You can’t always get what you want …

“No, you can’t always get what you want.
You can’t always get what you want.
But if you try sometime, you just might find,
you get what you need …”

-The Rolling Stones

Enn einn leikmannaglugginn er lokaður. Enn eitt sumarið komið og farið og enn og aftur stöndum við Liverpool-aðdáendur eftir með bland í poka og reynum að átta okkur á því hvort nammið sé gott á heildina litið ef við elskum kúlur en hötum brjóstsykur.

Rennum aðeins yfir þetta sumar. Fyrir það fyrsta, þá er Rafa Benítez ennþá stjóri Liverpool, sem er eitthvað sem var engan veginn öruggt um síðustu páska. Rafa hefur bætt við starfslið sitt og þá ber helst að nefna þá Sammy Lee sem snýr aftur til að vera þjálfari hjá Liverpool sem og Mauricio Pellegrino sem lék fyrir okkur vorið 2005 og kemur nú til liðs við þjálfarateymi Rafa. Það er vonandi að þar með sé búið að bæta það skarð sem hefur orðið til síðustu tvö árin þegar menn eins og Pako Ayesteran og Paco Herrera hafa yfirgefið upphaflega þjálfarateymi Rafa án þess að menn séu fengnir í þeirra stað.

Hvað varðar leikmannasölur þá var orðið að mestu leyti ljóst hvað þurfti að gera sl. vor. Johnny Riise var seldur til Ítalíu strax í maí og í gær var Steve Finnan seldur til Spánar. Peter Crouch flúði til Portsmouth til að fá að byrja oftar inná á meðan Andriy Voronin var þakkað fyrir tvö stórfengleg undirbúningstímabil (og ekki mikið annað) með lánssamningi við Hertu Berlín í Þýskalandi. Þá virðist Charles Itandje hafa verið gefinn til góðgerðarmála eða eitthvað álíka.

Í raun má segja að aðeins einn laus endi sé eftir á þessum leikmannahópi okkar: Jermaine Pennant. Rafa reyndi að selja hann en þegar þetta er skrifað virðist hann hafa neitað að samþykkja tilboð Stoke City, á meðan Blackburn buðu ekki nóg í hann, og því verður hann um kyrrt sem einhvers konar varaskeifa hjá Liverpool, a.m.k. fram í janúar.

Í stað þeirra sem fóru komu bakverðirnir Philipp Degen og Andrea Dossena, varamarkvörðurinn Diego Cavalieri, vængmaðurinn Albert Riera og framherjarnir Robbie Keane og David Ngog. Sá sem kom ekki heitir Gareth Barry og í hans stað fór Xabi Alonso ekki fet. Hvort þessi mislukkuðu skipti miðjumanna í liði Liverpool hafa úrslitaáhrif á velgengni á komandi tímabili verður að koma í ljós.

Þetta er það sem við sitjum uppi með fyrir tímabilið 2008/09. Þetta er leikmannahópurinn sem ætlar að reyna að binda enda á nítján ára bið eftir enska meistaratitlinum:

* Markverðir: Pepe Reina, Diego Cavalieri

* Miðverðir: Jamie Carragher, Martin Skrtel, Daniel Agger, Sami Hyypiä

* Hægri bakverðir: Alvaro Arbeloa, Philipp Degen

* Vinstri bakverðir: Andrea Dossena, Fabio Aurelio, Emiliano Insúa

* Miðjumenn: Javier Mascherano, Xabi Alonso, Lucas Leiva, Damien Plessis

* Sóknarmenn/Vængmenn: Steven Gerrard, Albert Riera, Ryan Babel, Yossi Benayoun, Robbie Keane, Dirk Kuyt, Nabil El Zhar, Jermaine Pennant

* Framherjar: Fernando Torres, David Ngog

Eflaust eru einhverjir hissa á því að ég skuli flokka Keane og Kuyt með Gerrard & co. frekar en Torres og Ngog en fyrir mér meikar það sens þegar við flokkum leikmannahópinn að setja þá þar. Sóknar- og vængmenn liðsins eru þeir leikmenn sem ég býst við að Rafa Benítez muni biðja um að spila fleiri en eina stöðu á mismunandi tímum í vetur, og þykir mér alveg ljóst ef við lítum á málið þannig að aðeins Torres og Ngog munu fá að spila eingöngu í sinni bestu stöðu – sem framherjar – í vetur.

Hvað með frammistöðu liðsins í ágúst? Tímabilið er jú hafið, fyrstu fimm leikirnir eru búnir og við nýdottin inn í fyrsta derhúfuhléð á haustmánuðunum. Eins og með allt annað hafa frammistöður Liverpool-liðsins verið bland í poka; liðið komst jú í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar og inn í riðladráttinn fyrir veturinn, auk þess að vera á toppi Úrvalsdeildarinnar ásamt Chelsea eftir þrjár umferðir. Þetta er allt saman mjög jákvætt, auk þess sem liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í þessum fimm leikjum.

Hins vegar hefur spilamennska Liverpool-liðsins í þessum nýlokna ágústmánuði verið léleg, og á köflum alveg hreint fáránlega léleg. Aðeins þrjú langskot frá Torres, Carragher (með hjálp frá varnarmanni) og Gerrard hafa sparað okkur leiðindin í þessum fyrstu fimm leikjum, og það segir sitt að liðið þurfti að leika í 2×90 mínútur plús 27 mínútur af framlengingu gegn Standard Liege áður en Kuyt náði loksins að pota einu yfir línuna fyrir okkar menn.

Þannig er það alltaf með Liverpool-liðið. Við kaupum góða leikmenn yfir sumarið en það eru ekki þeir leikmenn sem menn hefðu helst viljað sjá hjá liðinu (dæmi: Riera er góður leikmaður en Rafa vildi frekar fá Barry, klárlega, og því veit maður ekki hvort maður á að gleðjast eða hneykslast). Eigendurnir fresta byggingu nýs vallar en vegna stöðunnar á fjármálamörkuðum heimsins í dag veit maður ekki hvort hægt er að gagnrýna þá persónulega fyrir tafirnar eða ekki. Þeir styðja Rafa með milljónum punda á leikmannamarkaðnum (bætið kaupverðum Skrtel og Mascherano sl. janúar við kaupin í sumar og þá lítur þetta ekki svo illa út) en þeir tímdu ekki að borga 18m punda fyrir Barry á meðan lið eins og Tottenham, Aston Villa og loks Manchester City spreða hægri/vinstri í leikmenn, og þá súrnar álit flestra Liverpool-aðdáenda á kaupum sumarsins. Liðið leikur illa í ágústmánuði en eru samt einhvern veginn á toppi deildarinnar.

