Riera er að koma (staðfest af Rafa)

Rafa staðfestir í sjónvarpsviðtali við Sky að Riera sé að koma (sjá vídeó opið öllum og kvót á LFC.tv)

Espanyol hafa tilkynnt það á heimasíðu sinni (á katalónsku, sem ég skil ekki – sjá hérna Guardian frétt) að Riera sé á leiðinni til Liverpool til að ganga undir læknisskoðun, þannig að liðin hafa greinilega samið um kaupverð og aðeins formsatriði eru eftir til þess að Riera verði leikmaður Liverpool.

Það er því ekki fráleitt að ætla að Liverpool muni einhvern tímann í vetur eiga FIMM leikmenn í spænska landsliðshópnum. Riera var kominn inní liðið, en frammistaða hans með Espanyol versnaði um leið og frammistaða liðsins og hann missti sætið sitt. Það er vonandi að honum takist að vinna það tilbaka. Hann getur allavegana æft sendingar á Fernando Torres á næstunni.

41 Comments

  1. Ég ætla að byrja á því að segja að ég vona svo sannarlega að þessi leikmaður standi sig betur á Anfield heldur en hann gerði hjá Man City. Hann get a.m.k. varla spilað verr.
    En að því sögðu þá finnst mér algjört klúður að hafa ekki splæst í James Milner. Enskur vinstri kantari sem hefur staðið sig vel með Newcastle. Það þarf ákveðinn fjölda enskra leikanna í hópinn (minnir að það séu 8, er þó ekki viss) og Liverpool er kannski ekki alveg nógu vel statt í þeim málum. Milner hefur heillað mig í síðustu leikjum sem ég hef séð hann spila og það líður varla á löngu þar til hann verður kallaður í landsliðshópinn.
    En nú er hann farinn til Aston Villa þannig að það þýðir ekkert að gráta hann. Ég vona bara, úr því sem komið er, að Riera verði fljótur að laga sig að leik LFC og enska boltanum.

  2. Þeir þurfa ekki endilega að vera enskir heldur:
    UEFA rules state that of the 25 players each club registers for the Champions League, at least 4 must have been developed by the club’s academy, and another 4 must have been developed by the club’s academy or an association club’s academy(4+4).
    Robbie Keane fellur t.d. undir þetta.

  3. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst gaman að sjá hversu vel menn fylgdust með og muna eftir leikjum Man.City fyrir 2 árum síðan. Riera getur sem sagt ekki spilað verr en þá, en samt vildu City ólmir kaupa hann eftir að hafa spilað svona ferlega illa og það eina sem kom í veg fyrir það var skortur á peningum. En ég virðurkenni það fúslega að þó ég fylgist mikið með boltanum og þar með talið City, þá man ég ekki eftir öllum leikjum hjá einstaka leikmönnum hjá þeim síðustu 2 árin. En það er kannski bara vottur um lélegt minni af minni hálfu.

    Eins og margoft hefur komið fram, þá get ég engan veginn dæmt um þennann leikmann á þessum tímapunkti, verð að viðurkenna það að fyrirfram færir hann mig ekki “on the edge of my seat”. Ég veit þó samt að þú þarft að búa yfir gæðum til að komast í Spænska landsliðið og það hefur hann náð að gera. The jury is out.

  4. Hann fer bara í hóp með Dossena og Degen (ef hann mun einhvern tímann spila) og verður undir dómstól götunnar vel framan af tímabili. Hann býr þó við þann jákvæða kost að menn bera almennt ekki miklar væntingar til hans enda er hann ekki beint fyrsti kostur Benítez.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  5. Kannski er ég að bulla og lét e.t.v. neikvæð skrif annarra hafa áhrif á ummæli mín um veru Riera hjá Man City. Vissi t.d. ekki að City hefðu ólmir viljað kaupa hann.
    Ég skal fyrstur manna viðurkenna að auðvitað er ekki hægt að dæma manninn úr leik áður en hann gengur formlega til liðs við félagið. En það breytir ekki þeirri skoðun minni að Liverpool hefðu átt að reyna við Milner sem er yngri, þekkir ensku deildina vel og hefur verið að bæta sig mikið upp á síðkastið.

  6. Ég býð hann bara hjartanlega velkominn í klúbbinn og vona að hann eigi eftir að reynast okkur vel. Fyrirfram neikvæðni í garð leikmannsins gerir engum gott, verið svolítið jákvæðir og trúið því bara að hann eigi eftir að blómstra í rauða búningnum! 😀

  7. Veit nákvæmlega ekkert um þennan leikmann og ætla bíða með allar yfirlýsingar þar til ég hef séð hann spila. Fyrsta tilfinning mín er sú að þarna er leikmaður í Benayoun og Pennant level þ.e. leikmaður sem stækkar hópinn en bætir hann ekki. Vona að svo verði ekki rauninn og þarna sé á ferð hörku leikmaður.

