Everton – Liverpool 0-2 (Leikskýrsla)

Suma leiki er bara skemmtilegra að skrafa um en aðra. Verkefni dagsins var ærið, við stuðningsmenn þurftum að vakna fyrir hádegi á laugardegi sem er auðvitað bara mannvonska, leikmenn Liverpool þurftu að skella sér alla leið á Goodison Park að etja kappi við litla óþekka bróðir í Everton. Okkur hefur gengið ágætlega með þá undir stjórn Benitez, jafnvel unnið þá einum færri, en leikurinn í dag var líklega sá besti hjá okkar mönnum í þessum erfiða nágrannaslag undir stjórn Rafa.

En byrjum á byrjuninni. Lið Liverpool í dag var nákvæmlega eins skipað og þegar það yfirspilaði Stoke City án ásættanlegs árangurs:

Reina

Arbeloa – Carra – Skrtel – Dossena

Kuyt – Gerrard – Alonso – Riera

Torres -Keane

Bekkur: Cavalieri, Agger, Hyypia, Aurelio (inn f. Riera), Pennant (inn f. Keane), Babel, Lucas inn f. Alonso).

Leikurinn byrjaði nokkuð svipað og típískur derby leikur milli þessara liða, hörð barátta, lítið um færi en Liverpool öllu sterkari aðilinn. Everton ætlaði greinilega að liggja aftur á vellinum og reyna beita skyndisóknum og auðvitað nýta sér öll föst leikatriði sem þeir komust í tæri við. Þeir eru allajafna stórhættulegir í föstum leikatriðum á meðan við getum átt ansi misjafna leiki þegar kemur að þessum parti leiksins. Þetta var þó í góðu lagi í dag og í raun hafði maður fáránlega litlar áhyggjur af þessu, vörnin hélt mjög vel og Reina greip inní það sem ekki var hreinsað.

Fyrsta markverða atriði leiksins kom á 8.mín þegar hinn öflugi nýliði Everton, Fellaini sem við þekkjum ágætlega frá Standard Liege tók hraustlega tæklingu á Alonso og uppskar gult spjald fyrir. Eftir korter áttu heimamenn reyndar ágæta hornspyrnu sem féll ágætlega fyrir Tim Cahill, en hann klúðraði því listavel. Liverpool var þarna að sækja ágætlega og virkuðu mun hættulegri, Riera var að gera þeim lífið leitt og átti t.a.m. góða fyrirgjöf á Torres á 18.mín sem hann klikkaði og stuttu seinna átti Riera ágætt skot sem endaði upp í stúku. Það var gott flæði hjá okkar mönnum þar sem Kuyt var ansi líflegur og…. wait for it…. gríðarlega duglegur. Hann barðist eins og ljón að vanda og virtist kunna vel við sig í svona leik. Eins vil ég hrósa Mike Reily, hann átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik að mínu mati og leyfði leiknum að fljóta vel í staðin fyrir að flauta á öll smáatriði sem skemma oft svona leiki. Bæði lið gætu fundið eitthvað til að kvarta yfir en heilt yfir held ég að þetta hafi komið út á sléttu. En á 25.mín stoppaði hjartað í fyrsta skipti, Reina missti boltann yfir sig sem  féll fyrir nýnema ársins hjá Leikfélagi Liverpoolborgar, Yakubu (innsk. það var víst Fellaini), sem hammraði tuðruna í átt að marki en Carragher varði stórglæsilega á línu, en dómarinn var reyndar búinn að flauta. Töff björgun hjá Carra engu að síður og hálfgert trademark hjá honum. Fyrri hálfleikur gekk ágætlega, Liverpool var mun áræðnara en maður var aðeins farinn að hafa áhyggjur af endurtekningu frá síðustu helgi.

Undir lokin gaf Arnar Björnsson svo Everton mönnum víti, góður dómari leiksins var ekki alveg á sama máli og gaf bara horn, en Arnar var þar að misskilja röfl í Carra og co sem vildu meina að Cahill hefði dottið full auðveldlega, nokkuð skondið atvik fyrir okkur sem horfðum á Stöð 2 Sport.

0-0 í hálfleik og ágætis frammistaða okkar manna.

