Gleðineistinn logaði áfram á St. Mary í kvöld þrátt fyrir erfiða byrjun. Bertrand fékk pláss á kantinum og kom með fyrirgjöf sem Höjberg flikkaði áfram og fann þar Shane Long aleinan eftir að Wijnaldum kláraði ekki hlaupið á eftir honum úr djúpinu og Long kom boltanum auðveldlega í netið. 1-0 og Liverpool litu hreint út sagt hræðinlega út. Á 20. mínútu vorum við svo heppnir að fá ekki annað mark í andlitið þegar Trent setti boltan í Bertrand og þaðan barst boltinn á Redmond sem setti boltan fyrir markið en Shane Long hitti ekki boltan og Van Dijk kom honum aftur fyrir.
Eftir rúmlega hálftíma leik þar sem Southampton hafði verið betri aðilinn jafnaði Liverpool leikinn. Eftir nokkrar fyrirgjafir í röð sem Southampton náði að koma frá en ekki nægilega vel náði Trent að halda boltanum frá því að fara aftur fyrir og vippaði boltanum inn í teiginn þar sem Naby Keita skallaði boltann og Angus Gunn í marki Southampton reyndi eins og hann gat að halda boltanum úr netinu en sem betur fer fór hann allur yfir línuna. Hans fyrsta mark fyrir félagið og megi þetta vera byrjun á frábærum ferli!
Það sem eftir lifði hálfleiks náði Liverpool að vinna sig inn í leikinn og átti nokkur hálffæri en ekkert sem var líklegt til að koma okkur yfir og því jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði Liverpool líklegri en ekki að skapa nægilega góð færi. Eftir um tæpan klukkutíma var umdeilda atvik leiksins þegar Keita sótti á Yoshida, potaði boltanum framfyrir sig og Yoshida tók hann niður inn í teignum en ekkert dæmt. Sumir vilja meina að Keita hafi verið farinn að láta sig detta aðrir vilja meina að hann hafi ekki átt að fá víti vegna þess að hann potaði boltanum of langt og því var hann ekki að fara ná til boltans en að mínu mati er þetta annað klára víti tímabilsins sem Keita er neitað um.
Southampton fell dýpra og dýpra þegar leið á leikinn og fóru að tefja sem varð til þess að Bertrand fékk gult fyrir að vera of lengi að taka innkast rúmri mínútu eftir að dómarinn aðvaraði hann fyrir sama hlut. Það voru svo tíu mínútur eftir af leiknum þegar Liverpool komust loks yfir. Southampton fékk hornspyrnu og Origi var að gera sig kláran til að koma inná. Úr hornspyrnunni var boltanum hreinsað til Mo Salah sem tók hlaup yfir hálfan völlinn með Firmino sér við hlið og Bertrand að reyna að leika eftir varnarleik Van Dijk frá síðustu helgi. Salah var hinsvegar ískaldur og tók skotið á vítateigslínunni og skoraði í fjærhornið. Loks var markaþurrð hans lokið!
Það var svo Jordan Henderson sem innsiglaði sigurinn á 86. mínútu eftir fyrirgjöf frá Firmino og þrjú stig í hús og titilbaráttan enn í bullandi gangi!
Bestu menn Liverpool
Ég er nálægt því að velja Jordan Henderson sem mann leiksins, miðjan skánaði mikið við innkomu hans. Hann átti skallan á Salah í markinu sem kom Liverpool yfir og skorar svo síðasta mark leiksins varla hægt að biðja um meira frá varamanni. Mo Salah var kannski ekki stórkostlegur allan leikinn en skorar markið sem kemur okkur yfir og þungu fargi lyft af honum en ég vel Naby Keita mann leiksins, fyrsti leikurinn hans í langan tíma en skorar jöfnunarmark Liverpool bjó til gott færi fyrir Firmino og átti sterkt kall fyrir vítaspyrnu í leiknum. Var kannski slakur í varnarleiknum en var skapandi þegar okkur sárvantaði 3 stig.
Vondur dagur
Fyrir utan stoðsendinguna í jöfnunarmarkinu átti Trent slakan leik og var skipt útaf fyrir Milner. Gini Wijnaldum var skugginn af sjálfum sér í dag og má fara skoða að gefa honum eins og einn leik í frí þegar við eigum aðra valkosti á miðjuna.
Umræðupunktar
- Gaman að sjá fyrirliðan koma svona vel inn. Hann er umdeildur af stuðningsmönnum en fáir geta gagnrýnt frammistöðu hans í dag, fyrir utan óþarfa gult spjald undir lokin.
- Liðið var slakt alltof stóran part af þessum leik, eins og síðustu vikur. Væri gott fyrir taugarnar ef liðið gæti farið að spila betur heila leiki en kvarta lítið á meðan 3 stig koma í hús.
