Aston Villa 0 – Liverpool 0

Jæja gott fólk. Enn heldur okkar bitlausi sóknarleikur áfram. En við erum taplausir ennþá, þökk sé góðri vörn og markvörslu. Þessi leikur einkenndist af einni stórri miðjuklessu sem myndaðist í sóknarleik Liverpool og það var einna helst vinstra megin sem að bakvörður okkar Dossena komst nokkrum sinnum upp. Ég ætla ekki að gerast rosalega svartsýnn eftir þessa rimmu því að við fórum á erfiðan útivöll og litum ekki eins illa út og í síðustu leikjum. En leikurinn endaði 0-0 sem er dapurt og hér að neðan ætla ég að kryfja þennan leik til mergjar.

Byrjunarliðið var eftirfarandi:

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Dossena

Macsherano – Alonso – Lucas
Kuyt – Keane
Torres

Bekkur: Cavalieri – Agger – Babel – El Zhar – Aurelio (inn f. Kuyt) – Ngog (inn f. Torres) – Benayoun (inn f. Keane).

Leikurinn var í miklu jafnvægi framan af og fá marktækifæri litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar til tíðinda um miðbik fyrri hálfleiks þegar að Fernando Torres þurfti að fara af velli meiddur, vonum að þetta sé ekkert alvarlegt. Af myndinni sem er hér neðar í færslunni (sem var tekin af vef BBC) þá reikna ég með að meiðsli Torres séu sem fyrr aftan í læri. Vegna myndtruflana sá ég ekki aðdragandann af meiðslum Torres en allavega þá skipti Rafa David Ngog inná. Leikurinn breyttist ekkert ýkja mikið við þessa skiptingu. Sama miðjuspilið einkenndi leikinn og kantspil var ekki í hávegum haft. En eftir tíðindalítinn leik kom fyrsta alvöru færið og það áttu heimamenn í Villa en Pepe Reina varði vel frá John Carew sem komst í sannkallað dauðafæri. Við þetta kom smá líf í leikinn og Liverpool fór að koma ofar á völlinn. Á 39. mínútu hélt ég að fyrsta mark leiksins væri að líta dagsins ljós. Þá kom Dossena upp kantinn og átti algjörlega fullkomna sendingu inn á markteig, boltinn barst á fjærstöng þar sem Dirk Kuyt kom á ferðinni og hamraði boltann í hliðarnetið. Ég var að vonast til að sjá hollenska smalahundinn taka hundafagnið hans Ómars Ragnarssonar ef hann hefði skorað en það verður að bíða betri tíma. Áður en flautað var til leikhlés þá spiluðu nýju mennirnir Keane og Ngog sig í gegnum vörn Villa en skot Frakkans unga fór rétt yfir. Leikurinn opnaðist örlítið undir lok hálfleiksins og gaf því góð fyrirheit fyrir fjörugan síðari hálfleik, samt var vörn Liverpool ekkert til að kvarta yfir og hélt vel. 0-0 í hálfleik og leikurinn leit ágætlega út fyrir Liverpool.

Síðari hálfleikur byrjaði heldur betur af krafti hjá Liverpool. Alonso fékk gott færi eftir frábæran undirbúning Robbie Keane en skot Alonso fór af varnarmanni og hársbreidd yfir markið. Upp úr hornspyrnunni barst boltinn á Ítalann spyrnugóða Dossena sem átti fyrirgjöf/skot sem gamla keflið Brad Friedel blakaði yfir á meistaralegan hátt. Eftir leik bárust fréttir af því að blaklið Þróttar Neskaupstað væru að bera víurnar í Friedel. Heimamenn héldu boltanum vel eftir þetta en það voru ekki hættulegir hlutir sem þeir sköpuðu sér þar sem vörn Liverpool var gríðarsterk.
En Liverpool gat ekki legið baka til það sem eftir lifði leiks og nú var röðin komin af Robbie Keane. Hann slapp inn fyrir vörn Villa eftir góða sendingu Mascherano en skot hans var máttlítið og fór framhjá. Þarna vildu einhverjir fá vítaspyrnu, en menn tala um að Reo-Coker hafi keyrt fullharkalega aftan í Keane. Ég tel þetta ekki hafa verið víti en dæmi nú hver fyrir sig. Þetta var það eina sem átti eftir að gerast hjá Liverpool í leiknum en Villa menn pressuðu töluvert í lok leiks en ekkert kom út úr því og lokatölur því 0-0.

