Vinsældir eigenda enskra liða

Ekki láta þetta taka athyglina frá pistli Olla

Þegar mesti gusturinn í kringum okkar eigendur var aðeins farinn að minnka eftir langt tímabil í fyrra settist ég niður og setti fram pælingar á spjallborð vinasíðu okkar liverpool.is. Þar fór ég aðeins yfir eignarhald á helstu klúbbunum í enska boltanum og stöðu eigenda hjá stuðningsmönnum liðanna. Þar sem landslagið í þessum málum er þó nokkuð breytt síðan ég fór síðast yfir þetta, í maí 2007 og einnig vegna þess að það er fjárans derhúfuhlé ætla ég að uppfæra þessar pælingar og setja þær hingað inn.

Ég var aðallega að velta fyrir mér stöðu okkar, stuðningsmanna Liverpool samanborið við stuðningsmenn annara liða á Englandi gagnvart eignarhald á félögunum og þannig reyna að leggja mat á það hvort þeir frændur Gillett og Hicks væru eins alslæmir og við höfum sumir viljað meina…..

Chelsea

Frægasta og ýktasta dæmið (enn sem komið er) um nýja eigendur sem hrófla við gömlum hefðum, ekki bara hjá klúbbnum heldur íþróttinni í heild. Chelsea í eigu Ken Bates var undir lok valdatíma hans klúbbur sem var alveg á mörkum þess að brjótast inn í hóp toppliðanna á Englandi, gott ef þeir komust ekki í meistaradeildina á okkar kostnað vorið 2003.  En þessi uppgangur hafði kostað sitt og altalað var að klúbburinn ætti í basli og bráðlega væri komið að skuldadögum á lánum sem þeir áttu í basli með að endurfjármagna, sem þá hefði líklega bara frestað vandamálinu. Ken Bates hafði að ég best veit alltaf verið umdeildur en þó vinsæll á brúnni enda bjargað félaginu þegar hann keypti það, en þær vinsældir voru að minnka sökum bágrar fjárhagsstöðu. það er því svosem ágætlega skiljanlegt að stuðningsmenn Chelsta hafi fagnað mjög þegar Roman Abramovich keypti klúbbinn og breytti honum nánast á einni nóttu í meistaraefni, fyrst í Englandi og mjög stuttu síðar í meistaradeild Evrópu.

Hann hefur alla tíð síðan (og líklega áður) verið gríðarlega umdeildur og að margra mati boðberi flest alls þess sem er rangt í fótboltanum í dag. Hann keypti ekki einungis nánast nýtt og óraunverulega rándýrt lið heldur sópaði hann einnig til sín ferskasta stjórann í boltanum þá, Jose Mourinho, sem lagði sitt af mörkum og vel rúmlega það í þeirri viðleitni þessara ágætu manna að halda óvinsældum klúbbsins í fótboltaheiminum. Eins var fengið einn virtasta scout-inn í boltanum, Frank Arnesen sem þá var nýbúinn að semja við erkifjendur Chelsta (Spurs) og Roman  “stal” meira að segja Peter Kenyon frá sjálfu Manchester United!! Nokkuð ljóst var að það var eitthvað gríðarlega mikið í gangi á brúnni.
Þannig að þó maður efist ekkert um það að síðastliðin ár hafi alls ekkert verið leiðinleg hjá stuðningsmönnum Chelsea þá hljóta sigrarnir að vera smá súrsætir sökum þess að þeir voru keyptir af nánast 100% leiti af rússa sem er að leika sér í Human Football Manager.
Ríkidæmi “Chel$ki” hristi vel upp í stóru liðunum í evrópu enda kom þarna allt í einu miðlungsstórt lið á englandi með fairly “fáa” stuðningsmenn þannig séð sem ekki bara gat yfirboðið alla á leikmannamarkaðnum og þannig fengið gjörsamlega alla þá sem þeir vildu, þá gátu þeir jafnvel keypt þá frá hinum stóru liðunum, sbr. Chasley Cole, Makalele, Ballack, Sheva, Drogba, Gerrard………æ nei. Ok nánast alla.

Þannig mín skoðun er sú að ofurgagnrýnin sem þeir hafa fengið á sig, sérstaklega í upphafi, var að einhverju leiti tilkomin af öfund, að sjálfsögðu. Þó held ég að flestum sé einfaldlega bara illa við svona þróun og vilji ekki sjá þetta hjá sínum klúbbi, það gera sér allir grein fyrir að til að vinna titla þarf að eyða peningum og þannig hefur það nánast alltaf verið…..en öllu má nú ofgera.

Með tilkomu Roman´s á markaðinn má segja að það hefi orðið hálfgerð sprenging í verði á leikmönnum, þ.e. miðlungsgóðir leikmenn fóru að hækka gríðarlega í verði og hækka verulega í lanum, þessi þróun hefur bara orðið ýktari með árunum og menn hafa varla séð fyrir endann á þessu eyðslufylleríi ……………..jahh fyrr en kannski fyrst núna jú.

Hvað vinsældir Roman´s meðal stuðnigsmanna Chelsea varðar þá held ég að hann sé í góðum málum, hann er umdeildur og rak t.a.m. Mourinho en þeir bara geta varla kvartað mikið. En ég efa að sagan komi til með að dæma Chelsea liðið neitt sérstaklega…….. en hvað veit maður, kannski er farið að líta svona live Football Manager spil auðkífinga mildari augum núna.

