Þar sem að ég hentist í pirringspóst eftir Stoke slysið um helgina fékk ég athugasemdir um það að við værum í svipuðum málum og önnur stórlið með að lenda í vandræðum með lítil lið ákvað ég að eyða öðrum pirringi í gær, vegna íslenska boltans, í að skoða hvort ég væri bara að vaða reyk, því þetta var í alvöru mín tilfinning.
Ég ákvað að afmarka mig við það að skoða hvernig „stóru“ liðin fjögur hafa staðið sig gegn þeim liðum sem hafa fallið viðkomandi tímabil. Ég byrja árið 2004-2005, það ár vann Chelsea meistaratitilinn en við enduðum í fimmta sæti – langt á eftir hinum.
Það ár féllu Norwich, Southampton og Crystal Palace. Hámarksárangur er 18 stig út úr þeim sex leikjum. Útkoma stóru liðanna?
Chelsea: 18 stig, Manchester United 13 stig, Arsenal 12 stig og Liverpool 12 stig.
Auðvitað var þetta fyrsta ár Benitez og hann alls ekki kominn með tök á ensku deildinni. Enda var mikið um það rætt að hann vantaði aðeins touchið.
Árið 2005 – 2006 féllu Birmingham, W.B.A. og Sunderland, við vorum með 82 stig, einu minna en United og níu stigum minna en Chelsea. Útkoma stóru liðanna?
Manchester United 18 stig, Arsenal 18 stig, Chelsea 16 stig og Liverpool 14 stig
Næsta leiktímabil eru það svo Sheffield United, Charlton og Watford sem að falla, við endum í þriðja sæti, langt á eftir United og Chelsea. Úkoman þá?
Manchester United 18 stig, Chelsea 18 stig, Arsenal 15 stig og Liverpool 14 stig.
Á síðustu leiktíð féllu svo Reading, Birmingham og Derby. Þar endum við með 76 stig og erum sjö stigum aftan við þriðja sætið hjá Arsenal, níu á eftir Chelsea og ellefu á eftir United. Útkoman gegn fallliðunum er eftirfarandi:
Chelsea 18 stig, Manchester United 16 stig, Arsenal 14 stig og Liverpool 11 stig.
Ef við umbreytum þessum fjóru síðustu leiktímabilum í eitt og reiknum út prósentuhlutfall stóru liðanna fjögurra gegn þeim liðum sem hafa fallið lítur tafla þeirra svona út:
1.sæti Chelsea 97,2%
2.sæti Manchester United 84,7%
3.sæti Arsenal 77,8%
4.sæti Liverpool 70,8%
Semsagt, Chelsea sker sig algerlega úr. Síðustu fjögur ár hefur liðið einungis gert eitt jafntefli gegn fallliðunum en unnið alla aðra leiki. United kemur töluvert á eftir, þá Arsenal sem stendur aðeins ofar en Liverpool.
Auðvitað væri hægt að útvíkka þessi litlu lið meira, en einhvers staðar verður að draga mörkin. Auðvitað er t.d. ekkert víst að Stoke falli úr deildinni og úrslit leiksins frá helginni haldi áfram að draga okkur niður í þessari tölfræði, en þetta var ástæða þess að ég gargaði upp yfir mig á síðunni. Ég tel þessa tölfræði styðja mitt mál!
En ég tel þarna vera eina veika hlekkinn á okkar góða framkvæmdastjóra og ég get fundið grilljón jákvæða pistla um breytingar til batnaðar frá því hann tók við skútunni af Houllier karlanganum. Ég var líka glaður að sjá ummæli hans á opinberu síðunni þar sem hann talar um að við þurfum að vera ákveðnari og nákvæmari í sóknarleiknum. Þar tekur hann líka undir orð mín varðandi það að Torres sé ekki kominn í stand, enda fáránlega mikið búið að ganga á í hans lífi undanfarið ár.
Ég treysti því bara að þegar að Hull, Wigan, Fulham og fleiri lítil mæta með rútuna á Anfield finnum við leiðir fyrr og öruggar framhjá áætlunarbifreiðinni.