Maður Leiksins
Það voru þrír leikmenn sem stóðu uppúr í dag að mínu mati. Það voru Reina, Carragher og Mascherano. Reina varði vel úr nokkrum ágætis tækifærum Villa og hélt hreinu í enn einum leiknum, frábært að hafa þennan markvörð. Carragher stóð sína plygt í vörninni með stakri príði. Hann stöðvaði nokkrar skyndisóknir og stírði vörninni frábærlega sem hefur einungis fengið á sig 1 mark í 3 leikjum í deildinni. Það er líka gríðarlega jákvætt að sjá að þessi titringur er farinn úr varnarleiknum hvað varðar föst leikatriði og fyrirgjafir. Nú virðast menn mun einbeittari hvað þessi mál varðar og eru að sjá mann og bolta.
En sá leikmaður sem stóð upp úr í dag er að mínu mati Javier Mascherano. Hann kemur rosalega öflugur inn á miðjuna eftir Ólympíuleikana og stóð sig príðilega. Hann stöðvaði margar sóknir, skilaði boltanum vel af sér og bjó til besta tækifæri okkar í leiknum þegar að Keane slapp í gegn. Mikilvægi Mascherano á miðjunni er gríðarlegt og hann sýndi í dag að hann á að byrja alla leiki ef hann er heill heilsu.

Ég er sem fyrr segir rosalega ánægður með varnarleikinn sem er að virka rosalega vel. Við eigum samt inni Daniel Agger sem er nú enginn pappakassi og að mínu mati erum við með bestu vörnina í deildinni. En sóknarleikurinn er mikið áhyggjuefni. Ég var rosalega pirraður að horfa upp á okkar menn á lokamínútunum. Við sóttum ekkert á þessum kafla nema það kom ein “sókn” og þar var Arbeloa fremsti maður.
Auðvitað er hrikalegt að missa Torres af velli meiddan en það sást greinilega að menn voru sáttir við þetta 1 stig og það pirrar mig. Eftir að Keane var svo tekinn útaf þá áttaði ég mig á því að við værum ekkert að fara að skora í þessum leik, þótt Keane hafi ekki átt neinn draumaleik þá er það eini maðurinn sem er dettur í hug að geti klárað svona leik. En þrátt fyrir tjahh, ekki beint skemmtilegasta dag Liverpool, þá má maður ekki missa trúna og detta í eitthvað þunglyndi. Við erum með 7 stig, jafnmörg og Chelsea og sitjum í 2. sæti deildarinnar. Við verðum að biðja til Guðs um að Torres sé ekki illa meiddur því eins og okkar bitlausi sóknarleikur er í dag þá er það Torres sem er okkar besti sóknarmaður og hann þarf að taka sér tak og koma þessu almenninlega af stað. Ég hef fulla trú á að það gerist og að við höldum okkur á eða við topp deildarinnar. 7 stig úr 3 leikjum er alls ekki afleitur árangur og því mega menn ekki gleyma.

Næsti leikur er eftir 2 vikur eða þann 13. september þegar að Man Utd kemur í heimsókn á Anfield. Það verður risaleikur og vonandi að Rafa geti hugsað málið og fundið lausn á sóknarleik okkar á meðan á átakanlegu derhúfuhléi stendur.

Takk í bili.

36 Comments

  1. Greinilegt að Rafa var meira en sáttur með að ná stigi úr þessum leik.
    Annars áframhaldandi bitleysi og aulaskapur, Villa menn eru sjálfsagt hundfúlir með aðeins eitt stig úr þessum leik.
    Næstu helgi verðum við niðurlægðir af Man Utd, það er nokkuð ljóst.

  2. Djöfulsins endalausa tímasóun er þetta að horfa á þetta steingelda helvíti! 90 minutur og ég man ekki eftir skoti á rammann frá okkur. Eini bjarti punkturinn sem ég sé eftir þennann leik er Mascheranp.