Til að enda kaflann um Chelsea er tilvalið að gaula bara áfram hástöfum hið fallega kvæði “F**k off Chelsea FC, you ain´t got no history” (Ljósmynd tekin á The Park fyrir semi-final í CL,  gaurinn í Chel$ki búningnum er rammíslenskur alveg og fékk að standa upp á sviði í góðar tíu mínútur meðan við sungum fyrir hann……”við” as inn troðfullur Park : )

Manchester United

Ég skal viðurkenna að þegar nýjir eigendur tóku hostile yfirtöku á United (Man USA) þá kenndi ég smá í brjósti um þá, enda þvílík örlög, eitt stærsta breska félagið komið í eigu fokkings kana!!! Það var í mínum huga eitthvað það alversta sem hægt var að hugsa sér enda fótbolti sú íþrótt sem halda ætti í sem allra mestri fjarlægð við bandaríkjamenn. Eins var PR fulltrúi Glazer fjölskyldunnar líklega að drekka eitthvað vel blandaðan Red Bull þegar spyrjast fór út að steypa ætti klúbbnum í skuldir, hækka miðaverð og ég veit ekki hvað og hvað. Allt varð auðvitað crazy í helvíti og meira að segja nýtt lið stofnað í mótmælaskyni.
Eitt virðist þá kaninn hafa gert hárrétt strax í byrjun, en það var að tryggja það að Alex Ferguson myndi áfram sjá um liðið (líklega ekki hægt að reka hann reyndar) og sá gamli hefur byggt upp hrikalega sterkt lið, og með aukinni velgengni og góðri markaðssetningu hafa peningar verið eitt það aftasta á áhyggjulista United manna síðan kaninn tók við. Reyndar er hægt að segja að Glazer hafi vægast sagt tekið við góðu búi enda búið að byggja upp mikið veldi í kringum United markaðsfræðilega síðan EPL var stofnuð og sjónvarpstekjurnar fóru að verða stjarnfræðilegar. Uppgangur United hóst akkurat þegar enski fór að verða hip og kúl og liðið því eðlilega gríðarstórt núna í takt við allt of mikla velgengni.

Þannig að í dag getur klúbburinn meira að segja keppt við Chelsea og er með litlu ódýrara lið, ef það er þá eitthvað ódýrara. Þessi velgengi hefur gert það að verkum að United menn hafa nánast gleymt andúð sinni á Glazer, sem hefur líka haft vit á því að vera ekkert að pína sjálfan sig með því að fara á Old Trafford (skiljanlega).
Munurinn á United og Chel$ki er því kannski ekki svo rosalega mikill, en United komst í þessa stöðu mun meira á eigin verðleikum og nýtur því mikið mun meiri virðingar í bransanum í dag og er alls ekki eins mikið sakað um að kaupa titla, þó lið þeirra í dag sé ekki mikið ódýrara en lið Chelsea og að fáir standist United snúnig á leikmannamarkaðnum. Þeir ólíkt Chelsea eiga líka góða sögu og eru mun eðlilegra stórlið……..eða þá bara með betri PR deild! 😉

En niðurstaðan er allavega sú að því miður geta stuðningsmenn United ekki verið annað en kátir með sína amerísku eigendur, það hefur bara allt gengið upp hjá þeim síðan Glazer fjölskyldan tók við. Þó klúbburinn sé ennþá vel skuldsettur auðvitað.

Aston Villa

Lið sem var svipað statt og Chelsea þannig séð þegar það fékk nýja eigendur, betri gerðin af miðlungsliði með gamlan og áberandi ref sem eiganda (Doug Ellis). Randy Lerner græðir samt á því að það er engin teljandi pressa á honum að skila titlum strax og að hann keypti klúbbinn af gríðarlega óvinsælum eiganda. Hann heldur líka í gamlar hefðir enska boltans og lætur stjórann um liðið og áttar sig líklega á því að hann hefur ekki vit á fótbolta, eins og flestir samlandar sínir.

Villa liðið er allavega á uppleið í dag, hefur góðan stjóra, er að styrkja leikmannahópinn jafnt og þétt og þarf ekki að selja sína bestu menn, vilji þeir það ekki, eins og við komumst að í sumar. Þannig að klúbburinn virkar á mann sem nokkuð solid í dag, en maður sér þá ekki í fljótu bragði þróast úr því að vera í þessum 5-10 sætis pakka.

En frá sjónarhóli stuðningsmanna þá eru þeir líklega ennþá bara nokkuð sáttir við nýjan eiganda….jafnvel þó hann sé kani.

Portsmouth

Annað lið sem er nú í eigu ríks rússa, Alexandre Gaydamak. Hann leypti klúbbinn endanlega árið 2006 af Milan Mandaric sem hafði verið eigandi sl. sjö ár. Sá júgóslavneski byggði þennan klúbb upp og kom liðinu í EPL á sínum tíma þar. Hann fékk Harry Redknapp og Jim Smith til að stýra klúbbnum sem tókst ljómandi vel. Loforð hans um nýjan völl voru hinsvegar aldrei uppfyllt og liðið var alltaf að berjast við fall, það slettist eitthvað upp á vinskapinn á tímabili hjá Harry og Mandaric með þeim afleiðingum að Redknapp fór til erkifjendanna í Southamton. Honum var engu að síður tekið sem hetju þegar hann kom aftur yfir til Pompey þegar þeir löppuðu upp á vinskapinn, enda hafði Redkanapp þá náð að falla með Southamton, eitthvað sem var ekkert óvinsælt í Portsmouth.

Hvað Gaydamak varðar þá erum við að tala um dæmi sem er að einhverju leiti sambærilegt við Villa, klúbbur með litlar væntingar og því nokkuð sátta stuðningsmenn. Portsmouth hafa reyndar ekki verið eins stór klúbbur og Villa í gegnum tíðina og því verða sl. ár að teljast góð í sögu klúbbsins. Liðið er með flottan stjóra, nær að lokka til sín nokkuð sterka leikmenn og eigandinn virðist hafa þá sérstöðu umfram suma aðra að hann virðist hafa smá vit á fótbolta. Gaydamak hefur verið að kaupa dýrustu menn í sögu klúbbsins, liðið var í efri hluta deildarinnar 06/07 og varð svo bikarmeistari á síðasta tímabili.

Þetta lið á frábæra stuðningsmenn og þeir virðast ekkert vera ósáttir við eigandann, enda væri slíkt fásinna.