Ég get lítið annað en setið á girðingunni og beðið frekari átekta. Ég á fyrir mitt leyti erfitt með að hrósa mönnum fyrir gott sumar eða brjálast yfir því sem ekki varð fyrr en það kemur í ljós hvernig þetta nýja lið Rafa gelar saman. Riera mun væntanlega spila sinn fyrsta leik gegn Man Utd eftir ellefu daga, en á móti kemur að United munu skarta enn stærra nafni í fyrsta sinn (Berbatov) í sama leik. Eins og Liverpool-liðið hefur verið að spila undanfarið geri ég ráð fyrir að Riera rölti beint inn í byrjunarliðið, og í raun má segja það sama um United og Berbatov. Það verður allavega athyglisvert að sjá þessi lið mætast, í ljósi þess að United verða án Cristiano Ronaldo og Liverpool væntanlega án Fernando Torres. Hvort liðið þolir fjarveru síns besta sóknarmanns betur?

Svona er þetta bara. Leikmannaglugginn er lokaður og menn horfa öfundaraugum á alla toppleikmennina sem hin liðin keyptu. Fyrir þá örfáu sem voru svo heppnir að hafa Keane, Riera og Dossena efst á sínum óskalista telst þetta hafa verið frábært sumar en fyrir okkur hina sem létum okkur mögulega dreyma um örlítið meira flokkast þetta sem enn eitt sumarið þar sem sumir draumar rætast um leið og sumar martraðir verða að veruleika.

Hver veit? Við fengum ekki allt sem við vildum í sumar, en kannski fengum við akkúrat það sem við þörfnumst. Það verður allavega áhugavert að fylgjast með Liverpool-liðinu í vetur, sem endranær. Ég vona bara að leikmennirnir hyggist skemmta okkur eilítið betur en þeir gerðu í ágúst.

(Myndir frá vefsíðu Echo)

53 Comments

  1. Góður Pistill. Ég er einn af þeim sem lét mig dreyma um aðra menn, og var ekki sáttur við að Keane hafi verið aðal númerið í ár. En Þar sem hann er kominn stend ég 100% bakvið hann eins og alla hina í rauðu treyjunni. Ég vona líka innilega, eins og auðvitað allir poolarar, að Riera eigi eftir að auka breyddina og standa sig. En það er eitt sem ég verð að fá að vita….. varstu að horfa á swingtown?

  2. swingtown hahahaha en já góður pistill frændi alltaf gaman ad sja hvad tu getur bullad mikid um hitt og tetta bull og ekki en stadreindin er sú ad tetta ER og VERDUR okkar ár… mark my words bara svona til ad hafa tad einhverstadar a skrá tá munum vid vinna næst seinasta leik tímabilsins og sá leikur mun triggja okkur deildina en aftur a moti hef eg einhvern lúmskan grun á tvi ad vid munum skíta á okkur i tessum ridli meistara deildarinnar og sem svo sem eg væri alveg til í ad fórna ef madur gæti nu einusinni gert díl vid djofulinn og fengid ad vinna tessa helvitis deild einusinni og dottid ut i ridlum meistaradeildar en tetta er mín spá…. Höddi magg gerdu betur….. 😀 .!.

  3. Mjög flottar pælingar og nauðsynlegar í kjölfar þess að ég er persónulega ekki 100% sáttur við leikmannakaup og -sölur. Aðalpirringurinn í mér síðustu misseri hefur verið sá, að með nýjum eigendum áttum við að fá nóg af pening til leikmannakaupa (við = Rafa…) Við kaupum jú dýra leikmenn eins og Torres, Keane, Mascherano o.fl. – en það er leiðinlegt að sjá hversu miklu meira sum lið geta eytt í menn. Hver er nettó eyðslan fyrir bara þetta tímabil, kaup – sölur ? Það er sú tala sem mér finnst að fólk eigi að kíkja á þegar verið er að tala um hversu mikla peninga eigendurnir hafa viljað láta í leikmannakaup.

    Fyrir mér er líka sirkusinn milli Hicks, Gillett og Parry ekki horfinn, og ég er stundum með í maganum yfir þeim málum.

    Aftur á móti hef ég trú á Rafa og sérstaklega með endurkomu Sammy Lee, þá hef ég trú á meiri getu í deildinni. En um leið og trú mín eykst, þá eru önnur lið að styrkjast mjög mikið – og tímabilið getur orðið stórkostlega spennandi … og endað í gleði eða með vonbrigðum.

    Ég hef samt allan tímann verið að velta fyrir mér verði á sumum leikmönnum, og mér finnst Berbatov t.d. alls ekki 31 milljón punda virði. Og hver ætli hugsanagangurinn sé hjá Robinho? Hann var heitt númer hjá Real Madrid – einu af sterkustu félagsliðum allra tíma – og er núna kominn yfir í Manchester City!

    Ef peningarnir eru farnir að stjórna þankagangi sumra svo mikið að þeir eru til í að fara annað til þess eins að baða sig upp úr frægðar- eða vinsældarsólinni, þá verður mér hugsað til orða Benitez sem hefur ávallt sagt að hann vill fá menn í Liverpool, sem VILJA spila fyrir Liverpool. Og það er attitjúd sem ég dýrka. Hvort sem eigendum eða Rafa er að þakka, þá er verðmiðinn á sumum þannig að maður er hálffeginn að viðkomandi var kannski ekki keyptur … menn eiga fyrst og fremst að VILJA spila fyrir Liverpool, vera með hjartað á réttum stað …

    þrátt fyrir erfiða byrjun, þá tel ég að Kenae eigi eftir að blómstra í Liverpool, ég hef mikla trú á honum og Torres í vetur. Og þrátt fyrir að Degen sé meiddur, þá hefur maður séð attitjúd hjá honum sem er frábært. Og Dossena … hann er traustur … og á eftir að sannfæra mig eflaust betur í vetur. Ngog … flottur. Spurningarmerkin hjá mér eru Babel og Leiva.

    En með réttri blöndu og þessu margfræga “Liverpool-attitjúdi”, þá hef ég ekki misst trúna á að þetta verði árið okkar. Það nefnilega skiptir ekki máli hversu dýrir leikmennirnir eru (sjáið Real Madrid árin áður en þeir urðu meistarar 2007), það skiptir máli hvar hjarta leikmanna er og hugarfar.

    Trú og geta er til staðar á Anfield … nú er bara að vona að hugarfarið verði rétt og stemmt.

    Áfram Liverpool – það verður titill í ár!