  3. Það fyrsta sem manni dettur í hug eftir þetta helvíti
    – Ekki eitt skot á rammann.
    – Ngog inná en ekki Babel
    – Er Dossena virkilega það skársta sem hægt var að fá í stað Riise?

  4. Hafliði það er nú ekki eins og Man Utd sé að gera það gott þessa dagana.!!

  5. Fyrir mitt leyti þá var þessi leikur bara ágætis bæting frá síðustu leikjum gegn mun betri mótherjum. Auðvitað alls ekki sáttur við litla sóknartilburði en liðið leit mun betur út í dag og keppnin um mann leiksins var akkurat engin, hver hefði trúað því að Argentínumenn væru svona góðir í að smíða litla skriðdreka. En ég spái kannski í þessu meira þegar leikskýrsla kemur í hús.

  6. Mest svekkjandi af öllu að sjá að allt sé komið í sama farið og í byrjun síðustu leiktíðar í stað þess að liðið haldi áfram að byggja ofan á það sem liðið var að gera í lok síðustu leiktíðar. Skemmtanagildi Liverpool þessa daganna er eins og að horfa á beina útsendingu af skák.
    Hugmyndaleysi og meðalmennska einkennandi fyrir leik liðsins. Vantaði algjörlega alla löngun til þess að vinna leikinn. Það lá við að þeir fögnuðu þegar dómarinn flautaði leikinn af.
    Af hverju kom Babel ekki inná í þessum leik?
    Hvað er málið með þennan NGog? sá nákvæmlega ekkert sem réttlætir að þessi maður verðskuldi að vera í Liverpool búning,,,,nema kannski að það að vera meðalleikmaður eins og alltof margir þarna.
    Hvað gerist ef Torres og Gerrard verða frá næstu tvo mánuðina?,,,hugsa til þess með hryllingi. Þá er þetta lið í sama kaliber og WBA, Sunderland og Hull.

  7. Hvaða neikvæðni er í mönnum. ekkert skot á rammann. Bíddu átti ekki Kuyt skot og átti ekki Keane að fá víti, og tveir okkar bestu menn ekki með(gerrard og torres útaf) hvað mega Chelsiea menn sega, að gera jafntefli á heimavelli. Klárlega besta spilamenska hjá Liv hingað til. Bara sáttur já já.

    • og átti ekki Keane að fá víti

    Fyrir mér var þetta aukaspyrna og rautt, þó ekki 100% viss. En hann kom allavega aldrei við boltann.

  8. Alltaf sama vælið hérna í mönnum, Jú auðvitað vildi ég fá Babel inn og þessar skiptingar voru fáranlegar en menn mega ekki gleyma því að þetta er erfiður völlur til þess að sækja 3 stig og Aston Villa búnir að kaupa menn fyrir tæpar 50 miljonir punda.
    2 bestu mennirnir okkar ekki með og það er aðeins skárra að sjá liðið spila þó svo að fyrri hálfleikur hafi verið ömurlegur.

  9. FH skoraði á móti Villa, við náðum ekki skoti. Endalaust svekkjandi að horfa upp á þennann “sóknarleik” og öll hornin sem við fengum? Það var ekki hætta úr neinum þeirra ekki frekar en síðustu leikjum,

    Slakið samt á að drulla yfir Ngog, hann er nýkominn til okkar og að mínu mati var hann sá sem var næst því að skora fyrir okkur. Við hverju bjuggust þið af honum? Hann er einn frammi og eina þjónustan sem hann fær eru einhverjir skitlegir flotboltar.

    Ég ætla að horfa á þennann Manchester leik sem að við förum næst í og ef að menn eru ekki búnir að hysja upp um sig buxurnar og gera eitthvað af viti í þeim leik þá er ég kominn í smá Liverpool pásu. Það er ekki endalaust hægt að fokka upp heilum dögum á því að horfa á þessa hörmung.