Því með virðingu fyrir því að miklu máli skiptir að vinna stóru liðin, þá skiptir ÖLLU máli að hirða þrjú stig gegn smáliðunum í deildinni ef árangur á að nást!
Sýnir þetta ekki bara að við erum ekki með nógu góða leikmenn í að brjóta upp varnir andstæðinganna þegar þeir pakka í vörn…hvorki nógu góða leikmenn né nógu gott leikskipulag í sóknarleiknum, einhver samblanda af þessu tvennu.
Það er algjörlega krúsíal að vinna þessa “litlu” leiki því þau stig telja í lokin eins og Maggi sýnir svo vel. Þetta er eitthvað sem Benitez og leikmennirnir bara verða að laga og það strax, annars fer titilbaráttan á sama veg og undanfarin ár.
Tvær ástæður.
Lítið flæði í leik okkar og lítið hugmyndaflug.
Þetta þarf að laga.
En mjög góður póstur, mikilvægar pælingar.
Til að hafa þetta skothelt (þar sem óvíst er hvaða lið falla á þessu tímabili) gætiru tekið saman árangur gegn nýliðum deildarinnar. Væri fróðlegt að sjá það ef þú nennir meiri rannsóknarvinnu 🙂
Af þessari tölfræði má segja að 16 stig sé lágmark. Og fyrst Stoke fer lóðrétt niður aftur þá erum við strax búnir að missa þau stig sem “við megum missa”.
Ég er annars á því að leikmenn hafi almennt staðið sig vel því atgangurinn var svo mikill, fyrir utan að pota boltanum í markið. Einnig er að mínu mati lítið hægt að kvarta yfir uppstillingu, því liðið spilaði 2-3-5 mestallan leikinn. Það var einfaldlega uppselt á útihátíðina í vítateig Stoke.
E.t.v. hefði maður reynt að koma fleiri stórum mönnum inn í teig, en þetta var bara einn af þessum fáránlegu leikjum.
Þetta er sláandi mikill munur og segir okkur það að þessir svokölluðu stóru leikir eru ekki af eða á heldur leikirnir gegn liðunum í botn 5.
Flott úttekt og já eins og ég sagði þá hélt ég að munurinn væri minni. Ótrúlega sterkur árangur hjá Chelsea.
24 skot ekkert inn í markið?
það hlýtur að vera skotæfing hjá mínum mönnum út vikuna:)
Kvata yfir einu marki sem var dæmt af, þegar við áttum að skora að minnsta kosti 2 til 3 mörk á móti Stoke.
Mér fannst verst að sjá alltaf hraðar sóknir enda á því að Babel reyndi að sóla 3 menn og tapaði boltanum.
Skotæfing?
Hvernig væri að byrja á því að æfa hornspyrnur? Ég efast um að mörg lið skapi jafnlitla hættu úr hornum einsog Liverpool.
Framherji, er þetta ekki meira á heimavelli í leikskýrslunni ? 😉
Annars góð samantekt Maggi en döpur niðurstaða og ég gæti trúað að þetta sé ekkert skárra ef litið er lengra aftur í tímann. Leikurinn gegn Stoke er samt enginn heimsendir, við vorum langtum betri í leiknum og hefðum unnið í 9 af hverjum 10 skiptum (eða bara með öðrum dómara). Það er mikil bæting frá t.d. Birmingham leiknum í fyrra eins og einhver benti á og auðvitað fáránlegt að fara örvænta strax í sept.
Hvað varðar árangur Chelsea á hinn bóginn þá er hann auðvitað hreint út sagt magnaður og sýnir ágtlega hvað þessi toppbarátta er orðin mikið sterkari núna. Chelsea virðist misstíga sig afar sjaldan og líta ekki út fyrir að ætla að taka upp á því í ár.
