Okkar menn unnu í kvöld **2-1 sigur á Crewe Alexandria** í 32ja liða úrslitum Deildarbikarsins. Leikurinn fór fram á Anfield en var því miður hvergi sýndur og því verður þetta frekar stuttaraleg leikskýrsla.
Rafa stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:
Degen – Hyypiä (c) – Agger – Insúa
Pennant – Lucas – Plessis – El Zhar
Ngog – Babel
**Bekkur:** Gulacsi, Carragher (inn f. Degen), Skrtel, Dossena, Alonso, Keane (inn f. El Zhar), Torres (inn f. Ngog).
**Mörk:** Agger og Lucas fyrir Liverpool, O’Connell fyrir Crewe.
Ég hlustaði á útvarpslýsingu leiksins á opinberu síðu Liverpool og miðað við það sem þulirnir þar sögðu var þetta ekkert sérstaklega sannfærandi sigur eða frammistaða. Agger skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu í upphafi leiks áður en O’Connell jafnaði um miðjan fyrri hálfleik eftir að Cavalieri varði vel skalla eftir hornspyrnu Crewe. Það var svo Lucas Leiva sem skoraði sigurmark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn.
**Maður leiksins:** Ég sá ekki leikinn og miðað við þulina á opinberu síðunni stóðu fáir leikmenn eitthvað upp úr þannig að ég ætla að velja **Lucas** sem mann leiksins, einfaldlega af því að hann skoraði sigurmarkið.
Næsti leikur er gegn Everton í Úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag, á útivelli.
Merkilegt hvað framherjar okkar eru bitlausir, bæði í varaliði og aðall, nema Torres sem sannaði sig á síðasta tímabili. Varnar og miðjumenn eru að skora mörkinn. Eru þjálfarar okkar of varnasinnaðir eða hvað?
Sælir félagar
Guði sé lof að maður sá ekki þennan leik. Niðurstaðan 2 – 1 okkar mönnum til skammar og það virðist vera sama vesenið og í fyrra. Smáliðin standa okkur jafnfætis og við megum þakka fyrir að vinna svona leiki. Ömurlegt því miður. Og enn gerir Arsenal okkur skömm til og vinnur sigur sem er þeim sæmandi sem liði á toppi úrvalsdeildar gegn liði sem er 28 sætum neðar . Okkar menn rétt merja lið sem er 50 – 60 sætum neðar en þeir. Þetta er ömurlegt hreint út sagt. Og kemur eftir drullujafntefli gegn Stoke á heimavelli í síðustu umferð úrvalsdeildar. Sé þetta stefnan er ekki ástæða til bjartsýni frekar en á síðasta tímabili. Tilhneigingin virðist sú sama og þá.
Það er nú þannig.
YNWA
Voðalega eru menn að missa sig yfir einhverjum Carling Cup leik á móti Crewe. Hann vannst, end of story, bring on Everton!
Það er rétt, leikurinn vannst en samkvæmt því sem kemur fram annarstaðar þá mátti litlu muna. Kjúklingalið Arsenal sem er í EFSTA sæti úrvalsdeildar vann SW 6 – 0. Það virðist því himinn og haf á milli LFC og Arsenal. þAÐ er áhyggjuefni. Hitt að hafa unnið þennan leik naumlega skiptir því máli í samanburði við þau lið sem við ÆTLUÐUM að keppa við um TITILINN.
Þaðer nú þannig.
