Tveimur dögum eftir að flautað var af í Kiev síðasta vor kom tilkynning nánast eins og þruma úr heiðskýru lofti frá Liverpool sem staðfesti kaup félagsins á Fabinho. Fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðan Christian Poulsen kom til félagsins sem hægt er að flokka sem alvöru varnartengilið. Óhætt að segja að ég var ánægður með þennan eftirmann Emre Can.
Það var samt ljóst frá upphafi að hann yrði ekki bara varnartengiliður í anda t.d. Hamann og Mascherano enda spilar Klopp miðjunni ekki þannig en engu að síður loksins loksins kominn alvöru varnartengiliður sem stórbætir það sem var fyrir í þessari stöðu.
Varnartengiliðir Liverpool 2010-2019
Javier Mascherano yfirgaf Liverpool með meiri skít og skömm en við kannski munum flest eftir. Hann neitaði að spila gegn Man City undir lok ágúst 2010 til að þrýsta á sölu frá Liverpool sem fór vægast sagt illa í okkur stuðningsmenn eins og færslur frá þeim tíma staðfesta. Barcelona notaði öll sín skítavinnubrögð og þegar hann loksins fór voru allir tengdir Barcelona búnir að tjá sig um málið. Leo Messi sagði t.a.m. þetta:
“Javier won’t play for the club again, I can assure you of that, and I think the Liverpool coach knows that now.
“Javier’s family are unhappy and the pressure of seeing that is making him depressed. Liverpool must act humanely and let him go.”
Hann komst ekki í West Ham þremur árum áður þegar Benitez fékk hann til Liverpool, Hayden Mullins hélt honum á bekknum. Svar Liverpool var að kaupa þrítugan Christian Poulsen sem hafði verið lélegur í tvö ár á ítalíu. M.ö.o. besti varnartengiliður í heimi út fyrir Pouslen. Betur er ekki hægt að skilgreina sameiginlegan tíma Roy Hodgeson, Purslow, Gillett og Hicks.
Mascherano sagan var bara brot af vandamálum Liverpool á þessum tíma og féll fljótlega í skuggan af öðrum og enn stærri vandamálum. Poulsen gat ekki blautan skít en Liverpool átti ennþá alvöru varnartengilið í Lucas Leiva sem steig upp og var besti leikmaður Liverpool þetta tímabil og byrjaði það næsta mjög vel þar til hann meiddiast alvarlega í deildarbikarleik gegn Chelsea undir lok nóvember 2011. Jay Spearing kom inn á miðjuna í næsta deildarleik á eftir!
Frá þeim tíma þar til kaupin á Fabinho voru kynnt hafði Liverpool ekki átt alvöru heimsklassa varnartengilið í toppformi. Verst er þó að það var ekki einu sinni reynt að kaupa slíkan leikmann. Brendan Rodgers hefði ekki trú á varnarleik yfirhöfuð og Jurgen Klopp hefur spilað þeim sem voru fyrir aftast á miðjunni.
Þeir helstu sem hafa spilað þarna eru menn eins og Gerrard, Henderson, Can og Wijnaldum. Allt góðir leikmenn sem eru alls ekki alslæmir aftast á miðjunni en enginn þeirra er flokkaður sem heimsklassa leikmaður í þessari stöðu. Fabinho er það.
Við höfum í millitíðinni reynt að sannfæra okkur um að þessi staða sé ekki lengur til í þessari Makalele mynd sem við þekkjum. Mögulega á það við að einhverju leiti en ég man ekki eftir mörgum liðum sem vinna stóra titla sem hafa ekki alvöru varnartengilið í aðalhlutverki.
Hinn raunverulegi Jordan Henderson
Fabinho átti engan stjörnuleik núna um helgina, hvorki gegn Southampton eða Porto. Hann hefur ekki einu sinni alltaf spilað sem aftasti miðjumaður hjá Liverpool í vetur. Hann er búinn að spila um 25 leiki það sem af er tímabili en Klopp hefur þrátt fyrir það farið sér hægt í að aðlaga hann að leik liðsins. Of hægt að mínu mati reyndar en það er auðvitað sófaspeki par excellance.