Seinni hálfleikur byrjaði svo nokkuð svipað og sá fyrri, Everton lá til baka með Yakubu einan uppi á toppi og ógnaði ekki mikið, svipað var upp á teningnum hjá okkar mönnum. Eftir  10.mín. af þessu var ég farinn að verða svolítið óþreygjufullur og var mikið að spá hvar t.d. þessi maður væri (þ.e. Tottenhan- Keane)

Eins óskaði ég eftir Torres og Gerrard, sem þó höfðu sést aðeins meira. Venjulega þegar ég byrja með svona röfl yfir leikmönnum þá er stungið upp í mig stuttu síðar, Riise var ansi öflugur í því og Keane var nálægt því núna. Á 58.mín kemur bolti innfyrir vörn Everton sem Keane nær út við endalínu, Kuyt tekur gott hlaup inn í horn og dregur til sín bakvörðinn (Lescott) og skilur þannig eftir gott pláss fyrir Fernando Torres sem skilaði snilldarsendingu frá Keane listavel á sinn stað í marki Everton. Þvílíkur léttir, vá, og fullkomlega verðskulduð forysta.

Maður var varla hættur að fagna þessu á 62.mín þegar Keane er búinn að lauma boltanum inn í teig á Kuyt, hann er tæklaður af varnarmanni Everton sem átti með því þessa líka fínu stoðsendingu á Torres sem hammraði tuðruna upp í þaknetið, 0-2 fyrir Torres, Keane og Kuyt, snilld.

Fjörið virtist ekki vera búið, á 65.mín sendir Riera boltann frá endamörkum á Kuyt sem potar boltanum inn, en markið var dæmt af þar sem boltinn var farinn afturfyrir endamörk. Við fengum þó horn og uppúr því að mig minnir fékk Torres góða sendingu innfyrir sem hann skilaði á sinn stað í þriðja skipti í leiknum, en línuvörðuinn þurfti endilega að taka eftir þvi að um rangstöðu var að ræða. En jesús hvað þetta voru skemmtilegar ca. tíu mínútur.

Eftir þennan hamagang róaðist leikurinn aðeins, Everton aðdáendur fóru að huga að heimferð sem var afar ljúft að sjá. Á 66.mín tók Benitez Riera útaf eftir mjög góðan leik frá þeim spænska og við það fór svolítið af ógninni okkar. Á 78.mín var svo komið að föstum liðum eins og venjulega í viðureignum þessara liða þegar Tim Cahill fékk beint rautt fyrir harkalega tæklingu á Alonso. Við endursýningu gat maður kannski fallist á að um rúmlega gult spjald hefði verið að ræða en ég fer nú ekki að kvarta yfir þessu. Þremur mínútum seinna var Gerrard svo ansi nálægt því að skora sitt 100.mark og 1000.mark Liverpool í EPL, en skot hans rétt utan vítateigs var vel varið af Tim Howard.

Eftir þetta var leiktíminn bara látinn líða, ég var ánægður með að sjá Pennant fá að koma inná í lokin en hann kom inná með Lucas í tvöfaldri skiptingu þegar fimm mín voru eftir. Ekkert markvert átti sér stað utan þess að aðdáendur Everton reyndu veikum mættu að yfirgnæfa fallegan þjóðsöng Liverpool manna, YOU´LL NEVER WALK ALONE. Alltaf sætt að heyra þann söng óma á heimavelli Everton

Ef ég fer létt yfir mitt mat á okkar mönnum í dag þá var Reina stálheppinn að það var skuggi af stúkunni yfir vítateignum, ella hefði hann getað sólbrunnið á stífbónuðum skallanum. Dossena var ágætur í dag, var ógnandi með Riera í fyrri og ágætlega sókndjarfur. Carra var nákvæmlega eins og við var búist af honum, hann er ekki mikið fyrir það að tapa á móti Everton og sýnir það í verki að honum langar ekkert að taka upp á því, hann var mjög góður í dag. Sömu sögu er að segja af Skrtel, hann var gríðarlega sterkur og var nautið Yakubu eins og ungabarn í höndunum á honum. Arbeloa var solid í leiknum og vann á þegar leið á hann. Sóknaraðgerðir okkar manna fóru fram vinstramegin til að byrja með og í raun ekkert voðalega mikið um leik Arbeloa að segja.

