Þegar maður flettir í gegnum blöð dagsins eru þar tvær greinar sem ég rak augun í. Sú fyrri er á “official” síðunni og fjallar um Martin Skrtel. Sá sem greinina skrifar er gamli varnarjaxlinn Gary Gillespie, maður sem heilmikið gaman er að hlusta á, allavega finnst mér það eftir að hafa glápt á hann á Lfc.tv.
Hann ræðir það sem við erum öll að velta fyrir okkur, því að Skrtel virðist vera búinn að hirða plássið hans Agger í bili og telur það vera réttmæta ákvörðun því drengurinn sé nagli sem geti spilað. Hins vegar vissi ég ekki að hann hafi skorað svolítið af mörkum, m.a. með langskotum utan af velli. Hann skoraði 6 mörk í 113 leikjum fyrir Zenit og hefur skorað 5 mörk í 27 landsleikjum fyrir Slóvaka.
Ég viðurkenni alveg að mér leist EKKERT á byrjun drengsins á Anfield og að ég er verulegur aðdáandi Daniels Agger. En í dag er ég sammála þeirri ákvörðun að hafa hann í byrjunarliði, þó að ég myndi bráðum vilja sjá hann með Dananum í miðri vörninni. Vissulega eru þeir svipaðir, stórir og frekar hægir en ágætlega spilandi, en þeirra hæfileikar eru auðvitað eðalhæfileikar fyrir varnarmenn. Við allavega ættum ekki að hafa áhyggjur af hafsentastöðunni, með Hyypia fjórða kost og einn efnilegasta hafsent Breta, Jack Hobbs, á okkar bókum en núna fastamann í aðalliði Leicester City.
Hinn leikmaðurinn er umdeildari. Hérna vísa ég í ungan brasilískan miðjumann, Lucas að nafni. Í þessari grein koma fram efasemdir pistlahöfunds á Kopblog.com um hæfileika stráksins, sér í lagi eftir slakan leik á þriðjudagskvöld.
Mér fannst Lucas byrja flott á Anfield, t.d. frábær innkoma hans í Merseysidederbyið. Hann var einn fárra leikmanna sem eitthvað gat á móti H & W í bikarnum og þegar hann lék með varaliðinu bar hann af. Vandi hans í mínum augum er sá að hann er ennþá eilítill klaufi í leik sínum, brýtur af sér á vondum stöðum og er stundum “of graður” að reyna að vinna boltann.
En mér finnst yfirvegun hans á boltann fín og sendingagetan að aukast. Hann er að koma úr ólíkum heimi í brasilíska boltanum og því vill ég gefa honum þetta tímabil til að aðlagast. Það er alveg ljóst að auðvelt verður að selja hann ef við þurfum, því flest stórlið Spánar og Ítalíu vildu, og vilja fá hann til liðs við sig. Hann er enn afar ungur, á 10 ár hið minnsta eftir í boltanum og ég virkilega vona að hann stígi upp nú í vetur, þegar hann hefur lært tungumálið og á aðstæður í Englandi.
En ef hann er enn á sama stað í vor er bara að ná í pening fyrir hann og prófa Plessis eða Spearing næst……
Ég er algjörlega ósammála því að Agger og Skrtel séu hægir. Þeir eru vissulega enginn Torres eða Babel en þeir eru báðir skotfljótir að hlaupa af stórum og sterkum varnarmönnum að vera. Með þá báða í vörninni ættum við að geta spilað mun hærra á vellinum en annars og það gæti allavega verið mjög spennandi að sjá þá saman.
Sammála Hauki, Agger og Skrtel eru nokkuð fljótir og væri gaman að sjá þá saman í miðri vörninni og þá gefst möguleiki á að færa varnarlínuna aðeins framar á völlinn.
sammála HíR því af ollum okkar hafsentum eru teir orugllega fljotastir… ekki segja mer ad carra taki agger eda skitles á hlaupinu…. væri gaman ad sja tá en tó tad væri erfitt ad halda varnarkonginum carra ur lidinu en tad væri gaman ad fa ad sja hvernig tad kæmi út 😀
Ég er sammála að þeir Skrtel og Agger eru hraðari en Carra, en það er eitt sem þeir hafa ekki sem Carra hefur, hann er 100% stjórnadi í vörnini, les leikin frábærlega, það er fyrst og síðast Carra sem bindur vörnina saman. Ég er ekki að taka neitt af Skrtel og Agger og persónulega er Agger minn maður finnst hann frábær leikmaður en það verður ekki tekið af Skrtel að hann er að spila fanta vel núna… og það verður fráoðlegt að sjá hver uppstillingin verður á morgun… Einhverstaðr hafði ég líka lesið að Skrtel geti skorað mörk og ég er alltaf að bíða eftir að hann skori eftir hornspyrnu… kanski á morgun….vonadi.
