eða #3 á listanum hjá Benitez, skárra að eyða þá frekar meira í mann #1.
Þetta eru engin desperate kaup hjá Rafa, hefur verið á listanum lengi en Espanyol hafa alltaf sagt að hann kostaði 16-18 m punda og þess vegna hafa þessi kaup ekki orðið fyrr.Ég held að með þessum kaupum sé Rafa að horfa á Riera + Babel á vinstri jafnvel Yossi,Kyut,El Za har á hægri og Jafnvel Gerrard í einhverjum leikjum ef að Alonso verður áfram.Mín skoðun er að það sé langt síðan að við höfum átt svona öflugan vinstri fót,en auðvitað mun frammistaða hans í Liverpool treyjunni dæma það en verð uppá 8-10 m punda er held ég gott verð fyrir LFC
Held að þetta séu örugglega ekki desperate kaup þar sem það eru margar vikur frá því að fyrst var orðað okkur við hann.
Bíð hann hjartanlega velkominn ef af verður, okkur veitir ekki af.
Þetta eru engin “desperate” kaup hjá Rafa, hefur verið á listanum lengi en Espanyol hafa alltaf sagt að hann kostaði 16-18 m punda og þess vegna hafa þessi kaup ekki orðið fyrr.Ég held að með þessum kaupum sé Rafa að horfa á Riera + Babel á vinstri jafnvel Yossi,Kyut,El Za har á hægri og Jafnvel Gerrard í einhverjum leikjum ef að Alonso verður áfram.Mín skoðun er að það sé langt síðan að við höfum átt svona öflugan vinstri fót,en auðvitað mun frammistaða hans í Liverpool treyjunni dæma það en verð uppá 8-10 m punda er held ég gott verð fyrir LFC
Jæja félagar. Ég er eins og fram hefur komið kannski ekki stærsti aðdáandi Barry kaupanna. En af hverju þarf Liverpool FC enn einu sinni að sætta sig við annað fyrsta kost??? Af hverju þarf stjóri LFC allaf að enda á því að kaupa aðra leikmenn en hann fyrst vildi?
Business as fucking usual. Þetta lítur þannig út. Lítur út fyrir að það sé enn einu sinni verið að kaupa annan eða þriðja kost. Það var augljóst að Rafa vildi Barry en þarf svo að “sætta sig við” þennan leikmann,
LIVERPOOL FC á ekki að sætta sig við neitt. Við eigum að fá fyrsta kost. Þannig verðum við besta lið Englands. Það er kristaltært að við verðum það ekki með því að kaupa menn sem voru ekki efstir á okkar lista. Við verðum varla bestir á Englandi með kaupum á manni sem lék ekki vel hjá Man City!!
Þessi maður verður auðvitað dæmdur af frammistöðu sinni – það á hann skilið eins og allir sem koma til LFC. En hins vegar lítur þetta þannig út að hann eigi ekki skilið að vera keyptur til liðsins. Menn þurfa að kaupa gæði og sætta sig við GÆÐI – ekki “það næstbesta”. Leikmaðurinn er eflaust skárri en Benajún en eru það nægar kröfur á mann sem er keyptur til félagsins?
Það er mín skoðun. Ég kannski var ekki fylgjandi Barry kaupanna – en menn eiga að kaupa þá leikmenn sem þeir vilja! Ekki kaupa þann sem er númer 2 eða 3 á blaðinu því þannig höldum við áfram að berjast um 4. sætið (okkar?).
himmi, ég veit ekki frekar en aðrir hvort Rieira sé #1 hjá Rafa á listanum yfir leikmenn sem hann vill fá, reyndar stórefast ég um það miðað við allan farsann í kringum Gareth Barry. En ég held að það sé engu að síður alveg ljóst að dæmið er ekki svona eins og þú leggur það upp: “…skárra að eyða þá frekar meira í mann #1”. Ef peningar væru til, þá yrði það gert, simple as that. Eigendurnir hafa ekki viljað borga verðið og því er farið í “næsta” mann á listanum og samkvæmt Guillem Balague þá erum við að borga 7-8 milljónir punda fyrir þennann spænska landsliðsmann.