    Varðandi Millner þá tel ég hann stórlega ofmetinn miðlungsleikmann. Á einn og einn stórleik en hverfur þess á milli. Allsstaðar þar sem hann hefur verið hefur hann ekki náð að sýna stöðugleika í gegnum heila leiktíð. Fær alla þessa athygli einfaldlega vegna þess að hann er eini vinstri fótar Englendingurinn.

  8. Það má alveg gagnrýna mínar skoðanir á hvað mér finnst um þessi kaup á Riera, en ég tel að Rafa ætti að vera búinn að gera eitthvað mun gáfulegra og miklu fyrr í sumar. Mér skildist að Hicks hafi samþykkt að láta Rafa fá pening en ekki til að kaupa Gareth Barry en þann pening hefði hann geta eytt á öðrum stöðum. Við erum að horfa á Shaun-Wright Philips fara á litlar 10m til City og Milner á svipaða upphæð til Aston Villa en ég tel að þessir tveir leikmenn myndu henta Liverpool mun betur en Riera mun gera. Ég er ekkert að afskrifa Riera strax en finnst sumarið hafa endað illa hvað kaup/sölur varðar. Í staðinn fyrir að styrkja okkur á köntunum og losa okkur við jaðarleikmennina, hefur sumarið endað í farsakenndu rugli um það hvort Gareth Barry fengi að fara til LFC eða ekki.
    Á meðan við höfum ekki kantmenn með vissan kalíber verður þetta sama miðjuhnoð hjá okkur og það mun kosta okkur allt of mörg stig til að geta unnið titilinn og ég tel að Riera skref í rétta átt en bara allt of lítið skref til að það telji. Því miður. Það má kalla þetta neikvæðni og öllum illum nöfnum sem hægt er en þetta hefur bara verið staðreyndin í mörg ár hjá okkur.

  9. Fínt að fá a.m.k. einhvern kantmann fyrir tímabilið en eins og menn segja the Gordon Dury is out 😀

    Býst fastlega við að Riera komi sterkur inn í miðvörðinn…eða bakvörðinn…eða hvar sem Benítez ákveður að spila honum út úr stöðu. Var aðeins að taka þetta saman með hann og staðfestu hans í að leyfa mönnum ekki að spila sínar stöður:

    Steven Gerrard (miðjumaður, framliggjandi miðjumaður): gjarnan troðið út á annan hvorn kant eins og frægt er orðið
    Dirk Kuyt (framherji): yfirleitt spilað sem varnarsinnuðum hægrisinnuðum miðjumanni eða sem öðrum hægri bakverði
    Andrei Voronin (framherji): gjarnan hent út á kant
    Yossi Benayoun (miðjumaður/sóknarmiðjumaður): nánast alltaf stillt upp á kantinum
    Alvaro Arbeloa (hægri bakvörður): vinstri bakvörður
    Ryan Babel (framherji): á kantinum
    Jamie Carragher (miðvörður): bakvörður
    Dibjril Cissé (framherji): hægri kantmaður
    etc etc etc etc
    Þess vegna finnst manni t.d. alltaf ósanngjarnt að drulla yfir Kuyt og Benayoun sem eru ALDREI að spila sínar stöður…

  10. Wow, kannski best að slaka aðeins á í ýkjunum hérna Kjartan.

    Steven Gerrard: Spilaði eitt tímabil úti á hægri kanti og var það eitt hans allra besta tímabil. Hefur í örfá skipti spilað vinstra megin, og þá oftast með landsliðinu. Hefur í langflestum tilvikum spilað sína stöðu.

    Dirk Kuyt: Byrjaði sem framherji, allir sammála um að hann var ekki að virka sem slíkur fyrri hluta síðasta tímabils og það var ekki fyrr en hann var settur í hægri kantstöðu í kerfinu 4-2-3-1 sem hann fór svo að spila virkilega vel.

    Andrei Voronin: Hefur nú ekki spilað mikið úti á kanti sem ég hef getað séð. Vandamálið við hann er fyrst og fremst að hann er ekki nógu góður að mínu mati.

    Yossi Benayoun: Hefur nú spilað mikið kantstöður á sínum ferli og er Rafa ekkert að finna upp á því.

    Alvaro Arbeloa: Hversu marga leiki hefur hann spilað vinstri bakvörðinn? Og hver var árangurinn af því? Gegn Barca, tactical masterpiece þar sem hann gjörsamlega át Messi, annars alltaf hægra megin.