- Skiptingarnar hjá Klopp breyttu leiknum. Miðsvæðið var tapað stóran hluta af leiknum en Henderson og Milner (úr bakverðinum) breyttu því.
- Leikjaálagið á næstunni hjá City er svakalegt og við þurfum að þeir misstigi sig í einhverjum af þeim leikjum en í síðustu þremur leikjum höfum við dregið upp sigra sem er eitthvað sem einkennir oft meistaralið, vonandi getum við horft á þetta þannig þegar flautað verður til leiks í maí!
Ég höndla þessa leiki bara engan veginn. Djöfull öfunda ég ekki nágranna mína.
og já, Firminho maður leiksins.
MO SALAH, MO SALAH 🙂
Mo salah ! Hetjur allir sem einn !
Og pælið í því hvað markaskorararnir þrír áttu þetta innilega skilið!
þarna kom það sem þurfi.. salah fékk nóg af þessari vitleisu og fór bara upp allann völlinn og skoraði og svo kom henderson á eftir sem hefur ekki skorað mark í ca 2 ár og potaði honum yfir línuna.
já og varðandi öskur, sem betur fer er nágranninn liverpool maður líka þannig að hann trúlega verið að góla á sama tíma og ég þannig að það sleppur.
Að vera ekki púllari í dag er bara rugl ( ole ole ole samt ekki Gunnar Solsker ).
YNWA.
Sýndum rosa styrk siðustu 20 minúturnar erum að toppa á réttum tíma….
Flottur Hendo kannski Klopp noti hann meira ofar á völlinn og Fabinho sjái um að sópa.
Þarna sýndi Salah úr hverju hann er, gefst aldrei upp… og Óli Gunnar, piff, búinn að gera frábæra hluti með ManUtd my ass; þegar hann byrjaði voru þeir í sjötta sæti og 14 stigum á eftir Liverpool, þeir eru enn í sjötta sæti og 18 stigum á eftir Liverpool (eftir jafn marga leiki)… 😉
Sæll þetta er erfitt fæ líklega hjarta áfall ef þetta heldur svona áfram geggjaður leikur!
Það hefði engum öðrum en Klopp dottið í hug að henda Milner og Hendo inná, þvílíkar skiptingar. Klopp á þessi 3 stig, frábær 3 stig.
Hjartaflökt og niðurgangur en djö… er það þess virði!
Lang lang besti leikur Hendo ég hef gagnrýnt hann mikið en ég er meira en til í þennan Henderson! Hann var frábær í þessu hlutverki síðast þegar við vorum í titilbaráttu 13/14. Gini virkaði mjög þreyttur spurning að prófa fab , keita og henderson í næsta leik. Allir sem skoruðu í dag þurftu á marki að halda en enn sigurinn sem gefur gott boost í titilbaráttu. koma svo við erum Liverpool
Aldrei víti hjá Keita þrusaði boltanum frá sér og var byrjaður að falla áður en snertingin kom. Annars fannst mér Firmino klárlega maður leiksins, fyrir utan ógnina sem hann bauð upp á fram á við þá er hann rugl góður í að verjast föstum leikatriðum, veit ekki hversu oft hann skallaði boltann frá eftir auka og hornspyrnur sem voru einmitt hættulegustu færi Southampton manna stóran hluta leiksins.
En ein pæling, vilja menn fá Gomez inn í liðið þessa stundina, því að mínu mati er Matip búinn að vera þrusugóður í síðustu leikjum. Ekki misskilja mig Gomez er allan daginn betri en Matip en mér finnst Matip ekki búinn að gera neitt til þess að verðskulda það að vera tekinn úr liðinu, eða hvað?
Djöfull var gaman að sjá Henderson fagna markinu, þvílík innkoma hjá honum, maður leiksins ásamt Firminho. Greinilegt á leikmönnum Liverpool að Henderson er þeim mikilvægur.
Liverpool miklu betri í þessum leik og ég hafði alla trú á þeir mundu klára þetta gegn alveg ágætu liði Southampton.
Og Salah, vá hvað hann gæti reynst okkur mikilvægur þessa síðustu leiki.
Til hamingju félagar með frábæran sigur. Firminho var frábær í þessum leik í sókn og vörn. Liðið hætti ekki þrátt fyrir mótbyr og þeim óx ásmegin síðustu tuttugu mínúturnar þannig að maður vissi að þeir myndu sigla þessu heim. Þetta gera bara meistaralið. Það sem var einnig mjög gott við þennan leik er að í honum var markaálögunum aflétt á þremur leikmönnum, Salah,Keita og Henderson. Brugðust þeir glaðir við.