Ég viðurkenni það fúslega að ég er ekkert að kafna úr spenningi fyrir þessum leikmanni, en eins og búið er að benda á hérna þá er ekki hægt að dæma hann útfrá veru hans hjá City. Hann var nú samt víst að spila vel þar og City vildu ólmir kaupa hann, en gátu einfaldlega ekki borgað uppsett verð á þeim tíma. Hann er svo búinn að spila virkilega vel á Spáni og efast ég ekki um það eina sekúndu að Rafa og hans menn vita örlítið meira um það hvað hann getur heldur en við. Hvort hann fittar inn eða ekki, það verður tíminn einn að leiða í ljós. Við erum allavega komnir inn með vinstrifótar mann í sókndjarfa stöðu, eitthvað sem ég er sammála Rafa með að hafi sárlega vantað.
Ekkert spenntur yfir þessu. Fyrirfram finnst mér þetta mikill peningur fyrir leikmann sem er ekki hátt skrifaður. Tilfinningin er svona enn einn miðlungsleikmaðurinn kominn fyrir mikinn pening. Ekki leikmaður sem tekur liðið á næsta stall heldur einungis til þess að halda núverandi styrkleika.
Hins vegar fær hann tækifæri til þess að sanna sig og best að bíða með allar yfirlýsingar þar til kauði er kominn í búninginn og farinn að spila reglulega.
segi ekki orð um þetta fyrr en maðurinn hefur spilað leik/leiki í rauðu treyjunni..
Hefði frekar viljað fá Barry en Riera. Miðað við hvað Rafa sóttist hart eftir honum þá finnst mér súrt að það skyldi ekki ganga.
Er lítið spenntur fyrir þessum gaur. Ábyggilega ágætis leikmaður en hann hefur ekki sýnt að hann sé hágæðaleikmaður og getur ekki kallast óslípaður demantur 26 ára gamall. Virkar á mig eins og annar Antonio Nunez frekar en Luis Garcia.
En að sjálfsögðu fær hann tækifæri á að sanna sig og vonandi stingur hann allsvakalega upp í mig og verður ný liverpool legend.
“Virkar á mig eins og annar Antonio Nunez” ..ætlaði akkurat að fara að segja þetta..
Nunez gerði nú gríðarlega góða hluti fyrir okkar, tók okkur á annann stall…
En alveg samála, óþolandi að Rafa geti ekki fengið sinn fyrsta kost, er þetta ekki bara spurning hvað hann nennir að standa í þessu lengi. Verð að segja að ég er nokkuð svekktur með kaup sumarsinns, vonum að Keane fari á kostum, nóg kostaði hann…áfram Liverpool.
Held að Riera sé fínn kostur í stöðunni. Þarna erum við að fá 26 ára landsliðsmann Spánar á vinstri væng. Vissulega gerðist eitthvað á síðasta vori en það er alveg ljóst að þarna er á ferðinni leikmaður sem vill taka bakverði á, með tvo góða fætur og mikinn hraða.
Við eigum engan betri en hann í hópnum held ég og þar með bætir hann vonandi liðið.
Ég allavega tel hann betri leikmann en Downing, og miðað við að borga eigi 25 milljónir punda fyrir Quaresma og 31 milljón fyrir Robinho held ég að ef að rétt er að við borgum 10 millur fyrir þennan séum við að gera ágætan díl.
Held nú líka að ef við lítum á þá leikmenn sem Rafa hefur fengið frá Spáni getum við bara séð einn sem klikkaði, Pellegrino karlinn, en aðrir hafa komið vel inn. Sumir mjög vel og aðrir stórkostlega. In Rafa I trust……
Fyrirgefið, verð að bæta aðeins við.
Antonio Nunez var bara partur af peningi fyrir Owen. Rafa reyndi að fá minnst 10 millur fyrir Owen, en Real neitaði að borga meira en 8 millur. Þá kom Nunez inn í dæmið og svo var hann seldur ári seinna fyrir rúmar 2 milljónir.
Ekki hægt að tala um hann sem hrein kaup.