YNWA
Jú það er rétt að þetta var ekki mikil sigur, en sigur var það og svo er það nú bara þannig að þetta er í bikarnum og það er þar sem minni liðinn gera sig oft líkleg til árangurs. Það fer nu oft ekki mikil gæði af þeim leikjum sem eru spilaðir gegn svona liðum, ekki það að ég sé að reina að afsaka frammistöðuna eitthvað. Ég er þeirrar skoðunar að Liverpool sé á réttri braut og sem betur fer erum við ekki að toppa núna það er í lok tímabilsins sem það á að ske (mars, apríl, mai) en það þarf samt að sýna góða leiki inn á milli t.d. í bikarnum. Þessir leikir eru oftar en ekki notaðir til að gefa leikmönnum færia á að spila sem alla jafna ekki spila með aðalliðinu nema að litlu leiti og svo var einnig núna. Víst á að gera kröfu um að liðið vinni sér lakari lið, en það er nú bara þannig með bikarkeppnir að þar getur allt skeð en nú var um sigur að ræða (að vísu ekki stóran en sigur) og er það ekki bara það sem fótbolti snýst um, ásamt gæðum boltans sem er spilaður í hverjum leik. Vissulega hefði verið gaman að vinna Stoke og það áttum við svo sannarlega að gera en svona er þetta nú bara stundum í fótbolta úrslitin verða ekki altaf eins og maður óskar sér og það er það sem gerir fótbolta svona skemtilegan. Og að önnur lið séu að gera okkur sköm með að vinna lið sem er svona og svona betra en það lið sem Liverpool spilar við í það og það skiptið er að mínu mati ekki hægt að bera saman, engir tveir leikir í fótbolta eru eins og hvað hefur maður ekki oft séð stærri liðin vinna jafnoka sína eða þá sem eru betri á pappíronum en liggja svo fyrir minni liðum, “skrítið” nei alls ekki svona er bara fótbolti… ef allir leikir væru fyirrsjáanlegir hver væri þá ánægjan að horfa á fótbolta yfir höfuð, ekki mikil að ég held… Framundan er leikur við Everton og þar skiptir öllu máli að ná sigri, liðsuppstillingin í dag ber þess augljóslega merki hvaða leikur er næst og verð ég að segja að miðað við að við skildum vinna þennan leik í dag að þá er ég bara sáttur við mína menn og svo tökum við bara þá bláu um helgina…. áfram Liverpool…
ER ekki fínt að miðjumenn okkar, að undanskildum Gerrard, séu farnir að skora…. man ekki betur en að miðjumenn allra liða í ensku deildinni skora meira en okkar miðjumenn… tek það bara sem gleði tíðindi !
YNWA
p.s. er sammála Bobby, við unnum end of story !
Sammála Valli en áhyggjur hlaðast upp þegar maður horfir uppá eitthvað sem minnir mann á árið í fyrra og árið þar á undan og árið þar á…
Samt góð áminning hjá þér.
Það er nú þannig
YNWA
Hvernig í ósköpunum nenna menn að vera hreyta yfir liðið eftir 2-1 sigur í deildarbikarkeppni. Tala ekki um þegar menn sáu ekki einu sinni leikinn. Í liðinu í kvöld voru leikmenn sem ekki hafa spilað mikið í upphafi móts og eflaust ryðgaðir. 2-1 sigur er það sem stendur eftir og enginn á eftir að muna hvernig liðið lék þennan leik. Það sem skiptir mestu máli er að liðið er komið áfram.
(ummælum eytt vegna svívirðinga og dónaskaps – KAR)
Er að horfa á leikinn á Liverpool tv. Þetta er týpísk frammistaða fyrir Stórlið á móti smáliði á þessu stigi í bikarkeppninni.
Liverpool er alltaf með boltann hinir aldrei. Torres og Babel voru nálægt því að skora í lokin en boltinn fór ekki inn. Munurinn á þessum leik og stoke leiknum er að boltinn lak inn í þetta skiptið.
Þetta lið sem var stillt upp í dag er óvant því að spila saman og þeir kláruðu bara verkefnið. Markið hjá Crewe var með heppnisstimpli en það var aldrei spurning um að Crewe færi að gera eitthvað í leiknum.
16 liða úrslit bíða og vonandi spilar “varaliðið” áfram. Þessi keppni er bara bónus fyrir þá leikmenn sem eru ekki að spila og þeir fá tækifæri til að hreyfa sig. En þetta eru aldrei alvöru leikir þegar menn spila á liði sem hefur aldrei spilað saman áður.
Já, ég ætla ekki að tjá mig um annað en leikinn sjálfan, enda sá ég hann. Einare hittir þó naglann algjörlega á höfuðið 🙂
Mín sýn á þetta. Sigur vannst með liði sem hefur nánast ekkert spilað saman, sambland af kjúllum og leikmönnum sem eru að koma úr meiðslum eða komast ekki í liðið. Crewe var að mínum dómi aldrei að komast í gegnum þetta einvígi og sigurinn átti að vera stærri. Það sem er kannski helsta áhyggjuefni okkar er að nýta ekki færi betur.
Cavalieri: Fékk nánast ekkert að gera, en þá reynir á þegar eitthvað gerist og við skulum orða það þannig að hann er enginn Reina þegar kemur að því. En auðvitað fyrsti alvöru leikur hans og það væri heimska að dæma hann útfrá þessum leik.