Ég man ekki eftir mörgum atriðum ef þá einhverjum þar sem hraði Carragher er eitthvað vandamál. Jafnvel þeir fljótustu framherjar komast ekki framhjá honum.
hvaða heilvita púllara mæla með því að Carra fari út úr liðinu þannig menn vita ekki mikið um Liverpool Football Club !!!!!!!!!!!!!!
Agger er náttúrulega mjög fljótur, þess vegna getur hann brunað úr vörninni, eins og þruma, honum vantar bara snerpu, eitthvað sem skrtel hefur. Annars er ég sammála einhverjum þarna fyrir ofan, að carra er höfuðið í varnarleiknum og gefur hinum sjálfstraustið þarna. Lucas er að verða stórt spurningarmerki fyrir mig, en ég vona innilega að hann fari samt ekki. Jæja koma svo púllarar, við tökum þetta núna.. höldum áfram góðu gengi. YNWA.
Carragher er nefnilega miklu hraðari en við eigum allir von á, án gríns.. Eins og Hjálmar sagði þá man ég ekki eftir neinu momentum þar sem hraði Carragher hefur verið vandamál.
Ég var að enda við að lesa ævisöguna hans Carra og eftir að ég las síðustu blaðsíðuna og lokaði bókinni fór ég að kvíða deginum sem hann hættir meira en vanalega. Þessi maður er Liverpool through and through, eins og við vitum öll. Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir honum og vil ekki sjá það að Skrtel og Agger fari að mynda miðherjaparið okkar, ekki strax að minnsta kosti. Skrtel og Agger eru líka frekar ungir miðað við að miðherjar eru að toppa um þrítugt þannig að það er nægur tími. Þeir geta líka ekki tapað á því að horfa á Carra spila í hverri viku.
rosco shut up and read “væri gaman ad sja tá en tó tad væri erfitt ad halda varnarkonginum carra ur lidinu en tad væri gaman ad fa ad sja hvernig tad kæmi út :D” væri gaman ad sjá hvernig tad kæmi út!!! VARNARKÓNGINUM carra er fkn kongur eina sem eg sagdi var ad tad væri gaman ad sja hvernig teir kæmu ut hlið vid hlið tvi er tad ekki fkn planid teir eru badir ungir carra a nu ekki morg ar… og trust me veit sitt hvad um liverpool football club ekki annad hægt ef madur ætlar einhvad ad vera blóðtengdur og eiga samræður við KAR!! mhm tannig ad rosco .!.
Þetta er umfram allt ágætispæling sem ég er í meginatriðum sammála. Ég man vel eftir tveimur krítískum atriðum varðandi hraða bæði Carragher og Agger, Henry fíflaði Carra upp úr skónum hérna fyrir nokkrum árum og Drogba tók Agger í nefið á sprettinum, sennilega í hitteðfyrra. Það hef ég ekki enn séð gerast með Skrtel. En það er svosem engin skömm að því gagnvart þessum leikmönnum. Það er líka hlutverk annarra leikmanna liðsins að láta þá ekki lenda í þeirri aðstöðu, gegn fljótustu leikmönnunum að þeir þurfa að taka sprettinn á móti þeim. Þá er oft betra að bakka neðar.
Varðandi Lucas, þá tek ég undir það sem Maggi segir, hann er á trial í vetur. Hann verður þriðji djúpi miðjumaður og fær slatta af leikjum. Það er bara einfaldlega undir honum komið að standa sig og heilla Benítez og okkur stuðningsmenn. Virkar efnilegur allavega, en það gerði Sissoko líka.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Sammála Ingva #10 að það væri gaman að sjá þá Agger og Skrtel saman, en þá aðeins í leikjum sem skifta ekki máli,og ef Carr væri meiddur. En að öðru, skrítin klausa á MBL.is, en þar segir að Móri bíði spenntur eftir fyrsta stórleik í ensku úrvalsdeildini, a t h fyrsta STÓRLEIK?? Bíddu var hann ekki um síðustu helgi? þettað kalla ég móðgun í okkar garð, og sá sem skrifar svona ætti að skrifa í D V eða einhverjum svoleiðis snepli. En eflaust er þettað fengið utanlands frá.
Ég hafði nú alltaf talið hraða Carraghers sem einn af hans kostum. Tvímælalaust sá fljóstasti af hafsetnunum fjórum. Þarf einhver að vera hissa á því að Henry eða Drogba hafi einhvern tíman skilið hann eftir? Ekki hefur John Terry mikið að segja í hraðann á Torres.