Manchester City

Góð mynd frá 2001 btw 😉

Þarna hefur klárlega verið mesta breytingin á eignarhaldi síðan í maí 2007. Fyrrum eignadi þeirra, “Frankie Sinatra” var mjög nálægt því að kaupa okkar ástsæla Liverpool á sínum tíma. Þar var á ferðinni maður sem afrekar það að vera umdeildari en Roman enda fortíð hans vafasamari en rússans, svo ekki sé fastar að orði kveðið. En í eigu Sinawatra hafa City menn þó haft yfir litlu að kvarta, liðið stefndi í ræsið en fékk í staðinn moldríkan eiganda sem dældi ágætis slatta af peningum inn í klúbbinn. Hann réð stjóra sem hefur nánast alltaf náð árangri með félagslið og fékk til liðsins fullt af mjög spennandi leikmönnum fyrir síðasta tímabil. Þannig að fyrri hluta tímabilsins í fyrra virtist City vera lið sem var á mikilli uppleið og eitt af þeim liðum sem maður sá einna helst fyrir sér geta keppt við the fab four. Ég missti þó aðeins trúnna á þeim þegar þeir létu Sven Göran fara, strax eftir hans fyrsta tímabil með mikið breytt lið …………………………en ég hef núna endurheimt þessa trú aftur, og það á ógnvekjandi hátt.

Á síðasta degi félagsskitagluggans var eins og City hefði tekið inn óhóflega stóran skammt af sterum, amfetamíni og Vodka Red Bull allt í bland. Upp úr þurru mættu eigendur sem sagðir eru hlæja af veldi Roman´s Abramovich og það sem meira er þá komu þeir með meiri látum hvað yfirlýsinigar varðar inn á markaðinn ef eitthvað er en rússneski íslandsvinurinn. Til að styðja þá skoðun þá yfirbuðu þeir Chelsea og keyptu Robinho, buðu i Bebatov, Villa og fleiri mjög stóra bita……..á þessum 12 tímum sem þeir höfðu til að kaupa leikmenn. Eftir þetta var síðan gefið út vígalegar yfirlýsingar um að þeir myndu kaupa hvern þann sem eitthvað kynni að sparka í tuðru, sama hvað hann kostaði.

Það er því óhætt að segja að allar sömu tilfinningar vakni aftur og rúmlega það og vöknuðu þegar Chelsea varð að stórliði á einum degi. Maður fær hálfgerða ónotatilfinningu og sterka tilfinningu fyrir því að það sé eitthvað meingallað við þetta. Ég ætla þó að bíða aðeins með að dæma þessa eigendur City strax (gerði það hér fljótlega eftir yfirtökuna) enda hafa þeir “bara” keypt Robinho þegar þetta er skrifað og eru ennþá alveg óskrifað blað……mjög stórt óskrifað blað.

Það er samt líklega alveg ljóst að stuðningsmenn City séu ekkert ósáttir við þetta nýja eignarhald, þó komandi velgengni gæti orðið eitthvað menguð af því að hafa mjög augljóslega verið keypt.

Everton

Ég er nú bara ekki alveg viss hverjir eiga Everton en stjórnarformaðurinn þeirra er allavega leikarinn Bill Kenwright, life long stuðningsmaður liðsins, raunar svo mikill að hann tekur ekki laun fyrir að vera stjórnarformaður (líkt og Steve Gibson hjá Boro). Kenwright hefur verið í stjórn Everton frá 1989 og þar af stjórnarformaður síðan 2004.
Það er ekki hægt annað en virða Everton svolítið fyrir þeirra árangur undanfarin ár, liðið berst eins og ljón, fínt lið sem er mikið til breskt, eða allavega enskumælandi og hafa góðan stjóra. Þeir eyða kannski ekki mikið í leikmenn miðað við önnur lið í kringum þá en þeir hafa verið að ná góðum árangri undanfarin ár og haldið sér í grend við the fab four.Mitt mat er að velgengni þeirra megi að miklu leit þakka því að þeir hafa haldið sig við Moyes og leift honum að byggja upp lið. Það hefur hann gert vel án þess að hafa fengið fjárráð í líkingu við stóru liðin.

Stuðningsmenn Everton geta allavega ekki mikið skammast sín fyrir eigendur liðsins, en þó eru farnar að heyrast raddir úr herbúðum Everton að þeir telji sig vera að hellast úr lestinni, þeir geti ekki kept við Man City og Chelsea þessa heims á leikmannamarkaðnum án þess að fá nýja eigendur………sömu sögu er reyndar líklega hægt að segja um flest öll lið.

Arsenal

Eignarhaldið á Arsenal er svolítið frábrugðið öðrum enskum liðum, það er í eigu móðurfélags, Arsenal Holdings plc. sem hægt er að fræðast betur um hérna. Stjórnarformaðurinn og einhverjir stjórnarmanna hafa verið viðloðandi klúbbinn í 20-30 ár og hafa stjórnað honum vel og með ábyrgum hætti. Stærsti hluthafinn demantasölumaðurinn Danny Fiszman 24.11% sem átti áður ráðandi hlut í félaginu (yfir 25%) en er núna með örlítið stærri hlut en Alexander Usmanov sem er í forsvari fyrir næststærstu eigendurna. Peter Hill-Wood, gaurinn sem oftast er talað við í fjölmiðlum um málefni Arsenal er nonexecutive chairman sem erfði sinn hlut 1982 af pabba sínum, sem áður hafði erft föður sinn (afa PH-W), sem var stjórnarformaður Arsenal áður fyrr, m.ö.o. Peter Hill-Wood er með sterkar rætur í þennan klúbb.