  4. Vel mælt nýbakaði faðir!

    Ég er pirraður yfir því að stjórnin bakkaði Rafa ekki uppí Barry kaupunum og að enginn leikmaður í sama klassa og Torres/Mascherano kom til félagsins. Mér líður svolítið að Riera séu svipuð kaup og Pennant/Bellamy kaupin svona sætta sig við þriðju sætustu stelpuna. Vonandi mun hann stinga þessu beint ofan í mig en ljóst er að Pennant mun aldrei gera það.

    Skrtel og Mascherano voru frábær kaup og Keane hefur alla burði til að vera “legend” hjá okkur en Dossena, Degen og Riera eru óskrifað blað. Líklegast munu allir þessir þrír leikmenn spila mikið í vetur og ef þeir klikka þá erum við einungis með Babel, Arbeloa og Aurelio/Insúa til að taka við. Það eru allir leikmenn sem við þekkjum og enginn af þeim er í heimsklassa í dag (Babel og Insúa ennþá ungir).

    Þannig að ég er hvorki né, svolítið eins og íslensk veðurfar: ekki vetur né sumar en smá vor og haust.

  5. Flottur pistill Kristján Atli. Og til hamingju með föðurhlutverkið.. 🙂

    Það er ekkert annað en að bíða og sjá hvað kemur upp úr “bland í pokanum”. Pokinn er frekar súr en vonandi verður ekkert með ógeðsbragði.

  6. Kristján, þú gleymir einum lausum enda en það er Itjandje. Hann neitaði því að fara til Tyrklands í sumar og var svo endalaust að bíða eftir tilboði frá Frakklandi sem aldrei kom.

  7. Þessi pistill er nákvæm útskýring á því sem við Poolarar þurfum að ganga í gegnum. Við erum hreinlega á leið niður á við miðað við þá klúbba sem við höfum verið fyrir ofan síðustu 100 árin (+/- 70). Peningaskorturinn, eigendafarsinn og óvissa með framtíð Benítez getur gert mann gráhærðan og þegar við bætast kaup annarra klúbba á betri leikmönnum en við erum að kaupa þá hættir mér að lítast á blikuna. Doddi kemur reyndar inn á mjög áhugaverðan punkt, ljóst er að Berbatov og Robinho eru báðir wild-card kaup. Fyrir mér er Keane mun betri leikmaður en Berbatov – sem skorar bara á móti lélegu liðunum – og Robinho hefur sýnt það með þessum skiptum og dramanu í kringum að yfirgefa Real að hausinn á honum er ekki alveg skrúfaður rétt á.
    Hvað varðar okkar menn þá verða þeir Dossena, Degen og Riera allir spurningarmerki framan af vetri – og Keane þarf auðvitað að sanna sig líka og skora mörk. En eins og Aggi segir – þriðja sætasta stelpan á ballinu – það er ekki fjarri lagi.

  8. Magnús Agnar, þú verður að átta þig á því að þriðja sætasta stelpan er kannski best af þeim í bólinu og hentar þér kannski lang best þegar upp er staðið……..

  9. Mín skoðun er aðvið séum bara í ruglinu og verðum þar áfram.

    Leikmannamarkaðurinn
    Það er alveg augljóst að það er enginn peningur í kassanum og menn ná ekki einu sinni að loka sölum til að bæta í hann. Þessir leikmenn sem við erum að kaupa og maður hefur séð eru ekki að fara bæta liðið á morgun eða á næstunni, bæði Keane og Dossena hafa átt misjafna leiki, Keane er þó sá eini í öllu liðinu sem er að bjóða sig almennilega og hreyfa sig án bolta. Dossena er búinn að gera fjöldamörg mistök í bakverðinum og ég hef ekki enn sé tvo almennilega krossa í röð frá honum.

    Liðið
    Er að spila ömurlega og eru eins og eitthvað andskotans fótboltaspil. Menn eru svo djöfull staðir án bolta að það hálfa væri nóg og eins og ég sagði maður sér fyrir sér svona kalla fasta með gormi í fótboltaspili. Þessa síðustu fimm leiki höfum við ekki fengið eitt einasta dauðafæri sem kanski lýsir því sem við erum að gera.

    Þá koma þeir bjartsýnu og segja , en við erum með 7 stig og áfram í champ leauge… so fuckin what… liðið sökkar samt feitt og ég er alveg kominn með uppí kok. Maður er farinn að finna önnur lið til að horfa á til að halda geðheilsu, því það er örugglega skemmtilegra að skafa líkþorn af Olgu Farseth en horfa á þennan andskotans meðalmennskubolta.

  10. ArnarÓ, ég held að ég hafi talið í það minnsta þrjá fína krossa í röð hjá Dossena í síðasta leik. Sá leikur var reyndar með þeim skárri sem ég hef séð hjá honum og við verðum nú að gefa drengnum smá séns.

    Það tekur smá tíma fyrir menn að stimpla sig inn í varnarleikinn hjá okkur. Við getum sem dæmi tekið Skrtel hvernig hann var í fyrstu leikjunum hjá okkur og hvernig hann er að spila núna. Það er himinn og haf á milli.

  11. það er semsagt ekki hægt að taka mark á því sem Rafa segir. Hann sagði í sumar, að kaup á leikmanni kæmi skemtilega á óvart en það hefur ekki neitt komið SKEMTILEGA á óvart. Mannskapurinn er betra nú en á siðasta tímabili, þótt þeir hafi ekki birjað glimrandi, en það er að lagast.

  12. einsi, það er nú bara þannig að hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum fótboltaheimi. Rafa hefur örugglega sjálfur með ákveðnar & vonir en lítið fór eins og hann vonaðist eftir held ég.

    Við sjáum nú bara ágætis dæmi um það í gærdag hvað hlutirnir breytast hratt, hver hefði trúað því fyrir 2 dögum síðan að Man City ættu eftir að kaupa Robinho fyrir 30+ millur.

  13. Ég get tekið undir margt í pistlinum þínum Kristján. Ég skynja að þér líði eins og mér – svolítið beggja blands…. en samt bjartsýnn á gott gengi í vetur.

    Ég er í sjálfu sér ekki óánægður með hópinn. Í raun lítur hann bara vel út á pappírunum. Við höfum til að mynda sjaldan haft eins vel mannaða vörn. Það að missa Riise og Finnan er bara eitthvað sem ég hef óskað mér í mörg ár. Þeirra vandamál – eða ekki vandamál – var að þeir voru góðir – bara ekki nógu góðir. Hvorn um sig þurfti því að leysa af hólmi með heimsklassa bakverði og við höfðum því miður aldrei pening í það.

    Miðjan er líka ógnarsterk. Mascherano, Alonso, Leiva og jafnvel Plessis geta allir spilað inn á miðjunni. Masch. og Alonso munu væntanlega byrja en ég væri alveg til í að sjá Leiva spila meira í stað Alonso þar sem hann ógnar meira fram á við.

