Rakst á góða grein sem fjallar um hvaða lið var fyrst til að syngja lagið YNWA. Skemmtilegt aflestrar sem og ótrúlega góð myndbönd af Youtube fylgja greininni.
Rakst á góða grein sem fjallar um hvaða lið var fyrst til að syngja lagið YNWA. Skemmtilegt aflestrar sem og ótrúlega góð myndbönd af Youtube fylgja greininni.
Frábær grein og súmmerar upp svo mikið sem tengist þessu stórkostlega félagi okkar. Það er akkúrat þetta sem fær mann oft til að trúa, fær mann til að horfa á björtu hliðarnar þrátt fyrir 2 töpuð stig á heimavelli. Ég var einmitt staddur í Istanbul á Ataturk Stadium í hálfleik við svipaða líðan og kemur fram í greininni. Segir allt sem segja þarf:
YNWA
Gæsahúð…
Ég var nú svo lummó að ég var bara á Players en ekki í Istanbul(kenni minni fyrrverandi algjörlega um það, sérstaklega þar sem hún er ekki hérna til að mótmæla því)…en maður upplifði þetta vel á Players, þannig að ég get rétt ýmindað mér hvernig þetta var á vellinum sjálfur og í dag myndi ég gefa mikið fyrir að hafa upplifað þetta live.
25.05.2005 er klárlega besti dagur sem stuðningsmaður Liverpool svona í seinni tíð, mikið assgoti vona ég að þeir verði fleirri á þessu og/eða komandi tímabilium.
YNWA
Flottur linkur Aggi!
Nákvæmlega málið. Ég hef verið á Celtic Park á heimleik þeirra og það voru fáir sem sungu með þar.
Þetta snýst nefnilega um það að þetta er okkar lag alla daga alls staðar. Þess vegna er það okkar lag, sama hver söng það fyrst….