    Ryan Babel: Vinstra megin í kant/framherja stöðu. Sama staða og hann spilar oftast með landsliði Hollands og gerði hjá Ajax. Ryan Babel hefur á sínum ferli ekki spilað mikið sem eiginlegur striker.

    Jamie Carragher: Give me a break. Hversu oft hefur Rafa notað hann í bakvörðinn? Það er einfaldlega sárasjaldan og það var Rafa sem setti hann inn sem miðvörð þar sem Houllier var búinn að nota hann nánast eingöngu sem bakvörð til fjölda ára.

    Djibril Cissé: Klárlega út úr stöðu oftast nær undir Rafa, en engu að síður skoraði flest mörk sín þaðan fyrir félagið því ekki var hann að virka frammi, svo mikið er víst.

    Það er um að gera að gagnrýna, en þetta var að mínum dómi ansi döpur úttekt hjá þér Kjartan.

  11. Svo skoraði Arbeloa eina markið sitt fyrir Liverpool sem vinstri bakvörður, gegn Reading, óð upp völlinn og setti boltann framhjá markmanninum.

    Hann var nefnilega svo slakur vinstri bakvörður.

    Kjartan, viltu ekki líka nefna það þegar Rafa setti Reina á miðjuna í æfingaleik, svona til að fullkomna bullið.

  12. komment 8: “Fyrsta tilfinning mín er sú að þarna er leikmaður í Benayoun og Pennant level” ég efa það stórlega að Pennant eða Benayoun væru, ef þeir væru spænskir, búnir að ná sér í 5 landsleiki, þannig að í mínum augum er Riera skref uppávið, kanski ekki jafn stórt skref og ég, og ef til vill fleiri, hefði viljað… og já City menn vildu endilega kaupa Riera en höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess, svo að drulla yfir manninn fyrir það eitt að hafa ekki verið keyptur til City eftir að lánssamningurinn rann út finnst mér frekar ósangjarnt, ég býð hann velkominn og vona að hann eigi eftir að standa sig vel innan um alla hina spánverjana

  13. Bara spekulera fyrirgjafir frá kanti eða hornum? Horn, yfir 1 varnamann?
    Kantmenn heimta ég
    Enskir kantmenn:??????????????????????????????????????????????????
    : Downing(meðmæli ?), Pennat, (góða spretti í fyrra((fullur í öðrum liðum),Benni jóns!(góður stundum en) Ryan Babel, bara framtíð og hafa trú á honum. Riera,(gott að hafa kynnst Enska boltanum, “En þeir sem muna eftir honum í helvítis borg(farið í sturtu eða haldið !hvað var það #bip””)¨ “¨Joe Cole er ég hrifinn af sem fótboltamanni (FÓTBOLTI ) búinn að skora alltaof mikið á móti LIVERPOOL
    Dirk Kuyt, er þollaus EN skorar, “¨fyrirgjafir FÁar, okkur vantar kantmenn ?
    Á að vera miðju hnoð til að skammast sín frameftir vetri eða spila kanntspil með framherja?

    Kannatari Riera 9 +, eða enskur dýrari, eða erlendari enn Riera með smá reynslu eða hvað?
    ps kondu með smá skoðuna könnu með “KANNTAMENN eða hægi
    SSteinn

  14. Steini þetta er nú bara ekki fjarri lagi hjá Kjartani. Þetta hefur loðað við klúbbinn. Að ná ekki að kaupa þá sem þeir vilja og þurfa því að gera málamiðlanir með alla leikmenn og nota því þeim þeim stöðum því þeir eru skárri þar en þeir sem fyrir voru.

    Mér líst ekki alveg á stöðuna. Við getum ekki keypt mann á 18 milljónir og ekki heldur byggt völl. Staðan er greinilega ekki nógu góð. OG enn einn meðalmaðurinn keyptur – alla vega held ég að þessi leikmaður sé ekki að fara að bæta miklu við liðið og sé ekkert að fara að labba beint inn í liðið og gera hluti.

    Auðvitað verður hann dæmdur af verkum sínum og spilamennsku. En ég er orðinn þreyttur á þessu bulli.

    Við keyptum einn heimsklassaleikmann fyrir skömmu fyrir 20 milljónir plús.
    Hverju skilaði það? Jú hann átti líklega eitt albesta tímabil sem framherji hefur átt í sögu LFC.

    Ef að félagið ætlar sér að berjast við bestu liðið verður að kaupa gæði og hrein gæði kosta meira en 10 milljónir punda í dag. Því miður er bara ekki peningur fyrir hreinum gæðum virðist vera.

