Byjunarlið Liverpool í kvöld er mjög svipað og það var í Boro leiknum. Aurelio kemur inn í vinstri bak fyrir Dossena, aðrir halda sínu sæti. Ákveðin vonbrigði þannig séð enda liðið alls alls ekki verið sannfærandi undanfarið og ég man varla eftir leik þar sem þetta leikkerfi var að gera sig hjá okkur, en spyrjum að leikslokum….
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio
Kuyt – Gerrard – Alonso – Benayoun
Keane – Torres
Bekkur: Cavalieri, Dossena, Agger, Plessis, Spearing, El Zhar, Babel.
Maður er óþægilega stressaður fyrir þennan leik svona rétt fyrir kick off enda Standard á toppnum í Belgíu eftir sigur á stórliði FCV Dender EH 3-1 og KVC Westerlo 3-0 þar sem Bezua framherji þeirra hefur sett fjögur kvikindi! ok kannski verð ég að gera eitthvað í þessu stressi mínu… KOMA SVO, EKKERT RUGL Í KVÖLD.
Lykillinn er að skora snemma, því lengri tíma sem það tekur okkur að skora því meira eflast þeir.
Búinn að laga færsluna Babu. 🙂
Annars ætla ég bara að segja eitt fyrir þennan leik: ég er drullustressaður!
Tjái mig meira um þetta eftir leikinn. En mig grunar að við séum að fara að verða vitni að sjaldgæfu vængbroti í Evrópu undir stjórn Rafa í kvöld. Ekki spyrja mig hvers vegna, þetta leggst bara heví illa í mig …
Góður undirbúningur fyrir leikinn á LFC stöðinni.
Snilld thanx man
Ég er eiginlega sammála Kristjáni. Mér líst bara helvíti illa á þennan leik. Reyndar er ég alltaf stressaður fyrir þessa leiki í undankeppni CL og ekki að ástæðulausu! Liverpool hefur oftar en ekki verið í ruglinu í þessum leikjum og leikurinn í Belgíu fyrir hálfum mánuði var svo sannarlega í þeim flokki.
Vonandi vinnum við sannfærandi 3-0 sigur og þá verð ég glaðasti maður landsins. En ég hef bara ekki trú á því að það verði niðurstaðan…
Vá ný auglýsingaborð á Anfield.
Hvað er eiginlega í gangi með þetta lið???
Það er ekki hægt að saka þetta lið um að gera ekki hvern leik spennandi :). Annars eigum við eftir að taka þetta núna í framlengingunni, Torres setur’ann!
Shit happens!
Verð að viðurkenna að ég missti af fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma, núna eru rúmar 5 mínútur eftir af seinni hálfleik í framlengingu. Kannski er það málið að leikmönnum vantar æfingu en það er átakanlegt hvað erfitt reynist fyrir okkar menn að skapa aggresíft spil upp við vítateig andstæðingsins. Sendingar eru ekki að rata á leikmenn, og leikmenn virðast almennt vera mjög staðir. Er einhver sammála þessu eða er það eitthvað annað sem er að plaga okkar menn núna?
Þarna á Kuyt að vera og hvergi annarsstaðar!!!!
Þessi meistaradeildarleikur var svona dáldið “standard Liverpool”.
Ætla að telja upp að ellefu allavega.
Þarna komumst við eins ósanngjarnt áfram og hægt er! Þetta fannst mér slakasti leikurinn hingað til af mörgum slökum hingað til í haust. Meira með leikskýrslunni.
Öfunda ekki ritarann í dag…..
Þetta var enginn smá grís 🙂 Hehe, við tökum það samt!
Jesús
Þetta var skelfilegt…held ég geti ekki talið upp neinn leikmann sem mér fannst spila vel í þessum leik…fyrir utan Reina, Carragher og Skrtel. Allir þeir leikmenn sem tóku þátt í því spili sem fram fór fyrir framan miðju voru alls ekki í takti…feilsendingar…léleg fyrsta snerting….misskilningur milli manna o.s.frv.
Þó verð ég að nefna El Zhar…fannst hann standa sig vel…reynir ekkert of mikið en skilar boltanum vel og átti nokkra góða spretti á kantinum. Maður farinn að vona að hann fái að byrja eins og einn leik
Það tók liðið 4 leiki og 28 mínútum betur að ná að skora mark úr vítateignum! Spilið er laaaaangt frá því að virka og Rafa bíður ærið verkefni að finna lausnir á þessu. Það eina jákvæða við leikinn í dag var að hann endaði ekki í vítaspyrnukeppni, við áttum alls ekki skilið að komast áfram úr þessarri viðureign og það er eingöngu Pepe Reina sem getur borið höfuðið hátt þessa dagana, án hans værum við að fara að spila í fyrstu umferð UEFA Cup um miðjan september.
Fyrir þá sem ekki sáu leikinn þá er nóg að horfa á hvað 2-3 seinustu mínúturnar í framlengingu… Annað er bara rusl.
Hvað var Babel eiginlega að gera þarna inná???
El Zhar var að gera miklu betri hluti þarna og á samt að vera miklu minna nafn.
Tek undir með FHS(nr 15) að einu sem voru að gera eitthvað að viti voru Pep, Carra og Skrtel…
Mikið þarf að lagast til að við förum að veita scummurum og $ keppni um titilinn…