Ekkert að marka hvernig hann spilaði áður ,annað hvort stendur hann sig með púllurum eða ekki. það hafa verið keyptar stjörnur sem gátu svo ekki rassg……
Barry var fyrsti kostur ef að að Alonso færi til Juve,síðan var Rafa að þrjóskast við því með að vilja kaupa hann,en ég held að hann muni ennþá reyna að kaupa Barry ef að við náum að selja Alonso.En menn hlhjóta að vera sammála því að við fáum meiri hættu í sóknarleik með Riera á kanntinn en Barry.Síðan er náttúrulega verðið á Riera allt allt annað núna en var fyrr í sumar.Halda menn að Barry væri að fara fram hjá mönnum hægri vinstri á kantinum ? Nei. Síðan held ég að ef við erum að fá þennan leikmenn á 8,2 m c.a þá er það minna en við fáum fyrir að selja Pennant og Voronin þannig að staðan með Barry hefur ekkert breyst,við þurfum að selja Alonso fyrst sem ég vona svo sannarlega að gerist þó það verði ekki fyrr en í Janúar glugganum.
Vissulega var þetta ekki fyrsti kostu sem Rafa hafði en þetta var fljótlega upp á yfrborðinu. Þessi leikmaður átti mjög gott tímabil á spáni síðasta ár og hann hefur 1 ár í reynslubankanum í ensku deildinni og það er bara fínt. Ég er á því að þessi maður sé góður kostur fyrir okkur. Það er endaleust hægt að þrasa um að Rafa eigi að fá að kaupa það sem honum langar til og telur best, en það er bara ekki í umræðunni hjá G & H, or Rikk Perry er bara eins og lítill hvolpur í bandi hjá þeim… þeir félagr eiga engan pening og þegar svo er þá kaupir þú ekkert af viti….svo einfalt er það.
Verða frábær kaup ef að verður 😀
Spilaði Nunes einhverja landsleiki? Hvort sem hann gerði það eða ekki held ég að það sé óhætt að fullyrða að Rieri er mun betri en Nunes.
Mér finnst nú fullhart að bera hann saman á þessum tímapunkti við “kaupin” á Nunez. Nunez var hjá Real Madrid, spilaði þar nánast ekki neitt og hefur aldrei verið einu sinni nálægt því að geta talist sem landsliðsmaður á Spáni. Hann kom á c.a. 2 milljónir punda inni í skiptidíl og fór fyrir sama pening um ári síðar. Rieira er meira að segja á hærri stalli í dag heldur en Luis Garcia var þegar við fengum hann til liðs við okkur á sínum tíma. Hvort Rieira muni slá í gegn hjá okkur er svo allt annað mál, það verður að koma í ljós ef verður af þessum kaupum. En það er samt ansi gróft að líkja þessum væntanlegu kaupum við “kaupin” á Nunez á sínum tíma.
Já svo er það óvirðing við léleg kaup á spánverjum að minnast aldrei á Josemi!!! En það er ekkert sem bendir til þess að Riera sé einhver nýr Nunez, það er óþarfleg svartsýni og Rafa hefur sannað að hann fær oftar en ekki fína leikmenn þegar við erum farnir að tala um svona háar upphæðir.
En það sem ég hef mestar áhyggjur af í sambandi við Riera er að hann virðist ekki vera neitt sérstaklega fljótur. En Balague talar um hann sem ekta kanntmann í 4-2-3-1 sem er gott mál þar sem það kerfi verður að öllum líkindum mikið notað í vetur, en geti þó alveg leyst kannt í 4-4-2, ef hann þarf ekki að verjast of mikið.
En ef maður les meira í skrifa Balague þá vona ég bara að þetta sér ekki einhver fjandans prímadonna sem fari í fýlu við minnsta mótlæti, þannig kellingar eiga ekki heima í enska boltanum.
Úff ! lítur út fyrir að enn einn meðalskussinn sé að bætast við, sérgrein Raffa. Allir eiga samt skilið sinn séns. Var að vonanst eftir Barry en enn einu sinni verður maður fyrir vonbrigðum með apakettina sem eiga og stjórna klúbbnum.
Eru nú meðalskussar orðnir að sérgrein Rafa? Jæja…
27..
enn einn meðalskussinn og svo talaru um Barry í sömu setningu eins og einhverja stórstjörnu …. góði besti, kanntu annan ?
þvílík umræða hjá mönnum hér um kaup Rafa, getur einhver nefnt mér hér leikmann eða menn sem að Rafa hefur ekki grætt á þ.e.a.s leikmenn sem hann hefur sjálfur keypt og svo selt ? Auðvitað ganga ekki öll kaup upp en Rafa hefur verið manna fljótastur að losa sig við þessa menn sem að einhverjum ástæðum hafa ekki náð sér á strik.Eina sem ég man eftir er Morientes sem að menn héldu ekki vatni yfir en gat því miður ekki aðlagast Englandi.