Á miðjunni var Alonso mjög fínn í dag og er alltaf að líkjast sjálfum sér meira og meira. Gerrard var einnig góður enda miðjan eign Liverpool í leiknum. Þó finnst mér hann svolítið heftur svona aftarlega og ég sakna hans úr sóknarleiknum. Robbie Keane var svipaður og undanfarið, er að linka ágætlega við samherja sína og virkar líklegur til að koma með úrslitasendinguna. Fyrri var sæmilegur hjá honum en í upphafi seinni var ég farinn að athuga hvort hann hefði ekki örugglega verið í liðinu….þá kom hann með tvær úrslitasendingar. Það er samt þræl magnað að segja þetta en hann virkar á mann eins og maður sem skortir smá sjálfstraust, og trúið mér, það mun ekki há honum lengi.

Á vinstri vængnum átti Riera þvílíkt góðan leik að mín mati, hann var sí ógnandi og gerði Tony Hibbert hægri bakverði Everton lífið leitt. Hann er nokkuð fljótur, með ágætis sendingar og líklegasti maðurinn í þessari vandræðastöðu hjá okkur í háa herrans tíð. Maður saknar svolítið að hafa ekki risa á bekknum (Crouch) upp á að hlaupa í svona leiknum fyrst við erum farnir að komast mun lengra upp kanntana með tilkomu Riera. Hinumegin átti Dirk Kuyt sinn besta leik fyrir Liverpool á þessu tímabili, það er oft talað um að þessi umdeildi leikmaður bæti fyrir skort á hæfileikum með óbilandi báráttu og dugnaði og því er nokkuð ljóst að Everton – Liverpool derby leikur er hannaður fyrir Kuyt. Hann var mjög líflegur, mikið í boltanum og einn af okkar bestu mönnum í dag.

Maður leiksins hlítur svo að vera gulldrengurinn Fernando Torres. Hann var alltaf að reyna, sí ógnandi með hraða sínum þó Everton vörnin næði að pirra hann lengi vel. Þeir gleymdu sér samt í smá tíma og bara bing bara búmm Torres búinn að setja þrjú mörk á innan við 10.mín og þar af tvö lögleg. Game Over. Nú er bara vonandi að hann sé kominn í gang og taki nú gott run.

En frábær leikur hjá okkar mönnum, létum Everton líta illa út á heimavelli í þeim leik sem þá langar mest af öllum til að vinna, svona á að hefja laugardag.

33 Comments

  1. Sælir félagar
    Ekkert nema gott um þennan leik að segja. Ég nenni ekki einu sinni að pirra mig á Fabio Aurelio skiptingunni. Afhverju ekki Babel þar inn???
    Flottur leikur hjá okkar mönnum og Torres minnir á hver hann er. Annars fannst mér allir vera að gera vel þó er ekki hægt að dæma um varamenn sem komu inná í stuttan tíma en minntu ekki á sig hvorugur þeirra og ættu að mínu mati báðir að vera aftar í röðinni og Fabio miklu aftar.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Vel gert, sanngjarn sigur og betra liðið vann.
    Hvað vilja menn meira?

  3. Frábær sigur… Gaman að sjá hvað liðið allt er að spila vel… sérstaklega þegar einn af mönnunum getur séð um markaskorunina þá er eftirleikurinn auðveldur… Baráttan til fyrirmyndar…
    Alveg handviss um að Riley ætlaði að gefa Cahill gult spjald… en þegar hann sýndi honum þá óvirðingu í að ganga í burtu alveg sama þótt hann flautaði…. alveg handviss um að Riley skipti um skoðun og gaf rautt í staðinn fyrir gult.. En græt það nú samt ekkert.

    Skil ekki alveg afhverju það er ekki pláss fyrir Saha í framlínunni með Yakubu… reyna koma með smá pressu á varnarmenn Liverpool en sem betur fer spilaðist þetta mjög vel. Vonandi að Torres sé að komast í gang.