  15. Mér finnst nú að flestir í þessum þræði vera komnir út í sveit…..nema SSteini.

    Held það sé erfitt að dæma hann frá tímanum hjá City. Eftir að hann fór aftur til Spánar þá hefur hann brillerað sem leikmaður og komst að lokum inn í Spænska hópinn. Hann hefur greinilega bætt sig mikið sem leikmaður.

    Vinstri kantur er algjörlega staðan sem okkur vantaði. Það er nóg af mönnum sem geta spilað hægri kantinn en eiginlega enginn nær að spila vel á þeim vinsti. Babel getur verið hægra megin og getur hann núna verið mótvægi við Kuyt, t.d. á móti hægum hægari bakvörðum. Kuyt getur núna spilað fyrir aftan Torres ef Keane ætlar að halda áfram að gera ekki neitt. Núna er hann líka kominn með mann sem getur leyst kant-stöðuna í 442 kerfi sem ekki hefur verið hægt áður. Og……það sem Rafa horfir líklega sérstaklega til eða að núna gætu mögulega komið fyrirgjafir frá vinstri kantinum (ekki bara frá miðju þegar bakverðirnir þora upp).

    Þessi kaup opna fyrir marga möguleika með liðið. En þessar vangaveltur standa auðvitað og falla með því hvernig hann stendur sig. Ég er samt nokkuð viss um að hann stendur sig…..þangað til annað kemur í ljós.

  16. Eru menn í alvöru að tala um að verið sé að spila mönnum út úr stöðum?!?!?
    Vissi ekki til þess að leikmenn fæddust t.d. hægri bakverðir eða hægri kantmenn.
    Uppsetning liðsins fer auðvitað eftir leikkerfi og þegar t.d. 4231 er spilað er erfitt að meta kantmennina sem vængmenn. Hollendingar tala t.d. alltaf um vængsentera og ég minni á að Kuyt var slíkur á EM!
    Röflið allra um Gerrard. Er hann búinn að gera gott mót inni á miðjunni í 442. Með Englandi eða Liverpool. Bara með Englandi. Með hverjum? Jú, Gareth Barry sem vissulega var reynt að kaupa. Það er vonlaust með Alonso en verður örugglega reynt með Mascherano.
    Riera er örvfættur spænskur landsliðsmaður með reynslu af PL, sem keyptur er á 8 – 10 milljónir punda. Komið með annan kost í þessa stöðu sem er betri og við skulum velta því upp.
    Það var nefnilega algerlega klárt að við þyrftum örvfættan kantmann (winger) því Rafa ætlar greinilega að nota 442 meira í vetur. Það er hugsunin með því að kaupa Albert karlinn. Hvort hann gengur eða ekki kemur í ljós. Ég t.d. vissi ekkert um Luis Garcia, Daniel Agger, Martin Skrtel, Lucas og Pepe Reina áður en Rafa fann þá. Vonum bara að Riera verði eins og þeir!
    En leikmenn eiga að spila eftir leikkerfinu sínu, óháð þvi hvaða leikstaða er sett á þá í Championship manager…….

  17. Stb ekki gleyma því að Keane kostaði 18-20 milljónir punda og Mascherano e-ð um 16-17 millur. Það eru engar smáupphæðir. Ekki mörg félög sem hafa ráð á að kaupa marga leikmenn í þessum verðflokki á stuttum tíma.

    En með Riera þá er maður ekkert að missa sig yfir þessum leikmanni, en vonar bara hið besta. Maður gefur honum einhverja leiki til að sanna sig áður en maður fer að dæma hann sem leikmann. Ég verð samt að viðurkenna það að mér finnst leiðinlegt að Pennant fær ekki einu sinni að verma varamannabekkinn. Hann er eini alvöru vængmaðurinn sem við eigum (Riera ekki kominn þegar þetta er ritað), ég mundi vilja hafa hann á hægri kantinum frekar en Dirk Kuyt (og amk á undan El Zahr í goggunarröðunni, þrátt fyrir góða innkomu hans í síðasta leik).

    En jæja Aston Villa á morgun, við hljótum nú að vinna lið sem getur ekki unnið FH á heimavelli !!! 🙂

  18. El Zahr og Pennant eiga báður að vera ljósárum á undan Dirk Kuyt í hægri kantstöðuna. Vil sjá El Zahr og Babel byrja næsta leik á kostnað Benayoun og Kuyt, Keane fær nokkra sénsa enn að sanna sig, enda veit maður hvað hann getur en hann þarf að vinna sér inn kredit eins og allir aðrir og það hefur hann ekki gert mikið af.