Þvílik forréttindi að vera liverpool aðdáandi.
Et, drekk og ver glaðr
Hvað þarf Jordan Henderson að gera Hannes til að vera valinn maður leiksins? Koma inná og breyta leiknum? Koma inn á og stjórna spilinu? Koma inn á og skora? Koma inn á og leggja upp ? Nei hann gerði þetta allt en þú velur Naby Keita, manninn sem átti 4 tapað bolta, skapaði eitt færi og vann eitt einvígi í leiknum (þegar hann skoraði mjög vel gert).
Þetta er ótrúlegt val.
Að því sögðu, frábærar skiptingar hjá Jurgen Klopp. Eins og þeir félagar voru búnir að ræða í gullkastinu þá var mesta gagnrýnin á Klopp að hann bregst stundum full seint við. Sú var ekki rauin í kvöld. Þessar skiptingar skiptu sköpun þar sem Trent var lélegur í kvöld og Matip þar af leiðandi oft út úr stöðu að reyna hjálpa honum gegn frábærum Redmond. Milner kom með flott innkomu og lokaði á áætlunarferðir Southampton upp kantinn.
Salah auðvitað með frábært mark og þungu fargi af honum létt. Vonandi var þetta það sem hann þurfti til að koma sér í gang.
En liðið getur ekki haldið hreinu til að bjarga lífi sínu um þessar mundir, vonandi sjáum við miðvarða breytingar í næsta leik og Gomez eða Lovren koma inn með VVD
Er bara glaður og ætla ekki að drulla yfir neinn, enda engin ástæða en sumir mega laga sendingar.
82 stig hvað er að frétta þetta er sturlað.
Salah þvílíkur leikmaður svona á að svara ..skorar sigurmarkið á móti Tottenham eða er allavega valdur að því og svo skorar hann krúsíal mark nr 2 á móti Southampton.
Efasemdamenn farið heim.
Geggjað að Keita og Hendo hafi skorað líka þetta gleður mann!
Elska ad sja gredduna i Hendo! Hann kemur inn í thetta i gær med winner hegdun. Skallinn a Salah, hlaupid í addraganda marksins, fagnid, attitude, gula spjaldid, “thu ferd ekki framhja mer nema hafa extra mikid fyrir thvi”.
Thad er erfitt fyrir Southampton ad fa thetta dyr inna völlinn i thessum ham. Madur thekkir thad sjalfur ad thad er otholandi ad spila gegn adilum sem selja sig dyrar en adrir – madur hugsar sig alltaf um adur en madur leggur i einvigi vid svona typu og thetta toughness vantadi adur en Hendo kom inna. Setti sma karlmennsku i thetta.
Thess vegna er mikilvægt ad hafa olikar typur til taks og thd er thjalfarans ad skilja hvenær a ad nota hvern og einn. Credit a Klopp!
Sæl og blessuð.
Þessi leikur minnir á viðureign sömu liða á sama velli fyrir fimm árum. Þá hafði nafni ekki skorað í einhvern tíma og vel snyrtir heimamenn voru til alls líklegir með Lallana, Lambert, Schneiderlin og Lovren fremsta meðal jafningja.
Allt var í járnum í þeim leik þar til Rodgers setti inn Sterling sem skoraði í sinni fyrstu snertingu. Nafni rauf svo markaþurrðina með eftirminnilegum hætti og þetta varð upphafið að sigurlotu sem endaði ekki fyrr en … úff… á heimavelli gegn Chelsea. Þá með þriggja stiga forskot á þá fölbláu.
Í gærkvöldi sýndi Klopparinn styrk sinn og herkænsku með leikbreytandi skiptingu og Salah fann markaskóna að nýju. Það munar um svona herforingja og Hendó tók af öll tvímæli um það gæði sem búa í honum. Gini þarf á hinn bóginn að fá smá hvild. Það var átakanlegt að sjá hann nema staðar á miðjum okkar vallarhelmingi þegar sá röndótti tók skeiðið inn í teig. Leikurinn var nýhafinn svo þreytu verður varla kennt um að hafa ekki tekið þennan 25 metra sprett.
Hvernig sem fer í vor þá á maður frábærar minningar frá þessari leiktíð og allt stefnir nú í að við endum í meistaradeildarsæti. Ég ætla nú samt að leyfa mér að vona að árangurinn verði áþreifanlegri!