ég verð bara að sega að ég horfði mikið á spænsku deildina í vetur og mér fannst riera líta vel út í þeim leikjum sem að ég sá hann spila í,og ég býst við að hann verði góð kaup.
hey róa sig, það er hægt að manna heilt lið með skussum sem Raffa hefur keypt. Talaði aldrei um Barry sem stórstjörnu en engu að síður kemst hann á topp 5 yfir miðjumenn í Englandi. Ef að menn eru ánægðir með að kaupa meðalmenn bara af því að við höfum náð að selja þá með hagnaði þá er illa komið fyrir okkur. Það lítur kannski vel út á blaði í bókhaldi en hefur engu skilað á vellinum því það eru bara aðrir örlítið dýrari keyptir í staðinn.
Sagði samt að ég væri til í að gefa Riera séns fyrst hann kemur
Riera er sú tegund af leikmanni sem okkur vantar, ekki Barry. Að því leyti er ég sáttur. Albert er búinn að vera lengi á óskalista Rafa og ég held hann sé ekkert að sætta sig við einhvern meðalmann. Auðvitað hefðum við viljað sjá Silva eða world-class player í þessari stöðu en líklega voru fáir á lausu, þó svo peningar væru til. Spænskur landsliðsmaður á besta aldri, sterkur og stór og með reynslu af enska boltanum. Ég segi já takk. Ég hlakka til að sjá hann í Liverpool búningnum. Tökum svo bara Barry líka! Ef ekki núna þá í janúar eða í vor fyrir sanngjarna upphæð.
Okkar vantar samt mann eins og Barry sem nær boltanum inn í teig í hornum og aukaspyrnum. Við vorum ótrúlega slakir í þeim á móti Boro
Svo finnst mér nú auka vel á kryddið að við séum að kaupa hann fyrir framan nefið á neverton fyrir mun lægri upphæð.Svo finnst mér nú þetta skussa tal ansi dapurt. Hvaða stjórar hafa ekki keypt leikmenn og fyrir mun stærri upphæðir en Rafa sem hafa algjörlega floppað ? Dettur starx í hug hjá United Veron kostaði einhverjar 30 m og svo núna Shevchenko hjá Chelsea sem kostaði þá í heildina þennan tíma sem hann var hjá þeim 45.6 m punda !!!!!!!!! eða 5 m punda á hvert mark sem hann skoraði.
NR.34 við erum besta leikmann í heimi í því slátturvélina Javier Mascherano og ég veit ekki betur en menn séu stannslaust að tal um hér að okkur vanti vængmenn það væri hægt að finna annsi margar færslur um það og já nr.33 Silva var aldrei alvöru kostur sama fyrir hvaða upphæð það var hann vill vera á Spáni
Þórhallur, ég veit ekki hvað ég á að segja um færslurna hjá þér. Nr 34 hvað veist þú um það hvort Barry sé betri í að crossa boltanum fyrir í hornspyrnum og aukaspyrnum heldur en Riera? 32. Barry er oftar en ekki að spila bakvörð og miðju til skiptis og hann er ekki betri en Fabregas, Gerrard, Mascherano, Ballack, Essien, Fat Lampard, Modric og svo gæti ég talið upp Man Utd menn hér upp en það geri ég ekki. varðandi skussa sem Benitez hefur keypt
Josemi Rey Malaga £2,000,000 26.07.2004
Antonio Nunez Real Madrid £1,500,000* 17.08.2004
Luis Garcia Barcelona £6,000,000 20.08.2004
Xabi Alonso Real Sociedad £10,700,000 20.08.2004
Mauricio Pellegrino Valencia Free 05.01.2005
Fernando Morientes Real Madrid £6,300,000 13.01.2005
Scott Carson Leeds United £1,000,000 21.01.2005
Boudewijn Zenden Free Transfer Free* 04.07.2005
Jose Reina Villareal £6,000,000 04.07.2005
Mohamed Sissoko Valencia £5,600,000 14.07.2005
Peter Crouch Southampton £7,000,000 20.07.2005
Mark Gonzalez Albacete £1,500,000* 20.10.2005