    Kanntarnar eru og verða okkar vandamál eða hvað? Með Gerrard, Babel, Kean, Riera, Kuyt og Benayoun erum við nú bara ágætlega settir. Miðja og sókn með Masch. aftastan, Alonso fyrir framan, Gerrard eða Kean á kanntinum eða frammi með Torres og svo Babel vinstrameginn er nú bara ansi sterk að mínu mati.

    Nú er bara eitt sem mér finnst skipta máli. Rafa verður að leyfa mönnum að spila saman. Rótera sem minnst eins og hann virðist byrja tímabilið á og ákveða strax hvar hann ætlar að spila Gerrard. Ef liðið smellur saman strax og við erum í séns um jólin þá gæti þetta tímabil orðið mjög skemmtilegt. Við getum stillt upp fínum byrjunarliði og bekkurinn okkar er betur mannaður en oft áður.

    Það að vinna síðustu leiki án þess að vera að spila vel sínir að mínu viti að við erum á hárréttri leið. Þetta lið á mun meira inni en það hefur sýnt. Kannski er þetta einmitt munurinn frá fyrri árum þar sem það var nánast örugt að við töpuðum leikjum ef við spiluðum illa. Nú er bara að vona að við sleppum við meiðsli og Torres og Gerrard jafni sig sem fyrst.

    Koma svo – áfram Liverpool!

  14. Flottur pistill KAR. Ég sat yfir gærdeginum og undir lok hans var ég ansi deprímeraður eins og sást á lokaorðum pistilsins! Ég hins vegar veit satt að segja ekki hvernig mér líður í dag
    Ensk knattspyrna hefur í dag engin tengsl við raunveruleikann og ég ætla að rökstyðja það einhvern næstu daga í pistli. Það að nú hafi menn keypt Manchester City sem ætla sér að eyða meiri peningum en Roman tel ég að eyðileggi markaðinn. Upphæðir á markaðnum eru hreint bull. Berbatov t.d. – 31 milljón!!!!!! Robinho sem ekki hefur getað mikið hjá Real enn meira. Gareth Barry til sölu á 18!!!
    Ég hef trú á því að Roman hafi reiðst mikið í gærkvöldi og hvað þá í janúar þegar Abu Dabi gæjarnir byrja að eyða fyrir alvöru, í janúar og svo í sumar. Það að Robinho fór til City sýnir bara það að leikmenn eru tilbúnir að fara hvert sem er fyrir pening, sem auðvitað er að mörgu leyti skiljanlegt. Verð á góðum leikmönnum sem fara til Englands mun bara hækka held ég…. Barry fer til City í janúar fyrir 20 – 22 milljónir spái ég, því Mark Hughes hefur tjáð sig um það að hann sé toppleikmaður og vissulega þarf hann nýjan mann fyrir Hamann.
    Þetta gerist allt þegar stærsta fjármálakreppa sögunnar síðan 1930 er í gangi!!!
    Svo er það spurningin. Hversu mikið vit verður í klúbb eins og City. Ég hef áður sagt og segi enn að ég öfunda Chelsea EKKERT af Roman. Ég elska klúbbinn minn fyrir það sem hann hefur staðið fyrir og því oftar sem ég fer á Anfield er ég sannfærðari um það að vinnubrögð eins og á Stamford myndu aldrei virka þar.
    Hins vegar vonaði ég heitt að “deadly duoið” hið ameríska ætti NÆGILEGA mikinn pening til að eyða í liðið OG skildi sál liðsins. Það er ljóst að svo er ekki í dag allavega.
    Aston Villa eyddi rúmlega 55 milljónum punda í sumar og seldi fyrir 5 milljónir. City eyddi sennilega um 90 milljónum punda í það heila en seldi fyrir um 20. Við eyddum fyrir um 40 milljónir og seldum fyrir rúmlega 20 milljónir.
    Haldið þið að við aukum bilið með svona kaupum??? Chelsea og United vissulega að eyða svipað og við en við skulum ekki gleyma að þar fóru 2 bestu lið Englands og Evrópu.
    Hins vegar er Villa leikfang Randy Lerner, City leikfang Abu Dabi Group – alveg eins og bjórvömbin Ashley og KR-ingurinn Björgúlfur eiga leikföng. Þau leikföng hafa klárlega sprungið á limmunni og nú er að sjá hvort að Villa og City fara sömu leið eða hvort að þeim tekst að komast upp í topp fjögur hópinn og ryðja þar út einu eða tveimur.
    Hins vegar erum við ekki að fara verst út úr sumrinu. Ég skil ekki hálfa únsu hugsun Arsene Wenger og ég spái því að þetta sumar sé byrjun á endalokum samstarfs David Moyes og Everton. Nóg í bili, meira í pistli þegar maður aðeins nær áttum…..

  15. Mér finnst bara málið það að þetta er ekki lengur spurning um peninga – við erum alveg með ágætan hóp. En málið er hinsvegar að þessi hópur er að spila ömurlega, engin hreyfing án bolta og algert hugmyndaleysi framá við. Ég var persónulega að vonast eftir einhverjum ungum creative spilara sem gæti bætt þetta lið verulega.

    En það að menn hreyfi sig ekki án bolta er bara rugl, og það getur hver sem gert. Það er það sem ég skil ekki. Boltinn fer upp hægra megin til baka og yfir og upp vinstra megin – það er aldrei færsla í gegnum miðjuna nema þá að hann komi af kanti á miðju og svo til baka.

    Þegar það vantar að menn hreyfi sig verður svo auðvelt að verjast. Svona álíka og að ætla að verja keilur fyrir keilukúlu. Þú veist nákvæmlega hvar kúlan kemur.

    Ég er farinn að hallast að því að Rafa sé bara týndur í einhverjum varnarpælingum og ekki hjálpar að taka svo Sammy Lee DMF og Pellegrini DC sem aðstoðarmenn. Maður hefði viljað fá einhverja menn með reynslu í sóknarleik í þessum stæðum.

    Pæliði í því 5 leikir, 0 dauðafæri, Torres hefur fengið 0 bolta að moða úr.