    Smá ánægður með að sjá leikmennina tuða…sérstaklega þegar þeir höfðu rangt fyrir sér… láta það fara í pirrurnar á sér..en vonandi með enn betri úrslitum að leikmenn leggi þann ósið á hilluna 🙂

    Liverpool í efsta sæti sem stendur. Njótum þess
    YNWA

  4. Mjög gott þetta var aldrei spurning. Riley þó mjög slakur átti að vera búinn að reka Cahil út fyrr þegar hann sló Arbiloa. Svo var mjög vafasamt að dæma 3 mark Torres af svo ekki sé meira sagt. Annars frábær frammistaða

  5. 27 september er dagurinn sem Fernando Torres steig út úr skugganum af sjálfum sér. (Og líka dagurinn sem Keflavík varð Íslandsmeistari en það er nú önnur saga) 😉

  6. Heilt yfir átti Riley þokkalegan leik en gerði sig sekan um tvö stór mistök. Dæmdi löglegt mark af Torres og rak Cahill óverðskuldað útaf, gult spjald fínt og allir sáttir.
    Liðið fannst mér frábært í dag. Kom mér á óvart að Everton stillti upp 10 manna varnapakka inní eigin teig á heimavelli. Bjóst við að þeir yrðu þar ekki fleiri en 8. Yakubu virkaði máttlítill gegn Carra og Skrtel.
    Alonso átti sinn besta leik á þessu tímabili og Gerrard fer vaxandi með hverjum leiknum. Riera, Keane og Kuyt unnu vel og áttu þátt í báðum mörkum Liverpool. Torres er náttla bara snillingur. Sást ekki mikið þangað til að fyrsta markið kom og eftir það var hann óstöðvandi. Ég ætla ekkert að kommenta á Aurilio skiptinguna en ég gæti trúað að Bebel væri frekar pirraður, allavega yrði ég það í hans sporum.
    Virkilega sætur sigur með ég ætla að njóta lengi……Þetta verður vart betra, fyrst Utd og tveimur vikum seinna Everton.

  7. Get ekki hvartað yfir neinu. Liv er bara á uppleið, og Keane átti frábæra sendingu á Torres, Liv er bara að vaxa og vaxa, með þessari spilamensku enda þeir vonandi efstir,,,,frábært…….

  8. Frábært að taka 3 stig úr þessum leik. Jákvæð merki um samspil Keane og Torres, vörnin fín, miðjan fín og tvö mörk skoruð. Ætla menn að fara að væla eitthvað og setja út á þetta? Á meðan að liðið er að slípast saman í byrjun móts bið ég ekki um meira en sigur 🙂

    Áfram Liverpool.

  9. Hérna, hvað er að frétta með leikskýrsluna? Náði ekki að horfá leikinn, bíð spenntur eftir henni!

  10. geeeeeeggjað geggjað geggjað 🙂

    þetta er ég svo ánægður með! Gerrard með frábæran leik, Alonso BLÓMSTRAR, Torres vaknaður, Keane með stoddara, vörnin klassi og heldur áfram hreinu á útivelli takk fyrir pent!

    nú er bara að vona að mínir menn Valsararnir taki Stjörnuna á eftir í handboltanum 😉 !!!!

    whooppa, djöfull er ég sáttur.

  11. Þetta er bara bloody brill. Hvað er hægt að biðja um meira en öruggan sigur – þrátt fyrir erfiðan fyrri hálfleik, steinþegjandi Goodison og Liverpoolhornið að kyrja You´ll never walk alone í lokin á frábærri frammistöðu. Allt liðið spilaði fínan leik, Kuyt og Arbeloa sáust reyndar ekki mikið í fyrri hálfleik, Keane var góður, Dossena í lagi, Skrtel og Carragher léku sér að sóknarmönnunum. Gerrard og Alonso áttu og átu miðjuna, Alonso átti fínar sendingar og svo kom gulldrengurinn okkar til skjalanna þegar á þurfti að halda. Riera var lala – átti ágæta spretti en getur meira. Mér gæti ekki verið meira sama um þetta rauða spjald hjá Riley. Fínt að taka 3 stig á Goodison og koma þeim enn neðar í deildinni og okkur á toppinn – for now.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  12. Betra liðið vann! Flott frammistaða okkar mann og Torres er mættur!

    Hjartanlega sammála Babu í einu og öllu!

    • Fan
      Hérna, hvað er að frétta með leikskýrsluna? Náði ekki að horfá leikinn, bíð spenntur eftir henni!