    Reina
    Arbelona, Carra, Agger, Dossena
    Mascherano, Alonso
    El Zahr, Keane, Babel
    Torres

    …þetta er fínt lið til að rúlla upp A.Villa

  19. Ég held að við megum ekki dæma menn fyrr en eftir 3-4 leiki, þó að þeir hafi fyrr 2 árum ekki verið að spila vel með einhverju liði sem 1 eða 2 menn muna eftir.Ég t. d er ekkí alveg sáttur við Keane, en held að hann sé að fynna sig hjá Liv, Mascherano, hvað sega menn um hann?stóð hann sig vel hjá W. Ham? ekki gátu þeir notað hann, ef ég man rétt, en brillerar hjá Liv. Við tökum þettað á morgun. þótt að Gerrard sé ekki með þá höfum við jafnan staðið okkur vel, eins og um árið 2006,þegar Gerrard var frá í mánuð eða svo,(held að ég muni þettað rétt) og við unnum þá leiki, en ekki taka það eins og ég sé að gera lítið úr Gerrard, hann er minn uppáhalds maður og stórkostlegur, vona bara að hann nái sér fullkomlega af þessum meiðslum

  20. Ég hélt að stjórinn væri hættur að kaupa miðlungs spánverja líkt og Riera. Hef oft séð hann spila getur gert frábæra hluti en dettur of mikið niður, fljótur að gefast upp. Við erum með Arbeloa er það ekki nóg? Ég var að vona að Rafa keypti Milner en Villa datt í lukkupottinn. Við þurfum meira af breskum leikmönnum og ég skil þessa tregðu að nota ekki meira ungu strákana eftir að þeir slógu í gegn á undirbúningstímabilinu. Í staðinn fyrir hefur verið boðið upp á skelfilegan fótbolta og sömu mennirnir fá að spila illa leik eftir leik. Arbeloa, Alonso, Benayoun, Dossena (var reyndar tekinn út síðast). Vinstri bakvarðarstaðan er einnig vandamál og mér fannst það mikil mistök að selja Warnock á sínum tíma og það hefur ljós. Dossena kostaði 7 milljónir punda! Milner og Barry hefðu átt að koma til Liverpool en enn og aftur missum við af bátnum og sitjum uppi með leikmenn sem voru varla ofarlega á innkaupalista Rafa í upphafi.

  21. Stb, ég er á því að Kjartan sé alveg jafn fjarri lagi, hvort nægir peningar séu fyrir hendi er allt önnur Elín og hreinlega allt annað argjúment. Þarna fannst mér hann hreinlega slá algjöru vindhöggi í átt að Rafa, simple as that, miðað við hvern og einn leikmann sem hann taldi upp. Rafa er einfaldlega að reyna að stilla mönnum upp eins og best hentar liðinu hverju sinni.

    Frekar hefði mátt gagnrýna hann hvort hann sé að velja rétt kerfi utan um leikmennina, sbr. núna undanfarið í þessu svokallaða 4-4-2.

  22. Mér finnst reyndar þessi Milner/Bentley/Downing/SWP mál vera frekar skrítin. Mér finnst allir þessir leikmenn vera í svipuðum klassa og Pennant. Þeir eru hype-aðir upp vegna þjóðernis og þrátt fyrir að vera ekkert lélegir knattspyrnumenn, þá held ég að enginn þeirra myndi ná að komast inn í landsliðshóp hjá Spáni. Þó ég hafi ekki séð mikið af Riera, þá gæti ég alveg trúað því að við séum ekki að fá minni gæði en í hinum, og það á minni pening. Ég til að mynda hef aldrei heillast af Milner, og ætti hann nú að vera búinn að aðlagast enska boltanum og mér finnst hann hreinlega lítið sem ekkert gert á sínum ferli, þó hann sé auðvitað ungur ennþá. Eini enski leikmaðurinn sem ég hefði viljað fá í þessa stöðu er Joe Cole og ekki er hann falur, og hvað þá til Liverpool.

  23. Til hnykkja enn betur á þessu þá hefðum við getað fengið Milner á 9 milljónir. Hann er 21 árs samt með 5 ára reynslu í úrvalsdeild og getur spilað á báðum vængjum!!! Sumarið hjá Liverpool hefur verið algert flopp fyrir utan kaupin á Robbie. Nú er það nýjasta með nýja völlinn ætlar þetta engan endi að taka? Hver á sökina? Samt sem áður þá hefur liðinu tekist að komast í CL með herkjum þó og 2 sigrar unnist í PL með sömu herkjum. Það er jákvætt. En ég spyr mig enn og aftur þeirrar spurningar verður þetta búið í nóvember? Þ.e.a.s atlaga að 19.titilinum?