Eigendur Arsenal virðast hafa grætt á því ef svo má segja að meðan klúbburinn byggði rándýran, mjög flottann og arðbæran völl var það  (og er enn) með einhvern sparsamasta stjóra í enska boltanum. Arsene Wenger rígheldur líklega ennþá í sitt kennaraeðli, enda kaupir maðurinn að langmestu leiti unga leikmenn sem hann vill móta sjálfur og gefa tíma til að venjast sínum hugmyndum.
Það má þó ekki misskilja að hann hefur alveg fengið pening til þess að kaupa þessa ungu pjakka ásamt nokkrum öðrum tilbúnari leikmönnum en það hefur oftar en ekki verið að einhverju leiti fjármagnað með sölu á leikmönnum sem þeir áttu fyrir. Fyrir þetta og skemmtilega spilamennsku hefur Wenger fengið gríðarlega mikið lof, liðið var að skila titlum og var nánast ósigrandi á stundum.
Því er þó ekki að leyna að undafarin ár virðast nallararnir vera mjög hægt og rólega að dragast aftur úr, þeir eiga ekki roð í United og Chelsea á leikmannamarkaðnum og “geta” ekki einu sinni haldið leikmönnum eins og Flamini því hann vill of mikið í laun!!!

Stuðningsmenn Arsenal eru því í smá skrítinni stöðu, þeir geta lítið kvartað yfir eigendum liðsins eða gagnrýnt þá fyrir að eyða ekki peningum í leikmenn þar sem menn vita ekki hvort um sé að “kenna” Wenger eða stjórninni. Einnig er alveg ljóst að ekki vantar fjárfesta sem eru tilbúnir að kaupa klúbbinn, fara þar fremstir Stan “the man” Kronkite (enn einn kaninn) annarsvegar og Alexander Usmanov (enn einn rússinn) hinsvegar. Það vilja nallararnir ALLS ekki, ekki frekar en United og Liverpool menn vildu vera í eigu kana. Nallarar virðast þó að mestu hafa haft vit á því að vera ekki að gera mikið grín af eigendamálum annara liða, þeir eru smeykir um sitt eigið lið, Kronkite og Usmanuv hafa báðir keypt hlut í félaginu nú þegar. Eins hlítur það að vera svolítið svekkjandi að það séu aðeins 3-4 svo ég muni enskumælandi menn í hópnum hjá þeim og aðeins einn þeirra er búinn að eyða fermingarpeningunum, Walcott.
Þrátt fyrir þetta held ég að Arsenal sé í nokkuð öfundsverðri stöðu eigenda wise, þeir eru feimnari en Laddi sem hann sjálfur og stjórinn virðist njóta rúmlega fulls trausts eigandanna. Þrátt fyrir þetta er reyndar ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að stuðningsmenn Arsenal séu ósáttir við þetta alltsaman………………..eins og reyndar flest allt annað í veröldinni.


Newcastle


Síðast þegar ég var að pæla í þessu var ég með örlítið aðrar væntingar til Newcastle og oggu pínu pons meira álit á Mike Ashley heldur en ég hef núna. Klúbbur sem hefur svo lengi sem ég man eftir að ég held alltaf verið í eigu ekki bara fótboltaáhugamanna heldur snar brjálaðra Newcastle stuðningsmanna sem hugsa ekki ósvipað stuðningsmönnum liðsins. Það hefur samt alltaf vantað einhvað uppá hjá þeim, þeir virðast oftast hafa þokkalegt af peningum milli handana og spila skemmtilega en alveg án árangurs.

Þeirra staða eigenda wise hefur versnað svipað mikið og staða Íslands á fjármálamarkaði á örskömmum tíma. Mike Ashely gerði að því er maður hélt mjög gott mót með því að plata Kevin Keegan aftur til liðsins. Árangurinn var kannski alls ekki flottur til að byrja með en ráðning hans gaf stuðningsmönnum félagsins hrikalega mikið boost eftir mögur ár undir stjórn skemmtikrafta eins og Souness, Big Sam o.fl. Þetta virkaði sem gríðarlega sterkur leikur hjá Ashely (flottur) sem allajafna var mættur galvaskur í búning á pallana og tók fullann þátt í stuðningi við liðið.

Það er samt vitað að Keegan er ekki auðveldasti maðurinn að vinna með og á undravert skömmum tíma náðu norðanmenn í sameiningu að klúðra þessu eins illa og hugsanlega var mörgulegt.

Í maí sagði ég þetta um King Kevin:

Ég tel að ef Keegan heldur áhuganum, starfinu og fær pening til að styrkja hópinn þá geti næsta tímabil alveg orðið spennandi hjá þeim. Keegan þarf allavega að klúðra málum ansi hressilega ef hann nær að fá þessa næstbestu stuðningsmenn landsins upp á móti sér, og með hann við stórnvölin geta stuðningsmenn Newcastle ekki annað en verið sáttir við sín eigendamál.

Það sem hlutirnir eru fljótir að breytast,úff. Reyndar fékk Keegan stuðningsmennina ekki upp á móti sér, heldur upp á móti Ashley og starfsliði hans. Núna er Newcastle einn allsherjar brandari, verðmæti klúbbsins hefur fallið um 65% vegna haturs í garð eigandans sem getur ekki lengur látið sjá sig svo mikið sem í Sunderland, hvað þá Newcastle og reynir í örvæntingu að selja klúbbinn. Keegan sakaði Ashley um að vera bara að sækjast eftir skjótfengnum gróða og hefur eflaust mikið til síns máls þar, en ég efa samt um að Keegan sé alveg saklaus af þessum sirkus sjálfur. Hvað stuðningsmenn Newcasle varðar þá gætu þeir í dag ekki verið mikið ósáttari og eru alls alls ekki öfundsverðir. Eigendur Liverpool hefðu litið vel út í fyrra miðað við Ashley og co núna.

West Ham

Miðað við það sem gerst hefur hér á landi með flaggskip Björgúlfsfeðga í fararbroddi, sko Landsbankann, ekki Hafskip eða Eimskip þá myndi ég halda að staða West Ham væri, öfugt við það sem gefið hefur verið út, ekkert sérstaklega góð í dag. Björgúlfur yngri virðist þola það að litla Ísland leggist á hliðina vegna sterkar stöðu annarsstaðar en ég sé ekki að Björgúlfur eldri þoli það að Landsbankinn (og jafnvel Eimskip leggist á hliðina) og haldi áfram að dæla peningum í West Ham ævintýrið sitt á sama tíma.