Fabinho hefur samt klárlega sýnt það þegar hann spilar aftast á miðjunni að hann er langbesti kostur Liverpool í því hlutverki og ekki bara það heldur gerir innkoma hans það að verkum að þeir sem hafa fyllt þetta skarð hingað til geta farið aftur í “sitt hlutverk” á miðjunni. Það er ekki síður mikilvægt eins og við sáum um helgina.
Þegar Liverpool gerði atlögu að titlinum tímabilið 2013/14 var Henderson okkar mikilvægasti leikmaður á miðjunni. Hann var vélin í liðinu og hljóp á við tvo á miðsvæðinu enda ekki vanþörf á. Gerrard var fyrir aftan hann og naut mjög góðs af hlaupagetu Henderson á meðan Coutinho og Sterling fengu fyrir vikið leyfi til spila framar. Botnin datt úr á því tímabili þegar Henderson fékk óþarfa þriggja leikja bann eftir leikinn gegn City. Næstu leiki á eftir rétt marði Liverpool Norwich ósannfærandi 2-3, misstu niður 3-0 forystu gegn Palace og töpuðu gegn Chelsea. (10 sigurleikir í röð fram að því í deildinni).
Liverpool gat ekki blautan næsta tímabil á eftir en Henderson var engu að síður góður, hann skoraði sjö mörk og lagði upp níu í deild og deildarbikar. Besti leikmaður Liverpool á reyndar mjög vondu tímabili. Eftir það meiddist hann á hæl og var ekki svipur á sjón í kjölfarið. Í desember 2015 komu fréttir þess efnis að þetta væru ólæknandi meiðsli sem hann þyrfti að lifa með allan ferilinn.
Eftir að hafa varla misst úr leik tvö tímabil spilaði hann aðeins 15 leiki tímabilið áður en Klopp tók við og náði aðeins 24 leikjum hvort tímabil 2016/17 og 2017/18. Klopp hefur satt að segja aldrei séð hinn raunverulega Henderson undir sinni stjórn hjá Liverpool og spilað honum meira og minna úr stöðu aftast á miðjunni. Algjör synd þar sem það blasti við þegar Klopp tók við Liverpool að Henderson væri sjálfgefin hvað hans leikstíl varðar, það var bara spennandi að sjá hver yrði með honum á miðjunni.
Henderson hefur á þessu tímabili byrjað 16 deildarleiki og komið inná í 11 til viðbótar. Hann er partur af 5-6 leikmönnum sem Klopp róterar nánast stanslaust. Hvort það er til að spara orku eða vegna þess að hann hefur ekki fundið sína sterkustu miðju er stór spurning. Wijnaldum hefur t.a.m. byrjað 28 deildarleiki og komið inná í tveimur, enda okkar besti miðjumaður heilt yfir í vetur og leikmaður sem Klopp treystir greinilega fullkomlega. Klopp er almennt ekki að rótera liðinu það mikið og breytingar á miðjunni í vetur eru klárlega ekki eitthvað sem Klopp hefur ekki gert mikið af áður nema tilneyddur.
Þessir 30 leikir Wijnaldum + bikarleikir og landsleikir hafa tekið sinn toll og hann hefur verið að sýna það núna undanfarið. Fabinho hefur á móti vaxið með hverjum leik og vonandi er stutt í að Klopp fari að treysta honum 100% Líka (og alveg sérstaklega) í stóru leikjunum.
Henderson sagði eftir Southampton leikinn að hann hefði farið sjálfur til Klopp og sagt að hann gæti spilað framar á miðjunni. Klopp hlustaði á fyrirliðann sinn og ætti núna í kjölfarið á þessari helgi að vera búinn að finna honum hlutverk út þetta tímabil.
Henderson sem box-to-box miðjumaður í svipuðu formi og hann var 2013-2015 er stórt vopn sem stórbætir pressu Liverpool liðsins og færir sóknarlínuna ofar á völlinn. Á þessum árum hafði hann Andy Robertson hlaupagetu og núna 28 ára og vonandi á hátindi ferilsins virðist hann aftur vera nálægt toppformi. Látum hann hlaupa meðan hann getur. Haldi hann áfram á sama tempói og hann var gegn Porto og Southampton gerir hann lífið töluvert auðveldara fyrir aðra leikmenn og það er ekki tilviljun að um leið förum við að sjá fleiri mörk frá miðsvæðinu.