  24. Sammála Steina, Milner/Bentley/Downing/SWP eru bara í sama klassa og Pennant og ég skil ekki þessi skrif um að Riera sé miðlungs spánverji. Hvað er Milner annað en miðlungs leikmaður og eigum við bara að kaupa hann að Því að hann er enskur,Downing hefði svo kostað einhverjar 15 – 16 m punda líkt og Bentley.Ég held að menn ættu að spara stóru orðin þangað til við sjáum hann spila fyrir Liv. Maður er líka orðin ansi þreyttur á þesu væli í mönnum að flest allir leikmenn okkar séu slappir og miðlungs. Við erum búnir að vinna báða leikina í deild með marga góða pósta frá. Hvað hefðu menn t.d sagt ef við hefðum verið að tapa í gær í Super Cup ? en sá leikur sýnir bara að Ronaldo er 60% af Scum united

  25. Gvuði sé lof að Milner var ekki keyptur.

    Frekar vill ég nú hafa kjötið hægra meginn í 3 manna miðju sóknarlínunni og svo Gerrard þar þegar að hann er orðinn heill.

    Mascherano og Gerrard á miðjunni hefur verið reynt og það hreinlega virkaði ekki.

    Sumarið er ekki búið að vera eins slæmt og “Doom & Gloom” spámenn eins og Höddi Magg og aðrir vilja meina.

    Dossena er klárlega stórt upgrade á Riise, það er allt betra en benayoun vinstra meginn.

    Ég held að við fáum að sjá sömu taktík og á seinni hluta síðasta tímabils núna þegar að Babel, Lucas og Monster Masch eru komnir aftur.

    Og að lokum þá lýst mér miklu betur á Riera heldur en alla hina gúbbana sem Liverpool hafa verið orðaðir við fyrir vinstri “kantinn”.

    Innilega vildi ég óska að menn hættu að grafa hausinn í sandinn og átti sig á því að leikmenn þurfa ekki að kosta 20 milljónir eða verið enskir til að það sé eitthvað varið í þá.

  26. Impz og Rosco þið eruð að grafa hausinn í sandinn. Milner kostaði 9 millj punda ekki 15-16. Hvað hefur Dossena sýnt að hann sé betri en Riise. Ekkert. Riise var í mörg ár hjá Liverpool og stóð sig mjög vel framan af. Það er munur að vera raunsær en að kalla menn Doom and Gloom. Mér sýnist að sömu mennirnir sem studdu Houllier fram í rauðan dauðann hafi ekkert lært af því.

  27. Sammála SSteinn, það hefur alltaf loðað við enska fjölmiðla að hampa sínum mönnum meira en öðrum. Ég efast ekki að stuart downing sé góður, en kommon 16 millur…… Það er ekkert skrýtið að deildin sé að fyllast af útlendingum, ef menn einsog Downig og Darren Bent kosta 16 millur……

  28. Af mörgu leyti sammála impz hér að ofan. Þó Riera sé svona fyrirfram ekkert þessi stjörnuleikmaður sem við þurfum þá eru nú til fleirri sem komið hafa til okkar sem ekki hafa verið það en samt slegið í gegn. Ég er ekkert sveittur á efri vörinni gagnvart Rieira, en er þó ekki nærri því eins svartsýnn og margir hérna og hefði kosið hann any day framyfir Milner eða Downing.

    Það er ekki þar með sagt að ég hefði ekki viljað stærra nafn, auðvitað hefði ég viljað Silva eða einhvern álíka, en það er bara ekki alltaf möguleiki. Riera er þó allavega kanntmaður og það er nákvæmlega það sem við þurfum í þetta lið okkar, fleirri vopn í sóknarleikinn.

  29. Þetta er ekki að grafa hausinn í sandinn Höddi, mér (og greinilega öðrum) finnst James Milner einfaldlega ekkert spes leikmaður og er ég frekar tilbúinn að taka sénsinn á Riera heldur en að kaupa mann eins og Milner á sama pening. Simple as that. Það er einfaldlega svo mikið hype í kringum leikmenn ef þeir eru enskir.

    Varðandi Riise, þá var hann hörmulega lélegur síðustu 2 tímabilin og var ég afar ánægður þegar hann fór á braut. The jury er ennþá þarna úti gagnvart Dossena, en það verður ekki af honum tekið að hann hefur verið sagður annar af 2 bestu vinstri bakvörðunum á Ítalíu. Þess utan hef ég ávallt verið hrifinn af Aurelio sem leikmanni, en vegna meiðsla hefur hann ekki ennþá náð að sýna okkur nægilega vel hversu góður í rauninni hann getur verið.

    Heilt yfir finnst mér Rafa hafa styrkt hópinn í sumar. Ekki jafn mikið og ég hafði vonast eftir, en þar spilar peningaleysi inn í. En við verðum ekki Meistarar með því að bæta við okkur ofmetnum leikmönnum bara vegna þjóðernis.