  10. Oh byrjar peningavælið. Það skiptir engu hvað þeir hafa keypt fyrir mikið. Á bara að lúffa fyrir öllum liðum sem hafa keypt fyrir meiri pening og vera sáttur með stig á móti þeim?
    Svo er þetta ekkert erfiður völlur frekar en hver annar. Hafa ekki unnið Liverpool í 14 ár.

  11. Mér finnst helstu vandamálin í leik liðsins þessa dagana vera hreyfingarleysi án bolta og ótti við að taka af skarið. Það er eins og menn séu svo hræddir við að klúðra e-u að þeir velja alltaf að senda til baka. Reyndar kann þetta hreyfingarleysi leikmanna einmitt að valda því að oftar en ekki er eina sendingarleiðin til baka á miðjuna eða aftur í vörnina en ekki fram á völlinn.

    Mascherano langbestur okkar manna.

  12. Kárinn. ég get ekki verið sammála þér með Dossena. Hann var klárlega einn af bestu mömmunum í leiknum í dag og síðan átti Ngog eiginlega bara besta færi Liverpools rétt skaut yfir.

  13. Jón Nr. 15

    • Hann var klárlega einn af bestu mömmunum í leiknum í dag

    Er það gott eða vont? 🙂

  14. Ngog átti fínar innkomur á undirbúningstímabilinu og skoraði 2 góð mörk svo ég skil ekki hvað menn sjá við það að hann hafi komið inn fyrir Torres þó hann hafi kannski ekki komið mikið við sögu en Rafa er þó allavega að gefa yngri mönnum séns samanber El Zhar og núna Ngog og jafntefli á útivelli gegn besta Villa liði í mörg ár er bara ágætis úrslit tel ég þótt leikurinn sem slíkur hafi ekki verið mikið fyrir augað, það lítið að ég dottaði nokkrum sinnum yfir honum en miðað við spilamennsku liðsins í upphafi tímabils þá er ég mjög sáttur við að deila toppsætinu með Chelsea, tökum svo bara Man.Utd heima næst 🙂

  15. Strákar hættum þessu væli og ekki segja að F H hafi skorað mark á móti þessu liði, því að liðið á móti F H var varaliðið hjá A villa (enda búnir að vinna fyrri leikinn stórt.) Æ ég nenni ekki að husta á þettað enda lausa væl. VIÐ ERUM Á TOPPNUM Á SAMT cel$ia. Vælum þegar að við töpum, sem ég vona að verði ekki. 😉 🙂

  16. það að vera sáttur við jafntefli á móti Aston Villa er veikleikamerki. Það á alltaf að spila til sigurs sama á hvaða velli er verið að spila. það sem varð okkur að falli í fyrra voru jafnteflin sem mörg komu vegna heigulsháttar hr Benitez. Það að sætta sig við stigið með því að fækka sóknarmönnum inn á er dæmi um slíkt. En við erum með 7 stig en menn eru samt að gleyma því að við höfum nú ekki veriðað spila við nein afburðarlið til þessa.

  17. Mikið til í því sem hér er sagt. Sammála sumu og öðru ekki eins og þetta á að vera. Mér persónulega finnst að Agger verði að byrja til að fá þessa tengingu milli varnar og miðju. Vörnin stendur fínt en svo þegar við vinnum boltann er gamla góða Crouch sendingin úr vörninni ekki að gera sig til að skapa hættu. Agger verður að byrja ef hann er fullkomlega heill og í formi. Svo bið ég um 433 kerfið sem var að svínvirka í lok síðasta tímabils, 422 hentar ekki þessu liði af einhverjum ástæðum og það er fullreynt að mínu áliti. Annars er ég ágætlega bjartur fyrir seasonið. Mér finst Dossena lofa góðu hvað sem öðrum finnst og Keane vitum við hvað kann og hann kemur til. Ef nýji spánverjinn kemur vel inn í þetta þá erum við með mannskapinn til að berjast um titla. Liðinu vantar þó sárlega sjálfstraust eins og sást t.am. þegar keane kúkaði í sig þegar hann fékk færið. Taka man utd og þá kemur sjálfstraustið, Fá Torres og Gerrard tilbaka sem fyrst, í 433 aftur og taka fjárans dolluna í vor. Já og svo er litli argentínumolinn bara snilld.

