Jæja það væri synd að segja að Liverpool sé að spila sannfærandi undanfarið en þrátt fyrir það erum við ósigraðir í deildinni og komnir áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Getur maður verið ósáttur? Já í raun þar sem liðið er að spila það ósannfærandi að það þarf mikið að breytast til að ég sjái okkur taka Chelsea eða Man U með þessari spilamennsku. Vitanlega er sigur sigur og 3 stig eru ávallt vel þeginn en á móti vill maður sjá þróun í leik liðsins og vonast til að sjá okkur spila líkt og gegn Rangers á undirbúningstímabilinu.
Gerrard er frá næstu 2-3 vikurnar á meðan Mascherano og Lucas eru komnir tilbaka. Kannski er ágætt að liðið þurfi að standa sig án Gerrard og leikmenn eins og Keane, Kuyt, Alonso og Mascherano þurfa að taka meiri ábyrgð. Líkt og vanalega er það ekki þrautalaust að spá um byrjunarliðið en ég tel að þetta sé alls ekki ólíklegt lið:
Arbeloa – Agger – Carragher – Dossena
Mascherano – Alonso
Kuyt – Keane- Babel
Torres
Bekkur: Cavalieri, Aurelio, Skrtel, El Zhar, Benayoun, Lucas og Plessis.
Það er nú varla hægt að minnast á Aston Villa án þess að tala um Gareth Barry málið! Þetta er meira umrætt en Geirfinnsmálið og endaði með því að ekkert varð af kaupunum. Ég hefði persónulega viljað fá Barry en skítt með það.
Villa er með gott byrjunarlið og hefur Martin O´Neill verið duglegur við að styrkja liðið í sumar og má nefna leikmenn á borð við Curtis Davis, Steve Sidwell, Brad Friedel, Nicky Shorey, Luke Young og James Milner sem hafa komið. Þetta eru allt solid leikmenn og með því að halda einnig í Gareth Barry þá verður að segjast eins og er að Villa liðið er til alls líklegt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir verði í topp 6 þegar tímabilinu líkur. Villa gerði jafntefli á heimavelli gegn FH í UEFA Cup á meðan við unnum Standard Liege í framlengingu í Meistaradeildinni. Þar á undan töpuðu þeir gegn Stoke á útivelli 2-3 en unnu í fyrstu umferðinni Man City sannfærandi 4-2. Það virðist vanta smá jafnvægi í liðið en ég held að O’Neill muni klárlega ná fínu flugi með þetta lið.
Ég er hins vegar frekar sannfærður um góðan leik okkar á morgun og að þetta verði ekki leikurinn sem Villa nær sér á flug heldur við. Eftir vonda leiki undanfarið en samt sigra er kominn tími á góðan leik. Í raun getum við ekki verið mikið verri en undanfarið og því “Only way is up…!” eins og sungið var í laginu um árið.
Lucas og Mascherano eru komnir tilbaka og hefur það mikla þýðingu fyrir liðið og kemur á góðu tímapunkti þegar Gerrard er frá vegna uppskurðs. Benayoun hefur ekki náð að fylgja eftir góðu formi á undirbúningstímabilinu og Keane finnur sig alls ekki í rauða búningnum. Þetta mun allt lagast og líkt og ég sagði áður þá tel ég að þetta smelli allt saman á morgun á Villa Park Martin O´Neill til mikillar armæðu.
Mín spá: Ég tel að við vinnum þetta 1-3 þar sem Barry setur fyrsta markið úr víti en þrjú mörk í seinni hálfleik frá Keane, Torres og Agger loka þessum leik.
Ennþá eru menn að giska á Agger….hehe. Annars er þetta góð upphitun.
Þetta verður magnaður leikur og það er pottþétt að O’Neill leggur allt í sölurnar til að vinna Liverpool. Það verður gaman að fylgjast með stjórunum. Spurning hvort rimman á milli þeirra verður svipuð og á milli Rafa og þjálfara Standard Liege.
Júlli: Ég skil reyndar ekki alveg af hverju Agger hefur ekkert spilað í síðustu 3 leikjum. Mér finnst það hafa háð okkur þe. þegar spila þarf boltanum úr vörninni og vil því trúa því að hann sé heill og klár í slaginn (og að Rafa hafi trú á honum).
Aston Villa hefur eytt gríðarlegum pening í sumar og er með dúndur sóknarlið. Aftur á móti er vörnin mjög brothætt enda er langt síðan að þeir héldu hreinu (ekki einu sinni á móti FH). Tel líklegt að Benitez verði mjög varnarsinnaður í þessum leik og að Aurelio verði á vinstri kantinum en ekki Babel. Veit ekki hver verður með Carra því á meðan að Skretl hefur hraðann til að eiga við Agbonlahor og Young þá gæti Benitez viljað vera með Agger til að díla við Carew og föstu leikatriðin. Reikna samt með Skretl því Benitez mun ekki leggja áherslu á að halda boltanum innan liðsins auk þess sem að mikil rótering í þessum stöðum er ekki sniðugt.
Maður hefur oft verið bjartsýnni fyrir útileiki en ég tel ágætismöguleika á 0-1 sigri. Ef ekki þá verður þetta 2-0 fyrir Aston Villa í tímasóunarleik og fjölmiðlar munu missa sig í að hrósa MON og rakka niður Benitez.
El Zhar hefur komið inn á í flestum leikjum á tímabilinu ef ekki öllum, Rafa hefur verið að hrósa honum mjög mikið, þannig að mér finnst hann ætti að fá tækifæri til að byrja. Vængmennirnir hafa heldur ekkert verið að gleðja mann of mikið í þessum leikjum. Eins er maður farin að velta fyrir sér hvað Rafa ætlar sér með Voronin, Ngog og Insua, kannski ekki rétti leikurinn til að hræra of mikið í liðinu en menn verða þá að fara að standa sig, og margið hafa hreinlega ekki verið að gera það nú í þessum fyrstu leikjum, raunar flestir.