En satt að segja þá veit ég, eins og margir aðrir ekki mikið um raunverulega stöðu eigenda West Ham. Þeir dældu auðvitað dágóðum slatta af peningum í klúbbinn þegar þeir tóku við og liðið hélt sér á endanum uppi á ævintýralegan hátt. þó það sé líka á endanum að reynast liðinu ansi dýrt sökum hins ótrúlega Carlos Tevez máls.

Það er samt líka spurning hversu hátt þeir ætla í raun með liðið. Ég hafði allavega ekki trú á þeim á næstu árum áður en fjármálakrísan skall á svo trú mín á West Ham hefur síður en svo aukist, Þeir verða svona í baráttunni um 8-14 sæti. Þeir eru komnir með spennandi og skemmtilegan stjóra í Zola og hafa góðan hóp, sem reyndar hefur verið hreint fáránlega óheppinn með meiðsli.  Kannski býr mun meira í þessum hóp en ég er að gera mér grein fyrir. Einhver orðaði það mjög skemmtilega og hitti naglann vel á höfuðið þegar hann sagði að þeim vantaði nýjan Di Canio.
Allavega geta stuðningsmenn West Ham ekki verið neitt of ósáttir við Björgúlf og co enn sem komið er, þó auðvitað sé óvissan GRÍÐARLEG hvað eigandann varðar……….svo vantar auðvitað Egg man.

Tottenham

Um þeirra eigendamál veit ég ekki mikið, ENIC International Ltd sem er breskt fjárfestinfarfélag með breska milljarðamæringinn  Joseph Lewis í forsvari keypti sig inn í klúbbinn árið 2001. Í júní í fyrra keypti þetta félag síðan restina af hlut stjórnarformannsins Alan Sugar og því núna 68% í félaginu.

Félagi Lewis hjá ENIC, Dennis Levy var skipaður stjórnarformaður og stuðningsmenn Tottenham bara geta ekki verið mjög ósáttir við þessa eigendur. Þeir hafa gjörsamlega dælt peningum í liðið og þó það hafi ekki verið vinsælt þegar Jol var rekinn þá er ekki hægt að segja annað en að stjórinn sem þeir réðu í staðin hafi haft meðmælin með sér.
Tottenham er klúbbur sem hefur fáránlega lengi stúderað það að standa ekki undir væntingum og eru að slá einhverskonar met í þessari grein í ár. Ég hef lengi verið á því að með smá stöðugleika geti Tottenham hæglega  blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta  raskað ró topp klúbbana fjögura. Til þess þurfa þeir þó að ná að halda leikmönnum á borð við Robbie Keane og Berbatov, ekki missa þá á einu bretti og treysta á óreyndan (í Englandi) rússa og og Darren Bent.

Stuðningsmenn Tottenham geta allavega ekki verið mjög ósáttir við eigendur liðsins, mun frekar gaurinn sem fékk það út að eyða 17 milljónum punda í Darren Bent væri góð fjárfesting. Svei mér þá ef Tottenham ætti ekki að nýta tækifærið á meðan Gaui Þórða er á lausu og ráða hann. Hann myndi í það minnsta berja smá baráttuanda í þessa kalla 😉

QPR

Heimurinn er orðinn svo fáránlegur í dag að fyrstudeildar liðið QPR á heima á þessum lista, þar er á ferðinni eitt ríkasta lið Englands þessa dagana ef miðað er við auð eigenda liðsins. Það er samt ekki vitað hvort þeir ætli sér að vera í deild með Chelseta og City og ég bara nenni ekki að spá í þá fyrr en þeir eru farnir að teljast sem ógn við Liverpool.

En það er þó ljóst að líkt og aðrir eigendur annara liða eru þeir allir þrír allir gríðarlega töff, eins og myndirnar sína!!

Liverpool

Fyrsta hugsun mín þegar ég frétti að Liverpool væri á leiðinni í eigu ameríkana er ekki prenthæf. Ég eins og margir aðrir knattspyrnuáhugamenn er og hef alltaf verið skeptískur að eðlisfari á annarsvegar ameríkana í fótbolta og menn sem hafa akkurat ekkert vit og lítinn áhuga á íþróttinni (hvað þá klúbbnum), Oftast helst þetta hönd í hönd, að vera kani og vita ekkert……um fótbolta.
Það var engu að síður alveg morgunljóst að þáverandi eigendur ætluðu að selja klúbbinn og höfðu leitað að fjárfestum í langan langan tíma. Verandi poolari var maður þó fljótur að finna jákvæðu hliðarnar, Þróunin í boltanum var bara orðin svona, til að ná árangri þurfa lið nánast að selja sálu sína og þessir kanar hljómuðu nú ekki eins illa og kaninn sem tók United. Þessir sögðust eiga pening, ætluðu að styrkja klúbbinn verulega og nýr völlur var algjört forgangsatriði. Þannig að ég ákvað að leyfa þeim að njóta vafans. George Gillett sagði allt það rétta í viðtölum og Hicks gerði að mestu það sem við núna vitum að hann gerir best, hann þagði. Eins var ég ánægður með að Moores væri áfram í stjórn og að Parry héldi áfram og fengi kannski meiri pening úr að moða, þannig væri stöðugleikinn tryggður og haldið yrði í hefðir klúbbsins áfram.

Síðan þetta var bara getur maður ekki verið sáttur við þessa nýju eigendur. Fyrir það fyrsta virðast þeir bara ekki rassgat vera nógu ríkir, ekki miðað við væntingar og vegna þeirrar staðreyndar að þeir skuldsettu klúbbinn þræl duglega. Síðan gerðu þeir líklega sín verstu mistök þegar þeir snerust mjög ófagmannlega og sérlega klaufalega gegn stjóranum meðan hann var ennþá taplaus í deildinni á síðasta tímabili…….. vegna slæms árangurs í meistaradeild evrópu, keppni sem hann hafði unnið einu sinni og verið í úrslitum í nokkrum mánuðum áður, þ.e.a.s. við fyrsta mögulega mótlæti var sett óþarfa pressa á Benitez………..og það með Jurgen Klinsman í huga sem eftirmann. Óreyndan stjóra með takmarkað vit á enska boltanum. Ekki misskilja mig samt, ég hef alltaf verið mikill Klinsmann fan, hef bara mun meir trú á Rafa.