  18. Það er hægt að segja að Benitez fékk nákvæmlega það sem hann vildi þegar flautað var til leiksloka í dag, 0-0 jafntefli og stig á útivelli. Eins og hann stillti upp liðinu í dag var það ljóst að bestu menn liðsins yrðu klárlega varnarlega sinnaðir menn (Skrítill, Carra og Mascherano). Svo kom hann “skemmtilega” á óvart með því að setja sitt hvorn fokdýran sóknarmanninn á kantinn til að fullkomna metnaðarleysið og að sjálfsögðu kom ekkert út úr þeim frekar en fyrri daginn. Það kom akkúrat ekkert út úr liðinu eins og hann stillti því en hann náði að loka á stórhættulega leikmenn Villa (Ashley Young, Agbonlahor) og er það vissulega varnarsigur hjá Benitez eins og svo oft áður. En það er augljóslega mikill munur á þeirri stefnu sem Benitez er með og hvernig flestir aðdáendur vilja sjá liðið spila. Ég man eftir “Boring, Boring Arsenal” hrópunum þegar Steve Bould, Lee Dixon, Nigel Winterburn og co. með sitt 5-3-2 leikkerfi hljómaði út um allt. Liðið hans Benitez er farið að líta þannig út fyrir mér og er það í raun honum til skammar þar sem hann hefur lið sem getur spilað frábæran sóknarbolta (og hefur sýnt það oft!) en maðurinn í stólnum hefur augljóslega ekki kúlurnar í slíkt.

    Það er LÖNGU LJÓST að Robbie Keane spilar EKKI MIÐJU NÉ KANT og það sást svo vel í dag eftir að Torres fór útaf og Keane fór upp í framherjann. Þá lifnaði smá yfir Keane og við fórum að ógna ööööörlítið meira en áður. Svo þetta væl um víti og rautt á Reo-Cocker fyrir tæklinguna á Keane er bara bölvað þvaður! Keane var bara djöfulsins klaufi að reka boltann ekki lengra og skjóta en að sparka í löppina á Villa leikmanninum. Frábær varnarleikur þar á ferðinni! En eins og svo oft áður vantar svona 80% upp á sóknarleik liðsins og það er fáránlegt ef framkvæmdastjórinn sér það ekki sjálfur. Ef Rafa hefði tekið hausinn úr óæðri endanum á sér og boðið vel í Shaun-Wright Philips (sem City fékk á 10m), þá værum við að fá hreinræktaðan kantmann sem ógnar með hraða sínum og leggur bæði upp og skorar mörk (2 í dag takk fyrir!). Ég meina, Rafa vildi kaupa hann síðasta sumar og núna hefur hann engann áhuga og samt vantar okkur kantmenn!!! Ég bara skil ekki þetta áhugaleysi hjá Rafa! Frekar vill hann hafa fokdýra sóknarmenn á köntunum sem skila litlu en að hafa hreinræktaða kantmenn sem sýnt sig að er munurinn á því hvort við viljum vera í toppbaráttu eða að berjast um 4.sætið.

    Það er vissara að skoða hvað við höfum á köntunum fyrir þetta komandi tímabil:

    3 sóknarmenn – Babel, Keane, Kuyt þar sem Babel er skársti kostur

    4 bakverði – Arbeloa og meiddan svisslending hægra meginn, Dossena og Brasilíumanninn (sem ég nenni ekki að muna nafnið á) vinstra megin.

    Pennant og Benayoun svo að auki en sá fyrrnefndi á að vera eini hreinræktaði kantmaðurinn í liðinu en er langt frá því að vera í Liverpool-klassa. Steven Gerrard er síðan hent þangað líka þegar Rafa fer í fýlu.
    Riera kemur inn sem stórt spurningamerki.
    PUNKTUR!!!

    Þessi höfuðverkur (vöntun á kantmönnum!!) hefur verið viðloðandi frá því að Benitez byrjaði (og mörg ár á undan líka) en samt hefur hann ekkert gert í að klára það mál! Þetta er augljóslega verkefni sem Rafael Benitez ræður klárlega ekki við og er ég formlega kominn í þann hóp manna sem vilja fá nýjar hugmyndir í stjórastólinn. Er bara búinn að fá nóg af þessum skrípaleik! Vil fá mann í stólinn sem leyfir leikmönnum að spila fótbolta og veit hvað vantar til þess.