    Hvaða stress ? 🙂

  13. Glæsilegt! Skál fyrir Fernando Torres og mínum manni Dirk Kuyt sem skortir svo sannarlega enga hæfileika!

    Enda spilar drengurinn í taplausu liði Liverpool. 🙂

  14. ,,Reina missti boltann yfir sig sem féll fyrir nýnema ársins hjá Leikfélagi Liverpoolborgar, Yakubu, sem hammraði tuðruna í átt að marki en Carragher varði stórglæsilega á línu”

    Var þetta ekki Fellaini sem átti skotið, ekki Yakubu ?

    • Var þetta ekki Fellaini sem átti skotið, ekki Yakubu ?

    Tómatur/gúrka, hver er munurinn?

    (en ég bara man ekki hvor það var…og hef litlar áhyggjur af því)

    Annars er gaman að geta þess skýrslan hét Eveton – Liverpool 0-2 hjá mér í 3.tíma án þess að nokkur setti athugasemd við það 🙂

  15. Ég ætlaði einmitt að segja það sama og Gummi í #3, fékk Cahill ekki rautt því að þegar Riley var ítrekað að reyna að kalla hann til sín að þá þóttist hann ekki heyra í honum og hélt áfram að ganga í burtu. Veit samt ekki hvort þetta á við einhverjar reglur að styðjast þ.e. að gult geti orðið að beinu rauðu ef dómaranum er sýnd óvirðing í kjölfar refsiverðs brots???

  16. Haha… Þess má til gamans geta að Arsenal var að tapa gegn HULL á sínum heimavelli… Held það sé fyrsta tap þeirra á þessum velli frá upphafi í deildinni! Hull að skrá nafn sitt í sögubækurnar…. Arsenal með sitt sterkasta lið…. Sýnir það sem Liverpool hefur brennt sig á í gegnum tíðina.. að það má ekki sýna neinu liði óvirðingu… og ætla ná í stigin auðveldlega… 🙂 Annað sætið okkar þessa helgina 🙂

  17. Frábær leikur hjá okkar mönnum í dag, en ég verð að setja aðeins út á Keane, mér fannst hann drepa nokkrar efnilegar sóknir, hann hefur gert þetta í fleiri leikjum. Þegar við sækjum hratt þá gerum við það yfirleitt vel, en Keane vill soldið hanga á boltanum, snú sér í einn hring og gefa svo tilbaka…. eða er þetta bara vitleysa í mér.
    En annars frábær leikur og gaman að sjá okkur svona ofanlega á töflunni.

  18. Djöfuls gæsahúð þegar staðan var 2-0 og Fields of Anfield Road yfirgnæfði dapra Everton stuðningsmenn.

    “We had Heighway on the wing, we got dreams and songs to sing, now there´s glory down the fields of Anfield Road”. Elska þetta lag!

  19. Þvílíkur dagur … Liverpool vann og FH urðu Íslandsmeistarar !!!

    Þetta season stefnir í eitthvað Legend! Til hamingju Kristján og aðrir FH-ingar nær og fjær 🙂

  20. Hef sagt það áður og segi að það enn – þegar lið hefur mann eins og Torres í liðinu er það alltaf líklegt. Takk Rafa fyrir að hafa fært okkur þessa guðsgjöf. Maðurinn er gulls ígildi.

  21. Sko, örfáir punktar eftir daginn:

    Liverpool vinna Everton. FH verða óvænt Íslandsmeistarar í Árbænum eftir háspennudrama … og ég var á staðnum til að fagna með strákunum. Þetta er mín skilgreining á fullkomnum knattspyrnudegi. 😉

    Jafnteflið okkar á heimavelli gegn nýliðum Stoke virðist ekki svo slæmt í dag: Arsenal töpuðu 1-2 gegn nýliðum Hull á heimavelli. Við erum á toppnum eftir helgina, ásamt Chelsea. Ekki slæmt það.

    Fernando Torres er engill.

    Takk fyrir það. Ætla að fagna góðum degi í faðmi fjölskyldunnar í kvöld.