Degen: Ég var hrifinn af honum, sér í lagi í byrjun. Sókndjarfur og var að spila overlap, en Pennant svo upptekinn stundum af því að klappa boltanum að hann náði ekki að spotta góð hlaup. Fór meiddur útaf, rifbeinsbrotinn.
Sami: Gamli ekki í gír, simple as that. Óöruggur í sendingum, staðsetningum og tæklingum. En það er ekkert nýtt, hann þarf yfirleitt run í liðinu til að sýna sitt rétta andlit.
Agger: Skoraði gott mark og var góður. Reyndi lítið á hann varnarlega, en tók virkilega góðan þátt í sóknarleiknum.
Insúa: Daufur. Var ekki að krossa vel, hélt svo sem manninum sem hann átti, en gerði voðalega lítið allan leikinn.
Pennant: Líflegur í byrjun en var að klappa boltanum ALLTOF mikið. Svo sýndi hann af sér hlut sem ég ÞOLI EKKI í fótbolta. Ég hef oft sagt það áður, en ég fyrirgef oft hæfileikalitlum mönnum það þegar hlutirnir ganga ekki upp en ég fyrirgef aldrei áhugaleysi. Það var sér í lagi eitt atvik þegar hann gat pressað sinn mann upp við endamörk því boltinn var bara á léttu rúlli, þá joggaði hann bara í rólegheitum að honum og joggaði tilbaka. Þá varð ég illur.
El Zhar: Slakur, líklegast slakasti maðurinn á vellinum. En við vitum hvað hann getur og honum til varnaðar þá hefur hann alltaf virkað best hægra megin þar sem Pennant var í kvöld.
Plessis: Upp og niður, var svo sem ekki að gera nein stór mistök, má laga sendingarnar mikið, barðist vel en fær bara la la einkunn. Býr mikið meira í þessum strák eins og hann sýndi í fyrra.
Lucas: Besti maðurinn á vellinum. KAR valdi rétt. Hann var að gera hlutina einfalt, stjórnaði hraðanum í leiknum og dreifði spili vel. Náði líka að styðja vel við Plessis í að brjóta upp sóknir. Skoraði svo eitt mark, en ég hefði valið hann þó hann hefði ekki skorað markið.
Babel: Vonbrigði kvöldsins. Hélt fyrirfram að hann myndi spila vörn Crewe sundur og saman með leikni sinni. Sást varla fyrr en á síðasta korterinu og mér fannst hann þá vera oftast að taka kolrangar ákvarðanir.
Ngog: Barðist vel en kom lítið út úr hlutunum hjá honum. Menn voru reyndar lítið að spila boltanum til hans.
Heilt yfir góður sigur því það er alltaf erfitt að fá lið sem eru að leika leik lífs síns á móti liði sem eru ungt að árum og reynslulítið eins og okkar menn voru í kvöld. Ég er sammála Jóhanni, ég vil láta þessa gutta halda áfram að spila í þessari keppni.
Reyndar eitt, Sigkarl, af hverju Guði sér lof að sjá ekki þennann leik? Þetta var bara ágætur leikur á að horfa.
SSteinn sagði:
Það var nú óþarft að taka það fram. Engar fréttir þar. 😉
Það er alltaf gaman og gott þegar að Liv, vinnur. En það sem er áhyggjuefni er markaskorun framherja. Á síðustu önn skoraði Torres grimmt og Babbel 10 stk Kuyt 11 stk Crouch 11 stk, semsagt þeir voru að skora,( þessir 3 siðastnefndu hefðu mátt skora meira). Núna eru framherjar ekki að skora neitt að ráði, er þettað vegna lélegra sendinga frá miðjumönnum eða er boltanum sparkað ómarksviss fram af varnarmönnum eða hvað? það var talað um samvinnu þeirra Gerrard og Torres og þessar snöggu og hnitmiðuðu sendingar, nú sér maður ekki þettað í þessum 9 leikjum sem af er. Ég spyr bara eru nýju þjálfararnir ekki að vinna með liðið sóknarlega, er bara verið að halda boltanum vel innan liðsins? Sókn er besta vörnin, en hún verður ekki að neinu þegar að komið er að markinu. Smá pæling
Hvernig er það – hvar horfðu menn á þennan leik ? ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á hann á LFC á digital Ísland og um það leiti sem Crewe skoraði þá var myndin farin að frjósa svo mikið að ég gafst upp.
Hvernig var þetta hjá öðrum ?
Sá hann allann í fullum gæðum á LCFTV á Digital Ísland.