  19. 19 Einsi kaldi “Strákar hættum þessu væli og ekki segja að F H hafi skorað mark á móti þessu liði, því að liðið á móti F H var varaliðið hjá A villa”

    Ég var að tala um fyrri leikinn sem fór 4-1. Það var ekkert varalið Aston villa sem spilaði í þeim leik.

  20. ég hef ekki skrifað um sigurleik liverpool síðan 8. mars 2008. spurning um að ég fari bara í upphitanir hér eftir 😉

  21. eikifr; Hvernig getur atvikið þegar Liverpool menn vilja vítaspyrnu talist góður varnarleikur? Varnarmaðurinn fer bara í manninn og snertir ekki boltann. Það er varnarmanninum til happs að hann tekur Keane ekki nægilega “áberandi” niður, hann tekur hins vegar Keane alveg úr jafnvægi og ef farið er eftir reglunum á að dæma víti/aukaspyrnu og rautt spjald, ekkert flókið mál

  22. Já einmitt Eikifr.

    Rekum manninn bara strax í september!
    Að sjálfsögðu er ekki nógu gott að vera með 7 af 9 stigum. Það gengur náttúrulega engann veginn að vera kominn I CL eftir að hafa mætt þar sterkasta mögulega liði.

    Svo er nú allt í lagi að leyfa nýju mönnunum að klára að taka upp úr töskunum, áður en það á að slátra þeim.

    kv.

  23. Benitez hefur samt alveg reynt að fá til sín kantmenn (pennant, mark gonsalez, antonio nunez, youssi benayoun) en í fæstu tilfellum hafa þeir getað eitthvað, nema þá kannki Babel. Ég væri til í að sjá El Zhar byrja næsta leik í stað Kuyt, þó það sé á móti Man Utd. Hann er þó allavegana ógnandi fram á við sem er eitthvað annað en Kuyt greyið, þótt hann hafi skorað á mótti SL og fengið ágætis færi í dag, í hvorug skiptin voru það sóknir frá hægri kantinum.

  24. Ég er pirraður yfir þessu jafntefli. Við átttum að taka Aston Villa .. sem áttu frekar slappan dag. Ég fæ svona hálfgert tilfinningu fyrir því að hópurinn okkar sé rosalega sundurleitur. Sóknarleikurinn í dag endurspeglaði það. Menn voru bara alls ekki að finna hvern annann og þetta var allt hálf vélrænt. Það vantaði hávaxinn, ljóshærðan Finna til að ógna í föstum leikatriðum í dag!! Ég hef áhyggjur. Þó nokkrar breytingar eru á liðinu sem var annars að gera það ágætt undir lok síðasta tímabils.

    Ég get því miður tekið undir mikið af því sem eikifr var að punkta niður. Ég hef verið harður Benites maður og er enn!! Ég er ekki tilbúinn að vera með stórar yfirlýsingar núna en ég held að þetta geti orðið síðasta tímabilið hjá Rafa. Vonandi er maður bara með eitthvert svartsýnisbull og við tökum þetta með stæl.

    Jákvæðasti við leikinn í dag er Argentínunaglinn okkar á miðjunni. Guð minn góður hvað við erum heppnir að hafa hann!!

    En það allra jákvæðasta við þetta allt saman að þrátt fyrir meiðsli og að því er virðist steingeldan sóknarleik hjá okkar mönnum þá erum við með 7 stig úr þrem leikjum. Kannski ætti maður bara að steinhalda K J !!!