  22. Sá reyndar bara seinni hálfleikinn en sá hluti leiksins var mjög flottur. Hreyfst mjög af Kuyt aldrei þessu vant og fannst mér sjá afhverju Rafa notar hann svona mikið, hann lokaði rosalega vel inn á miðjuna af “kantmanni” að vera og truflaði spil Everton manna mjög mikið, var alltaf að flækjast fyrir Everton mönnum og hjálpaði Arbeloa mikið að taka þátt í sókninni með því að taka boltann aðeins inn á við meðan Arbeloa fengi tíma til að koma í overlap. Hann fær mikið prik fyrir leikskilning og vinnu fyrir heildina. Fannst gaman að sjá að liðið hélt ró sinni þó þeir væru ekki búnir að skora þegar 50 mín. voru búnar og það er mikilvægt. Torres tók ef svo má Segja “Torresinn” á þetta. Var lúmskur og hafði sig ekki mikið í frammi en skoraði 2 mörk og það seinna af rosalegri yfirvægni. þó reyndi hann stundum að fara lengri leiðina og snúa beint á varnarmann frekar en að gefa boltann á næsta mann og fá hann aftur, fannst þetta líka um hann í fyrra. En ef hann skorar jafn mikið þá fokk it. Arbeloa var ég ánægður með, hann var alltaf í bakinu á sínum manni og oftast kominn framfyrir manninn sinn þegar sá átti að fá boltann, það er góður lestur á leiknum.

    Las hér að ofan í Kommenti nr #1 “að þó er ekki hægt að dæma um varamenn sem komu inná í stuttan tíma en minntu ekki á sig hvorugur þeirra og ættu að mínu mati báðir að vera aftar í röðinni”
    Þetta finnst mér vera rugl. Lucas var mjög flottur, skilaði boltanum mjög einfalt frá sér alltaf og var alltaf tilbúinn að fá hann aftur. man að hann átti flott samspil sem endaði með því að hann gaf boltan á Torres og bað um boltan aftur en torres sérist í kringum sjálfan sig og missti boltann. Lucas var mjög “Solid” á boltann losaði hann vel, kannski vegna þess að við vorum manni færri veit ég ekki en hann var loksins flottur. hins vegar þá er ég sammála Siglkarl að Pennant var ekki að gera neitt. Fyndið samt að sjá að eftir að Lucas kom inn þá leitaði Gerrard alltaf eftir honum til að gefa boltann á, kannski til að koma honum inn í leikinn? hver veit en þetta fannst mér áberandi..
    En glæsilegur sigur og ég er feitt sáttur. Til hamingju
    YNWA

  23. Það er frétt á mbl.is, þar segir að Chelsea hafi unnið Stoke og þar með komið upp að hlið Everton í efsta sætið, Ætli þettað sé Everton maður sem skrifar þessa þvælu?

  24. Ein spurning hérna…..getur einhver bent mér á myndir úr leiknum á móti United. Ég er búinn að googla þetta fram og til baka og finn ekkert og svo var ég svekktur að það kom ekkert picture special á heimasíðu liðsins.

    Endilega sendið inn link ef þið hafið eitthvað.

    YNWA

  25. Vonandi eru eigendur síðunnar sama um eftirfarandi comment, annars henda þeir því bara út.
    En ég keypti Liverpool búning um daginn og hann er allt of stór á mig, hann er síðerma með Mascherano (20) aftan á og fæst á 9 þúsund krónur. Venjulega kostar stutterma með engu númeri 7.990 svo þetta er mjög gott verð. Númerið aftan á er CL númerið sem er alhvítt.

    Búningurinn er Large.

    Endilega hafið samband við mig ef einhver hefur áhuga á jgudmunds@gmail.com

  26. Flottur leikur, frábær úrslit.
    Jafn brjálaður og ég var um síðustu helgi var ég glaður eftir þennan leik. Þarna gekk leikplanið fyllilega upp og mér fannst eiginlega allt liðið spila vel! Ekki veikan hlekk að finna. Flott, flott og megaflott!!!!

  27. Góður leikur.

    Mér fannst liverpool eiga góðan dag, enda gekk boltin vel manna á milli og við vorum alla tíman með yfir höndina.

    Maður leiksins Torres, en ég er sammála greinarhöfundi að Kyut og keane voru góðir í þessum leik.

  28. Sælir félagar
    Fellst á gagnrýni á komment mitt hjá Antoni#25. Athugasemd mín átti ekki vil Lucas Leiva heldur Aurelio og Pennant.
    Annars bara sáttur eins og áður.
    Það er nú þannig
    YNWA

Liðið gegn Everton

Tottenham í Deildarbikarnum