  30. Er ekki sanngjarnt að gefa Dossena og Riera aðeins fleiri leiki til að sanna sig ( Riera amk 1 leik 🙂 ) áður en menn fara að dæma þá sem léleg kaup ?

  31. Ég hef mjög oft séð Albert Riera spila og hann er spennandi leikmaður en hefur verið ákaflega óstöðugur. Ég held að það sé enginn tilviljun að Rafa hefur verið að skoða meira af breskum leikmönnum en oft áður. Robbie er kominn. Barry átti að koma osfrv. Við höfum því miður verið af fá of mikið af slökum útlendingum auðvitað með undantekningum.

  32. Ég vil meina það að super menn nái ekki alltaf saman, og þess vegna passa sumir ekki í leikkerfi Rafa. Það er allt í lagi að vera með 3-4 toppmenn í sinni stöðu, en að allir séu stjörnur gengur alls ekki upp, því að allir svoleiðis spilarar vilja helst sýna sig og gera allt sjálfir. Ég þekki ekkert þennan Milner og ekki heldur Riera, en hann er kominn og sjáum hvað verður og dæmum svo. RIERA!!!! nafnið legst allavegana vel í mig, 🙂

  33. Hörður Magg, Riera er vinstri fótar kanntari Milner er meira leikmaður eins og Yossi, hægrifótar maður á vinstri kannti, er ekki nóg að vera með Yossi og Babel sem hægrifótar kanntara á vinstri ? Hvaða súper takta hefur þessi Milner verið að sýna ? þetta hype með leikmenn bara að því þeir eru enskir er fáránlegt.Og svo það að dæma Dossena eftir örfá leiki er nú ekki fagmannlegt hann hefur alla vega ekki verið slakasti leikmaður það sem af er. Það er nú bara einn alvöru ef alvöru skyldi kalla vinstri fótar kanntari enskur og það er Downing Hörður hann hefði kostað 15 – 16m punda og sami farsinn hefði veríð í kringum hann eins og Barry.Þannig að mínu mati mun Riera koma með eitthvað nýtt í vængspil Liverpool en Milner hefði bara komið með sama hnoðið inná miðjuna eins og við höfum nú þegar.

  34. Það er voðaauðvelt að afsaka sig alltaf ár eftir ár með að “buhuhu Benítez er með svo lélegan hóp og fær engan pening til að kaupa neinn almennilegan.” Það er bara kjaftæði að mestu leyti (ekki öllu þó). Eina sem ég er að benda á að hann hefur keypt fullt af fínum leikmönnum (Kuyt og Benayoun þá sérstaklega) sem hafa engu að síður verið að spila hörmulega vegna þess að þeim er spilað út úr stöðu. Ég skal gefa það að Kuyt spilaði fínt sem þessi framliggjandi annar hægri bakvörður/varnasinnaður hægri miðjumaður undir lok síðasta tímabils í leikjum sem lá á Liverpool (Inter/Arsenal/Chelsea í CL) en að hafa þennan mann sem first choice í hægri vængmann í 4-4-2 kerfi í leikjum sem Liverpool þarf að stjórna er einfaldlega fótboltalegt harakiri.
    Sama með Benayoun. Þó SSSSSSteinn segi að hann hafi alveg áður spilað á kantinum þá var hann ekki að gera það í liði þar sem hann átti að vera að koma með breiddina eins og menn virðast ætlast til af honum hjá Liverpool. Hann var meira að spila Pires/Hleb stöðuna sem Arsenal notaði að hafa skapandi miðjumann á vinstri kanti og láta hann keyra þaðan inn á miðjuna. Þegar Kuyt, Torres, Keane og Gerrard eru allir að kötta inn á þetta miðsvæði þar sem Benayoun er bestur þá er ekkert skrýtið að hann fái ekki að njóta sín.
    Menn verða nú aðeins að slaka á í vænissýki sinni fyrir hönd Benítez..

  35. Þú ferð í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut Kjartan. Ef þú heldur virkilega að málflutningur þinn skáni eitthvað með því að rita nafn mitt á afkáranlegan hátt, þá held ég að þú sért nú bara að staðfesta rökleysi þitt. Það sem ég setti fram var gagnrýni á að þú segir að Rafa sé sífellt að spila mönnum út úr stöðu. Þú kýst að horfa framhjá því algjörlega heldur snýrð út úr. Þetta er engin vænissýki, heldur var verið að blása á þá vitleysu sem þú komst með í upphaflega póstinum þínum.