  25. Jæja.
    Eftir að hafa lesið sig hingað niður skyldi maður ætla að við hefðum tapað minnst 0-3!!! Gegn Cheltenham á Anfield auðvitað.
    Staðreynd 1. Gerrard meiddur. 2. Torres meiðist eftir 25 mínútur. 3. Þriggja manna miðja samanstendur af Alonso (sem hálfpartinn er verið að selja) og tveimur góðum mönnum sem að hafa verið í Kína í 5 vikur. 4. Vinstri bakvörðurinn okkar að spila annan útileikinn sinn á Englandi.
    Ég bjóst því við eftir hálftíma leik að við myndum bara vera góðir að sleppa með eitt stig af einum alerfiðasta útivellinum á Englandi. Svo allt í einu eftir mínútu 40 vorum það við sem fengum einu færin, héldum boltanum í drep og Aston Villa voru glaðir í leikslok!
    Auðvitað bíður maður spenntur eftir flugeldasýningum og ég er sannfærður um að þær munu koma. Ég er ekkert að missa legvatnið af hrifningu yfir spilamennskunni og frammistöðu einstakra leikmanna. En á meðan að við erum að vinna leiki og taka stig á erfiðum útivöllum með svo margt óklárt ennþá eftir ansi viðburðaríkt sumar og mikla fjarveru lykilmanna, fyrst út af EM og svo ÓL er ég alveg ákveðinn í að hemja mig! Þeir sem sáu Arsenal gegn Fulham og Chelsea gegn Wigan, eða United í báðum leikjum hingað til sjá að liðin eru enn afar ryðguð og þurfa tíma.
    Mér fannst þessi leikur t.d. vera sá besti fótboltalega fyrir Keane og ég er handviss að Torres hefði skilað okkur mörkum í heilum leik í dag og mér fannst bæði Lucas, og sérstaklega Mascherano koma vel inn í dæmið. Svo fer ég nú bara að hallast að því að Daniel Agger verði bara varamaður í þessu liði!
    Varnarleikur okkar í dag var nánast fullkominn og ljóst var þegar að tvö langstærstu sóknarvopnin voru ekki með yrði eftirleikurinn erfiður.
    Sem varð. Förum að taka jákvæðnina á þetta, ég allavega er búinn að kaupa mér verðlaun sem ég ætla taka upp eftir sigurinn á Scum United í næstu umferð. Þó það verði ósanngjarn 1-0 sigur þar sem Van der Sar skorar sjálfsmark í uppbótartíma, þá mun ég fá verðlaun.
    Skora á ykkur að skipuleggja svipað…….

  26. Já þetta er rétt Maggi auðvita á maður að vera jákvæður. Liðið má allavegna tapa fyrsta leiknum sínum áður en menn verða reknir, er það ekki. Ef skotið hans N’Gog hafði verið 15 cm neðar, legið inni sláin inn, þá værum við allir að tala um hvað hann væri efnilegur og hvað rafa væri mikil snilli að hafa fyrst keypt hann og svo sett hann inná við þessar aðstæður. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í boltanum. Það er góður tími fram undan til að koma sér í stand fyrir næsta leik.

  27. Þessi leikur er búinn, nú fá menn pásu til að pústa og átta sig á brotunum sem þarf að raða saman. Í fyrra lékum við glimrandi glimrandi glimrandi vel í fyrstu umferðunum, svo vel að allir voru hræddir við Liverpool. Þá kom landsleikjahlé. Eftir það datt allt þetta glimrandi spil niður. Hvur veit nema hlé núna geri liðinu gott. Það eina sem ég hef áhyggjur af og vil vita: verða Torres og Gerrard með í næsta leik?

  28. Margt sagt, margt satt, ég held þó að það sé aðallega tvennt í þessu. Annars vegar spilamennska og hins vegar stig. Ég er ansi ánægður með að hafa haldið þessu stigi á Villa Park, með meiðsli lykilmanna í huga og það að Aston Villa mun ekki tapa mörgum leikjum á heimavelli. Fyrirfram var jafntefli ágætis úrslit. Spilamennskan hins vegar var hræðileg. Þetta var algjörlega gelt fram á við og sama sagan og áður, reynt að troðast inn 20 metra breitt svæði fyrir framan vítateig andstæðinganna enda ekki hálfur kantmaður inni á vellinum. Innáskiptingar Benítez voru síðan til þess fallnar að halda jafnteflinu frekar en að reyna að knýja fram sigur.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  29. Hvað sér Benitez í honum Lucas Leiva? – er búin að vera að velta þessu fyrir mér, getur einhver sagt mér hvaða hæfileika þessu leikmaður hefur? Nú er ég að tala í alvöru, gæti verið að ég sé blindur á þessa hluti sem hann er að gera svona vel að hann er settur í byrjunarlið aftur og aftur.