Þarf svo auðvitað ekki að fara út í það hversu nálægt Rafa var að komast aftur í úrslit þessarar sömu keppni, þrátt fyrir allt mótlæti.
En áfram héldu þeir að svíkja sín loforð þegar þeir slóu öll áform um nýjan völl út af borðinu, fannst hann of lítill og vildu gera flottari völl. Síðan leið og beið, nýjar teikningar voru samþykktar og allt klárt, nema þeir þurftu að koma aftur með skottið milli lappana, höfðu ekki efni á þessum flotta velli. Niðurlæging fyrir klúbbinn, sem var svo toppuð þegar þeir frestuðu einnig áformun um hógværari útgáfu nýja vallarins.

En eins og flestir aðrir eru þeir nú ekki alslæmir kallagreyin, Rafa hefur fengið þó nokkuð af pening úr að moða og í takt við tímann og stór hækkað verð hafa í tíð Gillett og Hicks komið til okkar dýrustu leikmenn í sögu klúbbsins. Þrátt fyrir það höfum við enganvegin verið að ná að keppa við  United og Chelsea á leikmannamarkaðnum…..og þar fyrir utan hefur Rafa verið að skila inn slatta í sölu á leikmönnum.

Það er samt auðvitað ósanngjörn krafa að ætlast til þess að þeir geti keppt strax við United og Chelsea sem hafa verið að fjárfesta rándýra leikmenn í mjög langan tíma núna. Helstu kaup í tíð nýrra eigenda eru Torres, Mascherano, Keane, frábær kaup sem ekki er hægt að gagnrýna. Babel fín kaup en líklega var dýrari maður first choice hjá Rafa, Lucas einn dýrasti ungi leikmaður í sögu liðsins, samt ekki á meira en 6 m.p.

Síðan er það Skrtel sem er dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool, hann kostaði 6,5 m.p………….sem dæmi má nefna að Rio Ferdinand kostaði 29 m. Þannig að þó það sé klárlega bæting á leikmannamarkaðnum þá er hún ekkert svo klikkaðselga mikil eða óelileg þróun. Cisse kom t.d. á 13-14 m.

Það sem var þó allra verst í fyrra við þessa nýju vini okkar var að þeir virtust bara ekki geta gert nokkurn skapaðan hlut án þess að það læki í fjölmiðla. Það er afar ólíkt Liverpool og bara enska boltanum að reka málin þannig, viðræður þeirra við Klinsmann hefðu getað verið mun minna sóðalegar hefðu þeir einungis talað um þær sín á milli (eða bara sleppt þeim), þeir móðguðu Rafa gríðarlega með þessu hátterni en toppuðu það síðan með því að segja honum að einbeita sér bara að því að þjálfa liðið. Eins hefðu þeir mátt gera strax drög að velli sem þeir ráða við og kynna það þá. Þeir gengu gegn loforði sem vó þungt þegar þeir fengu að kaupa klúbbinn þegar þeir steyptu honum í skuldir…o.s.frv.

Til að toppa þetta allt saman þá fóru þeir nú eins og unglingsstúlkur á gelgjuskeiði í fýlu út í hvorn annan, hættu að tala saman og virtust vera að reyna að mynda sitthvora klíkuna innan félagsins.
Ef þessir menn hafa yfir höfuð PR fulltrúa þá getur maður verið glaður að aftökur eru ennþá við líði í Texas og því haldið í vonina að hann verði dæmdur þar.

Í maí sl. sagði ég að staðan væri að því er virtist vera orðin svo slæm að maður var farinn að óska eftir því að vafasamir arabar frá Dubai myndu kaupi klúbbinn! Ég er held ég svei mér þá bara ennþá á þeirri skoðun. Þó fjölmiðlafárið í kringum þá félaga sé ekki neitt rosalegt núna og að aftur séu komin á samskipti þeirra á milli þá finnst mér þeir bara fyrir löngu hafa sínt óhæfi sitt sem eigndur. Eins tel ég engar líkur á að þeir fari vel út úr fjármálakreppunni sem nú geysar enda langt síðan þeir fóru að tala um hana þegar þeir voru að afsakan klúðrið með völlinn. Hjá Dubai fjölskyldunni eru allavega að því er virðist í alvörunni til peningar og menn sem virðast gera allt að gulli sem þeir snerta. Ekki skemmir fyrir að forsvarsmaðurinn er fótboltaáhugamaður og stuðningsmaður Liverpool, þ.e. Al Ansari. En þeim flygir líka pakki sem er ekki heillandi og eins og ég hef áður komið inn á þá er maður ekkert voðalega fylgjandi því að fara sömu leið og City og Chel$ki.

En ég kýs það frekar og arabíska peninga í stað þess að fara til fjandans með Bandarískum fjárfestum með stórt lán í Royal Bank of Scotland! sem þarf að endurnýja!! Það virðist sem arabarnir vilji kaupa en ekki fyrir það verð sem Hicks og Gillett setja á klúbbinn……það er það sem gerir mig hvað mest reiðan, því þeir eiga ekki skilið svo mikið sem eina krónu í gróða eftir dvöl sína í Liverpool Borg, mega koma út á sléttu ef klúbburinn verður ekki skuldsettur í kaf eftir þá.

Ef ég held mig við form pistilsins þá held ég að það megi vægt til orða tekið ætla að stuðningsmenn Liverpool geti ekki verið mjög kátir með sýna eigendur, þeir hafa opinberða fáfræði sína allt of oft, dregið klúbbinn í svaðið, gert hann hálfpartinn að athlægi og því á maður erfitt með að sjá þá ná að snúa þessu við…………en það á svosem aldrei að segja aldrei.