  16. Hópurinn á alveg að vera nógu sterkur til keppa um titilinn. Nú er bara spurning hvernig Rafa og co tekst að vinna úr þessu. Ég blæs á peningaleysi og það að Rafa hafi ekki getað keypt almennilega leikmenn. Han VALDI að borga rúmar 35 mills f. 3 leikmenn. Keane, Riera og Dossena. Við hljótum að gera kröfu um að þessir gaurar geti eitthvað og bæti liðið! Okkar world class signing þetta árið var Mr. Keane og það veltur auðvitað mikið á honum hvort liðið nær markmiðum sínum – Rafa ákvað að setja flest eggin í írsku körfuna þetta árið og þó maður sé pínu efins þá verður maður að gefa honum ásamt hinum andlitunum séns.
    Punkturinn er sá, við þurfum ekkert að vera að væla yfir því að Rafa hafi ekki fengið að kaupa neitt. Það eina var að hann fékk ekki að kaupa Barry á bull-verði og okkur vantaði miklu frekar mann eins og Riera á vænginn heldur en Barry, sem er enginn vængmaður. Ég er til í Barry, en hann kemur í janúar eða í vor fyrir miklu minni pening.

  17. Þessi rök þín Arnar eru alveg ágæt en þurfa að skoðast í samhengi samt! Rafa vildi setja Barry inn í liðið og það sem aðalmann. Líkt og stundum áður, Simao, Abidal og Malouda t.d. fékk hann ekki nægan stuðning til að fá “sinn” leikmann heldur skilaboð um að finna annan ódýrari. Þess vegna varð hann fyrsta tímabilið að kaupa Nunez og síðan t.d. Pennant, Bellamy og Aurelio. Vel getur verið að við segjum í dag eins gott í einhverjum tilvikum en staðreyndin er sú að hann hefur ansi lengi þurft að velja “ekki besta kostinn”.
    Í sumar þurfti að styrkja vinstri bakvörðinn og vinstri vænginn. Hann hugðist kaupa Barry auk Dossena og nota Leto. Þegar svo Leto gekk úr skaftinu fannst mér enn meiri ástæða til að kaupa Barry OG fá annan vinstri vængmann.
    Skilaboðin? Við eigum 10 – 12 milljónir til að versla fyrir Rafa minn…..
    Hvað gerði hann? Jú, hann fór að leita fyrir sér og fann spænskan landsliðsmann sem áður hefur spilað á Englandi og átti engan afgang til að kaupa annan leikmann!
    Enda hefur Rafa tvö síðustu ár einbeitt sér að því að finna óslípaða demanta sem svo eiga að skila liðinu áfram. Líkt og Arsene Wenger.
    Liðið okkar í dag inniheldur nú þegar “næstbestu” kosti, eins og Arbeloa (ekki Dani Alves) og Alonso (ekki Barry), auk þess að hafa verið án 7 fastamanna lengst af undirbúningstímabilsins. Ef spilamennskan lagast ekki á næstu 4 – 6 vikum verð ég sammála þér, EN í því samhengi að stjórn og eigendur hafa ekki náð að styðja stjórann eins og hann á skilið.
    Vissulega aðeins skár en Moores, en ekki líkt stuðningi við United og Chelsea áður, eða Villa og City nú……

  18. drengir verið rólegir, með þann mannskap sem við vorum með í fyrra skoruðum við flest mörk allra liða í öllum keppnum.Og menn hljóta að vera sammála að við erum með betri mannskap nú.Það sem hefur sett stórt strik í reikningin eru meiðsli lykilmanna og Peking við höfum enn ekki getað stillt upp okkar sterkasta liði og missum svo Torres útaf gegn AV eftir 25 mín.Mér finnst öll þessi umræða hér undanfarið vera ansi ósanngjörn í garð Rafa og strákanna.

  19. og eitt í viðbót nr.17 Riera er að koma á 5,5 m punda þannig að þetta eru nú ekki rúmar 35 m punda

  20. Það er eins hjá mér og nokkrum öðrum hér inni ég hef mjög blendnar tilfinningar til kaupa sumarsins. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort Dossena, Riera og R. Keane ná að bæta liðið það mikið að bilið milli manu og Chelski hverfur eða verður minna en í fyrra. Persónulega var ég mun spenntari fyrir kaupum LFC síðasta sumar, TORRES, Babel, Leiva og Benayoun. Af þessum leikmönnum hefur einn heldur betur staðið undir væntingum og tveir lofa góðu fyrir næstu tímabil. Í fljótu bragði ætti R. Keane að vera okkar stærsta viðbót við liðið í dag. En eins og leikirnir hafa spilast það sem af er þá gæti aðlögun hans tekið lengri tíma en maður hafði vonað.

    Eins og margir hér inni þá taldi ég mesta þörf á að kaupa í sumar góðan kantmann/menn, en mér varð ekki að ósk minni (þó með fyrirvara um Riera), ég hefði vilja sá Silva fyrir 20 plús mill. punda eða álíka góðan kantmann. Ég er mjög hræddur um að í okkar bestu uppstillingu í vetur muni R.Keane spila út úr stöðu á öðrum hvorum kantinum og Gerrard verði fyrir aftan Torres.

    En rétti tímin til að dæma getu leikmanna er í lok leiktíðar þegar árangur vetursins er gerður upp. Vonandi verður við nær topp 2, en því miður þá held ég að bilið milli þeirra og LFC sé ennþá talsvert.

    Kv
    Krizzi

  21. Þó að ég sé enginn sérstakur aðdáandi Robinho og því síður Real Madrid þá kom þessi sala á honum ekkert out of the blue (fyrir utan það að hann fór til City..). Robinho var mjög reiður yfir því að Real var búið að eyða öllu sumrinu í að reyna að nota hann sem skiptimynt upp í C.Ronaldo-dílinn við Man Utd og það var ekki fyrr enn eftir að það var morgunljóst að það myndi ekki gerast sem forráðamenn Real töluðu loks við Robinho um að vera áfram.
    Vafalaust hefði Robinho mun frekar vilja fara til Chelsea en þegar það voru 5 mín í deadline þá hefur hann væntanlega frekar viljað taka fúlgur fjár hjá City en að sitja upp hjá Real þar sem hann var búinn að brenna allar brýr að baki sér eftir blaðamannafund sem hann hélt á sunnudaginn.

  22. Maggi – alveg sammála. En hvernig stendur á því að liðið er gersamlega snautt allri sköpunargleði framávið ? Ef það var ekki nægur peningur til að kaupa Picasso, var ekki heldur nóg til að kaupa Kjarval ?

    Og burtséð frá skapandi þættinum. Horfiði af einhvern af þessum fimm leikjum aftur. Fylgisti með færslunum á miðjumönnunum þegar við erum með boltann. Það er eins og þeir séu á einhverjum ósýnilegum teinum sem liggja í kross. 15 m í hvor átt og miðjan er þar sem þeir byrjuðu þegar það var flautað til leiks. Við erum að spila alltof ferkantað og það er bara svo auðvelt að verjast því að það hálfa væri nóg.

