Árshátíð: Miðasala á 25 ára afmælishátíð Liverpool klúbbsins

Setjum þetta bara beint frá klúbbnum – þetta er alltaf frábært partý


Sælir kæru félagar.

Eins og kynnt hefur verið þá munu Tékkarnir Patrick Berger og Vladimir Smicer heiðra okkur á árshátíðinni 6. apríl næst komandi.

Við lofum miklu fjöri að vanda, en ljóst er að þessi hátíð verður með þeim glæsilegri á 25 ára afmælisári klúbbs okkar góða.

Við erum að opna fyrir miðasölu á heilum borðum fyrir 10 aðila alls, en alls fara 12 heil borð í sölu af 24.

Reynsla okkar í gegnum tíðina hefur verið að margir hópa sig saman fyrir hátíðina og kaupa heil borð.
Pantanir á borði berast á netfang okkar felagaskraning@liverpool.is

Við vonumst til að miðasölukerfið verði klárt strax í næstu viku og opnum þá á alla sölu til allra með 12 viðbótar borðum.

Miðaverð er 11.900 kr eða sama og í fyrra.

Allar nánari upplýsingar fást á facebook síðu hátíðarinnar eða á netfangi okkar.
https://www.facebook.com/events/1074155256097600/?active_tab=about

mkv stjórnin

Gullkastið: Þýska stálið er sterkt

Old Trafford á sunnudag