Jan Kromkamp Villareal Player Exchange* 04.01.2006
Daniel Agger Brøndby £5,800,000 12.01.2006
David Martin MK Dons £250,000* 12.01.2006
Robbie Fowler Man City Free 27.01.2006
Craig Bellamy Blackburn £6,000,000 01.07.2006
Gabriel Paletta Club Atlético Banfield £2,000,000 04.07.2006
Fábio Aurélio Valencia Free 05.07.2006
Jermaine Pennant Birmingham £6,700,000 26.07.2006
Dirk Kuyt Feyenoord £9,000,000 18.08.2006
Nabil El Zhar St Etienne £200,000 21.08.2006
Álvaro Arbeloa Deportivo £2,500,000 31.01.2007
Javier Mascherano West Ham On Loan 20.02.2007
Lucas Leiva Gremio £5,000,000 11.05.2007
Sebastian Leto Club Atlético Lanús £1,800,000 01.07.2007
Fernando Torres Atletico Madrid £20,200,000 04.07.2007
Andriy Voronin Leverkusen Free* 06.07.2007
Yossi Benayoun West Ham £5,000,000 12.07.2007
Ryan Babel Ajax £11,500,000 13.07.2007
Fernando Torres Atletico Madrid £20,200,000 04.07.2007
Charles Itandje Lens Undisclosed 09.08.2007
Emiliano Insúa Boca Juniors £1,300,000* 26.08.2007
Martin Skrtel Zenit St Petersburg £6,500,000 11.01.2008
Javier Mascherano Media Sports Investment £17,000,000 29.02.2008
Philipp Degen Dortmund Free* 03.07.2008
Andrea Dossena Udinese £7,000,000 04.07.2008
Diego Cavalieri Palmeiras £3,500,000 11.07.2008
David Ngog Paris St Germain £1,500,000 24.07.2008
Robbie Keane Tottenham £19,000,000* 28.07.2008
“Skussarnir”sem hafa verið keyptir eru yfirleitt að koma frítt, sem uppítaka eða undir 2. mills. Þeir leikmenn sem eru um 9.mills eða yfir eru Torres, Xabi, Keane, Babel, Mascherano og Kuyt. Þetta eru allt “Skussar”?
Er ekki tilbúinn að dæma hann áður en hann kemur en engu að síður er ég nokkuð hissa á þessu. Var að vonast til þess að þetta væri að þróast í þá átt að við fengjum færri en þá alltaf klassaleikmenn (sbr. Torres, Keane, Mach og Babel). Í gegnum tíðina hefur því miður verið alltof mikið af miðlungsleikmönnum keyptir. Svo ef Pennant verður seldur er svo sem jákvætt að fá þennan í staðinn.
Mér finnst Rafa hafa verið einkar lunginn við leikamannakaup. kaup eins og Arbeloa, Benayoun, Agger Skrtek og Garcia sína snilli hans hvað best. Allt frekar óþekktir leikmenn sem hafa spjarað sig vel í deildinni. Þessi hæfileiki er gríðalega mikilvægur fyrir lið sem geta ekki eytt peningum eins og Íslendingar í Glasgow ferð.
Góður stjóri þar ekki bara að hafa mikið vit á fótbolta hann þarf líka að hafa viðskiptavit og það hefur Spænski sjarmörinn Rafa Benítez svo sannarlega.
Ég veit ekki mikið um knattspyrnu hæfileika Riera, en eitt get ég sagt “hann er allavegna fjallmyndarlegur kallinn”. Og hann yrði ennþá sætari með enska bikarinn sér við hlið.
Liverpool told to find £16million for winger
19:14 August, 26, 2008
Liverpool Football Club must cough up £16million if they want to sign Albert Riera.
rugglið að byrja
Vísa í heimildir, Sævar!
sko boðum við ekki 17 milur í barry svo er orðrómur að penant og sami séu á leiðini til stoke 7milur semsagt 24 millur við hljótum að geta fenigið einhvern aðeins meira spenandi
ég væri til í young
Alveg er ég sammála Einari Erni #42# um að menn vísi í heimildir…
…mig grunar að þarna hafi Sævar Sig verið á newsnow og séð einhverja BULL-fyrirsögn og kokgleypt hana svona rosalega.