Mörkin eru hér: http://www.101greatgoals.com/videodisplay/1593195/
Einhvern veginn finnst manni að þeir sem eyða orkunni í að grenja og drulla yfir þjálfara og leikmenn liðsins séu að misskilja boðskap liðslagsins okkar, “You´ll never walk alone” og ættu kannski að sleppa því að hafa skammstöfun hans undir sínum skrifum……..
Sælir aftur félagar.
SSteinn ég byggi þetta á því sem ég var búinn að lesa um leikinn. Ég las líka að Crewe hafi verið mjög nálægt því að jafna í lok leiksins.
Miðað við það sem ég var búinn að lesa í gærkvöld þá var þetta ekki góður leikur hjá okkar mönnum.
Ef það hafa verið rangar upplýsingar get ég ekki annað en beðið afsökunar á því.
Ef þetta voru réttar upplýsingar þá stend ég við hvert orð sem ég hefi sagt í sambandi við þennan leik og samanburð við Arsenal. Þeir voru líka með kjúklingalið og reyndari leikmenn sem ekki eru að spila saman daglega.
Sá leikinn í gær kl 23 með félaga mínum og verð að segja að ég get engan veginn tekið undir SStein að Degen hafi verið góður, okkur fannst hann hreint og beint skelfilegur varnarlega!!! Hann átti ágætis hlaup upp kantinn og allt það, slapp rétt þokkalega frá þeim hluta en guð minn allmáttugur hvað hann er ofboðslega slakur varnarmaður.
Það má kanski virða Degen það til varnaðar að vera ný stigin úr meiðslum og ekki í topp leikæfingu en hann virðist ekki hafa neitt til bruns að bera sem varnarmaður. Hræðilegar staðsetningar og mjög slakur maður á móti manni.
Auk þess var hann MJÖG latur aftur og skokkaði bara í rólegheitum til baka…þótt það lægi á okkar mönnum…upp hans kant!!! Það var orðið pínlegt að horfa á þegar Hyypia (af öllum) leit út eins og hraðskreiður 19 ára unglingur í samanburði í backtrackinu.
Er ansi hræddur um að ef Liverpool hefði verið að spila við sterkara lið þá með þokkalegann kantara þá hefðum við verið í mjög slæmum málum.
Sæl öll.
Ég hlustaði á alla lýsinguna á Lfc.tv, og settist svo niður til að horfa á útsendinguna í gærkvöldi og í morgun.
Ég ætla að fá að stilla mér upp á milli Sigkarls og SSteins. Lýsendur leiksins, David Fairclough annar þeirra, voru afar ósáttir lengstum. Þau komment sem ég setti inn í gær fylgdu þeim. Ég ákvað því að bíða með að kommenta þangað til að ég væri búinn að sjá leikinn sjálfur.
Og mér fannst meira jákvætt í leiknum en þeir lýstu, en hins vegar að mínu mati ekki eins góð frammistaða og búast mátti við. En auðvitað voru Crewe gíraðir hressilega upp í þessum leik og áttu leik lífs síns. Mér er farið að finnast það algengara að þessi minnstu lið leggi upp úr svona leikjum, frekar en t.d. slakari úrvalsdeildarliðin eða lið úr næstefstu deild. Sheffield United t.d. gerði nokkrar breytingar fyrir gærdaginn.
Varðandi frammistöðu einstakra leikmanna fannst mér Agger, Lucas og Plessis þeir sem hugsanlega minntu á sig í alvöru leiki. Degen kannski líka og svo var ég ekki alveg eins ósáttur við El Zhar og Steini, sérstaklega þegar hann fór inn á miðsvæðið af kantinum. Ég er svo sammála Steina með vonbrigði mín yfir frammistöðu Pennant, Hyypia og Babel.
Ég veit ekkert hvort það var áhugaleysi eða annað, en ef ég væri að fara að velja liðið eða hópinn fyrir leik um helgina á Goodison Park færu þessir ekki með á hótelið.
Sérstaklega var ég ósáttur við Babel sem var óhemju eigingjarn og verulega klaufskur.
Semsagt, að mínu mati ásættanleg úrslit og lykillinn auðvitað að komast áfram. En áfram erum við að glíma við það vandamál að klára ekki færi og þarmeð stúta leikjum. Mér fannst í gær, eins og gegn Stoke, við byrja of hægt og pressa lítið á andstæðinginn, sem smám saman öðlaðist sjálfstraust.