Af hverju eigum við ekki að taka M U eða Chel , ekki hafa þeir verið að spila sanfærandi bolta(kanski chel). Eigum við alltaf að vera hræddir við þá sem enduðu tímabilið fyrir ofan okkur. M u eru ekki að byrja vel og hver er að segja að þeir verði eitthvað betri en þeir eru nú… Hættum þessari hræðslu við lið sem enduðu ofar en við og tökum á þessari minnimáttar kend….VIÐ TÖKUM ÞETTAÐ ALLT SAMAN, JESS JESS EKKI GEFAST UPP……
Nokkuð sammála þessari upphitun. Held þó að Skrtel byrji í staðinn fyrir Agger. Vona að keane verði ekki í byrjunarliðinu. Væri freka til í að sjá kuyt í holunni og El Zhar á hægri, en það er kannski of snemmt að láta El Zhar byrja leik. Það væri líka hægt að prófa Benayoun í holunni og jafnvel Lucas. Bara alla aðra en Keane, hann hafur gott af smá bekkjarsetu.
Ég hef góða trú á þessum leik á morgun, getur ekki versnað er það? Hef trú á því að Mascherano komi með stöðugleika á miðjuna þar sem margir boltar hafa verið að tapast og óöryggi í síðust leikjum… hann þjappar uppí það gat og þá kemur ró á liðið og liðið fer í gang! Spái eitt til tvö núll fyrir LFC og ef við vinnum eitt núll þá verður það Torres sem skorar….áfram LFC!!
Hingað til hefur þetta ekki verið sannfærandi. Held að þetta sé úrvalstækifæri fyrir menn að sanna sín, einkum þar sem Gerrard er frá. Við klárum þetta 1-2. Keane og Babel skora.
Fínasta upphitun, ég verð að segja að ég held að fjarvera Gerrards verði til góðs á morgun, hann hefur verið á hælunum í undanförnum leikjum og það er extra slæmt þegar aðrir leikmenn treysta á hann til að keyra liðið áfram.
Mascerano og Alonso munu taka skrefið fyrir liðið á morgun og við vinnum Villa.
Svo vil ég bæta við að Barry mun verða skugginn af sjálfum sér á morgun verði hann í liðinu, það er mín spá.
Ég vona innilega að þetta verður leikurinn sem Keane hrekkur í gang.
Jæja… fyrsta alvöru prófraunin. Ég er ekkert súper bjartsýnn fyrir þennan leik svona miðað við spilamennskuna undanfarið. Annað hvort rífa menn sig upp á punghárunum og snúa dæminu við eða þetta kemur í bakið á liðinu.
Það sem þarf að gerast er að Torres fái þjónustu sem bragð er að. Hann er bestur þegar hann fær boltann í lappirnar eftir snilldartakta þeirra sem eiga að bakka hann upp. Robbie og kantararnir þurfa að eiga almennilegan leik þar sem þeir láta ekki miðju Aston Villa éta sig í návígi. Koma tuðrunni á Torres og El Nino verður svo að gera svo vel og “deliver”. Nú er ekki hægt að treysta á Mr. Fantastic til að redda málunum.
Ég veðja á Skrtel frekar en Agger við hlið Carra. Hver er statusinn á Degen? Er sá piltur meiddur eða ekki inn í myndinni?
Koma svo Liverpool…. plsssssss takk þrjú stig í hús. Ég held að þau lið sem ná smá flugi núna í byrjun verði í toppslagnum.
YNWA
Góð upphitun og ég er sammála Agga. Við vinnum þennan leik (0-1, Keane 63mín) og mætum mu með fullt hús stiga!
YNWA!!!!!!
Jón H.: Það er enginn dagsetning á því hvenær Degen á að vera klár skv. PhysioRoom.com: English Premier League Injury Table.
The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Mascherano, Alonso, Benayoun, Kuyt, Torres, Keane. Subs: Cavalieri, Dossena, Agger, Lucas, Babel.
Þetta eru bara fimm varamenn, eiga þeir ekki að vera sjö
Ég gæti nú ekki verið meira ósammála ykkur drengir. Það er akkúrat ekki neitt sem bendir til þess að liðið sé að fara að rífa sig upp. Hlutirnir ganga einfaldlega ekki þannig fyrir sig. Þetta mun koma á tímabilinu með stíganda en ég er eiginlega pottþéttur á því að við töpum þessum leik. Jafntefli væru góð úrslit. Vonandi hef ég samt rangt fyrir mér…
http://www.knattspyrna.bloggar.is
N’Gog og El Zhar eru líka á bekknum
Þeir uppfærðu þetta aftur 😀
The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Mascherano, Alonso, Lucas, Kuyt, Torres, Keane. Subs: Cavalieri, Aurelio, Agger, Benayoun, Babel, Ngog, El Zhar.
Góður punktur í dag en það var virkilegt lag að vinna leikinn en stjórinn hafði ekki mikinn áhuga á því. Gríðarlega varnarsinnað og skiptingarnar í samræmi við það. Mér finnst þetta vera sami grautur í sömu skál. Það er spilað sama kerfið sem augljóslega hentar ekki liðinu. Það voru þó batamerki á liðinu. Carra stórbrotinn sömuleiðis maðurinn með ólympíugullið og Dossena nokkuð þéttur. Baráttan frábær en lítið að gerast í sóknaruppbyggingu sem var alltof hæg og fyrirsjáanleg.