Það eru auðvitað skiptar skoðanir um þetta og t.d. held ég að bara meðal okkar pistlahöfunda séu nokkuð skiptar skoðanir um þetta. Kannski á maður ekki að spá of mikið í framtíðina og horfa frekar í það að við sitjum núna á toppnum með Chelsea og erum taplausir í CL.

Í maí sagði ég að ég gæti allavega ekki neitað því að maður hefur áhyggjur af þróuninni í boltanum og ég átti erfitt með að sjá þetta ganga endalaust. Á Englandi er t.d. staðan þannig að afar fá lið geta keppt um titilinn og ríkasta liðið vinnur í langflestum tilvikum.

Þá er líka orðið svo dýrt á völlinn að venjulegt fólk hefur ekki efni á því að fara, ennþá síður börn og unglingar sem missa því af upplifuninni. Einhversstaðar las ég að stuðningsmenn í dag væru mun eldri en þeir voru fyrir t.d. áratug og það er að því er mér finnst frekar hættuleg þróun. Stóru og vel staðsettu liðin fylla sína velli oftast að mestu og græða mikið á miðasölu, en miðlungsliðin eiga inn á milli marga leiki sem þeir selja ekki nærri því alla miðana sína á.

Enski boltinn hefur verið hip og kúl undanfarið og því hafa komið fáránlega miklar tekjur af ferðamönnum, en ferðamenn og ríkt miðaldra fólk er ekki fólkið sem myndar stemmingu á völlunum……….sjáið bara Chelsea og Arsenal.

En hvað segið þið, er ég (við) allt of vanþakklátir og dómharðir á okkar eigendur? Hvaða lið er best sett hvað varðar eigendur og dignity? Er þetta ekki bara væl í venjulegum verkamönnum og börnum sem geta ekki keypt miða á leiki, er það ekki bara markaðslögmaálið sem á að ráða, ef það er eftirspurn þá á að bjóða hæstbjóðana, alltaf?

Þetta varð auðvitað mun lengra en ég ætlaði mér

mbk.

Babú

9 Comments

  1. Gott dæmi um eiganda er hjá Aston Villa. Gaur sem er tilbúinn að láta pening í liðið, skuldsetur það ekki og heldur sig til friðs hvort sem er varðandi rekstur klúbbsins eða ímynd hans.
    Ég get ekki verið sammála þér að aðdáendur United geti verið sáttir með Glazer. Sá peningur sem hefur farið í leikmannakaup hefur komið frá mjög miklum hækkunum á miðaverði. Þá þarf að borga af skuldum félagsins með pening sem annars gæti farið í leikmannakaup.
    Tottenham, West Ham og nú Newcastle eru í fáránlegum málum þar sem hálfgerður leppur stjórnarinnar (oft kallað Director of Football) verslar menn í litlu sem engu samráði við knattspyrnustjóra liðsins.
    Svo verða menn að gera það upp við sig hvort að eigendur á borð við þá sem stjórna hjá Chesea og Man.City. Ég get ekki sagt að það sé heillandi rekstrarumhverfi að keppa við svoleiðis kóna.
    Að lokum varðandi Arsenal þá segjast þeir alltaf geta reitt fram 30m punda ef Wenger bendir á leikmann en hann hefur engan áhuga á svoleiðis viðskiptum. Því er ég ekki viss á stöðunni hjá þeim en það form sem er á eignarhaldi þar er líklega ákjósanlegast.

    Annars fannst mér…
    “Það vilja nallararnir ALLS ekki, ekki frekar en United og Liverpool menn vildu vera í eigu kana.”
    … ekki vera alveg rétt söguskoðun. Mig minnir að flestir hafi fagnað komu Hicks og Gillett á sínum tíma enda loforðin góð og aðkoma nýrra aðilla nauðsynleg. Staðan er önnur í dag eins og allir vita en á þeim tíma var þeim fagnað af flestum, því til stuðnings er hægt að lesa gamla pósta hér.

    • “Það vilja nallararnir ALLS ekki, ekki frekar en United og Liverpool menn vildu vera í eigu kana.”
      … ekki vera alveg rétt söguskoðun

    Ég sagi nú…

    • Verandi poolari var maður þó fljótur að finna jákvæðu hliðarnar, Þróunin í boltanum var bara orðin svona, til að ná árangri þurfa lið nánast að selja sálu sína og þessir kanar hljómuðu nú ekki eins illa og kaninn sem tók United (o.s.frv.)

    Ég tók þeim ekkert illa enda sögðu þeir allt það rétt við komu sína, mér fannst bara fúlt að þarna væru á ferðinni menn sem ekkert vissu um fótbolta og hafði áhyggjuar af því, hvað mig varðar og marga fleiri að ég held þá gaf ég þeim benefit of the doubt.

    Ef United menn, í heildina, eru ekki sáttir við sína eigendur þá er eitthvað mikið að!!! Þeir unnu aðeins EPL og CL í fyrra og kaupa nánast þá leikmenn sem þeim langar í. Það sem mælir á móti þeim kom einnig fram í þessu hjá mér og kemur fljótt upp á yfirborðið aftur þegar gengi United fer að versna.

    Svo er ég sammála með að þetta kerfi hjá Spurs, NUFC og WHFC er klárlega ekki að virka þó að með því hafi líklega átt “nútímavæða” stjórnunarhætti þessara klúbba. En þó held ég að t.d. Ramos hafi unnið svona hjá Sevilla.

  2. Ok fair enough varðandi efsta punktinn.

    Varðandi United, þá er ég bara að segja að ég get ekki séð að það sé eigendunum að þakka hvernig staðan er. Ég hugsa að utan Englands hafi aðdáendur liðsins engar áhyggjur en breskir stuðningsmenn liðsins eru örugglega margir hverjir mjög óánægðir með hækkandi miðaverð og auknar skuldir liðsins.
    Það er rétt hjá þér að Ramos hafi unnið svona hjá Sevilla, enda tíðkast þetta fyrirkomulag víða í Evrópu. Því miður virðist sá sem stjórnar kaupum hjá Tottenham hins vegar í meira lagi óhæfur. Það geta t.d. ekki talið góð viðskipti að selja Keane og Berbatov en fá aðeins Rússa sem hefur litla reynslu utan heimalandsins.