    Ég get ekki séð hvernig það að við séum að spila ferkantað geti komið frá stjórninni. Eða því að Rafa fái ekki að kaupa nógu dýra leikmenn osfrv. Þetta er augljóslega það sem lagt er upp með af Rafa og Co. Þessi ofuráhersla á að halda stöðum, halda svæði, vera fyrir aftan boltann er að gera það að verkum að menn þora ekki að hreyfa sig. Þora ekki að fara fram, og þora því ekki að taka einhver skynsamleg hlaup.

    Í seinni leiknum á móti Standard þá gátu menn ekki spilað tveim sendingum skuldlaust. Það var einfaldlega vegna þess að sá sem var með boltann hverju sinni hafði 0-1 mann að gefa á. Og af hverju, jú það stóðu allir einsog keilur og biðu eftir að fá boltann í lappirnar til að gefa á næstu keilu. Þegar Alonso á miðjunni hefur 0-1 mann að gefa á getur hann ekki verið creative, því það er engin hreyfing til að vinna með. Svona einsog að láta Picasso mála án þess að hafa striga.

  23. Þetta er einmitt málið allt svo niðurbundið hjá hr. Benitez að ekkert óvænt má gera inni á vellinum og ef mönnum verður það á að taka óvænt hlaup út úr stöðu þá eru þeir umsvifalaust teknir til baka með harðri hendi. Auðvitað á hann stærstu sökina á spilamennsku liðsinns. prikin sem ég gaf honum í vor fara hratt minkandi. Leiva og Benayoun hafa ekki hrifið mig en rétt kannski að gefa Leiva séns en Benayoun verður aldrei þess verður að klæðast rauðu treyjunni og það hefði átt að selja hann í sumar þegar honum var sýndur áhugi. Skil ekki af hverju hr Benitez var að kaupa Riera þegar hann hefur margoft sýnt að hann kann ekkert með vængmenn að fara.

  24. Benni þarf að bæta smá creative stjórnun við vísindastjórnun sína þar sem alllt er kortlagt og leikmenn minna eilítið á forrituð vélmenni…við skulum samt ekki taka hann af lífi strax! Ég ætla að gefa honum séns þrátt fyrir ömurlega spilamennsku það sem af er hausti. Ég trúi því að hann nái að pússla þessu liði saman. Hann muni gefa þeim aðeins lausari taum og leggji áherslu á aukna leikgleði…tveir þættir sem ég tel oft hafa skort síðustu ár.

  25. Smá athugasemd við pistilinn sem ég er að öðru leyti nánast algerlega sammála. Það er nú varla hægt að segja að Tottenham séu búnir að spreða miklu. Þeir eru búnir að selja Robbie Keane og Berbatov fyrir rúmar 50 milljónir punda samanlagt. Þar að auki kom peningur í kassann fyrir þá Paul Robinson, Younes Kaboul, Steed Malbranque og Anthony Gardner. Samtals gerir þetta væntanlega einhvers staðar yfir 60 milljónir punda.

    Þó þeir séu búnir að kaupa mikið þá efast ég um að það nái nema rétt að skríða yfir þessa upphæð. Það fer væntanlega eftir því hvað þeir keyptu Gomes markvörð á:

    TOTTENHAM HOTSPUR:
    Keyptir: John Bostock (Crystal Palace, £700,000), Heurelho Gomes (PSV Eindhoven), Luka Modric (£15.8m), Giovani dos Santos (Barcelona, £4.7m), David Bentley (Blackburn, £15m), Cesar Sanchez (Real Zaragoza), Roman Pavlyuchenko (Spartak Moscow, £13.8m), Vedran Corluka (Manchester City, £8.5m), Fraizer Campbell (Manchester United, lán).

    Seldir: Pascal Chimbonda (Sunderland), Paul Robinson (Blackburn, £3.5m), Teemu Tainio (Sunderland), Joe Martin (Blackpool), Robbie Keane (Liverpool, £20.3m). Anthony Gardner (Hull City, £2,5m), Steed Malbranque (Sunderland), Jake Livermore (Crewe, lán), Younes Kaboul (Portsmouth), Leigh Mills (Gillingham, lán), Charlie Daniels (Gillingham, lán), Tomas Pekhart (Southampton, lán), Young-Pyo Lee (Borussia Dortmund), Dimitar Berbatov (Manchester United, £30.75m).

    (heimild: visir.is)

  26. ArnarÓ, Þórhallur Jónsson og fleirri. Liðið undir stjórn rafa var að spila fínan bolta í fyrra vetur. t.a.m. það lið sem skoraði flest mörg allra liða. Væntalega hafa leikmennirnir ekki náð þeim árangri með því að standa kyrrir heilu og hálfu leikina.
    Vandamálið liggur annarstaðar en að Rafa hafi fengið einhvern varnarfettis í sumar.

  27. Raffa hefur alltaf verið með varnarfettis. Liðið byrjaði mjög vel í fyrra haust síðan kom hörmungarkafli sem fór með tímabilið. Liðið kláraði svo tímabilið ágætlega. Það voru fyrst og fremst 2 leikmenn sem drógu vagninn. Vandamálið liggur hjá Raffa fer aldrei ofan af því. Maður sem sættir sig við jafntefli á móti Aston Villa hefur ekki það sem þarf.

  28. Auðvitað ætlumst við til betri fótbolta á næstu vikum. Ekki misskilja mig með það. En mér finnst of snemmt að hálshöggva nokkurn varðandi það.
    Stend algerlega við það að ef að liðið gerir ekki atlögu í vetur þá þarf að leita að þjálfara. En hver verður tilbúinn til að vinna á Anfield fyrir þá sem ráða þar núna þegar það er borið saman við önnur lið á Englandi?
    Ég hef svo núna verið að lesa um nýja eigandann hjá City. Hann er tilbúinn samkvæmt netinu að bjóða 120 milljónir í Cristiano Ronaldo og SVO fara í Torres og Fabregas.
    Hann segist ætla að spila í Meistaradeildinni næsta haust og stefnir á að kaupa 18 (ÁTJÁN) leikmenn fyrir næsta tímabil. Byrja í janúar á 6 – 8 og klára málið næsta sumar.
    Robinho er orðinn launahæsti leikmaður sögunnar, með 160 þúsund pund í vikulaun. Talað er um að hann sé tilbúinn að tvöfalda þau laun í tilvikum hinna þriggja.
    Eru menn í alvöru talað að ræða um það að innkoma svona manns sem eyðir svona eins og kona í skóbúð muni ekki hafa áhrif????
    Halda menn að Chelsea og United standi bara og horfi á MANCHESTER CITY kaupa á næstu 12 mánuðum ÁTJÁN af bestu leikmönnum heims???
    Held bara ekki.
    Staðreyndin er bara sú að á meðan að við náum ekki að kaupa nema í mesta lagi einn 20 milljón punda mann á ári og þurfum svo að kaupa 3 – 5 aðra fyrir ca. 30 milljónir verðum við held ég í litlum séns. Chelsea og United munu ná því í bili, en svo held ég að versni í því.
    En hvort þetta er sá raunveruleiki sem ég vill. Í dag segi ég alfarið nei. Mér finnst þessir nýju eigendur City vera ofdekraðir rugludallar sem eru þarna að stúta lífríkinu sem er enski boltinn. Þegar maður sér svo meðferð bjórvambarinnar Mike Ashley á Kevin Keegan til að koma jámanninum Dennis Wise til áhrifa verður mér beinlínis óglatt.
    Svona fótboltahugsun finnst mér beinlínis árás á áhugamál mitt, enska boltann. Ef að okkar skref verður að finna skrilljóner sem byggir ekkert upp í kringum félagið heldur kaupir tilbúna leikmenn á hundruðir milljóna og borgar þeim svívirðilega há laun í nokkurn tíma, til þess svo að fara þegar viðkomandi nennir ekki meiru???
    Nei takk. Ómögulega.