Loksins fór miðjan að spila sókn
Miðjumenn Liverpool hafa ekki skorað eða skapað nægjanlega mikið af mörkum í vetur og því fagnaðarefni að fá þrjú mörk, stoðsendingu og almennt miklu meiri ógn í síðustu tveimur leiknum.
Öll tölfræði Naby Keita eftir Porto leikinn var í takti við þann leikmann sem við höfum verið að bíða eftir allt þetta (og síðasta) tímabil.
Keita:
6 tackles
10 recoveries
6 dribbles
2 shots, 2 KP
Goal
That’s the 2-players-in-1 Keita from 16/17 that analytics had rarely seen before.— Dan Kennett (@DanKennett) 9 April 2019
Það er ekkert grín að hafa box-to-box 2014 útgáfuna af Jordan Henderson að pressa þig með Naby Keita við hliðina á honum. Leikmann sem var keyptur sem meira sóknarþenkjandi útgáfa af Kanté. Hvað þá þegar þeir hafa bestu bakverði deildarinnar til að styðja sig beggja vegna.
Klopp er ennþá að móta sitt lið – ekki búið að toppa ennþá.
Það er ekki bara Henderson sem græðir á komu Fabinho. Gini Wijnaldum getur alveg spilað box-to-box líka og hefur oft verið geggjaður í pressunni í stóru leikjunum. Hann þarf augljóslega hvíld núna en verður væntanlega áfram eitt fyrsta nafn á blað út þetta tímabil. Til framtíðar vona ég samt að hann verði að berjast um stöðu í byrjunarliðinu við Henderson, ekki sem sexa eða tía.
Á pappír ætti baráttan um tíuna að vera á milli Keita, Ox, Lallana og jafnvel Shaqiri en af ýmsum ástæðum hefur það ekki verið raunin í vetur og það hefur verið vandamál allt þetta tímabil. Vandamál sko í Shankly skilningi að hérna erum við með vandamál á toppnum, bara með 82 stig eftir 33 leiki og með vinstri fótinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
En talandi um einmitt það þá kannski sýna þessar vangaveltur best að þrátt fyrir frábæra stöðu, Liverpool hefur bókstaflega aldrei í sögunni verið betra, á þetta lið meira en nóg inni og Klopp er hvergi nærri hættur að byggja upp sitt lið. Mögulega var samt Fabinho síðasta risapúslið sem honum vantaði (í bili).
Alisson er besti markmaður sem flest okkar hafa séð í búningi Liverpool hann er ennþá á fyrsta tímabili hjá Liverpool og rétt 26 ára.
Van Dijk er afgerandi besti varnarmaður í heimi, hann hefur ekki ennþá klárað fullt tímabil fyrir Liverpool og er aðeins 27 ára.
Joe Gomez er meira efni núna en Van Dijk var á sama aldri. Meiðslasaga hans er rosalegt áhyggjuefni auðvitað en að vera þetta góður 21 árs þrátt fyrir að hafa misst úr tvö tímabil segir allt sem þarf. Hversu góður væri hann btw hefði hann ekki meiðst?
Robertson og Alexander-Arnold mynda besta bakvarðapar í heimi, annar þeirra er að leysa vandamál til 30 ára í vinstri bakverði á meðan hinn er ennþá bara unglingur. Robbo er 25 ára og byrjaði ekki að spila að viti fyrr en í nóvember 2017. Hinn byrjaði síðasta tímabil sem þriðji kostur í hægri bakverði. Þeir eru rétt svo að byrja að bæta sig undir stjórn Klopp.
Fabinho er síðasta púslið til að klára að kaupa það sem vantar í allar stöður eftir að búið var að skipta um allar stöðurnar fyrir aftan. Hann er bara 25 ára og rétt núna að ná tökum á því sem Klopp fer fram á, hvernig verður hann á næstu 2-3 árum?
Gömlu mennirnir eru Wijnaldum og Henderson, báðir 28 ára. Wijnaldum hefur verið einn besti leikmaður tímabilsins á meðan Henderson var bara í þessari viku að stórbæta sinn leik undir stjórn Klopp. Meira að segja þeir hafa hellings svigrúm til að bæta leik sinn enn frekar.
Keita er óskrifað blað og allskostar óvíst hvort hann standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Klopp beið eftir honum í eitt ár og hefur sýnt það áður að hann er tilbúinn til að gefa sínum ákvörðunum tíma. Mín tilfinning er sú að Keita sem er núna 24 ára verði einn besti miðjumaður deildarinnar næstu 2-3 árin. Hann rétt eins og Henderson er á pappír 100% Klopp miðjumaður.