Af því hef ég áhyggjur og verð voðalega glaður þegar við stútum bikarleikjum heima gegn liðum eins og Cardiff, Havant & Waterlooville, Barnsley og Crewe……
Já, svona horfa menn oft mismunandi augum á hlutina. Mér persónulega fannst lítið reyna á hann varnarlega og hann var að bjóða sig mikið í sókninni. Ég tek alveg undir það að það var augljóst að hann var ekki í góðu formi þar sem hann var oft seinn tilbaka, en það var nú ekki eins og að Crewe hafi verið að sækja mikið. Ég er líka alveg sammála því að hann í sínu ástandi hefði átt lítið í sprækan kantara, enda kannski ástæðan fyrir því að hann spilaði þennann leik. Það sem ég var að reyna að benda á var það að hann kom inn með ákveðinn hlut sem mér finnst oft sárlega vanta hjá okkur þegar við erum að spila við lið sem pakka aftarlega á vellinum, þ.e. ovarlap og bjóða sig upp að endamörkum.
Sigkarl, þarft ekki að biðja afsökunar á neinu, menn sjá leikina með mismunandi augum. Þetta var klárlega enginn klassaleikur hjá okkar mönnum, en það sem ég var að meina að mér fannst þetta alls ekkert leiðinlegur leikur á að horfa. Crewe áttu jú eitt færi þarna í lokin, en við vorum búnir að eiga þau all nokkur þegar að því kom og þar á meðal Torres einn á móti markverði. Mér finnst reyndar full gróft að koma strax eftir leik og tala um eitthvað okkar mönnum til skammar, ömurlegt, þakka fyrir sigur og þar fram eftir götunum, en það er jú bara mín skoðun.
Ég get alveg tekið undir það með þér Maggi og það er það sem ég í rauninni sakna mest, fá meiri greddu og pressa þessi lið ofar og gefa þeim ekki neinn tíma. Menn virðast hreinlega ekki taka þessa leiki jafn alvarlega og stærri leikina. Maður hefði haldið að þessir menn sem fá ekki oft tækifærin, kæmu dýrvitlausir til leiks.
Degen frá í einhverjar vikur með 2 brotin rifbein, ég sá ekki samstuðið sem kappinn lenti í en skv. netmiðlum var það ekki talið harkalegt. Þetta grey hlýtur að vera með þeim óheppnari. Sá ekki leikinn svo ég get ekki dæmt um hans frammistöðu. http://www.metro.co.uk/sport/football/article.html?Liverpool_defender_broke_his_ribs&in_article_id=324036&in_page_id=43
Læknir liðsins er sjálfsagt ánæður með Rafa, hann sá fram á einmanna tíma eftir að Kewell fór, en þarna er hann kominn með nýjan besta vin í Degen 😛
Það var eitthvað verið að tala um að hann þyrfti að bæta sig í tungumálunum og því var skipt á Kewell og Degen enda Degen að ég held mikill mála maður og getur reytt af sér brandara á nokkrum tungumálum að ég held.
En þetta eru gríðarleg vonbrigði, það voru næg vonbrigði að ekki væri leyst þessa vandræðastöðu frá því í fyrra með bakverði með örlítið stærra profile, en að þetta þurfi að vera spítalamatur þar að auki!! Ja hérna. Ég veit að þetta er óheppni hjá honum, en þannig var það líka með Kewell og Degen hefur víst verið meira meiddur heldur en heill undanfarin ár.
SStein, þetta er akkúrat það sem er með svona leiki misjafnar skoðanir eins og þær eru margar, og bara hið besta mál. Og ég hef sagt það áður hér í umræðunni að bikarleikir eru aldrey eins og deildarleikir það er bara þannig…. sérstaklega þegar stórlið spila við neðri deildar lið. En það segir ekki að leikmenn eigi ekki að leggja sig fram og held ég að svo hafi ekki verið, leikæfing margra þeirra leikmanna sem spiluðu fyrir Liverpool er ekki miki. Það er eitt sem stendur upp úr og það er að það vanst sigur, það sem allir ætluðu sér það tóks, svona leikjum vorum við að tapa á síðustu leiktíð. Ef við höldum áfrm að spila illa eða öllu heldur að eiga ekki top leiki en samt að landa sigrum, þá er ég nú bara nokkuð sáttur þó að ég vilji jú sjá flottan fótbolta en sigur er númer 1.
við vinnum Stoke næst 3-0 áfram Liverool