  29. Enn er maður vonsvikin með kaup benitez. Þótt Keane sé MJÖG góður leikmaður, þá held ég að fyrir rúmlega 20 millur sé hægt að fá betri leikmann. og svo eru það 16 milljónir fyrir riera og dossena það er hægt að kaupa miklu betri leikmenn fyrir þessa upphæð. Eins og sést þá erum við alltaf að eltast við sömu leikmenn og west ham og fleiri lið. Í staðin eigum við að vera að eltast við sömu leikmenn og þessi svokölluðu stóru lið á englandi. Ég er samt mjög bjartsýnn á þetta season og ég held að þetta verði barátta milli okkar og chelsea. og svo rimma eigi eftir að klárast á síðustu leikjunum . Ég ætla að segja að við lendum í 2. sæti 2 stigum á eftir chelsea

  30. Ég spái því hér með að allt fari til fjandans hjá Liverpool frá og með þessu sísoni. Að við náum ekki inn í meistaradeildina og að meistari Gerrard missi þolinmæðina loksins. Einhvernvegin sé ég ekki annað í kortunum. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessu en þú spái ég því að við fáum rassskellinn.

  31. já Macca.. þetta er það sem ég er búin að vera segja lengi! Burtu með Benitez, maðurinn er gjörsamlega útað skíta í leikmannakaupum! Hvað eigum við að lifa lengi á þvi að hann lokkaði Fernando Torres til okkar! ..er maðurinn ekkert að grínast með þessi kaup í sumar ásamt Pennant, bellamy, crouch, kuyt, sissoko oog svo má leeengi telja!! og já eitt enn.. ætlar maðurinn bara að kaupa endalaust af spánverjum??? Og einhverjar varaskeifur í landsliðinu t.d Degen, Dossena, Alonso og svo framvegis! Eru við virkilega að verða litla liðið í liverpool borg spyr ég nú bara?? Burtu með Benitez og það straxxx!!

  32. Er það Benitez að kenna að hann fái ekki að kaupa þá sem hann vill? Þetta eru afskaplega furðuleg komment mörg hver. Greinilegt að Benitez þarf því miður trekk í trekk að sætta sig við leikmenn sem eru ekki fyrsti kostur. Sbr. Barry, meðan hann fær ekki að búa til liðið eftir sínu höfði þá er erfitt að sakast við hann. Hann er klárlega okkar best kostur og ef við verðum í baráttunni í kringum jólin þá er hann á réttri leið. En það er ljóst að það verður við ramman reip að draga ef að city verður að nýju Chelsea liði. Deildin er einfaldlega að verða sterkari og fjársterkari aðilar þurfa að koma að þessu.

  33. Það er ekki oft sem maður verður algjörlega kjaftstopp yfir heimskulegum kommentum, en ég verð að viðurkenna það að ég er það núna. Best að tjá sig ekki frekar um það.

  34. Liverpool hefur á árinu 2008 eytt 62,5 milljónu punda í leikmannakaup.

    Á þessu ári höfum við selt leikmenn fyrir 20,5 milljónir (sjá hér og takið janúargluggann með).

    Hvernig í andskotanum einhverjir spekingar geta fengið það út að það sé enginn peningur í kassanum er hreinlega ofar mínum skilningi.

  35. ShanksLegend greinir frá því á RAWK spjallinu að nú sé e-ð að gerast varðandi þessi eigendamál hjá Liverpool. Þó svo að þetta megi virðast sem sagan endalausa þá er þessi spjallverji mjög áreiðanlegur. Hann talar um að núverandi eigendur séu að átta sig á því að þeir geti ekki tekið klúbbinn neitt lengra og séu því tilneyddir til þess að selja og að DIC séu að undirbúa tilboð sem ætti að freista þeirra.

  36. Ég orðaði það kannski ekki nógu vel í pistlinum en ég var á engan hátt að gefa í skyn að Benítez hefði eytt fé illa í ár, né að hann hefði ekki fengið nægan stuðning til leikmannakaupa. Vissulega er það leiðinlegt að eigendurnir hafi á endanum talið verðmiðann á Barry of háan og því hafi Benítez ekki fengið sitt helsta target í sumar en þetta eru bisnessmenn og ef eitthvað kostar of mikið þá bara kostar það of mikið.

    Þið sem ætlið að segja að liðið sé í skítnum, horfið aðeins á nöfnin sem við höfum fengið til liðsins síðan Gillett & Hicks tóku við. Torres, Babel, Benayoun, Mascherano, Skrtel, Dossena, Keane, Lucas, varamarkvörður sem kostar 3.5m punda, og svo framvegis. Það er eitt að halda að þeir hafi kannski ekki gert nóg á leikmannamarkaðnum, en að halda því fram að þeir hafi ekki gert neitt til að bæta liðið er bara rugl og þvaður.

  37. Mér finnst þetta nú heimskulegasta kommentið hér inni…

    Það er ekki oft sem maður verður algjörlega kjaftstopp yfir heimskulegum kommentum, en ég verð að viðurkenna það að ég er það núna. Best að tjá sig ekki frekar um það.

    Veit ekki með aðra.

  38. Ég held að meirihluti manna sé á ferlegri svartsýni hérna.
    Klárlega er liðið ekki að spila frábæran bolta, það þarf ekkert að bergmálaþað í enn einni færslunni.
    Fékk Rafa það sem hann vildi á sumarmarkaðnum? Svarið er nei. Hann sá karakter í Barry sem hann vildi fá í liðið en verðmiðinn á þeim gutta var svo fáránlegur að hann er órættlætanlegur.