Ég fagna þessari umfjöllun Maggi, eftir óheyrilegan fjölda af vitlausum póstum eftir Stokeleikinn. Þú sýnir okkur hérna svart á hvítu hvað það er sem hefur verið að plaga okkur undanfarin ár. Það er klárlega þetta og svo leikirnir við efstu liðin. Gaman væri að taka saman árangur okkar gegn liðunum næst fyrir neðan okkur síðustu árin, hann er þá eflaust mjög góður þar sem þau lið reyna að halda boltanum og sækja og þá nær pressuvörnin að njóta sín hvað best.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Flott samantekt – takk fyrir hana.
Fyrsta árið undir stjórn Rafa get ég ekki séð að leikirnir á móti litlu liðunum hafi ráðið úrslitum að neinu leyti, nema að við hefðum endað fyrir ofan Everton. Næsta ár hefðum við jú endað ofar en Manure og það hefði verið sætt (þá hefði ég ekki tapað bjórkassa til frænku minnar!). Þriðja sísonið hefði ekki skipt máli sætalega séð í deildinni. Og á síðasta keppnistímabili erum við sjö stigum á eftir Arsenik og töpum sjö stigum á móti þessum liðum.
Þetta eru sláandi tölur, en gegn þessum þremur fallliðum þessi fjögur ár, þá skipti árangur Liverpool ekki meginmáli varðandi titilbaráttuna.
Blandað saman hins vegar við toppbaráttuna (innbyrðisviðureignir við Arsenik, Manure og Chelski) þá telur þetta.
En eitt og sér virðist þetta ekki hafa haft áhrif á titilvonir okkar.
Sælir félagar.
Það að vinna þennan leik ekki er slæmt, afar slæmt. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu verða þessir leikir gegn svokölluðum minni liðum að vinnast. Allir. Það gengur ekki að vera að gera jafntefli við svona lið. Everton vann þá á útivelli 3 – 1 að mig minnir. Og við gerum jafntefli 0 – 0 við þá á heimavelli???
Þessi stig í upphafi tímabils telja alveg jafnt á við stig í lok tímabils. Deildin tapast ekki í einum tveimur leikjum í lok tímabils heldur telur hver einasti leikur allt tímabilið. Það er þessvegna alveg eins hægt að fara á límingunum strax vegna svona leikja.
Árangur Chelsea er sá sem hann er vegna þess að þeir leika af sama árangri allt tímabilið en ekki bara í síðustu leikjunum.
Ergo: við höfum ALDREI efni á að vinna EKKI svona leiki.
Ég vil taka það fram að ég sá ekki þennan síðasta leik. Og það má benda á að allir þjálfarar hafa alla tíð verið í vandræðum með að leysa próblemið “tjaldað í teignum”. En samt… Við verðum bara að vinna þessa leiki ef við eigum að eiga einhvern séns.
Það er nú þannig.
YNWA
Góður pistill.
Þetta er alveg nauðsynlegt að klára þessi lið. Lykilatriðið er að skora í öllum leikjum (sbr Arsenal á sínum tíma). Mér finnst líka Benitez bíða alltof lengi með skiptingar, hefði t.a.m mátt skipta í hálfleik á laugardaginn.
7 Einar Örn, touché!
Sorglegt að horfa á atvinnumenn sem geta ekki komið boltanum framhjá fyrsta manni í horni. Ég sver það að flest lið í 3. flokki kvenna á Íslandi taka hættulegri horn en Liverpool. Segir mikið um einbeitingu þegar 15 ára leikmenn eru að vanda sig betur.
Þessi pistill er virkilega vel unninn og tek ég hattinn ofan af fyrir höfundinum. – good job!
já..ekki gleyma því að við skoruðum fucking goal ! það fór beint inn.
það hefur hvergi komið fram af hverju það var dæmt af?
þannig það má ekki dæma það sem þannig að liverpool hafi ekki gert það sem fyrir þá var lagt. þetta var blanda af óheppni og óheppni.
Það er óþægilega mikið til í þessu hjá þér, góður pistill.
Og já hvað er með það, afhverju getur enginn skorað úr horni nema Hyppia… það þá bara einusinni á leiktíð, ef það.