Ég verð að játa það að ég hafði ekki hugmynd um að Andrea Dossena væri í ítalska landsliðshópnum, enda minntist Babu ekkert á hann í sinni færslu um landsleikjahléð.
En allavegana, Dossena var í byrjunarlið Ítala gegn Georgíu í gær og var að sögn einn besti maðurinn á vellinum. Rafa segir um þetta:
>“It is good for Dossena to play for his national team because it will give him more confidence. We are happy with him because we know that he is a good player and he is working hard but we also know that he can get better.
>“He has done okay so far and he performed well in our last game at Aston Villa, but there is still more to come. It is not easy to come to a new country to play for a new club and to get used to their system, but Dossena is keen to learn and he will get better with more games and more time.”
Það er greinilegt að Rafa er ekki alveg ánægður með það sem Dossena hefur sýnt hingað til, en hann á klárlega mikið inni. Menn byrja ekki inná í vörn ítalska landsliðsins án þess að vera góðir leikmenn.