    Að mínu mati hefur verið keypt nokkuð skynsamleg á þessu ári. Ekkert rugl svosem, nema þá kannski Keane, þ.e.a.s. verðmiðinn. Auðvitað hefði verið gaman að fá þekktari leikmenn en það gerir liðið ekki endilega betra. Þið verðið að átta ykkur á því að Rafa er ekki að leita að nöfnum eða mönnum sem selja treyjur, hann er að klára að púslið sitt ef kenningarnar um 3ja stig eru réttar.

    Rafa er búinn að ákveða að mænan i liðinu samanstandi af

    Reina,
    Carrager/Skrtel,
    Gerrard
    Torres.

    Utanum þessa mænu byggir hann upp liðið. Rafa er orðinn trúr kerfinu sínu 4-2-3-1. En eins og er, hafa liðin lesið hann eins og moggann á morgun og því hefur ekkert gengið. En örvæntið ekki, það mun lagast. Bara spurning um smá tima og þá lagast þetta og verður mjög flott.

    Mun hópurinn styðja leikkerfið og gengur þetta upp? Mitt svar er líklega, svo fremi sem það komi meiri ógnun úr framliggjandi miðjumönnum/köntum. Það vantar þetta flæði leikmanna á milli staða, sem Arsenal náði á sínum tíma. Og ég er nokkuð viss um að það kemur, þegar Rafa áttar sig á því að heppilegasta samsetninginn er ekki að hafa Gerrard framliggjandi, heldur Keane.

  39. ArnarÓ, þér finnst sem sagt mikil speki felast í svona ummælum:

    “Burtu með Benitez, maðurinn er gjörsamlega útað skíta í leikmannakaupum! Hvað eigum við að lifa lengi á þvi að hann lokkaði Fernando Torres til okkar”.

    Þú um það…

  40. Mér finnst æði margir hér halda að þessi fótbólta heimur sé einhvers konar CM. Svo er ekki (!) nema í tilfelli olíubaróna úr austrinu.

    Hinsvegar hef ég trú á að kerfi Rafa komi til með að liðkast til. Ég er sammála ArnariÓ varðandi staðnaða spilamennsku en ég tel að þegar leikmennirnir slaki á frá staðsetningum úr bókinni smelli þetta fljótlega í þann gír sem liðið var í síðastl. vor. Sífellt færri viðbætur verða á hópnum ár frá ári og leikmenn sem fyrir voru ættu að eiga auðveldara með það að spila kerfi Rafa án þess að fara nákvæmlega eftir strikalínunum.

    Annað er líka að Rafa er enginn vitleysingur og hlýtur að sjá það sem við sjáum (!) þ.e. þessa stirðu sóknartilburði og ég treysti honum best til að lagfæra það (bendi enn á markatölu síðasta tímabils).

    … og að lokum…
    !!! YANKS OUT !!!

  41. þetta endar örugglega í enn einni baráttunni um meistaradeildarsæti! Veit nú ekki betur en að Benitez sé búin að kaupa nokkuð marga 10 mill punda leikmenn! afhverju ekki að kaupa einn sterkan á 20-30 mill pund? Það skilar sér í árángri! afhverju setur hann Ngog inná en ekki Babel? maðurinn sem alltaf talar um hversu mikilvægt það er að hafa reynslu úr enska boltanum.. en það sem pirrar mig mest.. er knattspyrnan sem hann leggur upp með! ekkert kantspil í gangi.. þessir 4 síðustu leikir minna mig einna mest á Houllier á sínum síðustu mánuðum með liðið! Það vantar meiri hraða í leikinn hjá liverpool svo einfalt er það!

  42. SSteinn, nei ekki mikil speki – en það mátti skilja á upphaflega commentinu að þessi þráður væri í heild rugl.

    ArnarÓ, þér finnst sem sagt mikil speki felast í svona ummælum:

    “Burtu með Benitez, maðurinn er gjörsamlega útað skíta í leikmannakaupum! Hvað eigum við að lifa lengi á þvi að hann lokkaði Fernando Torres til okkar”.

    Þú um það…

  43. Nei Arnar, það eru mörg fín ummæli við þennann fína pistil, þar með talin þín og er ég að mörgu leiti sammála því sem þú skrifaðir um hreyfingarleysi leikmanna liðsins. Ég var nú aðallega að vísa í comment sem snúa að því að allt sé farið til fjandans og að Rafa hafi bara ekkert vit á transfer málum og þar fram eftir götunum. Hefði mátt vera skýrari í þessu kommenti mínu, en mér fannst bara sjálfsagt að menn vissu hvað ég var að vísa í 🙂

  44. Steinn, ef það er spáð vondu veðri í veðurfréttum, finnst þér þá spáin heimskuleg?

  45. Nei Gunnar, en ef veðurfræðingurinn segir í veðurfréttum að í Reykjavík sé brjálað veður og ég fer út á svalir og veðrið er bara alveg hreint ágætt, þá finnst mér ummæli hans vera heimskuleg.

    Sé samt ekki hvernig hægt er að heimfæra þetta hjá þér yfir á bullkommentið varðandi leikmannakaupin.

  46. Skrifa Ummæli

    Við áskiljum okkur rétt til þess að eyða út ummælum af þessari síðu. Á það sérstaklega við allt skítkast, hvort sem er útí ritstjóra þessarar síðu, leikmenn Liverpool eða aðra lesendur Liverpool bloggsins. Á þetta sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

  47. Ég held mig við þessa spá mína í ummælum nr. 32: http://www.kop.is/2008/09/02/02.18.36/#comment-34873

    Ég spái því hér með að allt fari til fjandans hjá Liverpool frá og með þessu sísoni. Að við náum ekki inn í meistaradeildina og að meistari Gerrard missi þolinmæðina loksins. Einhvernvegin sé ég ekki annað í kortunum. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessu en þú spái ég því að við fáum rassskellinn.

    Gerrard er að verða pirraður already: http://www.teamtalk.com/football/story/0,16368,2483_4112349,00.html

  48. Ég held að þú sért alveg búinn að koma þessari dómsdagsspá þinni á framfæri Gunnar. Spurning fyrir þig ef þú vilt fara með þetta lengra, bara að kaupa auglýsingu í Fréttablaðinu.

  49. Mér fannst bara svo típískt þú að hrauna yfir hana og koma svo sjálfur með dómsdagsspá korteri síðar. Einhvernvegin allt rangt sem aðrir segja alveg þangað til að þú segir það líka… 😉

Torres frá í 2-3 vikur

Hvernig eigendur viljum við?