    Ég held að það séu allir hérna sammála því að við vildum fá sterkari leikmann en Kuyt í hægri kantmannastöðuna. Ég held líka að menn séu sammála um að sum kaup Rafa hafa ekki gengið upp og menn vildu hafa sterkari menn í sumum stöðum. Það sem ég var að gagnrýna hjá þér var það að þú varst að ýja að því að það væri verið að eyðileggja menn með því að spila þeim sinkt og heilagt út úr stöðum og komst með dæmi sem einfaldlega gengu ekki upp.

  36. En Kuyt er einmitt dæmi um leikmann sem er verið að eyðileggja. Og Benayoun. Þessir menn fá aldrei að njóta sannmælis ef þeim er hent í e-r stöður sem eru ekki þeirra. Hver er t.d. rökstuðningurinn fyrir því að nota Kuyt sífellt á hægri kanti þegar er svo átakanlega ljóst að það er núll ógnun í honum þar? Hvað á mönnum eins og Pennant að finnast sem eru eiginlegir hægri kantmenn (eða bara kjúklingarnir í vara- og unglingaliðunum) þegar Benítez kýs frekar að spila öðrum leikmönnum út úr stöðum en að nota þá? Ætlar enginn að segja mér að það sé meiri ógn af Kuyt á kantinum en Pennant þrátt fyrir galla hans. Eins ætlar enginn að segja mér það að besta staða Benayoun sé að vera límdur á vinstri hliðarlínuna.
    Þú segir líka SSteinn að ég eigi frekar að gagnrýna að það sé ekki valið rétt leikkerfi utan um leikmennina frekar en að gagnrýna að þeim sé spilað út úr stöðum. Viltu kannski fræða mig á hver er munurinn á þeim röksemdum? Er það ekki nákvæmlega það sem leiðir af því að mönnum sé spilað út úr stöðum, að það sé verið að velja rangt leikkerfi fyrir hópinn sem við höfum á að skipa?

  37. Nei, það sem ég var að meina var að Kuyt var að virka vel þarna hægra megin í kerfinu 4-2-3-1, en hefur ekki (frekar en nokkur annar) verið að virka í hreinræktuðu 4-4-2. Kuyt hefur hreinlega ekki mikið verið á hægri kantinum í því kerfi, simple as that.

    Hvað varðar Benayoun, þá getur vel verið að hann sé ekki nógu góður. Það að tala um að honum sé spilað út úr stöðu er engu að síður ekki rétt að því leiti að þetta er staða sem hann hefur verið að spila með sínum fyrri liðum og eins með landsliðinu. Hvernig getur það verið að spila manni út úr stöðu?

  38. Mér finnst persónulega Benayoun mjög góður leikmaður og líkar ekki við þann skít sem er ausið yfir hann oft hér í kommentunum. Það sem ég vil meina er að hjá Racing, Ísrael og W.Ham hafi hann verið að drifta inn á miðjuna og skapa þaðan og þar sé hann bestur, sem AMC eða second-striker eða hvað sem menn vilja kalla það. Það gengur hins vegar ekki upp þegar við erum að spila með Gerrard, Kuyt, Torres og Keane sem vilja allir keyra inn á þetta sama miðsvæði. Það sem ég er að segja að við erum með mikið af fínum leikmönnum en erum alls ekki að ná því besta út úr þeim. That´s all…

  39. Ég get verið sammála ykkur báðum (Kjartan/ S Steinn) nema að Rafa er ekki að negla þessa menn niður í ákveðnar stöður. Þeir sem eru negldir eru, Alonso /Mascherano/Carr/Agger/Skrtel, restin er nánast út um allt. Kuyt er of kominn á miðsvæðið og þá á einhver að fara á kantinn, sömuleiðis er sama í gangi vinstra megin. Ég t.d hef séð Torres oft hægra meginn og sömuleiðis Gerrard, Þannig að þessir menn eiga að spila frjálst. Samt sem áður eru Kuyt og Yossi B/Babel skráðir á leikskírslu sem kantmenn. Hvernig væri að Keane sé skráður hægra meginn og Kuyt frammi með Torres, og sjáum hvað kæmi út úr því. Mér finnst Liverpool hafa verið að spila betur og betur með hverjum leik,og annað er ekki í boði, svo ÁFRAM LIVERPOOOOOOOOOOL

  40. Milner kostaði 12 milljónir punda og verði Aston Villa að góðu.

    Vonandi styrkir þessir Riera okkur því ekki veitir af kant/creatívum leikmönnum miðað við 3 fyrstu leiki tímabilsins.

    Byrjunin hefur ekki verið neitt frábær en 3 sigrar í 3 leikjum… lítið hægt að tuða þegar maður lítur á töfluna.

Vellinum frestað

Crewe í deildarbikarnum