    Annars fannst mér þessi leikur vera smá-skref fram á við þó svo að við skildum ekki vinna og það var aðallega einum manni að þakka: Macsherano.

  30. Fyndin grein
    Anfield’s wasted space could be put to good use
    Perhaps Liverpool’s owners should use the space wasted by Rafa Benítez and his players to raise revenues
    Paul DoyleAugust 31, 2008 8:35 PM

    What’s the point in moving into a multi-storey mansion if you don’t even use all the rooms in your current bungalow? That, perhaps, is the question potential creditors asked Liverpool when the Reds recently came looking for a mortgage for their notional new stadium. By way of answer, Liverpool presumably sat in confused silence, drool slowly seeping from their mouths.

    The solution is obvious – which is perhaps why Rafa Benítez refuses to recognise it.

    The Anfield pitch is 101 metres long and 68 metres wide. What a waste! The minimum permitted dimensions are 90mx45m. That means Liverpool could narrow their pitch by over 11 metres on each side, ie remove the flanks that they’ve long left fallow anyway. They could also shorten the pitch by 11 metres, thereby giving an even greater role to one of their most creative players, Pepe Reina.

    Not only would this condensed pitch suit Benítez’s guileless brand of football, but extra seating could be erected on the rezoned metres, adding thousands to Anfield’s capacity, almost rendering a new stadium redundant, and freeing up more money for Benítez to spend on strikers whose lack of pace makes them ideal for conversion into ineffective wingers. If ever one decides to emulate Ryan Babel by saving the side from costly Champions League humiliation with a wonderful cross from near the touchline in the 27th minute of extra-time against Belgian hicks, he can be dropped for the next match so that Robbie Keane can again totter fruitlessly down the channels.

    If Fernando Torres then gets injured chasing yet another over-hit pass, Keane can be left marooned on the left while a cut-price import from PSG reserves lurches around up front instead of the £20m striker. His confidence duly shattered, Keane will be ready for redeployment in his preferred position, where, when a punt over the top lands in his path in the 72nd minute, he will dither uncharacteristically and allow someone such as Nigel Reo-Coker to hurtle back and cut him down with an embarrassing last-ditch tackle. Then Keane can be withdrawn – taking the value of the strikers who’ve left the pitch in the course of the 0-0 draw with a team beaten by Stoke the previous weekend to £50m – and replaced by Yossi Benayoun, who no longer knows where his best position is but is sure that if he does excel he will be benched for the next match.

  31. Nr. 25: (Helgi Þór)
    Liverpool er mitt uppáhalds lið en ég er nú ekki eins og mjög margir Púllarar, sjá bara rautt og ekkert annað. Þótt það hljómi asnalega að þá þarf tvö lið til að spila fótboltaleik og það gerðist í þessum leik að við spiluðum gegn Aston Villa. Reo-Coker varðist Robbie Keane mjög vel og að mínu mati (ath mínu mati!) var ekki um vítaspyrnu að ræða, heldur góða vörn. Já, það sést alveg til góðra varnartilburða hjá öðrum liðum, Helgi minn og það er bara eðlilegt 😉

    Nr. 26: (Sigurjón Njarðarson)
    Ef þú lest það aftur sem ég skrifaði hér að ofan að þá minnist ég ekkert á svekkelsi yfir stigunum sem við höfum. Ég er að minnast á kjarkleysi og rugl í stjóranum okkar varðandi kaupin sín og hvernig hann notar leikmennina. Við vinnum ekki titilinn á þessu tímabili án kantmanna en ef Riera mun koma með eitthvað óvænt í liðið þá er það bara frábært, en ég sé það ekki gerast því miður. Svo hef ég ekkert á móti því að hann taki upp úr ferðatöskunum sínum 🙂

Byrjunarliðið komið – Mascherano og Lucas byrja.

Síðasti félagsskiptadagur! (uppfært)