Sælir félagar
Missti af þessum leik og er það annar leikurinn í röð sem ég missi af. Mér skilst að þetta hafi verið hjartasprengjandi eins og næsti leikur á undan. Það er ekki víst að maður hefði þolað það á mínum aldri en stigin þrjú eru afar góð og þau eru sko hjartastyrkjandi get ég sagt ykkur. Dásamlegt að þessir 3 leikmenn skyldu skora og þó sérstaklega Mo Salah. Takk fyrir mig Klopp og félagar
Það er nú þannig
YNWA
Bayern tók Dortmund 5-0 á heimavelli, Alianz arena, Þarf eitthvað að ræða það frekar hvað okkar menn gerðu góða fer þangað í meistaradeildinni. Það er ekkert grín að spila þarna fyrir aðkomulið . Hef verið á þessum velli og stemmingin var svakaleg. Danke…Bitte
Þessi leikur væntanlega þaggar aðeins í Henderson-höturunum og menn sjá hvaða hlutverki hann gegnir í liðinu. Hann er þessi gaur sem á að gera hlutina sem gerir Salah, Firmino og Mané að þeim leikmönnum sem þeir eru í dag.
Hatarar eru alltaf í laumi og svo spretta þeir fram um leið og tækifæri gefast og segja ,,I told you so”.
Ég hef stundum séð og heyrt minnst á að Klopp er ekkert hafinn yfir gagnrýni. Eg ætla að leyfa mér að segja að hann sé nánast hafinn yfir alla gagnrýni. Skoðið bara tölurnar á þessu tímabili og skoðið bara kaupin á leikmönnunum til okkar, undir hans stjórn. Síðbúnar skiptingar jújú en það er ekki eins og hann sé að gleyma sér í símanum eins og íslenskur táningur. Hann er með plan, hann er meðvitaður um það sem er í gangi og vill láta reyna á þá hluti, sem lagðir voru upp, fyrir leikinn.
Það er algjörlega sturlað að við séum ekki með hreina forystu í þessari deild núna þegar fimm leikir eru eftir! Fínt að city fóru í bikarúrslitin, það mun dreifa athyglinni og orkunni frá deildinni. Vonandi fara þeir í gegnum spurs líka í CL, þeir verða að fá sem flesta leiki í vor.
Man ekki eftir að hafa verið eins lítið stressaður að lenda undir eins og í þessum leik. Svo bjóðum við Porto velkomna á Anfield, og kveðjum þá með töluni 5-0.
YNWA
Fari það í hoppandi Hólakot hvað þetta er skemmtileg staða. 82 stig í hús..
…öruggir með að lenda ekki neðar en í 2.sæti
…meiðslalistinn óvenju stuttur miðað við Liverpool undanfarin ár
…pínu áhyggjur af TAA eftir meiðslin um daginn
…er Gini eitthvað meiddur?
…hvernig er staðan á OX og Shagiri?
…nú er þetta að gerast
…eða hvað?
…deildin verður að hafa forgang og er mér alveg sama hvað öðrum finnst um það
…framundan 3 leikir á 8 dögum
Slæmar fréttir fyrir Liverpool.
Wolves virtust vera að fara í FA Cup final voru að vinna 2-0 þegar lítið var eftir en Watford náði að jafna á 92mín og eru núna komnir yfir en það eru 15 mín eftir af framlenginguni(vonum að úlfarnir nái að snúa þessu við)
Afhverju er þetta slæmt? Jú Liverpool á heimaleik gegn Wolves í lokaleiknum og hefði það verið gott fyrir okkur ef þeir væru með hugan sinn á úrslitaleikinn í FA Cup, myndu þá passa tæpa leikmenn, engin vildi fá rautt spjald, engin myndi fórna sér í vafasama tæklingu eða vilja missa af úrslitunum.
Okkar menn eru auðvita allan daginn sigurstranglegri en þetta hefði gert verkefnið auðveldara en þetta Wolves lið er vel skipulagt og hættulegur andstæðingur.
Mikið væri ég til í að sjá þennan gaur spreyta sig með þríeykinu okkar frammi.
https://www.youtube.com/watch?v=JXhjKwWxcmU
Tad ER allt vid tetta timabil skrifad I skyjin ad vid vinnum tessa deild og eg trui tvi svo sannarlega en a sama tima óttast eg ad GUD se ad rugla I okkur og vid endum I odru sæti. Hvernig SEM tetta endar ta eru okkar menn bunir ad eiga storkostlegt timabil og ef tad dugar ekki til ad vinna Tessa deild ta ER eg buin ad akveda tad ad sætta mig vid tad bara.. annars Er eg sannfærdur um ad vinnum annadhvort deild EDA meistaradeikd og mer personulega gæti ekki verid meira sama um hvor tad yrdi..
Einn smámunur sem var einnig líka mikið á milli spjallverja í fyrra – Firmino er skrifað vitlaust efst á síðunni
Eitthvað var Liverpool að gera rétt í þessum leik. Fjórir í liði vikunnar hjá Garth Crooks, VvD, Milner, Hendo og Salah.