Ox-Chamberlain er aðeins 25 ára og í raun svipað óskrifað blað og Keita eftir þessi meiðsli. Hann var að verða sá leikmaður undir stjórn Klopp í fyrra sem búist var við að hann yrði þegar hann kom inn í deildina 17 ára. Það verður eins og að Liverpool hafi keypt nýjan leikmann þegar hann kemur aftur inn næsta haust.
Shaqiri er bara 27 ára, hvort hann verði lengi hjá Liverpool er spurning en vonandi gefur hann okkur 1-2 ár í viðbót og aðlagast áfram hugmyndafræði Klopp. Hann er heimsklassa leikmaður þegar sá gallinn er á honum og aðalstjarnan í mjög sterku landsliði Sviss.
Sóknarlína Liverpool hefur núna spilað saman tæplega tvö tímabil í Meistaradeildinni og þeir raða sér í 2.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn Liverpool í þeirri keppni. Aðeins Gerrard hefur skorað meira en það mun ekki vara mikið lengur. Þeir eru allir 26-27 ára og á hátindi ferilsins. Vonandi átta þeir sig allir á að þeir fóru upp um level hjá Klopp og munu líklega aldrei spila betur en undir hans stjórn. Það eru til mörg dæmi um leikmenn sem hafa spilað sinn besta fótbolta undir hans stjórn en ekki verið svipur á sjón annarsstaðar. Eins er ekki tilviljun að Lewandowski, Aubameyang og Salah komust allir í fremstu röð undir hans stjórn.
Þetta er komið langt út fyrir efnið. Aðalatriði er að holningin á miðjunni um helgina svínlúkkar og takist að stilla hana af fyrir endasprettinn er búið að fylla upp í öll “götin” á liðinu. Þróun nánast allra lykilmanna liðsins og aldur þeirra gefur svo til kynna að þetta lið er ennþá bara að slípast saman.
Frábær pistill mjög sammála vona að það verði fab , naby og hendo áfram. Af óskiljanlegum ástæðum finnst mér Gini og Hendo ekki spila vel þegar þeir eru saman inná oftast.
Sælir félagar
Takk fyrir frábærlega skemmtilegan pistil Einar Matthías og góða yfirferð yfir liðið sem Klopp er að búa til. Takist okkur ekki að vinna titilinn í vor verður næsta tímabil geðveikt með lið sem nálgast það að vera fullþroskað. Ef við vinnum dökkbláu olíugarkana á sunnudaginn fer maður raunverulega að trúa. En í raun og veru er ekkert sem segir að liðið okkar vinni þá ekki en maður hefur alltaf áhyggjur gegn þeim dökkbláu af fenginni reynslu.
Líklegt er að einhver (1 – 2) alvöru leikmenn komi inn í liðið fyrir næstu leiktíð. Þá reikna ég með vinstri bak svo Robertson hafi alvöru gæða staðgengil og sóknarmanni til að auka samkeppni um fremstu stöður. Ef til vill kemur líka einhver í hægri bak svo TAA hafi staðgengil þar ef á þarf að halda sem veitir honum líka aðhald og auki einbeitingu hans sem stundum mætti vera meiri. En hann er bara stráklingur ennþá og alveg magnað efni þar á ferð.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir þetta, skemmtileg lesning og ég er sammála þessu öllu.
Takk fyrir þetta Einar.
Fabinho er fyrir mér mun fjölhæfari leikmaðir en Mascherano fyrir utan að vera með aðeins fleiri skrúfur á réttum stað í höfðinu. Hann er samt ekkert að hlaða í “beast-mode” eins og Masch gerði stundum og vinnur boltann 10 sinnum á 10 mínútum. En hann líka heldur sér inni á vellinum.
Ég vona að Shaqiri fari að fá mínútur inn á milli svo hann vilji vers áfram því hann er einn af fáum sem getur leyst af Salah og Mané ef þess þarf. Origi virðist samt vera að klifra upp goggunarröðina og hafa innkomur hans verið flottar, ekkert hægt að setja útá hann þannig séð.
Annars er draumurinn minn að sjá Trent þróast í miðjumann því ég held að hann gæti vel orðið virkilega góður box to box leikmaður.