Menn verða að kunna að skilja frá bullinu og því sem er eitthvað varið í – hið eina sem ég legg vana minn í að “treysta” og vitna í, er Liverpool Echo og BBC .
Ég eiginlega er svona 65/35 varðandi þennan gaur – honum í óhag en hann var nú ekki beint að æsa fjölmiðlamenn með spilamennsku sinni hjá Man. City forðum. Hinsvegar eru 8m ekki mikill peningur en alveg nóg til að geta kallast “miðlungsflopp” ef hann stendur sig ekki. Það góða við þennan verðmiða er það að við eigum þá jafnvel pening fyrir öðrum kantmanni hægra meginn ef við losum okkur við Itandje, Pennant og Voronin. Það er þó spurning hvert leitað yrði og hvort það sé ekki orðið dálítið of seint að fjárfesta í fleiri mönnum svona seint. En við fyrstu sýn finnst mér þetta vera lykt af 8m floppi en vissulega fær hann sinn tíma til að sanna sig eins og hver annar maður. Hefði viljað frekar fá Stewart Downing á vinstri kant og Shaun-Wright Philips á hægri kant sem myndi kosta okkur sjálfsagt 25-30m samtals.
Ég verð alveg gáttaður ef Rafa ætlar að eyða allt að 16 milljónum punda í þennan leikmann. Hann er orðinn 26 ára og er ekki með nema einhverja 5 landsleiki á bakinu.
Það var leikmaður að skipta um lið í sumar og sá maður heitir Rafael van der Vaart. Hann kostaði Madridinga ekki nema 8-10 milljónir punda og hann er miklu betri leikmaður en þessi Albert Riera.
Ekki allveg viss með Shaun-Wright Philips. Held að hann sé búinn eða þurfi svolítila þolimæði frá Stjóranum (þeim sem kaupir hann) til að komast í gang aftur. Hefur nánast ekkert spilað í 3 ár held ég.
Rafa borgar aldrei 16 f. Albert. Hefði verið til í Rafael van der Vaart en hann fór víst á 20 mills til Real.
Rafael van der Vaart var keyptur til Real á 15 milljónir Evra. En það er eitthvað um 12 milljónir punda, sem er ekkert fyrir leikmann í þessum klassa.
Stefán, hvar færðu þessar tölur? Er ekki verið að tala um það á ÖLLUM ábyggilegu netmiðlunum að þetta sé 7-9 milljónir punda? Nei, kýlum því upp í 16 til að láta þetta líta aðeins verr út. Svo er tekinn litli sleðinn þegar van der Vaart á í hlut 🙂 Þetta kallast að aðlaga hlutina þannig að þeir líti út eins og best hentar sínum málflutningi.
Eiki, ertu að segja mér að þú sért að tala um að Downing sé í alvörunni eitthvað sem við ættum að vera að stefna á? Nei, ég hef séð nógu mikið frá honum til að geta dæmt. Get ekki gert slíkt hið sama með Riera, en Downing…sei sei sei og svei svei svei. Þar fer leikmaður sem ég vil ekki sjá, og fyrir utan það að Gibson mun ALDREI setjast niður við samningaborð með Rick Parry aftur (og er það vel) eftir Ziege fíaskóið. Það var verið að tala um 14 milljónir punda fyrir Downing, við erum að tala um næstum helmingi meira en talað er um fyrir Riera. Ekki spurning í mínum huga, þrátt fyrir að Riera sé óskrifað blað.
Jæja Stefán, helvíti hefur Hollendingurinn hækkað á 9 mínútum hjá þér, hvar endar hann? 🙂
Mér varð á í messunni. En samt sem áður eru 12 milljónir punda enginn peningur fyrir leikmann í þessum klassa. Ég ætla bara rétt að vona að Rafa sé ekki að fara að borga einhverjar 16 milljónir punda fyrir Spánverjann.
Ætla bara að fá að segja það að ég tel Rafael Van Der Vaart ekki kost fyrir okkur. Munurinn á honum og Riera er sá að Riera er alvöru vængmaður sem mun spila þannig, heldur breidd og tekur menn á. Van Der Vaart er hollenskur kantsenter sem mun leysa inn líka. Við eigum tvo svoleiðis, Babel og Kuyt. Þurfum vængmann, þess vegna var talað um Downing og þess vegna er Riera málið.
young er málið