  3. Þessi setning fór alveg með það Babu:

    Það er ekki hægt annað en virða Everton svolítið

    🙂 Alveg útilokað mál

    Annars flottur pistill og fínar hugleiðingar. Sammála flestu sem þarna stendur.

  4. Varðandi óhóflegt fjármagn t.d. City og Chelsea:

    Ég hef lengi reynt (með litlum árangri) að koma orðum að því hversvegna mér líst svo hrikalega illa á það að menn með botnlausa vasa eignist svona félög. Hinsvegar virðast menn oft halda að sú skoðun myndi breytast ef mitt félag væri á svipuðum stað, þ.e. með ótakmarkað fjármagn og vilja til að eyða eins miklu af því og hægt er á sem skemmstum tíma. Ég raunar neita því ekki að það gæti verið oggulítil ánægja fólgin í að sjá her snillinga keyptan til liðsins yfir eitt sumar eða svo, en ég held að sú ánægja væri skammvinn. Ástæðan er sú að með því að kaupa alla bestu leikmennina í heiminum er verið að taka burt möguleikann á að tapa. Eða allavega verið að skerða þann séns allverulega.

    Til útskýringar á meiningu minni vil ég henda fram smá samlíkingu um alls óskyldan hlut. Ég er teiknimyndasögupervert (og skammast mín stórfenglega fyrir það) og kaupi og les mikið af svoleiðis bókmenntum. Ákveðna bókaflokka forðast ég þó almennt eins og ég get (nema í einstaka tilfellum). Þar á ég við hinar sápuóperukenndu ofurhetjusögur (Superman, Spiderman o.s.frv.). Þar er nefnilega varla hægt að tapa. Ef Superman deyr, þá er hann reistur við jafnskjótt með furðulegustu leiðum. Ef karakterar deyja, lamast eða missa augun, þá kemur annaðhvort geimvera, yfirnáttúrulegt afl eða náttúran sjálf til bjargar og kippir málinu í liðinn. Það er sumsé að mínu mati engin spenna í að lesa svonalagað, þar sem maður getur gengið að því vísu að flestallir mínusar (dauði, lömun, nauðganir, aflimun) eru núllaðir út með reglulegu millibili, ef ekki bara jafnharðan. Hvað er spennandi við að lesa bók um fólk sem er súkkulaði hvað þessa hluti varðar? Bækur þar sem grundvallar reglur í spennu eru þurrkaðar út og eftir stendur ekkert nema innantómur hasar sem hefur engar afleiðingar fyrir neinn.

    Það sama á að mínu mati við um fótbolta. Hvað er gaman við að sjá ósigrandi lið spila fótbolta? Hvar er fjörið við að sjá Liverpool liðið skokka inn á Anfield, vitandi að þeir geta ekki mögulega tapað? Án möguleikans á tapi er fótbolti ekkert annað en illa stílfærður dans með bolta og sólatæklingum á alltof stóru sviði. Þessvegna vil ég frekar að LFC og önnur félög sleppi við svona kaup-brjálæði. Það mun drepa sportið til lengri tíma litið, þó að til skamms tíma gæti það verið stuð. Pissa í skóinn sinn og allt það.

    Það er ekkert að því að félög eigi mikinn pening og heldur ekki að félög eyði miklum pening. En þeir peningar og eyðslan á þeim þarf að vera raunveruleikatengd að einhverju leyti, ef hægt er að fara fram á það miðað við hvernig boltinn er í dag.

    Það er allavega mín skoðun, þó hún sé sett fram á jafn sundurlausan hátt og raun ber vitni.

  5. Fínasti pistill og ágætis yfirferð, þótt ég verði nú að vera leiðinlegur og gagnrýna slettur og stafsetningavillur:)
    Ég verð nú að segja að nálgun Togga á fótboltann er með þeim frumlegri sem ég hef séð, og að sama skapi góð.
    Ég held hins vegar að sá dagur muni seint koma að lið geti orðið algjörlega ósigrandi. Reyndar er Chelsea nokkurn veginn ósigrandi á Stamford Bridge, en vonandi breytist það á næstu dögum. Og svo er það hitt, ég held ég myndi alveg geta notið þess, ólíkt Togga, að sjá Liverpool-lið sem gæti ekki tapað. Það var nánast svoleiðis á níunda áratuginum og svoleiðis hefur aldrei varað mjög lengi.
    Peningar koma og fara til og frá eigendum, þeir sem eru ríkir í dag verða það ekki endilega á morgun. Það sem skiptir grunnmáli í þessu er hversu stór aðdáendahópurinn er og hvernig klúbbunum tekst að byggja undir hann. Hvernig klúbbunum tekst að byggja jarðveg fyrir aðdáendur að alast upp í. Það þarf enginn að segja mér að yfir 30.000 manns á heimaleikjum Liverpool á Anfield séu ekki frá Liverpool og nágrenni, ef ég man rétt þá er hátt í 30.000 ársmiðar seldir og biðröðin í þá er löng. Þannig að grasrótin þar er sterk.
    Chelsea hefur hins vegar ekki þessa grasrót, þótt hún vaxi auðvitað með auknum árangri klúbbsins.
    Mér sýnist samt eins og West Ham og Liverpool séu núna í hvað verstu málunum hvað varðar eigendurna. Það verður mjög erfitt fyrir Gillett og Hicks að fá endurfjármögnun á lán og ekki fræðilegur að Björgólfur fari að dæla peningum inn í West Ham. Eðlilegast hefði verið fyrir hann að reyna að selja West Ham til að bjarga Landsbankanum. En það er önnur umræða.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

Kuyt og nokkur video

Spilað á hlutlausum velli?